Morgunblaðið - 13.11.1997, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 13.11.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997 49 GUÐMUNDUR KR. HJARTARSON Guðmundur Kristinn Hjart- arson var fæddur í Fögruhlíð í Fróðár- hreppi á Snæfells- nesi hinn 12. júní 1934. Hann lést í Ólafsvík 26. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Scherlotta Jónsdóttir, f. 1897, d. 1988, og Hjörtur Árnason, f. 1900, d. 1966. Bræður Guð- mundar eru: 1) Sig- urður Brandsson, f. 1917, d. 1996, h.k. Margrét H. Magnúsdóttir, f. 1918. Áttu þau sex börn, eitt þeirra er látið. 2) Ólafur Brandsson, f. 1919, h.k. Fanney Magnúsdóttir, f. 1927. Áttu þau 4 börn, eitt lést í æsku. Útför Guðmundar Kristins fór fram frá Ólafsvíkurkirkju 1. nóvember síðastliðinn. Á mildum júnímorgni árið 1934 fæddist sveinbarn á bænum Fögru- hlíð. Móðir hins nýfædda sveins var móðir mín en faðir hans vinnu- maður á næsta bæ. Mann sinn Brand Sigurðsson, f. 1891, d. 1920, hafði hún misst í sjóslysi þann vetur. Höfðu þau hjón fest kaup á jörðinni Fögruhlíð og ætl- uðu að flytja þangað um vorið eft- ir vertíðarlok. Vegna þessa atburð- ar fluttu foreldrar hennar með henni á þessa jörð þá um vorið. Er hún eignaðist þennan dreng var ég orðinn 14 ára en Sigurður 16 ára. Foreldrar hennar voru þá hátt á áttræðisaldri, en þau létust 1939 með skömmu millibili. Gummi eins og hann var venjulega kallaður var óvenjulega rólegt barn, enda sagði afi minn að svo væri drengurinn vær að hægt væri að leyna honum í bænum. Eftir lát gömlu hjónanna bjó móðir okkar áfram með okkur sonum sínum. Ekki hafði komið til hjúskapar eða sambúðar með henni og barnsföður hennar, og ólst drengurinn upp hjá móður sinni. Gummi var fljótt læs og hafði snemma yndi af bókum. Sem barn undi hann sér einn við leik á sinn hljóðláta hátt, en gat verið kátur í hópi jafnaldra. Hann átti létt með nám, var námfús og samviskusam- ur við heimanám. í sveitinni var farskóli og ekki ávallt sami kenn- ari sem kenndi börnunum frá ári til árs. Taldi sá kennari sem kenndi honum veturinn fyrir fermingu hann vera einn sinn besta nem- anda. Svo vildi til að a.m.k. vetur- inn eftir að Gummi fermdist var þessi sami kennari í Fróðárhreppi og var hann þá hjá þessum kenn- ara sínum í eins konar kvöldskóla og hefur það efalaust komið honum að góðum notum síðar. Hann var einnig á sínum unglingsárum í bréfaskóla og notaði tungumála- kennslu útvarpsins sem kostur var til að ná sem bestum framburði í ensku. Hann var alla tíð einstak- lega góður sonur móður sinnar og urðu þau mjög náin og þróaðist með þeim trúnaður og vinátta sem best getur orðið milli mæðgina. Seint á fimmta áratug aldarinn- ar giftist Sigurður bróðir minn eft- irlifandi konu sinni. Ég fór að heiman og varð búsettur annars staðar. Móðir mín hélt heimili fyrir sig og Gumma og var búið þarna eins konar félagsbúi þó með aðskil- inn fjárhag. Þeir bræður unnu í Ólafsvík á vetrarvertíðum er Gummi hafði aldur til þess enda stutt þangað og vantaði fólk til starfa á vetrarvertíðum. Útgerð og fiskvinnsla fór þá ört vaxandi á þeim slóðum og var mikil gróska í atvinnulífinu þar þó að sjálfsögðu mest tengt sjósókn og úrvinnslu sjávarafla. Við eldri bræður hans vorum þess mjög hvetjandi að hann reyndi að komast í Samvinnuskól- ann þótt undirbún- ingsnám væri lítið. Þetta gerði hann og innritaðist í Sam- vinnuskólann 1957 og lauk námi vorið 1959. Árið 1968 var brugðið búi í Fögru- hlíð, keypt hús í Ólafs- vík, tveggja hæða. Húsið var gamalt og þurfti mikillar við- gerðar við áður en flutt var inn. Voru þau mæðginin á efri hæð en hin fjölskyldan á þeirri neðri uns hún fékk rýmra og betra húsnæði. Um tíma starfaði Gummi á skrifstofu Kaupfélagsins Dagsbrúnar er þá var rekið í Ólafsvík og hafði það allnokkur umsvif eftir því sem verslunarsvæðið gaf tilefni til. Launin voru lág við þá vinnu og mun hann hafa verið þar stuttan tíma og fór þá aftur í fiskvinnsluna en þar var ærið nóg að starfa. Á unglingsárum sínum hafði hann stundað nokkuð íþróttir á eigin spýtur svo sem kúluvarp, hástökk, langstökk og sund í tjörnum nærri heimili sínu í sveitinni þegar við varð komið. Gerði hann þetta til að styrkja líkama sinn og náði góðum líkamsburðum. Líkamlegu og andlegu atgervi hans var þann- ig háttað að hann virtist vel undir lífið búinn. Þó var hann ávallt hald- inn nokkurri minnimáttarkennd er var honum sem fleirum fjötur um fót þó engin rök virtust fyrir þeim skorti á sjálfstrausti. Gummi eignaðist bíl nokkru eft- ir að hann hafði aldur til þeim mæðginum til mikillar ánægju sem og öðru heimilisfólki í Fögruhlíð og var margur túrinn farinn um nágrennið og víðar. Hann var mik- ið náttúrubarn, byrjaði sem ungur maður að safna steinum af hinum ýmsu bergtegundum. Það safn fór stöðugt vaxandi eftir því sem árin liðu. Fór hann ófáar ferðir um nes- ið og víðar í leiðangra til steina- söfnunar og var ótrúlega naskur á að greina tegundur og las útlendar bækur um það efni, einkum enskar og þýskar auk þess sem til var á móðurmálinu. Maður frá Náttúru- fræðistofnun íslands heimsótti hann fyrir nokkrum árum og skoð- aði safnið. Taldi hann safn Gumma vera stærsta og best greinda safn í einstaklings eigu, a.m.k. á Vest- urlandi. Gummi vélritaði á miða nöfn steinanna og fundarstaði og límdi á steinana og gerði auk þess ítarlega skrá yfir safnið sem fannst að honum látnum. Hann hélt lengi fram eftir ævi vel við sinni mennt- un þótt ekki starfaði hann á því sviði sem krafðist menntunar. Var hann lengi endurskoðandi reikn- inga verkalýðsfélagsins og aðstoð- aði marga kunningja sína við skattaskýrslugerð. Gummi bjó yfir ótrúlegri þekk- ingu á hinum ýmsu sviðum. Sá ég það er ég kannaði skjöl í skrifborði hans að honum látnum. Marga fróðleiskmola hafði hann vélritað sér til gamans þó að ekki flíkaði hann þeirri þekkingu. Hann var þeirrar gerðar að engum gat hann neitað um greiða, það var svo ríkt í eðli hans að hjálpa náunga sínum væri þess kostur. Bókasafn átti hann allgott og töluvert plötusafn og gerði skrá yfir bókasafn og plötusafn. Um 1985 kaupir Gummi húsið Mýrarholt 7 og fengu þau mæðginin þar rýmra húsnæði. Þar hafði hann sérherbergi fyrir steina og bókasafn auk plötusafnsins. Móðir okkar andaðist 1. des. 1988 þá allnokkuð komin á annað árið um nírætt. Hún hafði alla sína löngu ævi haldið góðri heilsu and- lega og líkamlega, þó að eðlileg ellirhörnun færi að síðustu árin. Hún lést af heilablæðingu eftir fárra daga legu á spítala. Eftir það bjó Gummi einn í sínu húsi og sá um sig sjálfur hvað matreiðslu og húshald varðaði. Hann átti nokkra góða vini sem voru honum tryggir og heimsóttu þeir hver annan. Var stundum farið í ferðalög sér til gamans. Á síðastliðnum áratug eða þar um bil fór atvinnulífí í Ólafsvík mjög hnignandi. Stór fyrirtæki í útgerð og fiskvinnslu urðu að hætta rekstri og atvinnuástand varð ótryggt. Fasteignir seldust illa og bera tók á fólksflótta úr bænum. Má segja að þetta hafi verið dæmi- gerð þróun í sjávarútvegsþorpum víða úti um landsbyggðina. Um tíma varð Gummi að sætta sig við að vera á atvinnuleysisbótum sem fleiri og féll honum það þungt. Hafði alla tíð verið góður starfs- maður og ætíð mætt stundvíslega til vinnu. Síðast vann hann hjá fisk- iðjuverinu Bylgjunni, en þá kom í ljós að heilsan var tekin að bila. Eigendur þessa fýrirtækis reyndust honum þeir drengskaparmenn að láta hann halda fullum launum þrátt fýrir allnokkrar fjarvistir vegna veikinda. Síðustu mánuðirnir sem hann lifði reyndust honum erf- iðir andlega og líkamlega og lífs- þróttur fór þverrandi. Margrét mágkona hans reyndist honum ein- staklega góð í þessum veikindum og vinir hans litu inn til hans til að halda sambandi. Sál hans var góð og viðkvæm og þótt í raun væru allir honum góðir var hann samt um of einn í hörðum heimi eins og vill vera með fólk af hans manngerð. Gummi hefur nú lagt á hið ókunna svið sem við stefnum öll á en erum svo ófróð um. Ungum var okkur kennt að hinum miskunnsöm- um mönnum myndi miskunnað verða. Þessu vil ég trúa og sé sú kenning rétt hefur sál hans nú bor- ist í heim þeirrar sönnu mildi og kærleika og þess æðsta friðar sem allar þreyttar sálir þrá. Að lokum set ég hér fátæklega bróðurkveðju: Guð geymi þig, góði bróðir, göfug var þín viðkvæm sál. Brottfór þína hörmum hljóðir, heldur gerist tregt um mál. Allra götu vildir greiða, grönnum sýndir vinaryl. Biðjum engil lífs að leiða ljóss og kærleiks heima til. Ólafur Brandsson. ANTONÍUS JÓNSSON + Antoníus Jóns- son fæddist á Djúpavogi 10. mars 1925. Hann lést 5. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jón Sigurðsson, f. 5. janúar 1896, d. 18. desember 1975, og Ragnhild- ur Antoníusdóttir, f. 9. apríl 1901, d. 9. nóvember 1977. Systkini Antoníus- ar eru: Halla, f. 8. maí 1921, Rakel, f. 15. júní 1927, Hreinn, f. 10. nóvember 1932. Antoníus giftist Önnu Sigurlaugu Sveinsdóttur, f. 10. nóvember 1927. Þau eign- uðust fjögur börn. Þau eru: 1) Ragnhildur, f. 10. mars 1947, maki Alexander Árnason. 2) Krist- björg, f. 17. nóvem- ber 1953, maki Jón Áskelsson. 3) Sveinn, f. 11. maí 1956, maki Ásrún Jörgensdóttir. 4) Guðjón, f. 11. ágúst 1964, maki Magnea Ingólfsdóttir. Ant- oníus átti fyrir son- inn Jón Kristin, f. 18. ágúst 1942, maki hans er Björg Stefa Sig- urðardóttir. Barnabörn Ant- oníusar eru 13 og barnabarna- börn 12. Útför Antoníusar fer fram frá Vopnafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Nú ertu dáinn elsku afi minn. Ástúð þín ei gleymist nokkurt sinn. Það var svo ljúft að halla höfði að kinn og hjúfra sig í milda faðminn þinn. Við skulum vera ömmu ósköp góð, hún á svo bágt og er svo mild og hljóð. Og góðvildin og gæskuhugur þinn gleymist aldrei hjartans afi minn. (Þ.G.) Þetta litla ljóð segir allt um þær tilfinningar sem við bárum til þín elsku afi. Allt sem áður var svo hversdagslegt, er okkur nú svo kært. Allar ljúfu stundirnar sem við áttum með þér, allt sem við spjölluð- um um, daginn og veginn, eða lífíð og tilveruna og öll heilræðin sem þú gafst okkur í veganesti út í líf- ið. Þetta getur enginn frá okkur tekið. Trú okkar á það að við mun- um öll hittast á ný yljar okkur, þó söknuðurinn sé sár. En minninguna um þig og allt sem þú gafst okkur munum við geyma í hjörtum okkar til æviloka. Guð geymi þig elsku afí. Antoníus og Linda, Anna og Sigurdór, Lísbet og Þórður. í dag, 13. nóvember, fylgi ég afa mínum síðasta spölinn. Hann var mjög merkilegur og góður maður og ég var svo lánsöm að fá að al- ast að mestu upp hjá honum og ömmu. Eftir að ég fluttist. til Egilsstaða var alltaf tekið vel á móti okkur þegar við komum í heimsókn. Hann afí hafði svo gaman af litla nafna sínum, honum Antoníusi Bjarka, sem er núna aðeins rúmlega eins árs, og vildi fá að fylgjast með uppvexti hans og fannst slæmt ef það leið meira en mánuður á milli þess sem hann sá hann. En ég veit að afí fylgist áfram með honum. Elsku afi, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, ég veit þér líður vel núna. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Elsku amma, við verðum hjá þér og styrkjum þig í sorginni. Anna Dís. ASBJORN BJÖRNSSON þreyttum eftir ferða- lag, með kaffi á könn- unni og þitt hlýja við- mót. Ekki datt okkur í hug að það væri með síðustu skiptunum sem við sæjum þig. Með þessu bréfkorni viljum við þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum með þér sem urðu þó alltof fáar. Við trúum því að þú hafir farið sáttur við það líf sem þú skapaðir þér og þínum. „Listin að lifa, hin -I- Ásbjörn • Björnsson fæddist í Kílakoti, Kelduhverfi í Þing- eyjarsýslu, 30. júní 1951. Hann lést á heimili sínu 2. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Lang- holtskirkju 11. nóv- ember. Elsku Bjössi. Aldrei óraði okkur fyrir að það kæmi að svo endanlegri kveðju- stund. Það kom að því að okkur setti hljóðar og þarf nú mikið til. Þú ættir að vita það manna best eftir 10 ára kynni af okkur fóstru- druslunum. Alltaf var tekið á móti okkur með bros á vör og alltaf gafstu þér tíma til að spjalla og athuga hvað við hefðum fyrir stafni. Þið Kolla höfðuð bæði lag á að taka á móti gestum alla sólar- hringinn eins og ekkert væri sjálf- sagðara. Það er óhætt að segja að þið Kolla hafið sannað það hvað ólíkar manngerðir geta gefið hvor annarri og myndað eina heild. Öll ykkar fjölskylda endurspeglar það. Við vitum að enginn var stoltari faðir og afí en þú. Enda mikið til að vera stoltur af. Það er ekki svo langt síðan Bjössi að þú tókst á móti okkur í Klapparberginu ör- erfiðasta, nauðsynlegasta og æðsta list allra lista, er framar öllu listin að hugsa, að hugsa frjálslega, af einlægni, djörfung og alvöru." (Sig. Nordal). Helga Guðjónsdóttir og Sigríður Stephensen. Þegar mér barst skeyti út á sjó um að Bjössi mágur minn væri dáinn, kom slíkur tómleiki yfir mig að ég lagðist i kojuna mína og lét hugann reika heim til stóru syst- ur, Heiðu, og Harðar, og þeirra sem voru í Klapparbergi. Af hverju gat ég ekki verið hjá þeim og reynt að hugga þau, en innst í hjarta mínu vildi ég að þau hugguðu mig. Þessir fjölskyldumeðlimir eru þvílíkar perlur að þeir sem kynnast þeim vita að þar eru miklar tilfinn- ingaverur á ferð. Minningar mínar um Bjössa eru afar góðar. Það voru ekki margir sem komust mjög nærri honum. Það voru margar hringingarnar frá mér til hans að spyrja hvernig ég ætti að fara að þessu eða hinu, ég var svo háður honum. Hann glotti líka oft í kamp- inn þegar fólk fór að hæla mér fyrir sniðugar ákvarðanir sem í rauninni voru hans frá upphafi. Ég held stundum, og þá sérstak- lega núna, að hann hafí litið á mig sem litla bróður sinn. Stríðnin var aldrei langt undan hjá Bjössa og fékk ég vænan skerf af henni. En skemmtilegt fannst mér þegar hann skaut inn í samræðurnar ein- hverju sem kannski ég, og enginn annar, skildi. Þá átti maður oft erfitt með að skella ekki upp úr. Ég hef aldrei kynnst öðrum eins vinnu- og baráttumanni. Ef fjöl- skyldan kom norður varð að hafa nóg að gera fyrir Bjössa. Hann fékkst ekki í mat fyrr en seint og um síðir og var síðan kominn á fætur fyrir fyrsta hanagal. Þegar Bjössi veiktist nú í sumar sá maður baráttuna, hann var bara slappur þegar maður spurði, og hann mátti ekkert vera að þessu núna, það var nóg að gera. Elsku Bjössi minn, megi Guð og englamir passa þig og vísa þér þessa nýju braut. Minningin um þig er ljós á vegi okkar sem syrgj- um þig sárt. Elsku Kolla, Heiða, Hörður og Ásbjörn, megi góður Guð veita ykkur styrk og hugarró í hjarta ykkar í þessari miklu sorg. Hafsteinn, Amý, Hörður Birgir, Sævar Orn og Óli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.