Morgunblaðið - 15.11.1997, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Matvælasendingar til útlanda fyrir jólín
Bannað að senda hangi-
kjöt til ESB-landa
OMUklO
ERþetta nú öll ESB.himnasælan, Dóri minn. Litlu elskulegu KEA jólahangikjöts-
lærunum úthýst eins og hverju öðru kúariðudrasli???
Slæm móttökuskilyrði sjónvarps og útvarps á Suðurnesjum
Engin áform um aðgerðir
af hálfu Ríkisútvarpsins
í SVARI Bjöms Bjarnasonar
menntamálaráðherra við fyrirspurn
Sigríðar Jóhannesdóttur, þing-
manns Alþýðubandalags og óháðra
í Reykjaneskjördæmi, um aðgerðir
vegna slæmra móttökuskilyrða
sjónvarps og útvarps á Suðurnesj-
um, kemur fram að ekki séu uppi
sérstök áform í því efni af hálfu
Ríkisútvarpsins.
Sigríður sagði í fyrirspurn sinni
að víða á svæðinu væru svokallaðir
dauðir blettir, þar sem styrkur sjón-
varps- og útvarpsmerkja væri í eða
undir lágmarki, og vitnaði hún í því
sambandi til mælinga sem stjóm
Sambands sveitarfélaga á Suður-
nesjum lét gera dagana 16. og 17.
október sl. Þá kom einnig í ljós að
truflanir em frá aðflugsradar inn á
örbylgjurásir í nágrenni Keflavíkur-
flugvallar.
Ráðuneytið blandar sér ekki í
tæknileg mál Ríkisútvarpsins
Menntamálaráðherra svaraði því
til að ráðuneytið blandaði sér ekki
í tæknileg málefni á vegum Ríkisút-
varpsins, heldur léti Ríkisútvarpið
sjálft um að taka ákvarðanir á þessu
sviði, enda væri það í bestum sam-
skiptum við viðskiptavini sína og
ætti að fylgjast með því hvernig
það þjónaði hagsmunum þeirra.
í svari ráðherrans, sem var byggt
á upplýsingum frá Ríkisútvarpinu,
kom fram að sérstök tímasett áform
um aðgerðir vegna móttökuskilyrða
útvarps og sjónvarps á Suðurnesj-
um væru ekki uppi af þess hálfu.
„Viðmiðunarreglur um sjón-
varpsdreifingu tilgreina ákveðið
lágmark fyrir meðalsviðsstyrk út-
sendingar í tíu metra hæð yfir jörð.
Náist þessi styrkur í tíu metra hæð
í 50% tilvika er talið að dreifing sé
viðunandi til þeirrar byggðar sem
á svæðinu er, sem þýðir að einhver
breytileiki í styrk getur verið fyrir
hendi. Síðan fer það eftir mann-
virkjum hvernig sendingar skila sér
á einstaka staði. íbúar verða síðan
með hliðsjón af þessum breytileika
að koma sér upp mismiklum loft-
netsbúnaði til að ná viðunandi send-
ingum eftir aðstæðum á hveijum
stað,“ sagði ráðherrann.
Þá vísaði hann til fyrirliggjandi
mælinga Pósts og síma og nýlegra
mælinga á vegum Sambands sveit-
arfélaga á Suðumesjum og sagði
að þrátt fyrir ólíkar mæliaðferðir
mætti almennt draga svipaðar nið-
urstöður af maílingunum. Þannig
væri viðtökustyrkur sjónvarpsins á
Suðumesjum um viðmiðunarmörk
þar sem hann væri lakastur en ann-
ars staðar yfír viðmiðunarmörkum.
Bókabúð á netinu
— .— - ^J
vmsm fJ! ' málrmenning
» ' * ; ....boh
ct
ÍlS'l • Jisr JM |lbmm
fhttp;//www.mm.is
Aiiar bækur
sem fáanlegar
eru í verslunum
Máls og menningar,
yfir 40.000 titlar.
Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Siml 510 2500
Fréttarás
BBC næst
ekkihér
FRÉTTARÁS BBC, sem hóf út-
sendingar um síðustu helgi, næst
ekki hér á landi, samkvæmt upp-
lýsingum frá Pósti og síma hf.
Rásin er nánast einvörðungu á
kapalkerfi og ná um þijár milljónir
áhorfenda útsendingum hennar í
Bretlandi.
Á nóttunni, milli kl. 2 og 6, er
fréttarásin samofin að hluta til við
útsendingar BBC 1. Sú rás næst
heldur ekki hérlendis í gegnum
gervihnött en útsendingar BBC
World nást. BBC World notar hins
vegar efni frá BBC 1 og BBC 2
og þannig gætu íslenskir áhorfend-
ur séð hina nýju fréttarás.
Samtök psoriasis og exemsjúklinga 25 ára
Mörg þúsund
íslendingar
með psoriasis
Margrét Ingólfsdóttir
SAMTÖKUM psoriasis
og exemsjúklinga hér
á landi eru kringum
1.500 félagar en samtökin
eru 25 ára í dag.
Afmælisins verður minnst
í dag með opnum fræðslu-
fundi , afmælishófi og nor-
rænum stjórnarfundi. Á
morgun verður landsfund-
ur.
Félagið var á sínum tíma
stofnað í kjölfar blaðaskrifa
og á stofnfundinn mættu
um 400 manns. Félagið
beitti sér fyrir lækkun lyfja-
kostnaðar og voru lyf sjúkl-
ingum að kostnaðarlausu
um nokkurra ára skeið.
Margrét Ingólfsdóttir er
formaður Félags psoriasis
og exemsjúklinga.
„Psoriasis sjúklingar eru
miklu ijölmennari í félag-
inu en þeir sem eru með exem eða
um 1.300 psoriasis sjúklingar en
um 200 eru með exem eða styrkt-
arfélagar," segir Margrét.
- Eru svona miklu fleiri með
psoriasis en exem?
„Talið er að á íslandi séu milli
6.000 og 7.000 manns með psor-
iasis. Þó heyrast tölur upp í 6% á
norðurhveli sem þýðir 15.000
manns á íslandi. Engar tölur eru
til um fjölda exemtilfella. Til eru
margar tegundir og stór hópur
hefur exem tímabundið. Exem er
sjúkdómur sem kemur og fer og
stafar oftar en ekki af utanaðkom-
andi aðstæðum. Hann kemur m.a.
til vegna ofnæmis."
- Hversvegna fær fólk psorias-
is?
►Margrét Ingólfsdóttir er
fædd á Akureyri árið 1956. Hún
bjó í Noregi um skeið og vann
hjá Kaupfélaginu á Akureyri
við gluggaútstillingar. Margfrét
lærði gluggaútstillingar i Dan-
mörku og lauk því námi árið
1981.
Hún lærði einnig grafíska
hönnun við Myndlista- og hand-
íðaskólann og útskrifaðist það-
an 1990. Hún hefur unnið sjálf-
stætt frá árinu 1985 við útstill-
ingar og hönnun sýningarbása.
Margrét er nú í föstu starfi þjá
Móður jörð þar sem hún hannar
og framleiðir handgerð kort og
gjafavöru. Margrét er í sambúð
með Friðbirni Georgssyni og á
2 börn.
„Líklegt er að um gölluð gen
sé að ræða.“ Margrét segir að
sjúkdómurinn sé arfgengur en
ekki sé hægt að tala um reglulegt
arfgengi. „Merkar erfðarannsókn-
ir eru í gangi, m.a. hér á landi
undir stjórn prófessors Helga
Valdimarssonar."
- Eru einkenni psoriasis mis-
munandi?
„Já, mjög. Sumir eru mjög
slæmir og geta verið frá vinnu
mánuðum saman. Við fáum bletti
á húðina þar sem húðin endurnýj-
ast svo hratt að við losnum ekki
við gamla skinnið á eðlilegan hátt.
Þessu fylgir hreistrun, bólgur,
kláði og margir fá liðagigt. Þetta
er svo allt frá nokkrum blettum,
oft á olnbogum og í hársverði og
upp í að allur líkaminn verður
undirlagður og þá jafnt neglur,
eyru, augu, iljar, lófar og kyn-
færi. Það er ekki alltaf gaman að
vera með psoriasis þó
við endurnýjumst hrað-
ar en annað fólk.
- Hver er besta
lækningin við psorias-
is?
„Sólin er tvímæla-
laust besta meðalið. Félagið okkar
fékk það í gegn fyrir nokkrum
árum að fjörutíu félagsmenn
fengu að fara í þriggja vikna ferð
á meðferðarstöð í sólarlöndum til
að fá bót meina sinna.
Því miður er búið að leggja
þessar ferðir af og stjórn félagsins
er að berjast fyrir því að fá ferðirn-
ar til baka enda teljum við að
ekki sé til lagaheimild til að af-
nema þessa meðferð."
- Hverskonar meðferð fá psor-
iasis sjúklingar?
„Lyfjameðferð er í formi stera-
áburða og tjörumeðferðar. Mjög
slæm tilfelli eru meðhöndluð með
inntöku á lyfjum og ljósum
(puva).“
Margrét segir að félagið eigi
húsnæði í Bolholti 6 í Reykjavík.
„Þar er rekin skrifstofa og göngu-
deild fyrir ljósameðferð sem komið
var á fót vegna skorts á þjónustu.
Einnig er rekin göngudeild ríkis-
spítalanna í Þverholti og ljósaað-
staða er á St. Jósefsspítala. Legu-
deild er á Vífilsstöðum en félagið
hefur ekki fengið svör við því
hvort henni verði lokað nú í kjöl-
far breytinga á Vífilsstöðum.
Ljósalampar með UVB geislum
eru á 14 stöðum á landinu og
hefur félagið átt sinn þátt í upp-
byggingu með heimamönnum.
Bláa lónið rekur göngudeild með
ljósameðferð og böðun í Lóninu.
Þar er einnig vísir að sjúkrahóteli.
Þá hafa fimm læknar verið að
viðra hugmyndir um stofnun nýrr-
ar göngudeildar. Hefur sú hug-
mynd komið upp að
best væri að fagmenn-
irnir tækju yfir göngu-
deildarþjónustuna svo
við gætum snúið okkur
að félags- og fræðslu-
málum. Við þurfum að
leggja áherslu á að psoriasis sjúkl-
ingar hætti að fela blettina sína
og læri að fækka fötum í samfé-
lagi þar sem allir eiga að vera
brúnir, sléttir, mjóir og fallegir.“
- Hvað verður tekið fyrir á
þessum opna fræðslufundi í dag?
„Opni fræðslufundurinn sem
verður í dag á Grand Hóteli hefst
klukkan 14. Þar mun Helgi Valdi-
marsson, prófessor í ónæmis-
fræði, flytja erindi ásamt Þorsteini
Skúlasyni húðsjúkdómalækni,
Brynhildi Briem næringarfræðingi
og Kolbrúnu Björnsdóttur grasa-
lækni. Þá mun Hafliði Vilhelmsson
flytja pistil. Milli atriða verður
jógakynning og tónlistarflutning-
ur.
Psoriasis- og
exemsjúkling-
ar klæða ein-
kennin af sér