Morgunblaðið - 03.10.1997, Side 58

Morgunblaðið - 03.10.1997, Side 58
58 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/SAMBÍÓIN og Háskólabíó hafa tekið til sýninga hamfara- og spennumyndina Volcano með leikurunum Tommy Lee Jones 3-. og Anne Heche í aðalhlutverkum FRUMSÝNING ÞÓTT íbúar í Kaliforníu séu vanir jarðskjálftum og alls kyns náttúruhamfórum, eins Og aurskriðum, skógareldum, felli- byljum og flóðum, hafa þeir hingað til talið sig óhulta fyrir eldgosum. En ekki lengur. í borginni þar sem menn halda áfram að sofa meðan jarðskjálftar upp á 5 á Richter ríða yfir fer allt á annan endann þegar gat myndast í jarðskorpunni undir borginni og leysir úr læðingu nátt- úruöflin í öllu sínu veldi. Glóandi hraun kemur upp úr jörðu á miðju Los Angeles svæðinu, streymir um umferðargötur, neðanjarðargöng og holræsi og sópar með sér háhýs- um eins og laufblöðum. Það kemur í hlut framkvæmda- stjóra almannavama í borginni, Jdike Roark (Tommy Lee Jones) að takast á við vandann. Roark er eng- inn blýantanagari og honum dettur ekki í hug að biðja hjálparliðið um að gera eitthvað sem hann er ekki til í að reyna sjálfur. Þótt honum sé brugðið lætur hann ekki slá sig út af laginu og leggur af stað til þess að horfast í augu við hraungíginn með innsæi sitt og meðfæddan töffaraskap að vopni. Auk þess tekur hann með sér Amy Barnes (Anne Heche) jarð- _ fræðilegan talsmann Cal Tech há- ' íkólans, sem hefur þá vísindaþekk- ELDTUNGUR gleypa stórborgina. ingu á eldgosum sem Roark vantar. Þau keyra um borgina á Hummer- jeppanum sem Amy á en hún hefur lengi verið baráttukona fyrir var- kárni í umgengni við náttúruna. Hún barðist m.a. gegn áformum um að bora jarðgöng fyrir neðan- jarðarlest í gegnum borgina. Við upphaf eldgossins kemur á daginn að hún hafði á réttu að standa. Af því að Rork er almannavarna- maðurinn beinast spjót almennings að honum. Vissi hann af þessari BENZfN érw Olis byður viðskiptavinum sínum á stórdansleik í kvöld kl. 22-03. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Gríptu boðsmiða á næstu þjónustustöð Olís. FOSTUDAGINN 3. 0KT0BER Á HÓTEL ÍSLANDI GEIRMUNDUR VALTÝSSON og hljómsveit Aldurstakmark 20 ar hættu? „Heldurðu að ég hefði boðið dóttur minni í heimsókn til mín um þessa helgi ef ég hefði átt von á þessu,“ svarar Mike Roark reiði- lega þegar blaðamaður spyr hann þessarar fáránlegu spurningar. Þegar Volcano var frumsýnd vestanhafs beindist athygli fjöl- miðla mjög að aðalleikkonu mynd- arinnar, Anne Heche, en ástarsam- band hennar og sjónvarpsstjörn- unnar Ellen DeGeneres úr þáttun- um um Ellen, þótti krassandi efni fyrir slúðurblöð vestanhafs fyrr á árinu. Þetta er stærsta kvikmyndahlut- verk Anne Heche til þessa en hún hefur m.a. leikið í Donnie Brasaco með Johnny Depp og A1 Pacino, The Juror, If These Walls Could Talk, Milk Money og síðast gaman- mynd sem heitir Walking and Talking. Auk þess hefur hún komið fram í ýmsum sjónvarpsmyndum og -þáttum. Leikstjóri myndarinnar er Mick Jackson, 64 ára gamall Breti, sem TOMMY Lee Jones í hlutverki Mike Roark. fékkst við að leikstýra sjónvarps- og heimildarmyndum í Bretlandi allt frá árunum í kringum 1970 og þar til hann fluttist til Bandaríkj- anna fyrir um 10 árum. Meðal fyrstu mynda hans var verðlauna- heimildarþátturinn The Ascent of Man, sem fjallaði um vegferð mannsins, og var sýndur um víða veröld um miðjan áttunda áratug- inn. Fyrsta leikna myndin sem hann gerði var hins vegar Chattahoochee árið 1990. Arið eftir gerði hann L.A. Story með Steve Martin. Síð- an hefur Jackson m.a. gert hina geysivinsælu The Bodyguard með Kevin Costner og Whitney Hou- ston og Clean Slate með Dana Car- vey. Einnig hefur hann notið vel- gengni sem leikstjóri leikinna sjón- varpsmynda, bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Tommy Lee Jones er óþarfi að kynna, jafnvinsæll og hann hefur verið í kvikmyndaheiminum síðan 1993 þegar hann hlaut óskarinn ANNE Heche leikur jarðfræð- inginn Amy Barnes. fyrir aukahlutverk í Flóttamannin- um með Harrison Ford. Tommy Lee hefur verið að leika í kvik- myndum frá því 1970 og gerði m.a. góða hluti í Coal Miner’s Daughter árið 1980 og hinni frægu The Exe- eutioner’s Song árið 1982. Þótt hann væri þekktur sem fyrsta flokks leikari sló hann fyrst í gegn sem kvikmyndastjarna þegar hann stal senunni af Steven Seagal í myndinni Under Siege. I kjölfarið fylgdi aðalhlutverk í mynd Oliver Stones, Heaven and Earth, Flótta- maðurinn og óskarsverðláunin og svo The Client, Natural Born Kill- ers og Batman. Tommy Lee er fæddur í Texas en er með próf frá hinum fræga Harvard-háskóla. Þegar hann er ekki að leika í bíómyndum unir hann sér heima í Texas þar sem hann á búgarð og hefur kúreka í vinnu. Þar ríður hann út með hatt- inn sinn og keyrir pallbíl, klæddur í gallabuxur, kúrekastígvél og köflótta skyrtu. PíÍl^yÍHH í ^kÍHH Stein / Bock / Harnick aseiss: Sýningar BYRJAÐAR AFTUR! Sýningar í október: 3. - 4. - 10. - 18. - 25. - 26. - 31. Kortagestir Þjóðleikhússins: Munið afsláttinn á fyrstu fjóru sýningunum WÓÐLEIKHÚSIÐ Sími: 551 1200 Hiti í Hollywood

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.