Morgunblaðið - 13.11.1997, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
STÆRSTU gatnamót landsins fyrir neðan Ártúnsbrekkuna hafa nú tekið á sig lokamynd. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Forstjóri VISA fslands telur fólki mismunað með Sérkorti Stöðvar 2
VISA ætlar að bjóða
„margfalt betri kost“
HÖRÐ samkeppni er nú í uppsigl-
ingu milli kreditkortafyrirtækj-
anna í kjölfar samnings Kredit-
korta hf. og íslenska útvarpsfé-
lagsins hf. um útgáfu á nýju kredit-
korti, svokölluðu Sérkorti Stöðvar
2, sem þeir korthafar sem eru
áskrifendur Stöðvar 2, fá sér að
kostnaðarlausu.
Með notkun þess geta korthafar
fengið afslátt á áskriftargjaldi
Stöðvar 2. Um 25 fyrirtæki eru að-
ilar að samstarfínu og veita hand-
höfum afslátt. VISA ísland ætlar
að svara fyrir sig með því að bjóða
korthöfum VISA nýjan kost innan
tíðar, sem mun fela í sér ýmis fríð-
indi, skv. upplýsingum Einars S.
Einarssonar, forstjóra VISA ís-
land.
„Fríðindi sem munu lækka
kortareikninginn"
„Við munum bjóða upp á marg-
falt betri kost innan tíðar og höfum
verið með í undirbúningi að haga
viðskiptunum með öðrum hætti. Sá
kostur mun bjóðast öllum 110 þús-
und korthöfum VISA, en þeir eru
þrír af hverjum fjórum handhöfum
kreditkorta á íslandi. Greint verður
nánar frá þessum nýjungum eftir
næstu mánaðamót. Þær munu fela í
sér að ýmis fríðindi sem munu
lækka kortareikninginn hjá hverj-
um og einum,“ segir Einar.
Einar segist fagna allri sam-
keppni en hefur þó miklar efasemd-
ir að með þessu nýja tilboði Stöðvar
2 og Kreditkorta sé um eðlilega
samkeppni að ræða og telur að um
ákveðna mismunun sé að ræða milli
handhafa VISA og Euroeard-
kreditkorta. „Allir hlutir kosta sitt
og við teljum það ekki eðlilegt að
veita fólki kreditkort sér að kostn-
aðarlausu til æviloka, þó það sé með
því skilyrði gert að þeir séu áskrif-
endur að áskriftarsjónvarpi. Okkur
finnst heldur ekki eðlilegt að
áskriftarsjónvarp mismuni sínum
áskrifendum frekar en aðrir fjöl-
miðlar. Þar eiga allri að sitja við
sama borð,“ segir Einar.
Einar telur einnig varhugavert af
áskriftarsjónvarpi að mismuna
korthöfum sínum með svo áberandi
hætti. „Ef þeir hefðu viljað veita öll-
um þennan afslátt, hefðu verið hægt
með einfóldu móti að láta alla kort-
hafa njóta hans, án þess að gefa út
sérstakt kort og án þess að þeir
væru að hafa áhrif á viðskiptasam-
bönd korthafa sinna,“ segir Einar.
Að sögn Einars hefur VISA ís-
land ekki hug á að afhenda kredit-
kort korthöfum að kostnaðarlausu.
„Við teljum að við séum með gæða-
vöru sem fólk vill borga fyrir og þau
fríðindi og hlunnindi sem þvi fylgir.
Við teljum ekki forsvaranlegt að
láta aðra borga það, því allt hefur
sinn kostnað," segir hann.
Einar sagði það einnig umhugs-
unarvert fýrir þau fyrirtæki, sem
hefðu þarna bundist samtökum, að
þrir af hverjum fjórum viðskipta-
vinum sem greiða með kreditkorti
væru handhafar VISA-kreditkorta,
„Þar eru margir grónir og traustir
viðskiptamenn, sem hafa nú verið
settir í annan flokk. í því felst líka
ákveðin mismunun," segir Einar.
Fyrsta kreditkortið sem hand-
hafí greiðir ekki fyrir
Bergsveinn Samsted, markaðs-
stjóri Kreditkorta, segir að Sér-
kort Stöðvar 2, hafí þegar fengið
mjög góðar viðtökur. Um er að
ræða fullgilt Eurocard kreditkort
sem handhafar geta notað hvar
sem er, skv. þeim skilmálum sem
þeim kortum fylgja. Mun þetta
vera í fyrsta skipti hér á landi sem
handhafar kreditkorta fá kort sér
að kostnaðarlausu. Aðspurður
hvort ekki sé verið að mismuna
handhöfum Eurocard-korta eftir
því hvort þeir eru áskrifendur að
Stöð 2 eða ekki sagðist Bergsveinn
ekki telja svo vera. Um væri að
ræða svokallað tryggðarkort sem
Stöð 2 hefði ákveðið að bjóða sínum
áskrifendum. Bergsveinn sagði að
fjöldi handhafa almennra Euro-
card-kreditkorta hefði þegar
ákveðið að skipta og fá hið nýja
sérkort og eins hefðu margir hand-
hafar Atlas- og Gullkorta ákveðið
að bæta Sérkortinu við. Kortagjald
sem handhafar almennra Euro-
card-kreditkorta þurfa að greiða er
1.800 kr. á ári og greiða þarf 900
kr. fyrir aukakort.
Fram-
kvæmdum
lokið í Ar-
túnsbrekku
FRAMKVÆMDUM er nú lokið að
kalla við breikkun Vesturlands-
vegar frá Elliðaám að Skeiðar-
vogi. Vegna tíðarfars verður
hluta landmótunar þó frestað til
vors. Heildarkostnaður við fram-
kvæmdir sumarsins er 330 millj-
ónir króna og er hann greiddur
úr ríkissjóði því um er að ræða
þjóðveg í þéttbýli.
Framkvæmdirnar eru þriðji og
síðasti áfangi þeirra vegafram-
kvæmda í Reykjavík sem voru á
vegaáætlun fyrir 1995 til 1998, að
sögn Magnúsar Einarssonar hjá
Vegagerðinni, sem hafði umsjón
með framkvæmdunum.
í fyrsta áfanga, árið 1995, voru
gerð mislæg gatnamót á mótum
Höfðabakka og Vesturlandsvegar.
I öðrum áfanga, 1996, var Artúns-
brekka breikkuð. Heildarkostnað-
ur við þessa þijá áfanga er um
1.400 milljónir króna.
Þessa dagana er verið að ljúka
við ýmis frágangsatriði við þriðja
áfanga, t.d. er verið að gera girð-
ingu við leikskólann Steinahlíð og
unnið að hleðslu og frágangi und-
ir brúnni. Vegna bleytu hefúr
hins vegar ekki tekist að ljúka
landmótun við norðausturhluta
vinnusvæðisins og segir Magnús
að Jm' verði frestað til vors.
Áætlanir hafa staðist við fram-
kvæmdina og var umferð hleypt
á veginn fyrir 1. október. Svein-
björn Sigurðsson og Völur hf.
önnuðust framkvæmdir, mann-
virkin eru hönnuð af Línuhönnun
og VSÓ-ráðgjöf annaðist eftirlit.
Miklabraut/Skeiðarvogur
næsta framkvæmd
Næstu stórframkvæmdir í þjóð-
vegagerð á höfuðborgarsvæðinu
verða á gatnamótum Miklubraut-
ar og Skeiðarvogar, að sögn
Magnúsar Einarssonar. Þar er
verið að bjóða út hönnun mis-
lægra gatnamóta, sem gert er ráð
fyrir að verði tígullaga, líkt og
gatnamót Höfðabakka og Vestur-
landsvegar. Ráðgert er að fram-
kvæmdir heíjist næsta ár og ljúki
1999. Kostnaður er lauslega áætl-
aður um 400 m.kr.
----------------
Hestlaust í
Arneshreppi
Árneshrepp. Morgvnblaðið.
NÚ er orðið hestlaust í Árnes-
hreppi því Hjalti Guðmundsson í
Bæ í Trékyllisvík seldi síðasta hest-
inn sinn á dögunum.
Alltaf hafa verið hestar á hverj-
um bæ og síðustu árin voru hestar á
þremur bæjum.
Þykir fréttnæmt að hestlaust sé
orðið í þessari landbúnaðarsveit.
Bókanir: 570 8090
gerir fleirum fært aö fljúga
Vestmannaeyjar, Síglufjörður,
Vesturbyggð, ísafjörður,
Sauðárkrókur & Egilsstaðir.
ÍSLANDSFLUG
Mjólkurreglugerð hefur áhrif á kvótaverð
Kúabændum fækkar enn
GUÐMUNDUR Lárusson, for-
maður Landssambands kúabænda,
segir að ein af ástæðum þess að
verð á mjólkurkvóta hefur lækkað
unanfarið sé sú að hópur kúa-
bænda treysti sér ekki til að halda
áfram kúabúskap vegna hertra
reglna um frumutalningu í mjólk.
Um 40-50 kúabændur hafa hætt
mjólkurframleiðslu á ári síðustu ár.
Um síðustu áramót voru mjólkur-
framleiðendur á landinu 1.291, en
árið 1980 voru þeir 2.262. Meðal-
innlegg hvers framleiðenda hefur á
þessu tímabili aukist úr 47.300 lítr-
um á ári í 78.700 lítra.
Guðmundur sagði að nýja mjólk-
urreglugerðin leiddi til þess að
hópur bænda hætti framleiðslu
fyrr en hann hefði annars gert.
Hann sagði þó varhugavert að tala
um að menn væru að hverfa frá
mjólkurframleiðslu í miklu ríkari
mæli en verði hefði á síðustu árum.
Að undanförnu hefur verð á
mjólkurkvóta lækkað. Kvótinn
kostaði í vor 145-166 kr. á lítra, en
að undanförnu hefur hann verið
seldur á 130-140 kr. á lítra. Guð-
mundur sagðist eiga von á að verð
á mjólkurkvóta héldi áfram að
lækka. Flestir hefðu gert sér grein
fyrir að verðið væri óraunhæft-
Það þyrfti þó að hafa í huga að
verð á kvóta væri að jafnaði lægst
á haustin. Auk þess hefði mörgum
bændum ekki tekist að framleiða
upp í kvótann og þess vegna hefði
verið borgað íýrir umframmjólk á
síðasta verðlagsári. Þetta hefði ein-
hver áhrif á verð fyrir mjólkur-
kvóta.