Morgunblaðið - 13.11.1997, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ
BREF TIL BLAÐSINS
FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997 5ð
Velferð byggð á
siðleysi
Frá EIsu B. VaIsdóttur:
í MORGUNBLAÐINU í gær, 9.
nóvember, beindi Bergþóra Sigurð-
ardóttir til mín eftirfarandi spurn-
ingu: „Finnst Elsu ekki sanngjarnt
að allir njóti sem bestrar heilbrigðis-
þjónustu óháð efnahag?" Þetta mál
væri einfalt að afgreiða með því
að svara: „Jú“. Bæði spurningin og
svarið eru hins vegar marklaus ef
ekki er tekið fram hvernig á að ná
þessu göfuga markmiði.
Fæði, klæði og húsaskjól
Að minnsta kostir þrír þættir í
lífi fólks eru mikilvægari en að njóta
heilbrigðisþjónustu óháð efnahag.
Það er að hafa nóg að borða, fatn-
að til að skýla sér og húsnæði til
að búa í. Sé þessum þáttum ábóta-
vant kemur þjónusta á sviði heil-
brigðismála að takmörkuðu gagni.
Aldrei heyrist þó talað um að allir
eigi að njóta sem bestrar fæðu óháð
efnahag, sem bestra klæða eða sem
bests húsnæðis. Því síður talar
nokkur maður um að til að tryggja
þetta verði ríkið að sjá um rekstur
og fjármögnun þeirra fyrirtækja
sem framleiða mat, föt og reisa
hús. Engu að síður erum við örugg-
lega flest sammála um að nauðsyn-
legt sé að allir njóti þessara líf-
gæða. Það sama gildir um heilbrigð-
isþjónustu. Það er nauðsynlegt að
allir njóti sem bestrar heilbrigðis-
þjónustu óháð efnahag en í því felst
ekki að sú þjónusta eigi að vera á
höndum ríkisins.
Kerfið að hruni komið
I Morgunblaðinu sama dag var
ítarleg úttekt á þeirri heilbrigðis-
þjónustu sem íslendingar búa við
í dag. Undir fyrirsögninni: „Það
hriktir í kerfinu" var sagt frá því
hvernig læknar eru að segja upp,
sjúkrahúsin að grotna niður og
vitnað í talsmenn heilbrigðisstétta
sem segja að þjónustan sé að
hrynja. I ljósi þessa ásamt löngum
biðlistum og lokunum sjúkradeilda,
er þetta það sem við köllum að
veita „öllum sem besta heilbrigðis-
þjónustu óháð efnahag"? Bergþóru
er tíðrætt um siðferði í bréfi sínu.
Hvar er siðferðið í því að taka
skatta af landsmönnum sem veija
á til heilbrigðismála og Iáta þessa
hörmung í staðinn? Hvar er siðferð-
ið í því að taka erlend lán til henda
í þá botnlausu hít sem okkar illa
starfhæfa heilbrigðiskerfi er og
láta börnin okkar borga reikning-
inn? Ef við teljum þetta siðlegt,
þá er þessi þjóð á alvarlegum villi-
götum. Það á við nú sem fyrr:
Vont er þeirra ranglæti, verra
þeirra réttlæti.
Sjúkratryggingar
Til að ná hinu göfuga markmiði
um sem besta heibrigðisþjónustu
handa öllum óháð efnahag þarf að
gera grundvallarbreytingar á hinu
svokallaða „velferðarkerfi“. Taka
þarf upp sjúkratryggingar sem
yrðu skyldutryggingar, líkt og
brunatryggingar og bifreiðatrygg-
ingar eru í dag. Þeir sem eru á
einhvern hátt ósjálfbjarga myndi
samfélagið að sjálfsögðu sjá um
að tryggja, rétt eins og það fæðir,
klæðir og hýsir það fólk, sem þann-
ig er ástatt um. Þannig komast
stjórnmálamenn ekki með puttana
í það fjöregg sem heilsa manna er.
Þannig verður tenging milli af-
kasta og fjárframlaga til heilbrigð-
isstofnana í stað þess að best reknu
sjúkrahúsin séu þau sem gera
minnst, eins og það er í dag. Þann-
ig skapast hvatning til sjúkrastofn-
ana til að laða til sín sjúklinga í
stað þess að leita allra leiða til að
fækka rúmum og loka deildum.
Ef við viljum tryggja raunverulega
velferð í þessu landi þurfum við
að hafa getu til að efast um að sú
leið sem við fylgjum í dag sé sú
rétta og hugrekki til að velja nýja
braut. Mér þykir miður að geta
ekki þakkað góðar kveðjur Berg-
þóru að þessu sinni. Ég óska henni
hins vegar að sjálfsögðu alls hins
besta - og legg til að Ríkisútvarp-
ið verði selt.
ELSA B. VALSDÓTTIR,
læknir og pistlahöfundur á rás 2.
LÍMMIÐAPRENT
Þegar þig vantar límmiða!
Skemmuvegi 14 • 200 Kópavogur
Sími: 587 0980 • Fax: 557 4243
Farsími: 898 9500
Lensidælur
Sjódælur
Brunndælur
Spilverk -
Sig. Sveinbjörnsson ehf.
Skemmuvegi 8, 200 kóp.
Sími 544-5600 Fax: 544-5301
Árni og Maus
Frá Davíð Haukssyni og
Kjartani Vilhjálmssyni:
ÍSLENSK tónlistarútgáfa stendur
sem hæst um þessar mundir og
hefur fjöldinn allur af misgóðum
hljómsveitum sent frá sér efni.
Morgunblaðið hefur gert flestum
ef ekki öllum þessum nýju geisla-
diskum góð skil og virðist manni
málefnalegt mat þar hafa ráðið
ferðinni þótt auðvitað liggi misvel
á gagnrýnendum við skriftir. Gagn-
rýnendur hafa þegar á heildina er
litið sýnt fagmennsku og óhlut-
drægni enda þykir okkur tónlistar-
gagnrýni Moggans ein sú besta hér
á landi.
Þess vegna var okkur illilega
brugðið þegar við lásum „gagnrýn-
ina“ sem nýjasta plata Maus fékk í
Morgunblaðinu 4. nóvember sl. Það
ber að taka það strax fram að við
erum báðir aðdáendur Maus og þess
vegna fóru þau vinnubrögð sem við
sáum á síðum blaðsins, sem „segist
leiða mann að kjarna málsins", mik-
ið fyrir bijóstið á okkur.
Sunnudeginum áður hafði birst í
blaðinu skemmtilegt opnuviðtal við
hljómsveitina Maus. Þama eru greini-
lega hressir strákar á ferð sem kunna
ýmislegt fyrir sér í músík. Hvað um
það. Viðtalið var tekið í matarboði
heima hjá bassaleikaranum af Árna
nokkrum Matthíassyni, æðstapresti
tónlistardeildar Morgunblaðsins. í
þessu viðtali var komið víða við og
kemur fram að Mausarar og Árni
eru mestu mátar. Þeir ræddu þarna
um heima og geima og var viðtalið
hið skemmtilegasta aflestrar.
Ekki kemur út Moggi á mánudög-
um og viljum við nota tækifærið og
skora á ritstjórn blaðsins að bæta
úr því hið bráðasta.
Nýjasta afurð Mausara, „Lof mér
að falla að þínu eyra“, kom út mánu-
daginn 3. nóvember og var diskurinn
tekinn fyrir hjá gagnrýnendum
Morgunblaðsins á þriðjudeginum.
Annað eins lof hefur varla birst á
prenti í lýðræðisríki og setningar á
borð við „Lof mér að falla að þínu
eyra er nánast fullkomin plata..."
og „... á skilið að seljast í bílförmum"
undirstrikuðu aðdáun gagnrýnand-
ans á plötunni. Þetta væri kannski
ekki svo óeðlilegt ef þarna hefði
verið á ferðinni einhver annar en
Árni Matthíasson. Maður myndi
ætla að þegar gagnrýnandi þekkir
viðkomandi listamenn jafn vel og
raun ber vitni í tilfelli Árna og Maus-
ara sé hann ekki allra manna hæ-
fastur til að fjalla á málefnalegan
hátt um verk þeirra.
Spyija má hvort það sé réttlátt,
bæði gagnvart hljómsveitinni og les-
endum, að slík vinnubrögð séu við-
höfð. Tekur einhver mark á svona
gagnrýni? Þjónar hún tilgangi sín-
um? Er oflofið kannski háð? Hver
veit? Til að æra óstöðugan blasir
síðan við þegar maður les umsiagið
sem fylgir _ disknum: „Sérstakar
þakkir fær Árni Matthíasson.“
Við teljum mái þetta tónlistardeild
Morgunblaðsins til mikils vansa og
krefjumst hæfra gagnrýnenda sem
treysta sér til að líta ekki á lesendur
sem fífl. Varla er það stefna þeirra
sem sjá um listaumfjöllun að láta
blaðamenn gagnrýna vini sína?
Hvernig í ósköpunum fær maður
sem greinilega hefur komið að
hljómsveitinni og störfum hennar að
gagnrýna verk hennar? Sem heilvita
lesendum Morgunblaðsins .finnst
okkur að okkur vegið og kreíjumst
úrbóta.
DAVÍÐ HAUKSSON,
Stuðlaseli 29, Reykjavík,
KJARTAN VILHJÁLMSSON,
Hvassaleiti 28, Reykjavík.
Adventa og jól -1
hvers er vænst?
Laugardaginn
15. nóvember kl. 13-
-17.
Athyglisvert námskeið þar
sem fjallað verður um
aðventuna sem tíma til
undirbúnings jólanna.
Hugmyndir um verkefni og
samvinnu. Fyrir foreldra,
kennara, leikskólakennara
og starfsfólk í kristilegu
barnastarfi. Verð kr. 1500.
Skráning í síma 588 8899.
Biblíuskólinn
við Holtaveg
Um afstæðishyggju
Frá Hafliða J. Ásgrímssyni:
KRISTJÁN Kristjánsson lauk fróð-
legum greinaflokki í Lesbókinni um
póst-módernisma á gagnrýni. Þar
var eitt atriði sem ég hnaut um: „Sé
því haldið fram að allt sé afstætt
er sú staðhæfing líka afstæð og
engin ástæða til að trúa henni sem
almennum sannindum."
Ég er ekki sáttur við þessa rök-
semdafærslu. Eitt er algilt og getur
ekki verið afstætt en það er dular-
fullt. Það er guð. Um hann er ekki
hægt að ræða. Það eina sem er ör-
ugglega ekki afstætt er ekki hægt
Frá Ástu Svavarsdóttur:
STUTTU eftir að bijóstakrabba-
meinsáróðurinn er genginn yfir þá
skellur á ný hrina, barátta gegn leg-
hálskrabbameini. Yfirskriftin er:
Rjúfum þögnina.
Daginn sem ég útskrifaðist úr
menntaskóla beið mín bréf. „Nú ert
þú orðin tvítug, vinan, gjöra svo vel
að mæta í krabbameinsskoðun." Á
heillaóskum átti ég von. Burtséð frá
prívatpósti mínum, og allra kvenna
landsins, þá nægir að horfa á sjón-
varpið í u.þ.b. tíu mínútur á dag.
Dömubindaauglýsingar, bleyjuaug-
lýsingar (leg í lagi) að ónefndum
krabbameinsleitar-auglýsingum. Eitt
umtalaðasta líffæri heimsins er móð-
urlífíð, eitthvað hefur þögnin farið
framhjá mér. Krabbamein er ekki
eingöngu bundið við konur, í heimi
krabbameinsins er af nógu að taka.
En höldum okkur við kynbundin
krabbamein. Og hér koma stóru frétt-
að tala um. Hver maður getur að-
eins talað um guð sem sögulegt
hugtak sem hann hefur gert að sínu
eigin. Það er afstætt því það getur
ekki verið án ákveðinnar hefðar og
notkun þess lýsir afstöðu notandans
til hennar.
Svo við segjum: Allt er afstætt.
Er þá sú yrðing ekki afstæð? Vissu-
lega! En þarmeð er hún ekki ógild
og það er hægt að trúa henni sem
almennum sannindum. Við erum
menn, tímabundinn efnislegur veru-
leiki og getum ekki gert þá kröfu
að okkar sannindi séu gild fyrir allt,
alls staðar og á öllum tímum. Ég er
irnar: Karlmenn eiga líka svoleiðis.
Krabbamein í blöðruhálskirtli er
bundið karlmönnum og er álíka al-
gengt og leghálskrabbamein. Og
læknisskoðunin er mjög einföld, eng-
in sýni, engar strokur: „Just bend
over,“ í leiðinni er hægt að athuga
hvort endaþarmskrabbamein hafí
tekið sér bólfestu. Tvær flugur í einu
höggi. En aldrei sjást neinar sjón-
varpsauglýsingar sem hvetja karl-
menn í krabbamemsskoðun, aldrei fá
þeir neinn póst. Á meðan konumar
mæta í sína reglubundnu skoðun eru
karlamir bornir til grafar hljóðalaust.
Seint mun ég mæla því í móti
að konur séu dýrmætari einstakl-
ingar en karlar. En okkur þykir
vænt um suma þeirra og vildum
gjarna halda þeim eins lengi og
unnt er. Af hveiju ekki að bjarga
lífi þeirra líka?
ÁSTA SVAVARSDÓTTIR,
Gnoðarvogi 34, Reykjavík.
ekki að gera þá kröfu til yrðingarinn-
ar: Allt er afstætt. Það gerir sá sem
telur hana falla um sjálfa sig: Það
em algild sannindi að allt sé afstætt.
Þetta er mótsögn. En það þarf ekki
að vera ógilt að segja: Það em afstæð
sannindi að allt sé afstætt. Það er
misskilningur að halda að ef eitthvað
er afstætt sé ekki hægt sannreyna
það. Að allt sé afstætt geta verið
almenn sannindi ef það er satt í
máli sérhvers manns. Sumt er satt
fyrir öllum mönnum. Vegna gerðar
sinnar trúir hver því sem verkar sann-
færandi á hann og getur ekki annað.
Sannleikur okkar byggir á gerð okk-
ar og við leiðum hann fram með rök-
um. En við emm ekki að öllu leyti
eins. Afstæðishyggja gerir ráð fyrir
að tvö gagnstæð sjónarmið geti bæði
verið rétt en slíkt getur aðeins gerst
að sjónarmiðin hafí verið leidd fram
eftir gerólíkum leiðum eða staða aðil-
anna gagnvart ágreiningsefninu sé
gagnstæð.
Við getum aðeins talað um það
sem við hugsum og það sem gæti
virst algilt svarar bara til þess hve
áþekk okkar hugsun er eða hve sam-
skiptaformið nær að lýsa henni vel.
Ekki er hægt að skilgreina neitt
hugtak án skírskotunar til gerðar
þeirra sem nota það. Til dæmis er
talan 1 sem mannsheilinn lítur á sem
heila tölu og byggist á sammann-
legri skynjun okkar á einingum. En
hún getur líka verið rauntala.
Skilningur á hugtakinu hugsun
þarf ekki að fela í sér að allt sem
er satt fyrir menn sé einnig satt
fyrir það sem hugsar. Samkvæmt
því ætti guð ekki að geta hugsað
nema vera í skorður mannlegrar
greindar settur. Því tel ég að fram
kunni að koma vél sem getur hugsað
án þess að vera mannleg og almenn
sannindi okkar eigi ekki endilega við
um hana.
HAFLIÐIJ. ÁSGRÍMSSON
líffræðingur og netbúi
hafjasrhi.hi.is
hafjoh@islandia.is
Rjúfum þögnina - karlar
fá líka krabbamein
Ókeypis lögfræðiaðstoð
í kvöld milli kl. 19.30 og 22.00
í síma 551 1012.
Orator, félag laganema
# • • • • •
• • • • / ••
sœtir sofar*
HÚSGAGNALAGERINN
«
• Smiðjuvegi 9 • Simi 564 1475 *
kr. 1.790
Stærðir 21-36
Litir: Rautt/blátt
kr. 1.690
Stærðir 25-36
Litir:E
kr. 1.920
Stærðir 23-32
Litir: Rautt/blátt
Póstsendum samdægurs
SKOUERSLIIN
KÓPAVOGS
HAMRABORG • SÍMI5541754