Morgunblaðið - 13.11.1997, Blaðsíða 58
Uí58 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
gltarganMafeifc
BRÉF
TTL BLAÐSINS
Tommi og Jenni
Ferdinand
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
Dulmál biblíunnar
Frá Jóni Brynjólfssyni:
Rúnar Kristjánsson, Skaga-
strönd, birtir í Morgunblaðinu 3.
október þýðingu sína á kynningar-
orðum bókarinnar „The Bible
Code“ eftir Michael Droshnin og
hvetur menn í hógværum orðum
til að kynna sér bókina. Þórarinn
Árni Eiríksson, stærðfræðingur,
ritar í Morgunblaðið 10. okt. and-
mæli gegn bókinni og því dulmáli,
sem hún íjallar um. Um þessi and-
mæli ætla ég að skrifa mínar at-
hugasemdir.
Ályktun Þórarins
Þórarinn birtir orðrétt úr kynn-
ingarorðum bókarinnar: „Dulmálið
var leyst af ísraelskum stærðfræð-
ingi, sem kynnti niðurstöður sínar
í þekktu vísindariti. Þær hafa síðan
verið staðfestar af kunnum stærð-
fræðingum víða um heim.“
„Drosnin átti líka viðtöl við sér-
fræðinga í Bandaríkjunum og víðar
og eyddi mörgum vikum í rann-
sóknir með hinum heimskunna
stærðfræðingi dr. Eliahu Rips, sem
fyrstur uppgötvaði dulmálið. Hann
hitti líka stærðfræðinga við Harv-
ard- og Yale-háskólana og hebr-
eska háskólann."
Síðan segir Þórarinn: „Af ofan-
greindum tilvitnunum mætti draga
þá ályktun, að málflutningur
Drosnins væri í samræmi við álit
allra helstu stærðfræðinga heims.“
Þetta er afar einkennileg álykt-
un, því þetta er rökvilla, sem kall-
ast „óleyfileg alhæfing“, vegna
þess að í þessum greinum, sem
Þórarinn vitnar í, er þessa alhæf-
ingu alls ekki að finna og ekki efni
í hana. „Kunnir stærðfræðingar
víða um heim“ er ekki það sama
og „allir helstu stærðfræðingar
heims“. Alhæfingin er röng, og
hún er Þórarins. Af þessum ástæð-
um verður Þórarinn einn að eiga
sínar rökvillur fyrir sig og getur
látið vera að reyna að troða þeim
upp á aðra með blaðaskrifum og
níða niður mjög góða bók um mjög
athyglisverða rannsókn á heilagri
ritningu. Þórarinn hefur sennilega
hvoruga bókina lesið.
Umsögn Sternbergs
Þórarinn vitnar í athugasemdir
Shlomo Sternbergs prófessors í
stærðfræði við Harvardsháskóla í
sinni eigin lauslegu þýðingu. Þar
er að fínna álíka rangfærslur. Þar
segir: „The Bible Code eftir Mich-
ael Drosnin byggir á blekkingu,
sem tveir ísraelsmenn, E. Rips og
D. Witztum, halda fram. Þeir full-
yrða, að skilaboð um framtíðina
séu falin í hebreskum texta Bibl-
íunnar . .. “ Þessi fullyrðing er
röng, vegna þess að á kápusíðu
bókarinnar stendur: „No one yet
knows if the Bible code accurately
foretells what is yet to come.“ í
ágætri þýðingu Rúnars: „Enginn
veit enn, hvort Biblíu-dulmálið seg-
ir okkur nákvæmlega, hvað á eftir
að gerast." Nú verður maður að
gera ráð fýrir því, að kynningarorð
á kápusíðu séu í samræmi við inni-
hald bókarinnar. Þessi fullyrðing
Þórarins og Sternbergs er því röng.
ísraelsmennirnir fullyrða ekkert
um „falin skilaboð um framtíðina".
Ef rétt er með farið, fer Stem-
berg með ranga fullyrðingu, sem
hann eignar Israelsmönnunum, og
brigslar þeim svo um blekkingu
vegna þeirrar fullyrðingar. Þessu
til staðfestingasr má vitna í bókina
á bls. 130, en þar stendur; „If the
Bible code is right, nuclear terr-
aorists may trigger the next World
War.“ „Ef Biblíu-dulmálið er rétt,
kunna ofbeldismenn kjamorku að
koma af stað næstu heimsstyrj-
öld.“ Þetta er skilyrðing en ekki
fullyrðing. ísraelsmennirnir full-
yrða ekki, að dulmálið sé rétt.
Þeir eru að leita sannleikans. Með
bókinni gefur Drosnin lesandanum
færi á að taka þátt í þeirri leit.
Svona rangfærslur eiga helst ekki
að koma frá stærðfræðingum.
JÓN BRYNJÓLFSSON
verkfræðingur,
Bárugötu 20, Reykjavík.
Smáfólk
'AMP THE AP05TLE PAUL E5CAPEP
WHEN HIS FRIENP5 LOWEREP H|M
OVERTHE WALLIN A BASKET.."
WHY PO YOU SUPP05E
HE HAPTOPO THAT?
HE PR0BABLY
60TTIREP0F
► SI6NIN6
, AUT06RAPH5
„Og postulinn Páll flúði þegar
vinir hans létu hann siga yfir
; veginn í körfu ... “
Af hveiju heldurðu að hann hafi
orðið að gera það?
Hann hefur líklega verið orðinn
þreyttur á því að gefa eiginhand-
aráritanir.
Engir aldamótavírusar
Frá Friðrik Skúlasyni:
í TILEFNI af nýlegri frétt í blað-
inu sem bar yfirskriftina „Ekki
flogið um aldamót?" vil ég koma
til skila eftirfarandi athugasemd-
um:
Sagt var: „ ... ef aldamóta-
tölvuvírasar ógna flugöryggi... “
Hér virðist um frekar leiðinlegan
misskilning að ræða. Tölvuvírasar
era vandamál sem auðvelt er að
losna við með aðstoð þar til gerðra
forrita. Það vandamál sem hér er
hins vegar átt við (2000-vandamál-
ið) hefur nákvæmlega ekkert með
tölvuvírasa að gera. Að nefna vír-
usa í þessu samhengi getur valdið
alvarlegum misskilningi, því hætt
er við að tölvunotendur dragi þá
ályktun að þetta vandamál sé álíka
auðleysanlegt og það að vírusa-
hreinsa tölvur, en því fer fjarri.
2000-valdamálið stafar í flestum
tilvikum af illa skrifuðum hugbún-
aði, sem túlkar „2000“ sem
„1900“, þar sem hann geymir ein-
ungis tvo síðustu stafi ártalsins.
Það er ekki ljóst hversu alvarlegt
þetta vandamál er hér á íslandi,
en bankakerfið mun væntanlega
vera nokkuð vel undir það búið.
Hvort svo er um ýmis þau stærri
fýrirtæki, sem nota sérskrifaðan
hugbúnað er allt annað mál, sem
vissulega væri þess virði að fjalla
um það í „alvöra" frétt.
Ofangreind fyrirsögn er ákaf-
lega villandi, þar sem hún stuðlar
að því að viðhalda þeim útbreidda
misskilningi að aldamótin séu um
áramótin 1999/2000, þegar hið
rétta er að þau eru ári síðar.
FRIÐRIK SKÚLASON
frisk@complex.is
FRIÐRIK SKÚLASON,
tölvuveirufræðingur og áhugamaður
um 2000-vandamálið
frisk@complex.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtinsrar teliast sambvkkia betta. ef ekki fvleir fvrirvari hér að lútandi.