Morgunblaðið - 13.11.1997, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 13.11.1997, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forhagkvæmniathugun á byggingu olíuhreinsunarstöðvar hér á landi Fyrstu mðurstöður vænt- anlegar um áramótin FULLTRÚAR á vegum fyrirtækis í eigu rúss- neskra og bandarískra aðila, sem vinnur nú að forhagkvæmniathugun á því að reisa olíu- hreinsunarstöð hér á landi, voru staddir hér- lendis í þessari viku á vegum Fjárfestingar- skrifstofu íslands og ræddu þeir við fulltrúa stjórnvalda og sveitarstjórnarmenn um verk- efnið. Hugmyndir eru uppi um að reisa hér 1-4 milljóna tonna olíuhreinsistöð og ef af því verð- ur myndu 200-400 manns starfa við hana. Fyrirtækið sem um ræðir heitir MD-SEIS og er ráðgjafarfyrirtæki í olíuiðnaði og starfar það bæði í Rússlandi og í Bandaríkjunum. Að sögn Inga Ingasonar, skrifstofustjóra Fjárfest- ingarskrifstofu íslands, ræddu fulltrúar þess við iðnaðarráðherra og þá sem að umhverfis- málum koma, auk þess sem þeir ræddu við sveitarstjómarmenn á Austíjörðum, en í áætl- unum er gert ráð fyrir að olíuhreinsunarstöðin verði reist á Reyðarfirði. Ingi sagði í samtali við Morgunblaðið að þeir sem að forhagkvæmniathuguninni standi geri sér fulla grein fyrir því að gæta þarf fyllstu var- úðar varðandi umhverfismál og að uppfylla þurfi kröfur íslenskra stjómvalda í þeim efnum, auk þess sem uppfylla þuríí mjög ströng skil- yrði lánastofnana til að tryggja rekstur hreins- unarstöðvar af þessu tagi. „Þetta fyrirtæki starfar bæði í Rússlandi þar sem það er í eigu Rússa og í Bandaríkjunum þar sem það er í eigu Rússa og Bandaríkja- manna. Auk þess em þeir að vinna að þessari athugun með ráðgjöf frá Price-Waterhouse ráðgjafarfyrirtækinu í Bandaríkjunum. Þeir áætla að ljúka forathugun í kringum næstu ára- mót og þá ætti að liggja fyrir hvort hagkvæmn- in sé á því stigi að menn séu sáttir við það,“ sagði Ingi. Fyrir mánuði kom rússnesk tækninefnd hingað til lands og kannaði aðstæður vítt og breitt um landið og skoðaði meðal annars að- stæður á Reyðarfirði. „Þeir sem að þessu standa em fyrst og fremst að skoða Reyðarfjörð og miða þeir sínar athuganir út frá því en það verður að hafa í huga að mál þetta er allt á algjöra forathugun- arstigi,“ sagði Ingi. Aðildin að Barentsráðinu vakti hugmyndina Eins og fram kom í Morgunblaðinu í júlí síð- astliðnum er það aðild íslands að Barentsráð- inu sem hefur orðið til þess að hugmyndin að því að reisa olíuhreinsunarstöð hér á landi varð til. Kveikjan að hugmyndinni er vitneskja um að í undirbúningi er olíuvinnsla á nýjum olíu- svæðum nyrst í Rússlandi þar sem m.a. banda- rísk olíufélög hafa efnt til samstarfs við Rússa um vinnsluna. Hugmyndin um olíuhreinsunarstöð hér á landi gerir ráð fyrir að um samstarf íslendinga, Rússa og Bandaríkjamanna verði að ræða og afurðirnar fari aðallega á markað í Bandaríkj- unum, en líklegt þykir að verð á olíuvömm hér á landi myndi lækka mikið með tilkomu stöðv- arinnar. Samráð R-lista Borgar- stjórinn í 8. sæti INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri mun skipa áttunda sæti Reykjavíkurlistans í komandi borgarstjórnarkosningum en prófkjör verður haldið um efstu sjö sæti listans í lok janúar nk. Á fundi samráðs Reykjavíkur- listans í gær kynnti framkvæmda- nefnd samráðsins tillögu sína um fyrirkomulag prófkjörsins, sem var samþykkt einróma, en hún verður kynnt á næstunni innan flokkanna sem standa að listanum. Samþykkt var að hver flokk- anna fjögurra skilaði fyrir 14. des- ember nk. inn tillögu um sjö ein- staklinga. Af þessu 28 manna úr- vali er svo ætlunin að þátttakend- ur í prófkjörinu forgangsraði fimm einstaklingum. Vegið fylgi flokkanna í prófkjörinu mun svo ráða úthlutun sæta. „Meginreglan er sú að það fær enginn þessara fjögurra flokka annan fulltrúa inn fyrr en allir hafa fengið einn,“ segir Kristín A. Árnadóttir, í framkvæmdastjóm samráðsins. Tómas Ingi Olrich á Alþingi um markaðshlutdeild fyrirtækja Samþjöppun í sjáv- arútvegi mun minni en annars staðar TÓMAS Ingi Olrich, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði í fyrirspurn- artíma á Alþingi í gær að ljóst væri að samþjöppun í eignaraðild fyrir- tækja á mörgum sviðum atvinnulífs- ins væri margfóld sú samþjöppun sem ætti sér stað innan sjávarút- vegsins. Hann sagði jafnframt að ef hætta væri á yfirþyrmandi áhrifum á þjóð- félagið vegna samþjöppunar á afla- kvóta virtist nú vera sýnu meiri hætta á yfirþyrmandi áhrifum á samfélagið vegna þeirrar samþjöpp- unar sem hefði til dæmis orðið í blaðaútgáfu í landinu. Þetta sagði Tómas Ingi eftir að hafa lagt fram og hlýtt á svör iðnað- ar- og viðskiptaráðherra við átta fyr- irspumum um markaðshlutdeild stærstu fyrirtækja landsins á ýms- um sviðum atvinnulífsins. Innti Tómas Ingi ráðherra ennfremur eft- ir því hvort hann teldi ástæðu til, með tilliti til markaðshlutdeildar þessara fyrirtækja, að setja lög sem takmörkuðu umsvif þeirra umfram það sem samkeppnislög segðu til um. Svaraði ráðherra því jafnan til að ekki væri ástæða til lagasetningar. Tómas tók fram að með fyrir- spurnum sínum væri ekki verið að mælast til þess að farið verði að þrengja að stærri fyrirtækjum á Is- landi vegna fyrirferðar þeirra á markaði. „Samfélag okkar er svo smátt í sniðum að fyrirtæki sem ná því að verða samkeppnishæf á al- þjóðlegum markaði hvort sem það er í matvælaframleiðslu, verktaka- vinnu, flugrekstri eða á öðrum svið- um atvinnulífsins verða auðveldlega mjög stór hlutfallslega í íslensku at- vinnulífi, þótt þau séu smá á alþjóð- legan mælikvarða," sagði hann. „Við verðum því að gæta hófs í um- fjöllun um markaðsráðandi fyrirtæki og áhrif þeirra á stjómvöld. Þjóðin á mikið undir því að eignast fyrirtæki sem í aukinni alþjóðlegri samkeppni þurfa að nýta sér hagkvæmni stærð- arinnar til að geta lifað af og til að geta bætt afkomu þjóðarinnar í heild,“ sagði Tómas Ingi. Kom fram SÖLVI Levi Pétursson, 24 ára Reykvíkingur sem leitað hefur ver- ið að frá því á sunnudag, kom fram í gærkvöld á heimili föður síns. Björgunarsveitarmenn höfðu í gærkvöld leitað Sölva í þrjá daga og komu í gær fram vísbendingar sem bentu til mannaferða í sumarbústöðum á Kjalamesi og var leitað þar í gær. Séra Ulfar prófastur Arnesinga ÞORSTEINN Pálsson kirkjumála- ráðherra hefur skipað séra Úlfar Guðmundsson, sóknarprest á Eyrar- bakka, prófast í Ái-nesprófasts- dæmi til næstu fimrn ára. Séra Úlfar tekur við af séra Guðmundi Óla Ólafssyni í Skálholti. Séra Úlfar er fæddur í Reykjavík árið 1940. Hann var um tíma prestur í Ólafsfirði en hefur þjónað Eyrar- bakkaprestakalli frá árinu 1980. BLAÐINU í dag fylgir fjögurra síðna auglýsingablað frá Nóatúni. Morgunblaðið/Ámi Sæberg SKYDDEREN gnæfir yfir önnur skip í flotkvínni í Hafnarfírði. Danskt varðskip á þurru í Hafnarfirði DANSKA varðskipið Skydd- eren er nú til viðgerðar í flot- kví Vélsmiðju Orms og Víg- lundar í Hafnarfirði. „Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem danskt varðskip kemur á þurrt land á Islandi," segir Guðmundur Víglundsson, framkvæmdastjóri. „Við höf- um fengið þrjú erlend skip til viðgerðar í röð. Það er sér- staklega ánægjulegt að fá er- lend varðskip til viðgerðar á sama tíma og íslensku varð- skipunum er siglt til Pól- lands.“ Guðmundur segir að skemmdir hafi orðið á stýris- búnaði Skydderen í óhappi við Grænland. Skipið beið í rúma viku í Reykjavíkurhöfn meðan þess var beðið að flotkvfin losnaði og varahlutir kæmu til landsins. Fyrir var danskt kaupskip, Mermaid Eagle, þar til viðgerða og þar áður togari sem Mecklenburger Hochsee- fischerei hefur selt íslenskum fiskafurðum. Auk þess að lagfæra skemmdirnar á varðskipinu er tækifærið notað tii að sinna viðhaldi skipsins að öðru leyti. Skipið verður líklega uppi fram yfir helgi. Guðmundur þakkar þessi viðskipti velheppnaðri mark- aðssetningu fyrirtækisins en flotkvfin hefur verið mjög vel nýtt frá því hún var tekin í notkun í upphafi síðasta árs. „Það er góð búbót að fá er- lend skip til okkar í viðbót við þessi íslensku og það sannar að þessi starfsemi er komin til að vera. Þetta er heilmikill sigur,“ segir Guðmundur. 20-25 iðnaðarmenn vinna við viðgerðina á skipinu, sem er 82 metra langt og 12,5 metra breitt. Að sögn Guðmundar fara dönsku varðskipin aldrei í veiyulegan slipp heldur ávallt í þurrkvíar. Bætist við íbúatölu Hafnarfj arðar Sextíu danskir sjóliðar búa um borð í Skydderen í flot- kvinni í Hafnarfírði. „Það hef- ur bæst svolítið við íbúatölu HafnarQarðar," segir Guð- mundur sem segir að landhelg- isgæsla hafi sjaldan verið öfl- ugri í Hafnarfjarðarhöfn en núna. Hann vill ekki gefa upp um hve mikil viðskipti er að ræða en segir að veru sjólið- anna og skipsins fylgi margvís- leg önnur viðskipti fyrir fyrir- tæki í Hafnarfírði og láti sjólið- arnir vel af sér.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.