Morgunblaðið - 13.11.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997 43*
AÐSENDAR GREINAR
Eru norskar
kýr lausnin?
Tilraunainnflutning-
ur á erlendu erfðaefni
NU í vikunni gengst
fagráð í nautgriparækt
fyrir fundaherferð um
allt land til að kynna
fyrir kúabændum vænt-
anlegan tilraunainn-
flutning á erlendu erfða-
efni til kynbóta á ís-
lenska kúastofninum.
Flytja skal inn fóstur-
vísa úr norska rauða
kúakyninu í kýr í Hrísey
og ala upp naut af inn-
flutta kyninu. Við þeim
yrðu sæddar íslenskar
kýr og nautin síðan af-
kvæmapófuð á sama
hátt og íslensk naut. Engar áætlan-
ir hafa verið gerðar um að eyða
blendingum undan norskum naut-
um að lokinni tilraun, ef hún gefur
lélega raun. Pað verður því ekki aft-
ur snúið, ef tilraunin verður sett af
stað.
Ábatinn óljós - samt
á að flytja inn
I forsendum fyrir tilrauninni var
þess getið að gera skyldi grein fyrir
væntanlegum ávinningi af slíkum
innflutningi. Þegar að því kom að
meta skyldi ávinninginn voru engir
möguleikai’ taldir á að gera það.
Hins vegar töldu þeir sem um máhð
fjölluðu verulegar vísbendingar til
um það að ávinningur yrði af inn-
flutningi. Þess vegna var lagt til að
afla þekkingar á væntanlegum
ábata með tilraunainnflutningi (Bbl.
28/10/97). Það vefst
sennilega íyrir fleirum
en mér að skilja þessa
röksemdafærslu.
Kostir á norska
kyninu
Taldir eru tveir
kostir á norska kyninu
í gi’einargerðinni (Bbl.
28/10/97) en engir gall-
ar nefndir. Kostimir
eru nythæðin og
spenagerðin. Auk þess
hefur komið fram að
frumutala í mjólk sé
lægri í norskum kúm
en íslenskum. Færey-
ingar gerðu upp notk-
un á þessu kyni árið 1989, eftir 20
ára reynslu. Á þeim 20 árum var
færeyska „landnámskvninu" útrýmt
með öllu.
Ársnyt norsku kúnna var sú sama
og í Noregi það ár eða um 6.200 kg.
Kýrnar fengu vothey að vild, mis-
jafnt að gæðum, og það dugði ekki
alltaf til viðhalds.
Kýrnar fengu a.m.k. 2.500 kg
kjarnfóðurs á mjaltaskeiðinu eða 8
kg á dag, en stundum 10-15 kg og
jafnvel meira.
Mylkar kýr stóðu inni í fjósi sum-
arlangt. Kýr í geldstöðu voru stund-
um úti á beit, en þær spilltu landi í
vætutíð.
Gallar á fslenskum kúm
Margir gallar eru tíundaðir á ís-
lenskum kúm, svo sem lág nyt, léleg
júgur, stórir spenar, tíð júgurbólga,
Stefán
Aðalsteinsson
skapvonska og há frumutala í
mjólk. Margir vænta þess að losna
við þessa galla með innfluttum
stofni. Lítum nánar á þessa galla og
nokkra kosti um leið.
Kvartað vai’ undan lélegum júgr-
um og vondri spenagerð á íslenskum
kvígum í tilrauninni í Færeyjum.
Þær voiu með 38% lengri og 15%
gildari spena en þær norsku. Samt
voru allar kvígumar mjólkaðar með
mjaltavélum sem voru sniðnar að
smáum spenum norsku kúnna.
Norskir fræðimenn um mjaltavél-
ar og mjaltir telja að stutt og þröng
spenahylki geti hafa dregið úr nyt
íslensku kvígnanna og aukið á júg-
urbólgu. Þetta atriði hefur ekki ver-
ið nefnt áður.
Mjaltavélar á íslandi í dag eru
miðaðar við smáspena kýr. Mætti
ekki prófa að skipta yfir í stærri
spenahylki á mjaltavélum, áður en
skipt er um kúastofn?
Júgurbólga og há frumutala í
mjólk er frekar talið umhverfis-
vandi en erfðagalli. Trassinn heldur
við júgurbólgu og hárri frumutölu,
óháð því hverrar þjóðar kýrin er.
Skapvonska í kúm getur bæði
stafað af erfðum og óheppilegri að-
búð. „Fé er jafnan fóstra líkt,“ segir
máltækið.
Islenskar kvígur átu meira þurr-
hey í tilrauninni í Færeyjum en þær
norsku, miðað við lifandi þunga.
Dagsnyt kvígnanna í þeirri tilraun,
umreiknuð í kg mjólkur á 100 kg lif-
andi þunga, var mjög svipuð hjá
báðum stofnum.
Bestu kýr á Islandi mjólka yfir
10.000 kg á ári, og allmörg bú eru
með yfir 6.000 kg meðalnyt. Mætti
ekki gera tilraun á íslenskum kúm til
að kanna hvað þær geta skilað góðri
nyt við bestu aðstæður og aðbúnað,
áður en farið er út í innflutning?
Einstakir kostir íslenskra kúa
íslenskar kýr skera sig úr kúa-
kynjum í nágrannalöndunum í gerð
tveggja mjólkurpróteina.
Endingarqó&ur varalitur
Vatnsþolin litakom tryggja
einstaka endingu litar á vörum.
Bjartar, geislandi varir allan
daginn.
Fullkomin meSferð
varanna
„Kjarninn" veitir stöðugan
raka og áhrifaríka
meðferð. Liturinn helst
stöðugur og varirnar eru
sléttar og silkimjúkar.
Secrel
de Rouge
Einstök samsetning
á varalit sem endist
ásanit fullkominni
næringu.
Hvert er leyndarmálið?
fyrsta sinn í varalit:
„Rakagefandi kjarninn"
umvafinn „litahjúp"...
Þessi byltingarkennda
tvöfalda samsetning
sameinar tindrandi og
endingargóðan lit ásamt
meðferð fyrir varirnar.
Þriggja lita samspilið;
Rautt. bleikt og kóral
Clarins býður upp á
12 mismunandi liti sem
veita flauelsmjúka, matta
áferð.
CLARINS
- P A R I S-
Listin að náttúrulegri fegurð
Hvernig lítur landbún-
aðarráðuneytið á
skyldur sínar gagn-
vart verndun kúnna?
spyr Stefán Aðal-
steinsson. Fær inn-
flutningur meira vægi
en verndunin?
Þær hafa mjög háa tíðni á geni
sem framleiðir próteinið kappa
kasein B, en þetta gen eykur nýt-
ingu ostefnis úr mjólkinni við osta-
gerð. Þetta gen er í um það bil 95%
allra íslenskra kúa, en aðeins í um
10% kúa í rauða norska kyninu.
Þær hafa lága tíðni á beta kasein
A1 geni, sem getur valdið umhverf-
isháðri sykursýki. Tíðnin á þessu
varasama geni er um 30% i íslensk-
um kúm, en í rauða norska kyninu
er tíðnin á því um 50%.
Safna mætti mjólk á íslandi úr
þeim helmingi kúnna sem ekki bera
A1 genið og gera úr henni barna-
mjólkurduft sem ekki ylli sykur-
sýki. Þá gætu íslenskir bændur far-
ið að selja eftirsóttar mjólkurafurð-
ir úr landi.
Þess má geta að heppilegu genir^.
kappa kasein B og beta kasein A2
virðast vera tengd saman á sama
litningi í íslenskum kúm. Ef kýrin
hefur annað „góða“ genið hefur hún
hitt oftast líka.
Ábyrgð og skyldur
Á Islandi er landbúnaðarráð-
herra falin sú ábyrgð að vemda bú-
fjárstofna frá útrýmingu þar með
talið íslensku kýrnai’. Verði þeim
útrýmt munu margir telja það al-
varlegt umhverfisslys. Hvernig lítur
landbúnaðarráðuneytið á skyldur
sínar gagnvart verndun kúnna. Fær'c‘"
innflutningur meira vægi en vernd-
unin? Það má líka spyrja um hross-
in. Myndi ráðuneytið gefa íslensk-
um hrossabændum frjálsar hendur
til að skipuleggja innflutning á suð-
urameríska Pasofino tölthestinum
til að blanda honum í íslenska hest-
inn í tilraunaskyni?
Höfundur er fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Norræna genbank-
ans fyrir búfé.
Barnainniskór margar
gerðir og stærðir
Verð kr. 1.490
Smáskór
í bláu húsl við Faxafen
Sími 568 3919
I dag og á
morgun
verður
sérfræðingur
frá
CLARINS
í versluninni.
Fullt of spennandi nýjungum.
10% kynningarafslóttur.
Snyrtivöruverslunin
Gullbrá
Nóatúni 17, sími 562 4217