Morgunblaðið - 13.11.1997, Síða 32

Morgunblaðið - 13.11.1997, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR BÓKMENNTIR Ljóöabók OG HUGLEIÐA STEINA eftir Sigfús Daðason. Þorsteinn Þorsteinsson bjó bókina til útgáfu. Myndskreytingar: Am- gunnur Yr. Oddi prentaði. Forlagið - 71 síða. SIGFÚS Daðason fyllti ekki margar bæk- ur með ljóðum um dagana heldur lagði áherslu á að vanda sitt verk. Og hugleiða steina, síðasta ljóðabók hans, er sjötta ljóða- bókin ef undan er skilið safnið Ljóð (1980). Provence í endursýn (1992) virðist að ósekju hafa farið fram hjá mörgum lesendum. Hún og Og hugleiða steina eiga margt sameigin- legt, en eru langt frá því að vera sama bókin. Torlesin ljóð og bein Sigfús gat verið mjög torlesið skáld og lært, en inni á milli hjá honum eru ljóð sem höfða beint til lesandans, eru á einföldu máli og oft bundin einni skýrri mynd. I Og hugleiða steina eru ljóð af þessu tagi, sum afar heillandi. Meðal þeirra eru upphafsljóð- ið um Gömlu-Höfn í Marseille þar sem ugg- urinn er hrakinn á brott og óbyijað ár, óvit- uð gleði taka við. En kannski á þetta best við um lokaljóð bókarinnar sem líklega er síðasta ljóðið sem Sigfús orti: FERÐAÐIST þá loksins langsóttan óvissan veg. Og til þess aðeins að fá að hitta á ný alskínandi april-lauf. Undirritaður og fleiri hafa lagt áherslu á Eigin minning steinanna að Sigfús Daðason hafi verið heimspekilegt skáld. Það var hann vissulega. En hann var líka þjóðfélagsskoðandi í ljóðum sín- um og stundum heimsósóma- skáld sem slíkur. Um þetta má fínna fleiri en eitt dæmi í Og hugleiða steina. Óþol eða of-. næmi fyrir ýmsu í samtímanum varð áberandi hjá Sigfúsi þegar á leið. Þetta getur birst í yfirlýs- ingu af þesu tagi: í BLÖÐUNUM okkar sem við lesum daglega er nú varla nema um tvennt að velja: vitleysu eða óþverra. Sigfús Daðason Það er varla von að skáld á borð við Sigfús Daðason sem var að eðlisfari mjög gagnrýn- inn geti ort tóm „bjartsýnis- ljóð“. í öðrum hluta yrkir Sigfús svo: Ellegar þá svo afmarkaðra dæmi sé haldið til haga: prýðilegt borgar-garðshom sem ég eignaði mér forðum en glataði síðan af tómu hirðuleysi eða bévítans ekkisen kergju. í Myndsálum í þriðja hluta standa þessi orð: Þegar ádrepugállinn var á Sigfúsi gat hann orðið stirðorður og jafnvel uppskrúfaður. Annar og þriðji hluti nýju bókarinnar vitna um þetta og líka hinar bækurnar frá og með Höndum og orðum (1959). En ekki verður þó sagt að þetta hafi lýtt ljóðagerð hans að ráði. Með nýjum viðfangsefnum og nýjum tökum færði Sig- fús út landamærin og stundum hjálpaði hálfkæringurinn og tvísæið honum verulega. Eitthvurt murrandi aðstoðakvikindi þá að spreyta sig að kveða að óalgengum orðum. Og myrk og afskræmd gríma geiflar sig framan í morgunsárið. Þau munu hafa að háði þá vitringa sem efnuðu í skipuleg stórrit með persónulegu yfirbragði og persónulausum skoðunum: um flugur og maura og margsaga spjöll. Undirstöður Sigfús var skáld sem byggði mjög á undirstöðum í bókmenntum, einkum hinu latneska og rómanska, en líka þýska. Tilvitnanir þýðir hann sjaldan og inni í ljóðum eru á stöku stað glósur sem öllum er ekki gefið að skilja. Þess vegna m.a. er fengur í Athugasemdum og skýringum Þorsteins Þorsteinssonar í bókarlok en hann skrifar líka sérstaklega um útgáfuna. Skýringar Þorsteins leiða í ljós hve strangur Sigfús var við sjálfan sig, en þær eru líka til marks um að skáldskapur Sigfúsar var í deiglu. Þótt ýmislegt í bókinni bergmáli áður ort ljóð og yrkisefni, er stefnt lengra en áður. Nefna má sem skemmtilegt dæmi um þetta að bókarheitið Og hugleiða steina er úr ófullgerðu ljóði sem ekki birtist í bókinni. Einkunnarorð bókarinnar eru aftur á móti frá Frakkanum Roger Caillois: „Steinamir geyma einungis eigin minningu." Athugasemd frá 1988 sem Þorsteinn segir að líta megi á sem stefnuskrá bókarinnar talar um að stefna að í senn einföldum ljóðum og einkalegum og ljóðum um söguna og heiminn og örlög og heimstíma. Það er rétt hjá Þorsteini að við bætist nýr tónn, kveðjuljóð skálds sem komið er á efri ár. Ástæðulaust er að lesa heimsósómaljóð Sigfúsar með einum saman luntasvip, en stuttu ljóðin þar sem hann vegsamar lífið þrátt fyrir allt (Krebs og aðra) og þakkar „litlu greiðana", finnur sér athvarf í alskínandi apríl-laufi, hljóma sterkast og gera Og hugleiða steina að kærkominni bók. Ekki get ég látið hjá líða að drepa á smámyndir Arngunnar Ýrar sem fara einkar vel við ljóðin. Jóhann Hjálmarsson TÁKN sýningarinnar; „Óðurinn til sauðkindarinnar". MYNPLIST Listasafn ASÍ MYNDVERK ÓÐURINN TIL SAUÐ- KINDARINNAR 42 FÉLAGSMENN FÍM OG 6 GESTIR Opið þriðjudaga til föstudaga kl. 14-18. Til 15. nóvember. Aðgangur 200 krónur. ÞAÐ er ánægjulegt að verða var við lífsmark hjá Félagi íslenzkra myndlistarmanna hvað sameigin- legt sýningarhald snertir, en haust- sýningar félagsins hafa legið niðri um árabil. Misstu flugið fyrir lítt skiljanlegan klaufadóm og metnað- arleysi er best lét'á áttunda ára- tugnum, og fór þar mikil og óeigin- gjörn vinna til uppbyggingar fyrir lítið. Þótt haldið væri áfram undir ýmsum formerkjum var allur merg- ur úr þeim fyrir 8 árum, lögðust þá af. Trúlega er orsökina helst að finna í því, að hérlendum myndlist- armönnum virðist ósýnna um að setja sér markaðar reglur og starfa hlutlægt að hagsmunum heildarinn- ar en nágrannaþjóðum okkar. Myndast jafnan harður kjarni í fé- lagssamtökum þeirra sem hafinn er yfír lög og reglur, telur félögin drögu fyrir eigin frama. Standa svo helst ekki skil á félagsgjöldum nema þegar þeir hafa beinan og áþreifanlegan hag af því, sem lengstum hefur verið svartur blettur og dragbítur á starfsemi FÍM og SIM. Haustsýningarnar veittu um ára- bil vaxandi innsýn í það sem var að gerast í framsækinni list á höfuð- borgarsvæðinu, en hefðu þær staðið fullkomlega undir nafni hefði sitt- hvað orðið að fljóta með sem síður fékk náð fyrir augum sýningar- nefnda tímanna. Samtímalist er ein- faidlega það ferskasta sem er að gerast hjá menntuðum og sjálf- menntuðum listamönnum, en hins vegar drógu haustsýningamar hér lengstum dám af sýningum mjög afmarkaðra listhópa á Norðurlönd- um. Það er þó ekki einungis hér á landi sem styr hefur verið um fram- kvæmd haustsýninga, þær víða sett ofan, þótt ekki komi til tals að leggja þær niður. í Ósló hefur Stat- ens Höstudstilling haldið velli síðan 1885 (!) og hefur lengstum verið aðalviðburður ársins á myndlistar- sviði, búhnykkur fyrir marga og uppörvun þeim sem sérstaka at- hygli vekja hveiju sinni. Svo til all- ir markverðir norskir listamenn frá Edvard Munch til dagsins í dag hafa þreytt fmmraun sína á henni og það þykir dijúgur áfangi á list- ferli hvers manns að fá verk tekið inn. Viðkomandi er þá kominn á blað! Framkvæmdin hefur þannig mjög mikla þýðingu fyrir marga, ekki síst hina ungu og óþekktu, og skal þess getið að í ár sendu 2.204 listamenn verk til dómnefndar, sem öll voru skoðuð og u.þ.b. 10-20% fískuð úr kraðakinu. Hlutverk sýn- ingarinnar er öðru fremur að skýra línumar í myndlistarlandslaginu og kynna það sem efst er á baugi, hvað sem það nú er frá ári til árs. Hún hefur skiljanlega verið elskuð og hötuð meðal listamanna í meira en heila öld en ávallt hlotið mikla aðsókn, þannig borguðu 60.000 manns inn á hana 1995, sem var met. Var svipuð aðsókn og allt árið á Samtímalistasafnið með öllum sínum miðstýrðu og fjarstýrðu sér- sýningum á jarðhæð fyrrum Nor- egsbanka í miðbænum. Uppi hanga svo jafnan verk úr eigu safnsins frá stríðslokum 1945 til dagsins í dag. Að ekki skuli vera til neitt sam- bærilegt hér í borg þrengir mjög að möguleikum starfandi myndlist- armanna, einkum af yngri kynslóð, en eykur hins vegar áhrif miðstýr- ingarafla og sérhagsmunahópa, sem telja að sér vegið með slíkum framkvæmdum þar sem þeir eru ekki einráðir. Ekki skilja allir mikilvægi þess að halda í erfðavenjuna í ljósi vin- sælda sýningarinnar í Ósló, einkum svonefnt núlistafólk og framagjarn- ir óprúttnir listsögufræðingar og sýningarstjórar sem alfarið vilja leggja hana undir sitt áhrifasvið sem einmitt hefur valdið árvissum og heiftarlegum deilum. Vert er að menn taki eftir nafni sýningarinn- ar, Statens HöstudStiiJjng, en hún er á vegum norska ríkisiiis. og því þykir mörgum sem lýðræði og7:k;t- lægni eigi að gilda, og ennþá er framkvæmd hennar í höndum lista- félaganna, þ.e. málara, mynd- höggvara, grafíklistamanna, textíl- listamanna og fulltrúa annarra miðla svo sem innsetninga ljós- mynda, gjörninga, myndbanda og tölva. Væri ekki ónýtt að virkja hér fulltrúa allra þessara miðla að Kjarvalsstöðum í framtíðinni, helst árlega... Það sem virðist hafa farið fram- hjá hinu framkvæmdaglaða fólki í FÍM, er því miður hið rétta eðli haustsýninga, sem er síst af öllu miðstýring afmarkaðra myndefna til listamanna né yfirhöfuð að hafa afskipti af stærðum þeirra og fram- setningu. Það er einmitt að binda hendur manna sem er í þversögn við tilgang opinna sýninga, þótt það tíðkist á hinum stóru tvíæringum að ganga út frá einu heildarþema. Allt önnur hugsun er að baki Haust- sýninga, sem úreldist ekki meðan vel gengur, en hins vegar er það öllu lakara ef sýningar vekja ekki viðbrögð, hætta að koma fólki við. Set þetta fram hér vegna þess að í sjálfu sér er framkvæmdin full- gild, sauðkindin á allt gott skilið, en ber engan svip af haustsýningum eins og við þekkjum til þeirra á Norðurlöndum né árvissrar úttektar listasambanda víða um lönd. Það er með því heilbrigðara að takmarka sig við eitthvað tíma- bundið, einfalda hlutina t.d. fara úr stórum stærðum í litlar og sterk- um litum í veik blæbrigði, eða víxla myndefnum, og draga flestir lær- dóm af. Sú aðflutta árátta að vinna í stórum stærðum stærðanna vegna, hentar ekki öllum frekar en það henti öllum að vinna í örmynd- um, sem kemur vel fram á sýning- unni, hins vegar virðast fleiri hafa haft gott af því. Tekist hefur að koma fyrir miklum fjölda mynd- verka, eða 200, án þess að sérlega þröngt sé um þær og er vel af sér vikið. Er fróðlegt að sjá hvernig gerendur fara að myndefnunum, lausnirnar á köflum hugvitssamleg- ar stundum glettnar og sposkar. Er auðsjáanlegt að gengið hefur verið til verks af fullri alvöru og dijúgum metnaði. Fagmannlega er staðið að umbúð- um framkvæmdarinnar, sýning- arskráin vel hönnuð, væri ekki ónýtt að eiga slíka heimild um allar gömlu haustsýningamar. Hins vegar er nokkurt ósamræmi í vali ljósmynda af þátttakendum, sem em fullungleg- ir á þeim margir hveijir og hér hefði nokkurrar miðstýringar verið þörf. Meginmáli skiptir að hér er af stað farið og vonandi markar þetta upphafíð eð einhveiju stærra og metnaðarfyllra. Bragi Ásgeirsson Nýjar bækur • LJÓSMYNDABÓKIN Amm- assalik - A Jewelin the Artic Crown hefur að geyma 160 ljós- myndir Kristjáns Friðrikssonar frá Ammassalik svæðinu og Ammassalimm- iut samfélaginu á Austurströnd Grænlands, sem ekki fannst fyrr en árið 1884 og er talið það sam- félag í heiminum sem styst er frá því að fundið var. Kristján Friðriksson hefur á undanförnum tveimur árum ferð- ast víða á Ammassalik svæðinu og dvalið á meðal Ammassalimm- iut fólksins. í bókinni er að finna ljósmyndir frá öllum þorpum á svæðinu sem og óbyggðum og sýna myndirnar allar árstíðir. um og djúpum skilningi á samfé- lagi okkar og náttúru sýnir Krist- ján Friðriksson Ammassalik svæð- ið á þann hátt sem engum hefur áður tekist.“ Þannig kemst Anders Andreassen, þingmaður Amm- assalik svæðisins á Grænlandi og forseti grænlenska landsþingsins, að orði í inngangi sínum að bók- inni. Bókin er 132 blaðsíður að stærð, íbrotinu 21x23 cm. ítarlegur inn- gangur er á ensku um Ammassa- liksvæðið, samfélagið og sögu þess. Bókin erprentuðhjá Svans- prenti ogerhún fáanlegbæði inn- bundin og í harðspjaldi. Útgefandi erLocation Greenland-Iceland. • ÆVINTÝRI nálfanna - Flóttinn er ævintýrasaga fyrir börn er eftir Terry Pratchett í þýðingu Þorgerðar Jörundsdóttur. Þúsundir örsmárra nálfa búa milli gólfborðanna í stórmarkaði A. Arnalds. Dag nokkurn er ör- yggi þeirra ógnað - það á að rífa verslunina. Eftir miklar vanga- veltur kemur þeim loks ráð í hug til að bjarga hópnum og flóttinn verður ævintýralegur. Terry Pratchett er breskur höf- undur, þekktur víða um heim fyr- ir vísindaskáldsögur og barnabækur. Útgefandi erMáli og menningu. Bókina sem er201 blaðsíða, prentuð í Svíþjóð ogkostar 1.390 krónur. Kristján Friðriksson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.