Morgunblaðið - 15.11.1997, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 15.' NÓVEMBER 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Riða rannsökuð á
Keldum fyrir fé frá ESB
Morgunblaðið/Ami Sæberg
HÓPURINN sem tengist fjölþjóðaverkefninu á Keldum. Frá hægri: dr.
Stefanía Þorgeirsdóttir sameindaerfðafræðingur, dr. Ástríður Pálsdótt-
ir, sameindaerfðafræðingur og verkefnisstjóri, dr. Guðmundur Georgs-
son, forstöðumaður á Keldum, kemur að verkefninu sem sérfræðingur í
meinafræði. Sigurður Sigurðarson dýraiæknir og og Birkir Þór Braga-
son, líffræðingur í meistaranámi. Að auki vinnur Steinunn Ámadóttur
meinatæknir að verkefninu.
UM ÁRAMÓT hefjast á tilraunastöð
Háskóla íslands í meinafræði á
Keldum rannsóknir sem eru liður í
fjölþjóðlegu rannsóknarverkefni sem
hlotið hefur 112 milljóna króna styrk
frá Evrópusambandinu.
Auk íslands verður verkefnið unn-
ið í Bretlandi, Hollandi, Þýskalandi,
Irlandi, Frakklandi, Grikklandi,
Noregi, Kýpur og Spáni.
Dr. Ástríður Pálsdóttir, sameinda-
erfðafræðingur á Keldum, er verk-
efnisstjóri rannsóknanna hér á landi.
Hún segir að sérstaða íslands varð-
andi riðurannsóknir felist í góðri far-
aldsfræði og skráningu en sjúkdóm-
urinn hefur verið rannsakaður hér-
lendis í um 50 ár. Með vamaraðgerð-
um hefur tekist að halda nokkrum
svæðum landsins smitfríum en víðast
hvar í Evrópu er riða landlæg, að
sögn Ástríðar og útilokað talið að
losna við sjúkdóminn. Hún segir að
hræðsla Evrópubúa við að kúariða
berist í sauðfé og þaðan í menn valdi
auknum áhuga á riðu í fé þótt Ástríð-
ur segi ekkert benda til að riða hafí
borist úr fé í menn.
Styrkur ESB er veittur til þriggja
ára og á því tímabili ‘ renna um 9
m.kr. til rannsókna Ástríðar og sam-
starfsmanna hennar á Keldum. Að
auki er greiddur kostnaður varðandi
ferðir, fundi og söfnun og sendingu
sýna sem rannsóknimar krefjast af
sérstöku samstarfsverkefni sem
einnig er styrkt af ESB.
Þijár arfgerðir í íslensku fé
Ástríður segir að á síðustu árum
hafi komið í Jjós að arfgerð sauðfjár í
einu geni, príon geni, skipti miklu
máli hvað varðar næmi gegn smiti. í
rúm 2 ár hefur hún ásamt dr. Stefan-
íu Þorgeirsdóttur sameindaerfða-
fræðingi stundað rannsóknir á Keld-
um sem sýna að þrjár arfgerðir prí-
on gensins koma fyrir í íslensku
sauðfé og er ein þeirra greinileg
áhættuarfgerð fyrir smit. Ein arf-
gerðin kemur hins vegar ekki fyrir í
riðufé. Þær niðurstöður eru tölfræði-
lega marktækar og er þessi arfgerð
skilgreind sem vemdandi arfgerð.
Einn þáttur rannsóknanna sem
fjölþjóðaverkefnið beinist að er að
kanna heilavef þessarar verndandi
arfgerðar til að leiða í ljós hvort hún
kunni að vera einkennalaus smitberi,
sem ber í sér smit og smitar annað fé
en veikist ekki sjálf.
í heild munu rannsóknimar lúta
að því að skilgreina príon arfgerðir
sauðfjárkyna í Evrópulöndunum, og
skilgreiningu arfgerða með tilliti til
riðusmits. Einnig verður unnið að
bættum greiningaraðferðum í vefj-
um dýra og borið saman riðusmitefni
í ýmsum löndum með tilraunum í
músum. Slíkar tilraunir með smitefni
úr íslensku fé munu fara fram er-
lendis því ekki hefði verið unnt að
vinna þær hérlendis vegna skorts á
smádýraaðstöðu, segir Astríður.
Við þá allsherjai- úttekt sem gerð
verður á arfgerðum sauðfjárins hér-
lendis verður stuðst við þrenns kon-
ar viðmiðunarhópa; í fyrsta lagi fé
frá riðulausum svæðum, í öðru lagi
fé frá riðulausum bæjum innan riðu-
svæða og loks heilbrigt fé úr stofni
þar sem riða hefur komið upp.
Eldri rannsóknir
lykill að verkefninu
Ástríður segir að einn þáttur í
verkefninu sé að bera saman aðferð-
ir og niðurstöður frá einu landi til
annars, staðla þær og reyna um leið
að þróa fljótlegri aðferðir við að
greina arfgerðirnar. Hún segir að
þæt rannsóknir sem stundaðar hafa
verið á Keldum undanfarin ár séu að
nokkru leyti hliðstæðar þeim sem
rannsóknaverkefnið tengist. Ljóst sé
að fyrri rannsóknirnar hafi verið lyk-
illinn að þátttöku Keldna í þessu fjöl-
þjóðlega verkefnfi.
íslendingar bera enn umtalsverð-
an kostnað vegna riðu í sauðfé eða
80-100 milljónir króna á ári, að sögn
Ástríðar. Eftir að mæðuveiki og
visnu hefur verið útrýmt hérlendis
og riða er nú eini smitsjúkdómurinn
sem herjar á sauðfé hér á landi.
Hagnýta möguleika fjölþjóðaverk-
efnisins fyrir sauðJQárrækt hér á
landi segir hún felast í þeim mögu-
leika að nota kynbætur til að fækka
fé með áhættuarfgerðir en fjölga þvi
fé sem hefur vemdandi arfgerð gegn
riðu.
Varadómar-
ar EFTA
dómstólsins
sverja
embættiseið
EFTIR að reglulegum dómurum
EFTA dómstólsins var fækkað úr
fimm í þrjá á árinu 1995 hafa vara-
dómarar verið skipaðir til að taka
sæti reglulegs dómara í forfóllum
eða ef dómari víkur sæti.
Varadómarar frá íslandi, Li-
echtenstein og Noregi hafa nú ver-
ið skipaðir og sóru embættiseið á
dómþingi dómstólsins þriðjudaginn
11. nóvember 1997.
Varadómararnir eru: Stefán Már
Stefánsson, prófessor, og Davíð
Þór Björgvinsson, prófessor, til-
nefndir af hálfu íslands, Erling
Selvig, prófessor, og Bjorg Ven,
lögmaður, tilnefnd af hálfu Noregs,
og Marzell Beck, lögmaður, og
Martin Ospelt, lögmaður, tilefndir
af hálfu Liechtenstein.
Ungmennahreyfíngar Rauða krossins
Morgunblaðið/Kristinn
FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var fyrstur til að rita nafn sitt á heimasíðu mannúðarkeðju
ungmennahreyfinga Rauða krossins sem fer frá íslandi til 14 annarra landa.
Akureyri þrisuar
sinnumádag
Vestmannaeyjar, Siglufjöröur,
Vesturbyggð, Isafjörður,
Sauðárkrókur & Egílsstaðir.
ISLANDSFLUG
Bókanir: 570 8090
gerir fleirum fært ad fljúga
Mynda mannúðar-
keðju í 15 löndum
MYNDUN á mannúðarkeðju ung-
mennahreyfinga Rauða kross fé-
laga f 15 löndum f öllum heimsáif-
um hófst klukkan 16 í gær í Kringl-
unni. Forseti íslands, herra Ólafur
Ragnar Grfmsson, varð fyrstur til
að gerast hlekkur í mannúðarkeðj-
unni við athöfn í gær.
Ungmennahreyfing Rauða kross-
ins Islands átti frumkvæði að þvf að
mynda keðjuna og fer myndun
hennar fram með þeim hætti að
bókrolla hefur för sína frá Islandi
til Kanada og sfðan til 13 annarra
landa áður en hún kemur aftur til
ísiands í mars 1999. Félögin rita
einkunnarorð Rauða krossins um
bræðralag á bókrolluna, hvert á
sínu tungumáli, og er tilgangur
verkefhisins að undirstrika einingu
Rauða kross hreyfingarinnar og
sameiginlega bræðralagshugsjón
122 milljóna félagsmanna hennar í
171 landi. _
Forseti íslands skráði nafn sitt í
sérstaka heimasíðu sem verður
starfrækt meðan á ferð bókrollunn-
ar stendur. Gestum Kringlunnar
gefst sfðan tækifæri til að skrá þar
nöfn sfn f dag og taka þannig þátt f
mannúðarkeðjunni. Slóð heimasfð-
unnar er www.xnet.is/rcchain.
Cargolux kvartar til
Samkeppnisstofnunar
Eldsneytis-
gjald verði
fellt niður
SAMKEPPNISSTOFNUN hefur til
umfjöllunar kvörtun frá Cargolux
vegna þess að félagið þarf að greiða
eldsneytisgjald hér á landi á leiðinni
milli Islands og Bandaríkjanna, en
bandarísk flugfélög sem fljúga á
þessari leið þurfa þess ekki og held-
ur ekki Flugleiðir þar sem félagið
flytur sjálft inn það eldsneyti sem
það notar og fær því gjaldið fellt nið-
ur. Er þetta í samræmi við ákvæði
milliríkjasamnings milli Bandaríkj-
anna og Islands.
Að sögn Elíasar Skúla Skúlasonar,
framkvæmdastjóra Cargolux á ís-
landi, telur félagið að öll þau flugfé-
lög sem fljúga frá Evrópska efna-
hagssvæðinu til Bandan'kjanna eigi
að vera undanþegin eldsneytisskatt-
inum hér á landi og Cargolux eigi því
að njóta sömu réttinda.
„Það er ekki réttlæti í því að vera
að innheimta þetta af öðrum aðilan-
um en ekki hinum,“ sagði Elías Skúli
í samtali við Morgunblaðið.
Hann sagði að auk spamaðar sem
af því myndi leiða fyrir Cargolux þá
myndi félagið kaupa meira eldsneyti
hér á landi ef eldsneytisgjaldið væri
ekki fyrir hendi.
„Það er ekki svo mikill munur á.
eldsneytisverðinu hér á landi og í
Lúxemborg, en með því að kaupa
eldsneyti hér væri hægt að auka
fraktina í flugvélunum og gera flugið
hagkvæmara. Að öllu samanlögðu
eni þetta því töluverðar upphæðir
sem um er að ræða,“ sagði Elías
Skúli.
Mál þetta heyrir undir samgöngu-
ráðuneytið og að sögn Guðmundar
Sigurðssonar, forstöðumanns sam-
keppnissviðs Samkeppnisstofnunar,
barst stofnuninni nýlega greinargerð
um málið frá ráðuneytinu. Hann
sagði að ekki væri að fullu ljóst hvort
stofnunin hefði valdheimild til að
taka á málinu þar sem það tengdist
milliríkjasamningi, en það myndi
væntanlega skýrast á næstunni.
----------------------
Heilbrigðis- og
tryggingaráðuneytið
Fram úr áætl-
unum alla
mánuði ársins
HEILBRIGÐIS- og tryggingamála-
ráðuneytið fór fram úr fjárlagaáætl-
unum alla fyrstu níu mánuði þessa
árs að því er fram kemur í nýút-
kominni skýrslu Ríkisendurskoðunar
um framkvæmd fjárlaga á tímabilinu
janúar til september 1997. í lok sept-
ember var ráðuneytið rúmum 984
milljónum kr. yfir áætlunum eða sem
nemur 2,5%.
Fjárheimild ráðuneytisins á árinu
nemur 52,8 milljörðum og af þeirri
fjáhæð höfðu 40,2 milljarðar verið
greiddir í lok september eða 76,2%.
Umframgreiðslur ráðuneytisins áttu
sér aðallega stað í almannatrygg-
ingakerfinu. Voru greiðslur vegna
sjúkra-, lífeyris- og slysatrygginga
um 969 millj. kr. meiri en áætlun
sagði til um.
Útgjöld heilbrigðisráðuneytisins
jukust um rúman 2,1 milljarð kr. á
fyrstu níu mánuðum þessa árs miðað
við sama tímabil í fyrra eða um 5,5%.
„Greiðslur vegna lífeyris-, sjúkra-
og slysatrygginga jukust alls um
tæpar 300 milijónir króna. Þá jukust
greiðslur vegna sjúkrahúsa um tæpa
1,2 milljarða króna, en þar af voru
um 483 milljónir króna vegna Ríkis-
spítala, um 409 milljónir króna vegna
Sjúkrahúss Reykjavíkur og 114 millj-
ónir vegna Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri. Að lokum jukust tilfærslur
til Framkvæmdasjóðs aldraðra um
208 milljónir króna og greiðslur
heilsugæslustöðva voru um 165 millj-
ónum króna hærri en á fyrstu níu
mánuðum ársins 1996,“ segir í
skýrslu Ríkisendurskoðunar.