Morgunblaðið - 13.11.1997, Side 66
66 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
ur færöi
pur á 3
Blskyldu
SKERJ/
9-18 vlrka daga kl. 10-14 laugardaga.
20% afsláttur
eða spennandi
kaupauki við kaup
á þremur hlutum.
POLARTEC
itt mesta
rval landsins
af fleece-fatnaði
Ver& frá
4.490.-
í daq, fimmtudaq
kl. 14-18
Kópavogsapótek
Hamraborg 11,
sími 554 0102
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ÁNÆGÐIR kvikmyndageröarmenn; Erlendur
Björnsson smiður, Gunnar Páll Ólafsson
aðstoðarljósamaður, Guðmundur Magni
Ágústsson ljósamaður, Víðir
Sigurðsson tökumaður,
Hilmir Snær Guðnason
leikari, Unnur Eva
Arnarsdóttir skrifta,
Gunnar B. Guðmundsson og
Óskar Þór Axelsson.
TVEIR TVEIR nefnist nýtt
kvikmyndafyrirtæki í eigu fé-
laganna Gunnars B. Guð-
mundssonar og Óskars Þórs Axels-
sonar. Þeir hafa nýlega lokið tökum
á fyrstu stuttmynd fyrirtækisins
sem ber nafnið „Á blindflugi" og
verður frumsýnd í Háskólabíói í
janúar. Þar er Gunnar leikstjóri og
handritshöfundur og Óskar Þór
framleiðandi.
Að eltast við reyk
-Um hvað fjallar myndin?
Óskar: „Hún fjallar um náunga
'.Tm hættir að reykja og erfíðleik-
ana bundna því. Hann tekur þessa
ákvörðun einn dag, en áreitið í um-
hverfínu angrar hann mikið. Hann
stenst þetta varla í hálftíma, og þá
hefst eltingarleikur hans við það að
fá sér að reykja."
- Hvernig vannstu handritið, Gunn-
ar?
Gunnar: „Þegar ég skrifaði hand-
ritið reykti ég pakka á dag. Að því
loknu fannst mér vanta einhvern
brodd í það og ákvað að hætta að
'röykja. Eftir það bættust mörg
smáatriði við sem gera myndina
fjöllunarefni íslenskrar stuttmyndar sem
frumsýnd verður í janúar. Hildur Lofts-
dóttir hitti mennina á bakvið myndina og
fræddist nánar um verkefnið.
skemmtilega. Þau sýna tauga-
veiklunina sem ég varð var við eftir
að ég hætti. Ég sóttist sérstaklega
eftir því að fara á kaffihús með fé-
lögunum til að líða eins og aðalsögu-
hetjunni. Mörg atriði í myndinni
eru því sönn.“
Óskar: „Þetta er reykingamaður
sem er með alla ósiðina eins og
sóðaskap og fleira. Tóbaksvarnar-
nefnd var fús að styrkja okkur því
þetta er algjörlega um ógeðið í
reykingum."
Grá mynd
- Var erfitt að fá Hilmi Snæ til að
taka að sér aðalhlutverkið?
Óskar: „Nei honum fannst hand-
ritið svo fyndið að hann kom hlaup-
andi. Það má líka alveg segja frá því
að Hilmir ber myndina uppi. Hann
er eini aðalleikarinn, og svo eru
bara aukaleikarar. Myndin stend-
ur og fellur með honum.“
Gunnar: „Hann var alveg frá-
bær. Sum atriði gat ég ekki ímynd-
að mér hvemig kæmu út þegar ég
skrifaði þau, en þau voru fullkomn-
uð af Hilmi.“
- Hvemig stm eryfir myndinni?
GUNNAR segir
Hilmari til og Víðir
gerir augnablikið ódauðlegt.
Kynning á
GIVENCHY
haust- og vetrarlínunni
1997-1998
Óskar: „Hún er í lit en er öll
frekar grá, og umhverfið skítugt
og endurspeglar þannig hversu
djúpt sokkinn reykingamaður hann
er.“
Gunnar: „Stemmningin er frekar
taugastrekkjandi. Ekki þannig að
myndin sé spennandi hasarmynd
heldur eru atriði sem taka á taug-
arnar, því það er alltaf eitthvað að
pirra náungann. Allt frá samvisk-
unni til óheppninnar."
Óskar: „Myndin er tekin á Super
16mm fílmu eins og flestar kvik-
myndir í dag. Það var rosalega
gaman, en um leið er þetta mikið
fyrirtæki."
Gunnar: „Þegar maður var að
gera stuttmyndir á myndband, þá
lét maður bara vélina rúlla og stökk
svo fram fyrir myndavélina. Það var
helst að maður fengi einhvern til að
passa vélina svo henni yi’ði ekki
stolið meðan maður var að leika!“
Alþjóðleg stuttmynd
-Hvað með hljóðrásina?
Óskar: „Myndin er tallaus en alls
ekki hljóðlaus. Það er mikið af
hljóðum og eitthvað af tónlist í
henni. Þannig verður hún alþjóðleg,
sem var bæði markaðsleg ákvörðun
og viss listræn áskorun.“
Gunnar: „Það er oft að þessar
myndir eru hálfgerð útvarpsleikrit.
Maður þarf ekki að tala svona mik-
ið. Það voru sendar þrjár myndir
eftir mig á Norræna stuttmyndahá-
tíð. Ég sendi samtölin með á blaði
en síðan voru myndirnar sýndar á
íslensku án texta og enginn skildi
neitt. Það er nú eiginlega skemmti-
legra að sýna fólki mynd sem það
skilur."
-Er þessi mynd upphafíð að miklu
kvikmyndasamstarfí ykkar á mUli?
Óskar: „Já, en þótt við séum með
fleiri verkefni á prjónunum þá er
mesta púðrið búið að fara í þessa
mynd undanfarið. En þetta er hefur
verið mikill lærdómur fyrir okkur.
Við höfum notað krana og tekið upp
áhættuatriði, þannig að núna erum
við mjög vel undirbúnir fyrir kom-
andi verkefni."
Bára Björnsdóttir,
snyrtifræðingur,
kynnir og
leiðbeinir
Djúpt
sokkínn
Allt ógeðið sem fylgir reykingum er um-