Morgunblaðið - 13.11.1997, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 13.11.1997, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þingsályktunartillaga Péturs H. Blöndal Afnotarétti skipt á milli íbúa landsins Morgunblaðið/Þorkell PÉTUR H. Blöndal og Kristín Halldórsdóttir lesa yfir þinggögn og i bakgrunni má sjá Friðrik Sophusson þungt hugsi. PÉTUR H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um að skipta árlegum afnotarétti nytja- stofna á íslandsmiðum miili íbúa landsins. Megi- nefni tillögunnar er að Alþingi álykti að fela rík- isstjórninni að kanna kosti og galla þess að ár- legum afnotarétti nytjastofna á ís- landsmiðum verði skipt jafnt milli allra íbúa lands- ins. Enn fremur verði kannaðir kostir og gallar annarra mögulegra ieiða sem tryggi varanlegt eignar- hald þjóðarinnar á nytjastofnum á Islandsmiðum. Forsætisráðherra hafi forgöngu um að gera þessa könnun og að henni verði lokið í mars 1998. í greinargerð tillögunnar segir að iagt sé til að allir íbúar landsins, þ.e. þeir sem eigi lögheimili hér á landi, íslendingar jafnt sem erlent fólk, fái jafna hlutdeild í árlegum afrakstri auðlindarinnar. „Þó má hugsa sér að það fólk, sem flytur lögheimili sitt til landsins, fái ekki hlut í árlegum veiðirétti fyrr en það hefur búið hér á landi í þijú eða fimm ár til að koma í veg fyrir hvata til að flytja til landsins. Börn öðlist hlut í árlegum veiðirétti við fæðingu enda eigi foreldrar þeirra hlut. Auðlind- inni sjálfri, hinum varanlega veiði- rétti, verði ekki skipt eða hún fram- seld,“ segir í greinargerð tillögunnar. „Slíkt kerfi gæti litið þannig út,“ segir í grein- argerð, „að í byijun hvers árs, t.d. í sambandi við skattframtöl, fengi hver sá sem búsettur var á landinu t.d. 1. desember árið á undan senda ávísun á sinn hlut í kvóta fiskveiði- ársins sem hefst 1. september þrem- ur árum síðar.“ Eitt hundrað þúsund á fjögurra manna fjölskyldu I greinargerð er vitnað til orða Ragn- ars 'Árnasonar hagfræðings á aðal- fundi LÍÚ fyrir ári um að fiskveiði- arðurinn væri mjög líklega á bilinu 15-30 milljarðar á ári, sem væru 55-110 þúsund krónur á hvem íbúa. „Sé gert ráð fyrir að eignin flytjist yfir á 20 árum, 5% á ári, héldu nú- verandi handhafar kvóta 95% fyrsta árið, 90% næsta ár, 85% o.s.frv. Það þýðir, ef kerfið tæki gildi 1. janúar 1999, að í byijun þess árs fengju allir þeir sem verða á þjóðskrá 1. desember 1998 senda ávísun á 5% af veiðiheimildum kvótaársins sem hefst 1. september 1999, 10% af veiðiheimildum kvótaársins sem hefst 1. september 2000 og 15% af veiðiheimildum kvótaársins sem hefst 1. september 2001. Alls yrðu þá söluhæf 30% af árlegum kvóta en hann dreifðist á þijú ár. Margt fólk mun ekki selja kvótann sinn fyrr en seinna en þó má búast við að um helmingur muni selja strax. Hver einstaklingur fengi um 25 þús- und krónur eða um 100 þúsund krón- ur hver fjögurra manna fjölskylda miðað við 60 krónur á kíló,“ segir í greinargerð. Málefni líf- n eyrissjóða; undir eitt ráðuneyti d“ STEINGRÍMUR J. Sigfússon, þingt maður Alþýðubandalags og óháðra, hefur lagt fram á Alþingi þings-j ályktunartillögu þess efnis að Al- þingi álykti að fela ríkisstjórninni að kanna hvort rétt sé að færa. saman undir eitt ráðuneyti málefni lífeyrissjóða og lífeyrissparnaðar,; almannatrygginga, félagslegrar framfærslu og vinnumarkaðsmála, a.m.k. það sem lýtur að atvinnu- leysisbótum og málefnum atvinnu- lausra. „Sérstaklega verði hugað að kostum þess og göllum að gera slíka breytingu á verkaskiptingu innan Stjórnarráðsins með hliðsjón af þörfum fyrir samræmingu á þessú sviði,“ segir í tillögunni. í greinargerð tillögunnar segir ennfremur að ljóst sé að veruleg skörun sé á verksviði ráðuneyta í málum er snerta lífeyristryggingar, almannatryggingar, stuðning við atvinnulausa, framfærslustuðning sveitarfélaga og fleira. Segir flutn- ingsmaður í greinargerð að til greina komi að stofna nýtt ráðu- neyti sem tæki við verkefnum á þessu sviði frá fjármálaráðuneyti, heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neyti og félagsmálaráðuneyti eða að þessi mál verði öll saman færð til eins af ráðuneytunum, til dæmis félagsmálaráðuneytisins. „Sameining þessa mikilvæga en um leið vandasama málaflokks i eitt ráðuneyti ætti að auðvelda sam- ræmingu löggjafar og stjórnsýslu á þessu sviði en á því er mikil þörf, ekki síst með tilliti til sívaxandi umfangs málaflokksins," segir í greinargerð. m ' X'1! B ALÞINGI Úttektá hávaða- og hljóð- mengun HJÖRLEIFUR Guttormsson, þing- maður Alþýðubandalags og óháðra, mælti á þriðjudag fyrir tillögu til þingsályktunar um úttekt á hávaða- og hljóðmengun. Er með tillögunni lagt til að Alþingi álykti að skora á ríkisstjómina að láta fara fram víðtæka úttekt á hávaða- og hljóð- mengun hérlendis og leggja fyrir næsta þing niðurstöður hennar og tillögur til úrbóta. Segir Hjörleifur brýnt að af opin- berri hálfu sé unnið skipulega gegn óþörfum og truflandi hávaða til vemdar heilsu manna og til að tryggja rétt einstaklingsins til ómengaðs umhverfis. Hljóðmengun yfír ákveðnum mörkum geti verið heilsuspillandi, valdið skemmdum á heym auk tmflunar og margvís- legra sálrænna áhrifa sem valdið geti andlegri vanlíðan. Þá segir Hjörleifur að samkvæmt upplýsingum frá Hollustuvernd rík- isins hafi aldrei verið gerð heildar- úttekt á hávaða á íslandi, en talið sé víst að hérlendis búi margir við hávaða sem sé langt yfír settum viðmiðunarmörkum, til dæmis háv- aða frá umferð. Telja verði því brýnt að gerð verði úttekt á hávaða þann- ig að unnt sé að leggja grunn að úrbótum. Þar við bætist þörfín á að settar verði reglur til að vernda fólk fyrir hávaða á almannafæri, en í því skyni geti einnig verið þörf á könnun á ríkjandi aðstæðum. Tillaga til þingsályktunar Mótmælt lokun Goethe-stofnunar HJÖRLEIFUR Guttormsson, þing- maður Alþýðubandalags og óháðra, hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um Goet- he-stofnunina í Reykjavík. Meginefni tillögunnar er að Al- þingi telji mikilvægt fyrir áfram- haldandi góð samskipti íslands og Þýskalands að útibú Goethe-stofn- unarinnar í Reykjavík verði starf- rækt áfram og álykti að fela ríkis- stjórninni að leita eftir því við þýsk stjómvöld að svo geti orðið. „Jafn- framt hvetur Alþingi ríkisstjórnina til að stuðla að því að af Islands hálfu verði aukin kynning á ís- lenskri menningu í Þýskalandi," segir í tillögunni. Meðflutnings- menn eru fulltrúar allra þingflokka á Alþingi. í greinargerð með tillögunni segir að það hafí verið verulegt. áfall þegar kunngerð var í septem- ber sl. ákvörðun þýskra stjómvalda um að loka útibúi Goethe-stofnun- arinnar í Reykjavík ásamt átta öðrum hliðstæðum stofnunum. „Yfirleitt er þar um að ræða Goet- he-stofnanir þar sem fleiri en ein eru í sama landi,“ segir í greinar- gerðinni. „Komi þessi ákvörðun til framkvæmdar yrði ísland hins veg- ar eina Evrópulandið þar sem eng- in siík miðstöð yrði til staðar. Það er mat þeirra sem til þekkja og hafa átt samskipti við Goethe- stofnunina í Reykjavík að lokun hennar yrði til óbætanlegs tjóns fyrir menningartengsl íslands og Þýskalands.“ Þá er þess getið í greinargerð að nær allir þýskukennarar lands- ins hafí mótmælt lokun stofnunar- innar, allir stúdentar í þýskunámi við Háskóla íslands og 32 þekktir einstaklingar úr menningar- og viðskiptalífi. Auk þess hafi legið frammi á nokkram stöðum mót- mælalistar fyrir almenning til und- irskriftar og 10. nóvember sl. höfðu um 2.300 manns ritað nöfn sín á þá lista. „í Þýskalandi hefur einnig verið hreyft andmælum. Sendinefnd þýskra þingmanna frá Bundestag sem var í heimsókn á íslandi um miðjan október sl. kynnti sér málið og sendi 16. októ- ber frá sér fréttatilkynningu þar sem lýst er þungum áhyggjum sendinefndarinnar vegna áform- aðrar lokunar Goethe-stofnunar- innar á íslandi og að nefndin muni beita sér fyrir þinglegum aðgerð- um til að reyna að fá ákvörðuninni hnekkt,“ segir í greinargerð. Varðar einnig viðskipti milli landanna „Rík ástæða er til að benda á að mál þetta varðar ekki aðeins samskipti landanna á menningar- sviði heldur grípur jafnframt inn á almenn tengsl og viðskipti þeirra í milli. Það væri því mikið óheilla- spor ef lokað yrði Goethe-stofnun- inni sem tekist hefur af litlum efn- um að auka veg þýskrar tungu og menningar og greiða götu fjöl- þættra samskipta milli Islands og Þýskalands," segir að síðustu í greinargerð tillögunnar. Alþingi Styrktarsjóður námsmanna verði stofnaður LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar þess efnis að Alþingi álykti að fela menntamálaráðherra að undirbúa stofnun styrktarsjóðs námsmanna í samstarfi við ríki, sveitarfé- lög, félagasamtök, vinnuveitendur, launþegasamtök og samtök námsfólks. Lagt er til að ráðherra leggi fram frumvarp þessa efnis fyrir Alþingi eigi síðar en 1. mars 1998. Fyrsti flutningsmað- ur tillögunnar er Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokks. I greinargerð tillögunnar segir að tilgangur styrktarsjóðsins skuli vera sá að veita efnilegu námsfólki styrki til náms eftir regl- um sem sjóðurinn setur. Fjármögnun sjóðsins skal byggjast á fram- lögum ríkis, sveitarfélaga, opinberra stofnana, fyrirtækja og ein- staklinga. „Ríkið leggi til fasta upphæð á fjárlögum en aðrir með frjálsum framlögum. Framlög fyrirtækja og einstaklinga verði frádráttarbær til skatts," segir í greinargerð. „Með styrktarsjóði námsmanna er leitast við að opna fyrir efni- legt námsfólk leið til náms sem telja má mikilvægt fyrir þjóðfélag- ið. Með styrkjunum sýnir hið opinbera og aðrir aðilar samfélagsins í verki vilja sinn til að fjárfesta í menntun," segir ennfremur í greinargerð. Þá er þess getið að sjóðnum sé ekki á neinn hátt ætlað að koma í stað þess sem veitt er til Lánasjóðs íslenskra námsmanna heldur sé hann hugsaður sem hrein viðbót fyrir efni- legt námsfólk. Tilraunaveiðar á ref og mink á Hornströndum EINAR K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, mælti fyrir tillögu til þingsályktunar um tilraunaveiðar á ref og mink í frið- landinu á Hornströndum, á Alþingi á þriðjudag. Tillagan felur í sér að umhverfisráðherra veiti tímabundið leyfi til þessara tilraunaveiða og að Náttúrustofnun Vestfjarða hafi eftirlit með þeim og gefi ráðherra skýrslu þar sem fram komi niðurstöður tilraunarinnar. Að tilraunatímabilinu loknu verði mat lagt á nauðsyn á framhaldi veiða á ref og mink á svæðinu. , Einar sagði í framsögunni brýnt að aflétta banni við veiðum á mink og ref í friðlandi á Hornströndum, vegna gríðarlegrar fjölg- unar þessara tegunda. Ferðamenn og aðrir sem hefðu átt leið um svæðið hefðu veitt því eftirtekt að mófufuglar sæjust þar tæplega og að augljóst þætti að þeir hefðu orðið ref og mink að bráð. Skynsamleg veiði á þessum tegundum myndi því auðga lífríkið og söngur mófuglanna myndi hefjast að nýju. Þá sagði Einar að íbúar nærliggjandi byggða, jafnt á Ströndum sem við Isafjarðardjúp, hefðu og bent á að gegndarlaus fjölgun á ref og mink í friðlandinu ylli miklum búsifjum utan friðlands- ins. Hjarðir minka og refa streymi suður Strandir og inn í Djúp og leggist á búfénað, grandi fuglum og eyðileggi veiðiár. Hlunn- indabændur hafi þannig vakið athygli á að mikil fjölgun refa og minka hafi leitt af sér stórtjón í æðarvörpum og laxveiðiám og skaðað þannig bændur og rýrt afkomu þeirra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.