Morgunblaðið - 13.11.1997, Síða 14

Morgunblaðið - 13.11.1997, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stjórn NAN sendir stjórn Neytendasamtakanna bréf Krefst uppsagnar framkvæmdastj óra STJÓRN Neytendafélags Akureyr- ar og nágrennis, NAN, hefur sent stjórn Neytendasamtakanna bréf þar sem þess er krafíst að Jóhannesi Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna, verði tafar- laust sagt upp störfum vegna síend- urtekinna ávirðinga í starfí. Stjórn NAN telur að samstarfsörðugleikar á milli framkvæmdastjórans og starfsmanns samtakanna á Akureyi’i séu einkum framkvæmdastjóranum að kenna. Eins og komið hefui' fram í fréttum var Vilhjálmi Inga Árnasyni, starfs- manni Neytendasamtakanna á Akui’- eyri, sagt upp störfum í síðustu viku og hefur hann þegar látið af störfum. Vilhjálmur Ingi er formaður NAN og 2. varaformaður framkvæmdastjóm- ar Neytendasamtakanna. Höfuðstöðvar fluttar á landsbyggðina I bréfi NAN segir ennfremur að stjórn NAN hafí fregnað að formað- ur og framkvæmdastjóri Neytenda- samtakanna áformi á stjórnarfundi þann 15. nóvember nk. að bera fram vantrauststilögu á formann NAN og störf hans í þágu neytenda. Það sé í anda miðstýringar ef fulltrúar Reykjavíkursvæðisins ætli að skipa fulltrúa af landsbyggðinni í stjórn N eytendasamtakanna. Stjórn NAN telur eðlilegra að stjórnir eða félagsmenn aðildarfélag- anna á hverju svæði skipi sína full- trúa í stjórn samtakanna. Jafnframt vill stjórn NAN ræða þann mögu- leika að flytja höfuðstöðvar Neyt- endasamtakanna út á landsbyggðina, t.d. til Selfoss eða Akureyi’ar. Ekki náðist í Drífu Sigfúsdóttur, formann Neytendasamtakanna. Réttum megin við rimlana VEÐRIÐ hefur leikið við Akureyringa síðustu daga og hafa margir nýtt þessa góðu tíð til hefðbundinna útiverka. Auðunn Þór Maríusson, starfs- maður Slippstöðvarinnar hf., var á fleygiferð með pensilinn er ljósmynd- ari Morgunblaðsins var þar á ferð í gær. Auðunn Þór var að mála hliðið inn á athafnasvæðið við dráttarbrautina og hann passaði sig á því að vera ávallt réttum megin við rimlana. Hríseyingar fagna samþykkt um smíði nýrrar ferju Kostnaður við 130 farþega ferju um 115 milljónir „ÞETTA eru virkilega gleðileg tíð- indi,“ sagði Gunnar Jónsson sveitar- stjóri í Hrísey um samþykkt ríkis- stjórnarinnar að heimila samgöngu- raðherra að semja um smíði nýrrar Hríseyjarferju. I ráðuneytinu hefur að undan- förnu verið unnið að athugun á kostnaði við nýja ferju, en brýn þörf er á að endurnýja ferjuna sem siglir milli Hríseyjar og Árskógssands. Eldri ferjan var smíðuð árið 1978 á Seyðisfirði og tekur 45 farþega. Að- staða fyrh’ farþega er ófullnægjandi auk þess sem ekki er möguleiki á að flytja venjulegar sjúkrabörur nema koma þeim fyrir í stýrishúsi. Að- gengi fyrir fatlaða er ófullnægjandi og heilbrigðiseftirlit hefur ítrekað gert athugasemdir vegna hávaða, bæði í farþegarými og stýrishúsi. Sigurður G. Ringsted skipaverk- fræðingur vann skýrslu fyrir sam- göngui’áðuneytið um nýja ferju og kemur þai- fram að nýja skipið verður stálskip, hámarksfjöldi farþega verð- ur allt að 130 manns, þar af rými inn- andyi-a fyrir 80-100 manns. Tveir farþegasalir verða í ferjunni, fyrir 30 manns annai’s vegar og 60 hins vegar. Þá verður aðstaða til vöruflutninga með þilfarskrana og festingum fyrir vörugáma, fólksbíla og aðra þunga- vöi-u, en skipið á að geta flutt allt að 20 tonnum af vöru á þilfari. Einnig verður á þilfari iokað rými fyrir póst og aðra viðkvæma smávöru. Kostnaður um 115 milljónir Nýja ferjan verður 22,5 metra löng og 6 metra breið. Áætlað er að kostn- aður nemi um 115 milljónum króna. Lagt hefur verið til að 20 milljónn’ komi fram í fjáraukalögum fyiir þetta ár, lið merkt flóabátum og 95 milljón- ir verði teknar af ferjufé Vegagerðar- innai- í vegaáætlun 1998 til 2001. Stefnt er að því að bjóða ferjusmíðina út öðrum hvorum megin við næstu áramót og er áhugi fyrir því að smíðin fari fram hér á landi. Þjóðvegur Hríseyinga Gunnar Jónsson sagði að umræð- ur um nýja ferju hefðu staðið um nokkurn tíma, en Sævar, núverandi Hríseyjarferja hefur þjónað eyja- skeggjum og gestum þeh’ra í nær tvo áratugi. „Hún hefur reynst ágæt- lega, en er skip síns tíma og það er tímabært að gera breytingar. Ferjan er okkar þjóðvegur, hún hefur verið rekin í samvinnu við Vegagerðina, en samningur rennur út um næstu ára- mót og erum við að vinna að endur- nýjun hans,“ sagði Gunnar. Morgunblaðið/Kristján Segðu mér sögu BÆJARBÚAR hafa verið duglegir að heimsækja Amtsbókasafnið á Akureyri í vikunni, en þar stendur yfir norræna bókasafnsvikan, í ljósa- skiptunum. Elínborg B. Sturlaugsdóttir, sem sér um barnastarf á safninu, las fyrir börnin sem sóttu safnið heim í gærmorgun. Krakkarnir fylgdust með af athygli og vildu ólmir fá að sjá myndirnar í bókunum í hvert sinn, en þeir höfðu komið alla leið frá Ieikskólanum Holtakoti. Hver dagur vikunnar er helgaður einhverju Norðurlandanna, Islandi, Finnlandi og Danmörku hafa verið gerð skil og í dag verða nágrannar okkar í Noregi f sviðsljósi safnsins en sænskar bókmennir og bíómyndir í öndvegi á fóstudag, á afmælisdegi hinnar ástsælu Astrid Lindgren. Veit- ingar hafa verið á þjóðlegum nótum hvers lands, söl og mysa, saft og snúðar, norskur geitaostur og smurbrauð svo eitthvað sé nefnt. Norðurmynd/Ásgrímur Ágústsson HEIÐURSFÉLAGAR Skautafélags Akureyrar, þeir Birgir Ágústs- son, Guðmundur Pétursson og Ingólfur Ármannsson með Árna Ara- syni formanni félagsins. MATTHÍAS Björnsson einn af stofnendum félagsins sker sneið af afmæliskökunni. Heiðursfélagar útnefndir í afmælishdfí Skautafélags Akureyrar Uppbygging skautasvæða helsta baráttumálið ÞRÍR félagar í Skautafélagi Akur- eyrar voru gerðir að heiðursfélög- um í hófí sem haldið var í tilefni af 60 ára afmæli félagsins, en það eru þeir Birgir Ágústsson, Guðmundur Pétursson og Ingólfur Armannsson. Þá voru þeir þrír ásamt Jóni Dal- mann Armannssyni og Skúia og Vil- helm Ágústssonum sæmdir gull- merki félagsins, en allir hafa þeir ötullega unnið að framgangi skauta- íþróttarinnar á Akureyri. ís- hokkídeild félagsins heiðraði Svein Kristdórsson sérstaklega, en eftir að hann flutti suður til Reykjavíkur sá hann lengi um að halda saman keppnisliði sem lék á móti Akureyr- ingum. Jón Hjaltason rakti sögu félags- Spurninga- keppni Bald- ursbrár SPURNINGAKEPPNI Kven- félagsins Baldursbrár verður haldin í Safnaðarsal Glerár- kirkju á föstudagskvöld, 14. nóvember kl. 20.30. Lið trillukarla í Bótinni og Kórs Glerárkirkju, Glerárskóla og Karlakórs Akureyrar-Geys- is, Ríkisútvarpsins og presta, Dags og eidri borgara keppa. Aðgöngumiði kostar 300 krónur og gildir sem happdrættismiði, boðið verður upp á veitingar í hléi og kvenfélagskonur selja penna og merki. ins sem hann hefur ritað og kemur væntanlega út í bók innan skamms. Þeir sem áhuga hafa á að styrkja útgáfu sögunnar geta snúið sér til Jóns, Guðmundar Péturssonar eða Ásgríms Ágústssonar sem skipa rit- nefndina. Helsta baráttumál félagins hefur verið uppbygging skautasvæða og svo er enn nú á 60 ára afmæli þess að sögn Árna Arasonar formanns. „Við horfum bjartsýn til framtíðar en væntum þess að eitthvað komi út úr fyrirhuguðum byggingafram- kvæmdum, það er brýn nauðsyn á að byggja yfír svellið. Við vonum að hægt verði að hefjast handa næsta vor og að yfirbygging verði tilbúin fyrir næstu skautatíð." LIONSKLÚBBURINN Vitaðsgjafí mun líkt og undangengin ár annast leiðalýsingu í kirkjugörðum í Eyja- fjarðarsveit nú á aðventunni og yfír jólahátíðina. Ljósakrossar á leiði verða settir upp fyrstu helgi í aðventu og kveikt á lýsingunni 30. nóvember og munu FIMMTÁN ár eru frá því bæklunar- deild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri tók til starfa og í tilefni af því verður opið hús í kennslustofu sjúkrahússins frá kl. 14 til 17 í dag, 10 þúsund gestir á svellinu Vélfrysta svellið var tekið í notk- un fyrir 10 árum, á 50 ára afmæli Skautafélags Akureyrar. Um 10 þúsund gestir sækja það þann tíma vetrarins sem opið er. Svellið var opnað í fyrsta sinn á þessum vetri um liðna helgi en það er opið öll kvöld frá kl. 19 til 21 og einnig um helgar frá kl. 13 til 16. í tilefni af- mælisins ætlar Skautafélag Akur- eyrar að gefa öllum börnum í 3. bekk í grunnskólum bæjarins, eða um 250 börnum þrjá tíma á svellið. Skautaskóli félagsins hefst næst- komandi laugardag en hann er frá kl. 11 til 12 á laugardögum og er skráning hafín. þeir lýsa hátíðirnar á enda. Líkt og undanfarin ár er leiguverð fyrir ljósakross 1.500 krónur. Pönt- unum á nýjum ljósakrossum er hægt að koma á framfæri til formanns fjáröflunarnefndar klúbbsins, Hjai’t- ar Haraldssonar. fimmtudaginn 13. nóvember. Starf- semi deildarinnar verður kynnt, m.a. flytur Júlíus Gestsson yfirlæknir er- indi þar sem fjallað verðm’ um þróun bæklunariækninga á FSA síðustu ár. Lionsklúbburinn Vitaðsgjafí Ljósakrossar á leiði Opið hús á bæklunardeild

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.