Morgunblaðið - 13.11.1997, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 13.11.1997, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stjórn NAN sendir stjórn Neytendasamtakanna bréf Krefst uppsagnar framkvæmdastj óra STJÓRN Neytendafélags Akureyr- ar og nágrennis, NAN, hefur sent stjórn Neytendasamtakanna bréf þar sem þess er krafíst að Jóhannesi Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna, verði tafar- laust sagt upp störfum vegna síend- urtekinna ávirðinga í starfí. Stjórn NAN telur að samstarfsörðugleikar á milli framkvæmdastjórans og starfsmanns samtakanna á Akureyi’i séu einkum framkvæmdastjóranum að kenna. Eins og komið hefui' fram í fréttum var Vilhjálmi Inga Árnasyni, starfs- manni Neytendasamtakanna á Akui’- eyri, sagt upp störfum í síðustu viku og hefur hann þegar látið af störfum. Vilhjálmur Ingi er formaður NAN og 2. varaformaður framkvæmdastjóm- ar Neytendasamtakanna. Höfuðstöðvar fluttar á landsbyggðina I bréfi NAN segir ennfremur að stjórn NAN hafí fregnað að formað- ur og framkvæmdastjóri Neytenda- samtakanna áformi á stjórnarfundi þann 15. nóvember nk. að bera fram vantrauststilögu á formann NAN og störf hans í þágu neytenda. Það sé í anda miðstýringar ef fulltrúar Reykjavíkursvæðisins ætli að skipa fulltrúa af landsbyggðinni í stjórn N eytendasamtakanna. Stjórn NAN telur eðlilegra að stjórnir eða félagsmenn aðildarfélag- anna á hverju svæði skipi sína full- trúa í stjórn samtakanna. Jafnframt vill stjórn NAN ræða þann mögu- leika að flytja höfuðstöðvar Neyt- endasamtakanna út á landsbyggðina, t.d. til Selfoss eða Akureyi’ar. Ekki náðist í Drífu Sigfúsdóttur, formann Neytendasamtakanna. Réttum megin við rimlana VEÐRIÐ hefur leikið við Akureyringa síðustu daga og hafa margir nýtt þessa góðu tíð til hefðbundinna útiverka. Auðunn Þór Maríusson, starfs- maður Slippstöðvarinnar hf., var á fleygiferð með pensilinn er ljósmynd- ari Morgunblaðsins var þar á ferð í gær. Auðunn Þór var að mála hliðið inn á athafnasvæðið við dráttarbrautina og hann passaði sig á því að vera ávallt réttum megin við rimlana. Hríseyingar fagna samþykkt um smíði nýrrar ferju Kostnaður við 130 farþega ferju um 115 milljónir „ÞETTA eru virkilega gleðileg tíð- indi,“ sagði Gunnar Jónsson sveitar- stjóri í Hrísey um samþykkt ríkis- stjórnarinnar að heimila samgöngu- raðherra að semja um smíði nýrrar Hríseyjarferju. I ráðuneytinu hefur að undan- förnu verið unnið að athugun á kostnaði við nýja ferju, en brýn þörf er á að endurnýja ferjuna sem siglir milli Hríseyjar og Árskógssands. Eldri ferjan var smíðuð árið 1978 á Seyðisfirði og tekur 45 farþega. Að- staða fyrh’ farþega er ófullnægjandi auk þess sem ekki er möguleiki á að flytja venjulegar sjúkrabörur nema koma þeim fyrir í stýrishúsi. Að- gengi fyrir fatlaða er ófullnægjandi og heilbrigðiseftirlit hefur ítrekað gert athugasemdir vegna hávaða, bæði í farþegarými og stýrishúsi. Sigurður G. Ringsted skipaverk- fræðingur vann skýrslu fyrir sam- göngui’áðuneytið um nýja ferju og kemur þai- fram að nýja skipið verður stálskip, hámarksfjöldi farþega verð- ur allt að 130 manns, þar af rými inn- andyi-a fyrir 80-100 manns. Tveir farþegasalir verða í ferjunni, fyrir 30 manns annai’s vegar og 60 hins vegar. Þá verður aðstaða til vöruflutninga með þilfarskrana og festingum fyrir vörugáma, fólksbíla og aðra þunga- vöi-u, en skipið á að geta flutt allt að 20 tonnum af vöru á þilfari. Einnig verður á þilfari iokað rými fyrir póst og aðra viðkvæma smávöru. Kostnaður um 115 milljónir Nýja ferjan verður 22,5 metra löng og 6 metra breið. Áætlað er að kostn- aður nemi um 115 milljónum króna. Lagt hefur verið til að 20 milljónn’ komi fram í fjáraukalögum fyiir þetta ár, lið merkt flóabátum og 95 milljón- ir verði teknar af ferjufé Vegagerðar- innai- í vegaáætlun 1998 til 2001. Stefnt er að því að bjóða ferjusmíðina út öðrum hvorum megin við næstu áramót og er áhugi fyrir því að smíðin fari fram hér á landi. Þjóðvegur Hríseyinga Gunnar Jónsson sagði að umræð- ur um nýja ferju hefðu staðið um nokkurn tíma, en Sævar, núverandi Hríseyjarferja hefur þjónað eyja- skeggjum og gestum þeh’ra í nær tvo áratugi. „Hún hefur reynst ágæt- lega, en er skip síns tíma og það er tímabært að gera breytingar. Ferjan er okkar þjóðvegur, hún hefur verið rekin í samvinnu við Vegagerðina, en samningur rennur út um næstu ára- mót og erum við að vinna að endur- nýjun hans,“ sagði Gunnar. Morgunblaðið/Kristján Segðu mér sögu BÆJARBÚAR hafa verið duglegir að heimsækja Amtsbókasafnið á Akureyri í vikunni, en þar stendur yfir norræna bókasafnsvikan, í ljósa- skiptunum. Elínborg B. Sturlaugsdóttir, sem sér um barnastarf á safninu, las fyrir börnin sem sóttu safnið heim í gærmorgun. Krakkarnir fylgdust með af athygli og vildu ólmir fá að sjá myndirnar í bókunum í hvert sinn, en þeir höfðu komið alla leið frá Ieikskólanum Holtakoti. Hver dagur vikunnar er helgaður einhverju Norðurlandanna, Islandi, Finnlandi og Danmörku hafa verið gerð skil og í dag verða nágrannar okkar í Noregi f sviðsljósi safnsins en sænskar bókmennir og bíómyndir í öndvegi á fóstudag, á afmælisdegi hinnar ástsælu Astrid Lindgren. Veit- ingar hafa verið á þjóðlegum nótum hvers lands, söl og mysa, saft og snúðar, norskur geitaostur og smurbrauð svo eitthvað sé nefnt. Norðurmynd/Ásgrímur Ágústsson HEIÐURSFÉLAGAR Skautafélags Akureyrar, þeir Birgir Ágústs- son, Guðmundur Pétursson og Ingólfur Ármannsson með Árna Ara- syni formanni félagsins. MATTHÍAS Björnsson einn af stofnendum félagsins sker sneið af afmæliskökunni. Heiðursfélagar útnefndir í afmælishdfí Skautafélags Akureyrar Uppbygging skautasvæða helsta baráttumálið ÞRÍR félagar í Skautafélagi Akur- eyrar voru gerðir að heiðursfélög- um í hófí sem haldið var í tilefni af 60 ára afmæli félagsins, en það eru þeir Birgir Ágústsson, Guðmundur Pétursson og Ingólfur Armannsson. Þá voru þeir þrír ásamt Jóni Dal- mann Armannssyni og Skúia og Vil- helm Ágústssonum sæmdir gull- merki félagsins, en allir hafa þeir ötullega unnið að framgangi skauta- íþróttarinnar á Akureyri. ís- hokkídeild félagsins heiðraði Svein Kristdórsson sérstaklega, en eftir að hann flutti suður til Reykjavíkur sá hann lengi um að halda saman keppnisliði sem lék á móti Akureyr- ingum. Jón Hjaltason rakti sögu félags- Spurninga- keppni Bald- ursbrár SPURNINGAKEPPNI Kven- félagsins Baldursbrár verður haldin í Safnaðarsal Glerár- kirkju á föstudagskvöld, 14. nóvember kl. 20.30. Lið trillukarla í Bótinni og Kórs Glerárkirkju, Glerárskóla og Karlakórs Akureyrar-Geys- is, Ríkisútvarpsins og presta, Dags og eidri borgara keppa. Aðgöngumiði kostar 300 krónur og gildir sem happdrættismiði, boðið verður upp á veitingar í hléi og kvenfélagskonur selja penna og merki. ins sem hann hefur ritað og kemur væntanlega út í bók innan skamms. Þeir sem áhuga hafa á að styrkja útgáfu sögunnar geta snúið sér til Jóns, Guðmundar Péturssonar eða Ásgríms Ágústssonar sem skipa rit- nefndina. Helsta baráttumál félagins hefur verið uppbygging skautasvæða og svo er enn nú á 60 ára afmæli þess að sögn Árna Arasonar formanns. „Við horfum bjartsýn til framtíðar en væntum þess að eitthvað komi út úr fyrirhuguðum byggingafram- kvæmdum, það er brýn nauðsyn á að byggja yfír svellið. Við vonum að hægt verði að hefjast handa næsta vor og að yfirbygging verði tilbúin fyrir næstu skautatíð." LIONSKLÚBBURINN Vitaðsgjafí mun líkt og undangengin ár annast leiðalýsingu í kirkjugörðum í Eyja- fjarðarsveit nú á aðventunni og yfír jólahátíðina. Ljósakrossar á leiði verða settir upp fyrstu helgi í aðventu og kveikt á lýsingunni 30. nóvember og munu FIMMTÁN ár eru frá því bæklunar- deild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri tók til starfa og í tilefni af því verður opið hús í kennslustofu sjúkrahússins frá kl. 14 til 17 í dag, 10 þúsund gestir á svellinu Vélfrysta svellið var tekið í notk- un fyrir 10 árum, á 50 ára afmæli Skautafélags Akureyrar. Um 10 þúsund gestir sækja það þann tíma vetrarins sem opið er. Svellið var opnað í fyrsta sinn á þessum vetri um liðna helgi en það er opið öll kvöld frá kl. 19 til 21 og einnig um helgar frá kl. 13 til 16. í tilefni af- mælisins ætlar Skautafélag Akur- eyrar að gefa öllum börnum í 3. bekk í grunnskólum bæjarins, eða um 250 börnum þrjá tíma á svellið. Skautaskóli félagsins hefst næst- komandi laugardag en hann er frá kl. 11 til 12 á laugardögum og er skráning hafín. þeir lýsa hátíðirnar á enda. Líkt og undanfarin ár er leiguverð fyrir ljósakross 1.500 krónur. Pönt- unum á nýjum ljósakrossum er hægt að koma á framfæri til formanns fjáröflunarnefndar klúbbsins, Hjai’t- ar Haraldssonar. fimmtudaginn 13. nóvember. Starf- semi deildarinnar verður kynnt, m.a. flytur Júlíus Gestsson yfirlæknir er- indi þar sem fjallað verðm’ um þróun bæklunariækninga á FSA síðustu ár. Lionsklúbburinn Vitaðsgjafí Ljósakrossar á leiði Opið hús á bæklunardeild
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.