Morgunblaðið - 13.11.1997, Side 46
^6 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997
MORGUNB LAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
HINN 10. október sl.
birtist grein í Mbl. eftir
Ömólf Thorlacius um
stöðu starfsnáms í
skólakerfinu og bent á
ýmsar orsakir þess að
hlutur starfsmenntun-
ar er jafn rýr og raun
■'S&er vitni. Eg vil hér
með þakka Örnólfi
þessa ágætu og tíma-
bæru grein, taka undir
efni hennar og bæta ör-
litlu við. Niðurstaða
Örnólfs er þessi í stuttu
máli: Astæður þess að
starfsnám er homreka
í framhaldsskólunum
em þrjár: Gróin hefð
fyrir forgangi bóknáms, afar rýr
hlutur verklegs náms og listnáms í
gmnnskóla og síðast en ekki síst sú
staðreynd að samræmdu prófin
beinast eingöngu að mati á bókleg-
um þáttum. Þeir sem ekki standast
þær kröfur geta sem best farið í
>verknám!
Samræmt skipbrot
Allir þeir sem íylgst hafa með
starfi framhaldsskólanna þekkja vel
hvemig þetta hefur leikið nemend-
ur hér á landi og hversu gífurleg só-
un á sér stað, svo ekki sé talað um
þau skipbrot sem ótalin ungmenni
hljóta á þessari göngu. Það eitt að
brottfall í fyrsta bekk framhalds-
náms skuli geta verið allt að 50%
hlýtur að færa hverjum manni heim
sanninn um að hér er eitthvað að.
Allstór hluti þessara ungmenna sem
fellur í fyrsta bekk reynir aftur við
nám, sumir fljótlega, en aðrir mörg-
um áram síðar eftir margvíslega
reynslu og e.t.v. höfnun. Oft er um
að ræða fólk sem hefur
góða hæfileika til
náms, en var af ýmsum
ástæðum ekki tilbúið
til þess að standast hið
samræmda próf. Þau
hefðu mörg hver stað-
ist próf sem sniðið væri
að áhugasviðum þeirra
eða undirbúningi,
hvert á sínum tíma.
Getum við lært
af öðrum?
Ömólfur gat þess að
hann hefði verið í Ed-
inborg fyrir 20 áram
og kynnst þar öðram
vinnubrögðum og við-
horfum til starfsmenntunar en hér
ríkja. Daginn sem grein hans birtist
í Mbl. var ég í Skotlandi í hópi 12
skólastjórnenda frá Vestfjörðum
þar sem við voram að læra margt af
Skotum, en þeir standa framarlega
á mörgum sviðum skólamála. Meg-
intilgangur okkar var að skoða
gæðastjórnun og sjálfsmat skóla, en
auk þess bar margt fyrir augu og
eyra sem kom á óvart, þar af ýmis-
legt til eftirbreytni fyrir okkur. Það
tvennt sem vakti mesta hrifningu
okkar var nákvæmlega það sem
Ömólfur talaði um í grein sinni.
Nefnilega annars vegar sú mikla
áhersla sem Skotar leggja á verk-
menntun, jafnt í grunnskólum,
framhaldsskólum og á háskólastigi,
og jafnræði hennar við hina bók-
legu. Þar er notað staðlað eininga-
kerfi og ávallt hægt að leggja
menntun að jöfnu eftir því hversu
langt er náð, hvort heldur er á bók-
legu sviði, verklegu eða listrænu.
Hins vegar vakti athygli okkar
Þess þarf að gæta, segir
Pétur Bjarnason, að
samræmda prófíð hætti
að verða bókleg sía, sem
löðrungar stóran hluta
nemenda og dæmir þá
næstum úr leik.
framkvæmd samræmdra prófa við
skil grannskóla og framhaldsskóla.
Þá skal tekið fram að þar er ekki
gjá sem stökkva þarf yfir eins og
hér getur verið, heldur hefst hluti
framhaldsnámsins í efri hluta
grannskólans og heldur síðan áfram
í ýmsum skólastofnunum, allt eftir
undirbúningi og áhugasviði nem-
andans, þannig að fremur er um að
ræða samfellu en skil. Eg mun nú
leitast við að lýsa þeirri mynd sem
okkur var gefin af framkvæmd
þessara prófa hjá Skotum.
Samræmd próf skosk
Á íslandi era samræmd próf í
fjórum kjarnagreinum tekin í lok
10. bekkjar. Allir ganga undir sama
prófíð, jafnt þótt fyrirfram sé vitað
að þeir ráði illa við það. Þetta leiðir
til vandræða fyrir stóran hóp nem-
endanna. Samkvæmt þeim upplýs-
ingum sem okkur vora gefnar um
skoskt skólakerfi er þar um að ræða
þrenns konar samræmd próf af mis-
munandi þyngd og samsetningu.
Ekki er bara prófað í kjarnagrein-
um heldur í öllum námsgreinum.
Heildarniðurstaðan er síðan gefin í
einni tölu. Á ensku nefnast þessi
próf Standard Grade. Þau skiptast í
þrennt, Credit, General og Found-
ation. Eg mun ekki reyna að þýða
þessi orð, heldur nota ensku heitin.
Credit er þyngst og gerir mestar
kröfur. Þeir sem þreyta það teljast
einnig hafa lokið hinum tveimur.
Einkunnatölur gefnar eru 1 eða 2.
General er hið almenna próf og þeir
sem ljúka því teljast einnig hafa
lokið grannprófinu. Einkunnatölur
úr þessu prófi era 3 eða 4. Founda-
tion er grannpróf sem allir verða að
þreyta, þó sbr. ofanskráð. Þeir sem
ljúka grannprófinu fá einkunnatöl-
urnar 5 og 6. Þeir nemendur sem
hafa ekki staðist prófið fá einkunn 7
og vitnisburðinn Course Complet-
ed.
Þeir sem luku ekki skólanáminu,
mættu ekki í próf eða luku ekki öll-
um greinum þess fengu vitnisburð-
inn No Award. Árið 1996 skiptist
árangur nemenda, miðað við fæð-
ingarár þannig að 33% fengu 1-2,
42% fengu 3-4, 15% nemenda var
með 5-6, 0,4% fengu 7 og 10% luku
ekki prófi eða mættu ekki í það.
Eftir þeim upplýsingum sem ég
hef er þá innan við hálft prósent
nemenda með „fall“ á þessu prófi,
því þeir sem ekki mættu í próf eða
luku því áttu þess kost að taka við-
bótamám og þreyta prófið þegar
þeir töldust reiðubúnir. Ekki er
gerð krafa um það að allir nemend-
ur þreyti þetta próf nákvæmlega á
sama aldri, auk þess sem innan
sama skóla geta þeir haldið áfram
námi á margvíslegum námsbrautum
að loknu prófi.
Verkmenntun Skota
I þeim skólum sem við heimsótt-
um virtist verk- og listgreinum vera
vel sinnt, t.d. fengum við að sjá
hönnunar- og síðar smíðaverkefni
unglinga, þar sem var að sjá afar
vel unnið og fagmannlega. Mikil
áhersla er lögð á jafnræði greina.
Taka má fram að sama ráðuneyti
Skota fer með iðnaðar- og mennta-
mál og má vera að það skipti máli.
Að loknu Standard prófinu bjóðast
mörg stutt starfstengd námskeið.
Nemandi sem þarf að hætta við
námskeið í miðjum klíðum eða kýs
að fara yfir í annað fær metið það
nám sem hann hafði lokið við, þó
námskeiðinu hafi ekki verið lokið.
Möguleiki er á því að nemendi geti
verið í starfi að hluta og námi að
hluta, t.d. einn til tvo daga í viku.
Fyrirtæki senda oft sérhæfða
starfsmenn inn í skólana með
fræðsluerindi.
Með notkun staðlaðra námsein-
inga (Modules) telja Skotar sig síð-
an geta metið nám og lagt að jöfnu
menntun sem viðkomandi hefur
hlotið, á hvaða sviði sem hún er.
Þannig geta rafiðnarnemi, við-
skiptafræðinemi, læknanemi og list-
fræðinemi borið sig saman á jafn-
ræðisgrandvelli. Engin menntun er
talin annarri gildarí. Hér mætti
bæta við upplýsingum um gæðaeft-
irlitskerfi, sem einkum varða verk-
menntaskóla, „virðisauka“ í kennslu
og margt fleira. Enn endurbætt
menntakerfi (Higher Still) tekur
gildi í ágúst 1999 undir kjörorðinu:
„Möguleikar fyrir alla“. Plássins
vegna verður ekki fjallað um þessi
atriði hér.
Aukum verkmenntun
Hér er settur sá fyrirvari að upp-
lýsingar hér að ofan era fengnar úr
stuttri heimsókn, en þó studdar op-
inberum gögnum. Vel má vera að
eitthvað sé rangtúlkað eða missagt.
Sé svo bið ég menn að hafa heldur
það er sannara reynist. Eg hef kos-
ið að koma þessum upplýsingum á
framfæri til þess að taka undir það
sem Örnólfur Thorlacius segir í
grein sinni: Það þarf að auka verk-
nám í grannskóla og þess þarf að
gæta að samræmda prófið hætti að
verða eingöngu bókleg sía, sem
löðrangar stóran hluta nemenda og
dæmir þá næstum úr leik. Okkur er
ekki sæmandi að una því áram sam-
an að fall í fyrsta bekk framhalds-
skóla sé svo mikið sem raun ber
vitni. Aukinn vegur verknáms og
opnar leiðir fyrir alla er nauðsyn,
bæði í orði og verki.
Höfundur er forstöðumaður Skóla-
skrifstofu Vestfjarða.
Starfsmenntun og
samræmdu prófin
Pétur
Bjarnason
SUNNUDAGINN
14. sept. var þáttur á
Rás eitt, þar sem fjall-
að var um íslenska
skólakerfið. Þar var
rætt við mæta sérfræð-
inga úr skólakerfinu
um mikið brottfall
nemenda úr framhalds-
skólunum. Margt fróð-
legt kom fram í þessum
þætti. M.a. að líklega
megi að hluta til skýra
brotthvarf allt of
margra nemenda frá
námi með því hve
skólakerfið sé einlitt.
Hefðbundið bóknám er
a^ðalleiðin og hefðbund-
ið verknám þvi miður ekki fjöl-
breytt. Þeir sem hvorki fóta sig í
bóknámi, né velja hefðbundnar iðn-
greinar eiga ekki margra kosta völ.
Þáttur þessi vakti mig enn og aft-
ur til umhugsunar um stöðu Hús-
stjómarskólans á Hallormsstað.
Hér er um að ræða lítinn skóla þar
sem fram fer mikil menningarleg
starfsemi. Kenndar eru greinar sem
era óvíða í boði og alls ekki í því
„andrúmslofti" sem skapast hefur í
húsinu, umhverfi þess og því mann-
lífi sem þrífst í skóginum.
Kennslugreinar skólans era aðal-
lega matar- og fatagerð. I matar-
gerð eru kenndar margar mat-
reiðsluaðferðir, bæði nýjar og gaml-
ar. Auk þess læra nemendur að um-
gangast nýtísku vélar í eldhúsum,
leggja á borð, ganga um beina og
fræðast um viðurkennda kurteis-
^ríssiði. í hannyrðum er kennt að
nanna, sníða og sauma fatnað á
sjálfa sig og aðra auk
þess sem ýmsar að-
ferðir hannyrða era
kenndar, bæði hefð-
bundnar og nýjar.
Bóknámið er takmark-
að við greinar sem
styðja verklega námið;
næringarfræði og ör-
verufræði styðja mat-
reiðslunámið, efnis-
fræði og sniðteikning
textílgreinamar. Vöru-
fræði og hreinlætis-
fræði styðja hvort
tveggja. Að loknu námi
við Hússtjómarskól-
ann búa nemendur yfír
þekkingu sem gerir
þeim kleift að reka eigið heimili af
kunnáttu og með glæsibrag. Þessir
nemendur era auk þess eftirsóttir
tO starfa hjá hótelum og matsölu-
stöðum, því þeir kunna vel til verka
og hafa lært að skipuleggja vinnu
sína og hugsa sjálfstætt.
Þrátt fyrir að hið formlega nám
sem fram fer í Hússtjórnarskólan-
um á Hallormsstað sé mikils vert tel
ég þó ekki síður verðmætt það upp-
eldisstarf sem þar fer fram í og ut-
an kennslustunda. Skólinn er rek-
inn sem heimili 24 nemenda. Þeir
sem eiga unglinga vita að það getur
verið erfitt að hafa 2 eða 3 unglinga
á sama heimilinu, hvað þá 24. Nem-
endur koma alls staðar að af land-
inu; sumir hafa lokið stúdentsprófi,
aðrir koma beint úr grannskóla og
enn aðrir hafa velkst um í lífsins
ólgusjó og eru misvel famir eftir
þann róður. Þessir ólíku einstak-
lingar vinna og búa saman í 24 tíma
*
Eg tel að Hússtjórnar-
skólinn á Hallormsstað,
segir Helga Hreins-
dóttir, sé valkostur sem
ekki er nóg af í íslenska
skólakerfinu.
á sólarhring í 13-15 vikur. Auðvit-
að koma upp árekstrar og erfiðleik-
ar, en þeir era til þess að sigrast á
og verða meiri af. Starfsfólk skólans
hefur áralanga reynslu af að vinna
með ungu fólki og lag á að vekja
virðingu fyrir náunganum. í hóp-
vinnu læra nemendur að vinna sam-
an. Ekki verður til máltíð ef sá sem
eldar aðalréttinn neitar að vera
með, sama gildir um salatið eða eft-
irréttinn. Ef sá sem á að sjá um
morgunverðinn sefur yfir sig bitnar
það á hinum, sama gildir um þrif og
þvotta. Nemdur læra að treysta
hver öðram og sjálfum sér. í Hús-
stjórnarskólanum á Hallormsstað
falla fáir nemendur á prófi og brott-
fall úr skólanum er ekkert, enda
skólinn aðeins ein önn í senn.
í Hússtjórnarskólanum á Hall-
ormsstað er vakin virðing fyrir
hefðum, verkum annarra, umhverf-
inu og sjálfum sér. Ég tel að Hús-
stjómarskólinn á Hallormsstað sé
einmitt þess háttar valkostur, sem
ekki er nóg af í íslenska skólakerf-
inu og sérfræðingamir í fyrrnefnd-
um útvarpsþætti ræddu um.
En skólinn hefur átt undir högg
að sækja. í fyrra kom tilkynning úr
menntamálaráðuneyti um að leggja
ætti skólann undir Menntaskólann á
Egilsstöðum. Milli Menntaskólans
og Hússtjórnarskólans hefur lengi
verið náin samvinna en ekki hefur
verið vilji til samrana. Skólanefndir
beggja skólanna lögðust gegn sam-
einingu. Þessi ákvörðun skólanefnd-
anna fékk mikinn stuðning á Aust-
urlandi og nánast frá öllum lands-
hornum bárast áskoranir um að
Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað
stæði með reisn hér eftir sem hingað
til. Menntamálaráðherra ákvað að
veita skólanum fé til áframhaldandi
rekstrar að sinni, en að kanna skuli
hvort gnmdvöllur sé fyrir að reka
skólann sem sjálfseignarstofnun.
I samtölum skólayfirvalda Hús-
stjórnarskólans við starfsmenn í
menntamálaráðuneyti hafa komið
fram þær skoðanir að skólinn sé
óhagkvæm rekstrareining. Hins
vegar má færa rök fyrir því gagn-
stæða, að Hússtjórnarskólinn sé
hagkvæm eining: Námshópar eru
nánast samkvæmt viðmiðunartölum
ráðuneytis, sem er 12 nemendur í
verklegum áfóngum og 25 í bókleg-
um. Nemendur taka margar eining-
ar á meðan þeir era í skólanum, allt
að 26 á önn, enda er ekki auðvelt að
sækja sjoppur, bíóferðir, ballett,
tónskóla eða annað það sem ungt
fólk velur að gera í tómstundum og
kvöldin eru því gjarnan notuð til
náms. Til samanburðar tekur með-
alnemandi í bóknámi 17 einingar á
önn. Eins og fram kom hér að fram-
an er ekkert brottfall og lítið um fall
á prófum, þannig að hagkvæmni
náms er mikil við Hússtjórnarskól-
ann. Kennslan er alldýr á hvern
nemanda, en hagkvæm á hverja
staðna námseiningu. Verklegt nám
er dýrara en bóklegt-nám og kostn-
aður við kennslu í Hússtjórnarskól-
anum á Hallormsstað er raunkostn-
aður fyrir slíkar greinar.
Rekstrarkostnaður húsnæðis
Hússtjórnarskólans hefur að mati
heimamanna ekki verið hár. Nánast
allt húsnæðið er tvínýtt, annars
vegar sem heimavist og heimili
nemenda og hins vegar sem
kennslurými. Heimavistarherberg-
in era þó undanskilin. Eldhúsið er
kennslueldhús á kennslutíma, en ut-
an kennslu er það mötuneytiseld-
hús, þar sem nemendur sjá sjálfir
um að framreiða allar máltíðir með
örlítilli aðstoð um helgar. Setustof-
an, „Höllin" svokölluð, er bæði setu-
stofa nemenda og anddyri skólans,
auk þess að þjóna sem hátíðasalur
skólans og ósjaldan breiða nemend-
ur úr efnum á gólfin þar til að máta
snið á dúk. Kennslustofan er notuð
á kvöldin til vinnu og vefstofan líka.
Þvottahús, língeymsla og ræstiað-
staða era notuð bæði til kennslu og
fyrir heimavist. Allt efni til rekstrar
heimavistar og mötuneytis er kost-
að af nemendum sjálfum, enda er
maturinn hluti af kennsluefninu, og
ræstiefnin einnig. Augljóst er að
meira húsnæði þarf fyrir hvern
nemanda í verklegu námi en bók-
legu. Eini þátturinn sem er dýr er
gæsla, en allsendis er óhæft að láta
24 unglinga eina um að gæta hver
annars og hússins næturlangt, hvað
þá um helgar.
í hnotskum má segja að auðvitað
kostar rekstur Hússtjómarskólans á
Hallormsstað peninga. Hins vegar
er ekki um íburð eða braðl að ræða,
heldur raunkostnað og fyrir þennan
kostnað fæst úrvalsvara. Það er í
lagi að borga meira fyrir betri vöra.
Skóli sem kostar minna á hvem inn-
ritaðan nemanda, en hátt í helming-
urinn af nemendunum flosnar upp
og lýkur ekki prófi, er dýrari en skóli
sem skilar ánægðum nemendum,
sem hafa staðist þau markmið sem
þeir sjálfir og skólinn setur þeim.
I þeirri vinnu sem framundan er,
þ.e. að kanna framtíðarmöguleika
Hússtjómarskólans á Hallormsstað
sem sjálfseignarstofnunar mun
væntanlega reyna á hvort stuðn-
ingsaðilar á Austfjörðum og annars
staðar á landinu vilja kaupa góða
vöra.
Höfundur er formaður skólanefndar
Hússtjómarskólans á Hallormsstað.
Hússtjdrnarskólinn á
Hallormsstað -Týndur hlekk-
ur í íslenska skólakerfínu
Helga
Hreinsdóttir