Morgunblaðið - 13.11.1997, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER1997 23
ÚR VERINU
„Verið lánsamur
í minni útgerð“
Pétur Stefánsson kominn með nýtt
og fullkomið rækjuskip til landsins
„ÉG hef alla tíð verið mjög lánsam-
ur í minni útgerð og er bjartsýnn
á, að vel muni ganga,“ sagði Pétur
Stefánsson útgerðarmaður en fyrir
viku fagnaði hann komu nýs Péturs
Jónssonar, fimmta skipsins með því
nafni í hans eigu. Er skipið búið til
rækjuveiða og sérstaklega styrkt til
að vinna í ís. Er þykkasta stálið í
því 30 mm.
„Þetta er raunar sjöunda skipið
með þessu nafni því að faðir minn
og föðurbróðir létu smíða það fyrsta
1947. Var það 51 tonn og eitt af
Svíþjóðarbátunum svokölluðu.
Skírðu þeir skipið eftir föður sínum
og föðurafa mínum og þeir áttu síð-
an annað með sama nafni,“ segir
Pétur.
Pétur Jónsson, sá fjórði í röðinni
í eigu Péturs, var seldur til Húsavík-
ur en vegna nýja skipsins þurfti að
úrelda allt að 14 skip og báta. Tóku
kaupendumir að sér úreldinguna á
móti Pétri. í nýja skipinu er unnt
að vinna 55 tonn af rækju á sólar-
hring en Pétur segir, að skipið sé
einnig búið til að vera með flotvörpu
ef áhugi yrði á að fara í einhvern
uppsjávarfisk.
Pétur Jónsson var smíðaður í
Noregi, 2.139 brúttótonn sam-
kvæmt nýju mælingunni, með 5.000
hestafla aðalvél, sem er 3.690 kw.
Skipið er tæplega 64 metra langt
og rúmlega 13 metrar á lengd. Var
kaupverðið um 1.173 millj. íslenskra
króna.
1.650 millj. á rúmlega
þremur árum
Pétur Jónsson fyrri, sem seldur
var til Húsavikur, er ekki nema
rúmlega þriggja ára gamalt skip og
ekki er laust við, að sumir furði sig
á því, að Pétri Stefánssyni skuli
hafa fundist tími til kominn að fá
nýtt skip.
„Það var nú ekki eingöngu gert
bara til að breyta um skip, að í
þetta var ráðist," segir Pétur. „Við
fengum mjög gott tilboð í þessa
nýsmíði frá Noregi og hún hefur
gengið mjög vel og svo hafa aðrir
þættir komið inn í þetta viðskipta-
legs eðlis. Það var ekki af því, að
ég væri óánægður með hitt skipið.
Ég hef alla tíð verið mjög lánsamur
í minni útgerð og get nefnt það, að
síðastliðin þtjú ár höfum við fiskað
fyrir 1.650 milljónir króna."
Keyptu Eldeyna 1972
Útgerðarsaga Péturs Stefánsson-
ar hófst árið 1972 en þá keypti
hann ásamt bróður sínum 300 tonna
skip, Eldey, í Keflavík. Fékk það
nafnið Pétur Jónsson, sá fyrsti í
hans eigu. Gerðu þeir það út saman
til 1984. Þá skildi leiðir en Pétur
var áfram með skipið. 1979 hafði
Pétur keypt Loft Baldvinsson frá
Dalvík og 1987 keypti hann nýtt
skip frá Ullstenvik í Noregi. Var
það selt til Hjaltlandseyja í febrúar
1994 vegna kaupanna á skipinu,
sem nú hefur verið selt til Húsavík-
ur.
„Við vorum mest í loðnu eftir
1972, í síldinni í Norðursjó og á
netum á vetuma. Skipið, sem við
fengum 1987, var útbúið til loðnu-
og rækjuveiða og við fórum þrisvar
sinnum á því á loðnu en síðan ein-
göngu verið í rækjunni," segir Pétur.
Pétur Jónsson RE er með 4.000
tonna kvóta í þorskígildum og þar
af 3.000 tonn í rækjunni. Hitt er
þorskur og ýmsar tegundir. Hlutur
skipsins á Flæmingjagrunni er 300
tonn og gekk vel að taka hann í
sumar.
Sami mannskapur
í áhöfn Péturs Jónssonar eru 20
menn, flestir þeir sömu og voru á
síðasta skipi, og segir Pétur, að
margir hafi verið lengi með honum,
miklir ágætismenn. Segist hann
vera bjartsýnn á framtíðina enda
hafi heildarkvótinn í rækjunni aldrei
verið meiri en nú eða 75.000 tonn.
Vilia Smugxina opna
RÚSSAR eru andvígir hugmyndum
um að loka Smugunni í Barentshafi
og skipta henni á milli þeirra og
Norðmanna. Kom þetta fram á fundi
rússneskra sérfræðinga í ýmsum
greinum í Múrmansk nýlega.
Norðmenn og Rússar hafa með
sér samning um jafnan aðgang að
fiskveiðum í Smugunni en hann
rennur út árið 2003. Norðmenn vilja
hins vegar loka Smugunni með ein-
hverjum ráðum til að koma í veg
fyrir veiðar erlendra ríkja, meðal
annars íslendinga, og hafa sett
fram hugmyndir um, að þeir og
Rússar skipti henni með sér til
helminga.
Rússar eru andvígir þessu og
benda á, að verði Smugunni skipt,
muni fiskafli þeirra minnka um
22.000 tonn. Er ástæðan sú, að við
skiptinguna myndu næstum öll mið-
in innan Smugunnar lenda innan
norskrar lögsögu.
Morgunblaðið/Kristinn
PÉTUR Stefánsson í brúnni á Pétri Jónssyni, fimmta skipinu með því nafni í hans eigu og því
sjöunda frá upphafi.
ITILEFN1150 ARA AFMÆLIS SIEMENS NÚ í ÁR
bjóðum við í nóvemberýmis Siemens heimilistæki á
sérstöku afmælisverði meðan birgðir endast.
Þú lendir sannarlega í afmælisveislu ef þú kemur til
okkar eða umboðsmanna okkar og kaupir þértæki.
Gríptu gæsina meðan hún gefst!
Siemens í 150 ár
SIEMENS
UMBOÐSMENN OKKAR Á LANDSBYGGÐINNI ERU:
Akranes:
Rafþjónusta Sigurdórs
Snæfellsbær:
Blómsturvellir
Grundarfjörður:
Guðni Hallgrímsson
Stykkishólmur:
Skipavík
Búöardalur:
Ásubúö
ísafjörður:
Póllinn
Hvammstangi:
Skjanni
Sauðérkrókur:
Rafsjá
Siglufjörður:
Torgiö
Akurevri:
Ljósgjafinn
Húsavík:
Öryggi
Vopnafjörður:
Raimagnsv. Árna M.
Neskaupstaður:
Rafalda
Reyðarfjörður:
Rafvólaverkst. Árna E.
Egilsstaðir:
Sveinn Guömundsson
Breiðdalsvík:
Stefán N. Stefénsson
Höfn í Hornafirði:
Króm og hvitt
Vík í Mýrdal:
Klakkur
Vestmannaeyjar:
Tréverk
Hvolsvöllur:
Rafmagnsverkst. KR
Hella:
Gilsá
Grindavík:
Rafborg
Garður:
Raftækjav. Sig Ingvarss.
Keflavík:
Ljósboginn
Hafnarfjörður:
Rafbúö Skúla, Álfaskeiöi
SMITH &
NORLAND
Nóatúni 4 • Sími 5113000
www.tv.is/sminor
www.taeknival•is
Kynntu þér sýninguna
á heimasíðu Tæknivals: