Morgunblaðið - 13.11.1997, Qupperneq 72
<Q>
AS/400 er...
...mest selda
fjölnotenda
vidskiptatölvan í dag
<33> NÝHERJI sxa
Fyrstir rneö
HP Vectra PC
HEWLETT
PACKARD
Sjáðu meira á www.hp.is
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 6691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Ákærður fyrir ólöglegar veiðar
^Segir landbrot
hafa fært land-
helgismörkin
DÓMSMÁL, þar sem deilt er um
hvar íslensku landhelgismörkin
liggja, er nú rekið fyrir
Héraðsdómi Suðurlands. Skip-
stjóri, sem ákærður er fyrir
ólögmætar veiðar, ber fyrir sig að
vegna landbrots hafí landhelgin
^‘rarst innar en sjókort sýna og því
hafí hann verið réttu en ekki röngu
megin við veiðamar.
Báturinn Sigurfari GK var tek-
inn við veiðar á Kötlugrunni í sum-
ar og færður til hafnar. Sýslu-
maðurinn í Vestmannaeyjum hefur
höfðað opinbert mál á hendur skip-
stjóranum vegna þess. Málið var
flutt og dómtekið í Héraðsdómi
Suðurlands í fyrradag.
Georg Lárusson, sýslumaður í
^Vestmannaeyjum, sagði við Morg-
- ^mhblaðið að skipstjórinn hefði kraf-
ist sýknu á þeim forsendum að
mikið landbrot hafi raskað land-
helgismörkunum frá því að sjókort
voru gerð. Staðurinn þar sem hann
var að veiðum sé utan þriggja
mílna landhelgi eða á línunni,
miðað við skekkjumörk staðsetn-
ingartækja.
Landhelgislínan á að miðast við
þrjár mflur frá fjöruborði og sagði
sýslumaður að ítarlegar mælingar
hefðu verið gerðar af hálfu Land-
helgisgæslu og Sjómælinga ríkisins
og hefðu gögn um þær verið lagðar
fram í réttinum af hálfu
ákæruvaldsins.
Sjókortið sem aðgerðir Land-
helgisgæslunnar byggðust á er frá
1980 en var leiðrétt árið 1995.
Dóms er að vænta í málinu á
næstu vikum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jólasveinarnir fijótir á sér
JAFNVEL þó að enn séu sex vikur til jóla eru
útstillingar í verslanagluggum víða farnar að
minna á jólahátíðina. Suinum þykir nóg um hversu
snemma er af stað farið og virðist sem vinsamleg
tilmæli kirkjunnar þjóna á undanförnum árum um
að fara sér hægt í þessum efnum liafi ekki náð
eyrum verslunarmanna. I versluninni Blómavali
vann Margrét Ingólfsdóttir í gær að uppsetningu
Jólalands þar sem gefur að líta íjölda
hvítskeggjaðra og rauðklæddra jólasveina.
Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli krefst lækkunar á verði heita vatnsins
Bandarísk stjórnvöld þrýsta
á um lægri kyndingarkostnað
VARNÆLIÐIÐ á Keflavíkurflugvelli hefur
krafizt endurskoðunar á verði heita vatnsins, sem
það kaupir af Hitaveitu Suðurnesja. Samkvæmt
„ .h.eimildum Morgunblaðsins telja bandarísk
stjórnvöld óeðlilegt að varnarliðið greiði hátt í
tvöfalt hærra verð fyrir heita vatnið en sveitar-
félögin á Suðurnesjum. Júlíus Jónsson, forstjóri
Hitaveitunnar, segir að ekki komi til greina að
varnarliðið fái vatnið á sama verði og aðrir.
Varnarliðið stendur undir hartnær helmingi
tekna Hitaveitu Suðurnesja, sem í fyrra voru 1,8
milljarðar króna. Samkvæmt samningi um vatns-
kaupin, sem síðast var breytt árið 1992, geta aðil-
ar krafizt endurskoðunar á vatnsverðinu á fimm
ára fresti. Bandaríkjamenn hafa tilkynnt Hita-
veitunni að farið verði fram á endurskoðun á
verðinu og hefur varnarliðið sent Hitaveitunni
spurningar um forsendur verðsins, sem Hitaveit-
an hefur nú svarað. Viðræður eru áformaðar á
næstunni.
Undanfarin ár hafa íslenzk og bandarísk
^^s^órnvöld í sameiningu leitað leiða til að lækka
kostnað við rekstur varnarstöðvarinnar á Kefla-
víkurflugvelli. I því skyni hefur meðal annars
verið starfandi svokölluð kostnaðarlækkunar-
nefnd hátt settra embættismanna beggja ríkja.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa full-
trúar Bandaríkjanna í nefndinni bent á kynding-
arkostnaðinn sem einn þeirra liða, þar sem ná
megi fram verulegum sparnaði og að það sé í
hæsta máta óeðlilegt að varnarliðið greiði miklu
hærra verð fyrir heitt vatn en sveitarfélögin í
kring.
Leitað fulltingis utanríkis-
ráðuneytisins ef ekki semst
Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins
hyggst varnarliðið láta á það reyna í samningum
við Hitaveituna hvort veruleg verðlækkun næst
fram. Takist það ekki, verður leitað fulltingis ut-
anríkisráðuneytisins. Bandarísk stjórnvöld eru
reiðubúin að beita talsverðum þrýstingi í málinu.
Júlíus Jónsson vill ekki gefa upp hver sé ná-
kvæmlega munurinn á verði vatns til varn-
arliðsins og almennrí gjaldski-á Hitaveitunnar.
Hann segir að í samningnum við varnarliðið sé
gert ráð fyrir að verðið miðist við raunkostnað
Hitaveitunnar af þjónustunni. „Þeir vita vel að
það kemur ekki til greina að þeir fái sama verð og
aðrir,“ segir Júlíus.
Ótraustur viðskiptavinur
Aðspurður um rökin fyrir því að varnarliðið
greiði hærra verð nefnir Júlíus að það fái heitara
vatn en aðrir, og að sveitarfélögin á Suðurnesjum
séu eigendur jarðhitaauðlindarinnar og greiði
ekki fyrir afnot af henni með sama hætti og varn-
arliðið.
„Síðan höfum við sagt þeim að þeir séu óviss og
ótraustur viðskiptavinur. Við vitum ekki hvað við
höfum þá lengi til að borga niður þær nauðsyn-
legu fjárfestingar, sem við þurfum að ráðast í, en
við reiknum með að fólkið verði hér áfram,“ segir
Júlíus. ,Á þessu ári hefur varnarliðið dregið úr
notkun sem nemur allri vatnsnotkun í Garðinum,
svo dæmi sé tekið.“
Endurskoðun-
armiðstöðin
og Hagvangur
sameinast
ENDURSKOÐUNARMIÐSTÖÐIN
Coopers og Lybrand ehf. og Hag-
vangur hf. munu sameinast um
áramótin og mynda alhliða þjónustu-
fyiirtæki fyrir viðskiptalífið. Kveikj-
an að sameiningunni er nýleg
ákvörðun um samruna helstu sam-
starfsaðila þeiira erlendis, fjöl-
þjóðafyrirtækjanna Coopers og Ly-
brand og Price Waterhouse.
Endurskoðunarmiðstöðin Coopers
og Lybrand sinnir endurskoðun,
reikningsskilum og skattamálum en
Hagvangur rekstrar- og markaðs-
ráðgjöf og starfsmanna- og ráðning-
arþjónustu. Forráðamenn fyrir-
tækjanna segja að búast megi við því
að starfsmönnum fjölgi í kjölfar sam-
einingarinnar.
Ársvelta Coopers og Lybrand ehf.
er um 220 milljónir króna en velta
Hagvangs um 100 milljónir. Sameig-
inleg velta fyrirtækjanna verður því
um 320 milljónir.
■ Samruni erlendis/B4
Beitir hef-
ur veitt
52.000 tonn
LOÐNUSKIPIÐ Beitir NK 123
hefur nú aflað rúmlega 52.000
tonna á þessu ári og mun það
vera mesti afli hjá einu skipi í ár.
Mesti afli skips á einu ári er um
55.000 tonn og því ljóst að
„íslandsmetið“ gæti fallið glæðist
aflinn.
Það er Síldarvinnslan í
Neskaupstað sem gerir Beiti út
en skipstjórar eru Sigurjón
Valdimarsson og Sigurbergur
Hauksson. Beitir er um 756
brúttólestir að stærð, smíðaður I
Þýzkalandi.
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
ÁHÖFN Beitis við komuna til Neskaupstaðar í vikunni.
Kjaraviðræðum lækna og ríkisins
frestað til þriðjudags
Báðir aðilar meta
ýmsar hugmyndir
SAMNINGANEFNDIR sjúkra-
hússlækna og ríkisins sátu á fundi
daglangt í gær hjá ríkissáttasemj-
ara og var laust eftir kvöldmat
ákveðið að fresta viðræðum til
næstkomandi þriðjudags.
Þórir Einarsson ríkissáttasemj-
ari sagði að báðir aðilar hefðu
ýmislegt að skoða til næsta fundar
sem verður næstkomandi
þriðjudag.
Deiluaðilar hafa fundað nokkuð
stíft að undanfómu og segir sátta-
semjari að fullur hugur sé í mönn-
um að ná saman. Hugmyndir hafa
gengið milli samninganefndanna á
síðustu fundum og eru til skoðunar
vinnutímafyrirkomulag, launaliðir
og fleira. Meðal þess sem ná þarf
samkomulagi um er ný skipan á
vinnutíma lækna, sérstaklega á
löngum vöktum unglækna.