Morgunblaðið - 15.11.1997, Síða 26

Morgunblaðið - 15.11.1997, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1997 HmÍnHiAir Hreindýrið er konungur íslensku villi- bráðarflórunnar. Steingrimur Sigurgeirs- son ræddi við bandaríska kokkinn David Wallach á Hótel Borg um hreindýr, mat- seld og matarfjölskyldur. TÆRSTA villibráð sem fá- anleg er á íslandi er hreindýrið. Af auðskiljan- legum ástæðum er heilsteiking útilokuð og þótt vissulega sé hægt að elda stærri kjötstykki í ofni er bæði hentugast og oftar en ekki skynsamlegast að skera hreindýravöðvana niður í smærri steikur fyrir eldun. Það er til að mynda skoðun Davids Wallachs, matreiðslu- manns á Hótel Borg. Wallach er Bandaríkjamaður og hefur búið á íslandi frá því í byrj- un apríl á þessu ári. Undanfarna mánuði hefur hann starfað sem kokkur á Hótel Borg á kvöldin. Wallach er lærður kokkur frá virtasta skóla Bandaríkjanna á sviði matreiðslu, Culinary Institu- te of America í New York. Nám í CIA er stíft, tvö ár þar sem kokkað er frá sjö að morgni tii tíu á kvöldin og afrakstrinum getur almenningur kynnst í einhverjum þeirra fimm veitingastaða, sem reknir eru í tengslum við skólann. Að loknu námi hélt Wallach til Frakklands og starfaði um skeið á tveimur þriggja Michelin-stjömu veitingastöðum, Troisgros og L’E- spérance og einum tveggja stjör- nu stað, Apicius í París. Hann segir að vissulega hafi verið nokkur munur á starfshátt- um í Frakklandi og Bandaríkjun- um. „New York er staður þar sem hlutirnir ganga mjög hratt fyrir sig og New York-búar virðast alltaf vera að flýta sér. Það hefur þó hins vegar dregið nokkuð saman með þessum svæðum á síðustu árum. Frakk- arnir eru orðnir örari og New York-kokkarnir betri.“ IMbw YarW æsingur Hann segir það mjög einkenn- andi fyrir New York að mat- reiðslumenn þar sé æstir í að reyna alla hluti, alla strauma og stefnur. „Margir kokkar eiga það hins vegar til að villast á leiðinni. Að mínu mati eru það þeir sem halda sínu striki og einbeita sér að sjálfri eldamennskunni sem bjóða upp á besta matinn.“ Frá Frakklandi hélt Wallach til Bandaríkjanna og komst þar í samband við Tómas Tómasson veitingamann sem fékk hann til að koma til íslands vegna opnunar Ömmu Lú í byrjun áratugarins. Á íslandi starfaði hann í eitt og hálft ár. Islandsdvölin reyndist örlaga- rík því Wallach kynntist eiginkonu sinni hér og þótt að þau hafí flutt aftur til Bandaríkjanna og dvalið m.a. í Texas, Arizona, Kalifomíu og New York kom að því, segir Wallach, að gerð var krafa um að næst þegar þau myndu flytja yrði það til íslands. „Eftir nokkurra mánaða dvöl hér endaði ég á Hótel Borg hjá Emi Garðarssyni og ég held að það sé með skynsamlegri ákvörðunum sem ég hef tekið. Það ríkir gífurlegur metnaður meðal starfsmanna hér og það er mjög spennandi að starfa með þeim. Það er einn kokkur yfir eldhúsinu í hádeginu, þar sem boðið er upp á léttari mat, en ég er í liðinu sem sér um matinn á kvöldin.“ DAVID Wallach, Bandaríkjamaðurinn á Borgiuni. MorgunblaðiVÞorkell Hann segir íslenska matargerð hafa tekið miklum breytingum frá því að hann dvaldi hér síðast. Þá hafi verið að finna í Reykjavík nokkra trausta, góða staði en nú sé allt morandi í stöðum, sem séu að gera spenanndi hluti. Fjölbreytni í hráefnum hafi aukist til muna og kokkar farnir að nota hluti úr t.d. sjávarafla sem áður var hent. Á undanförnum vikum hefur villibráðin verið ríkjandi á Borg- inni en Wallach ólst upp í norður- hluta New York-ríkis, þar sem mikið er um veiði og fór út að skjóta með föður sínum. Hreindýr segir hann vera einhverja bestu villibráð, sem völ er á, og henti öll- um, vegna þess hve Kjötið er milt, ekki síst þeim sem óvanir eru hinu kröftuga bragði, sem getur verið af sumri villibráð. „Það er líka mikill kostur að hægt er að borða nær allt hreindýrið, þótt sjálfur sé ég hrifnastur af filé og steikum af læri.“ Wallach segist ekki vera mikið fyrir að nota mikið af berjum og öðru þess háttar við matreiðslu villibráðar, þar sem að þau yfir- gnæfi gjarnan villibráðarbragðið. „Maður má ekki valta yfir kjötið. Sjálfur hef ég gaman af að blanda saman ólíkum stílum, t.d. austur- lenskum og norður-evrópskum á sama disk. Það er líka tilvalið að bæta við eplacíder við lok eldunar og leyfa kjötinu að taka það bragð í sig.“ Einfaldar reglur Hann segir að vilji menn trygg- ja góða útkomu sé skynsamlegast að virða nokkur einföld grundvall- aratriði og þá ekki síst að vanda val hráefna. Nota ferskan pipar og helst sjávarsalt. Ekki nota vín 1 sósur, sem maður gæti ekki hugsað sér að drekka, velja gott bourbon í stað ódýrs og leyfa kjöt- inu að jafna sig í nokkrar mínútur áður en það er borið fram. Þá borgi sig að taka allt til, hráefni og verkfæri áður en hafist er handa. Hvað hreindýr varðar er að hans mati best að nota smærri steikur, 150-180 gramma, loka þeim með stuttri steikingu á pönnu og hita síðan kjötið í gegn í stuttan tíma í ofni eða með því að láta það hitna í sósunni. „Það á alls ekki að steikja kjötið í gegn, það er nóg að hita það í gegn. Hreindýrið er eitthvert mjúkasta og meyrasta kjöt frá náttúrunnar hendi, sem fáanlegt er. Það ætti að vera ólöglegt að breyta slíku hráefni í ólseiga steik. Það borgar sig líka að geyma allt gott kjöt í einhvern tíma áður en það er eldað. Ég myndi ekki hika við að láta hreindýrakjöt jafna sig í allt að fjórtán daga í kæli áður en það er eldað. Það á ekki síst við um villibráð að hún verður að fá að hanga, kjötið skemmist ekki, það verður bara betra, bragðmeira og meyrara." I matargerð Wallach spila epli gjaman töluverða rullu enda voru þau ræktuð á heimili hans í miklu magni þegar hann ólst upp. „Það var alltaf matur alls staðar í kringum mig í æsku. Mamma var kokkur og við fjölskyldan vorum stöðugt að elda í staðinn fyrir að glápa á sjónvarp. Við systkinin höfum líka öll endað í matartengd- um störfum. Það eru til tónlistar- fjölskyldur og íþróttafjölskyldur. Við vorum matarfjölskylda." Eirðarleysi ífótleggjum MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Að undanfömu hef ég fundið fyrir kláða á fótunum. Þetta byrjaði sem svona pirringur í skinninu á öðmm hælnum og færðist síðan fram með fætinum utanverðum. Svo fór ég að finna fyrir sams konar kláða ofan á rist- inni á hinum fætinum. Þetta lýsir sér eins og að litlir maurar séu að skríða á fótunum. Er hugsanlegt að þetta stafi af sveppum? Ef svo er þá er spumingin þessi: Af hver- ju koma svona sveppir og hvað er til ráða til að losna við þá? Svar: Eftir lýsingunni að dæma finnst mér ekki líklegt að hér sé um sveppasýkingu að ræða heldur sjúkdóm sem á ensku heitir „rest- less legs syndrome" og kalla mætti eirðarleysi í fótleggjum á íslensku. Áður hefur verið svarað spuming- um um þennan sjúkdóm á þessum síðum en full ástæða er til að end- urtaka þau skrif. Eirðarleysi í fótleggjum hefur stundum verið kallað „algengasti sjúkdómur sem þú hefur aldrei heyrt talað um“ og er þeirri ábendingu beint bæði til Fótkláði almennings og lækna. Þessum sjúkdómi var líklega lýst fyrst árið 1685 en honum voru gerð rækileg skil 1945 og þá fékk hann það nafn sem mest hefur verið notað síðan (restless legs). Þessi sjúkdómur getur hrjáð fólk á öllum aldri, hann er sjaldgæfur meðal bama en verður algengari eftir því sem fólk eldist og hann er yfirleitt langvar- andi. Yngra fólk fær oft hvfldir inni á milli, nokkrar vikur, mánuði eða jafnvel nokkur ár, en svo byrjar þetta oftast aftur. Þegar fólk eldist fækkar þessum hvíldum hjá flestum og þær styttast. Sjúkdómurinn hrjáir jafnt konur sem karla og talið er að 2-5% fólks fái hann. í sumum tilfellum finnst skýring og getur eirðarleysi í fótleggjum fylgt jám- skortsblóðleysi (lagast með járn- gjöf), skorti á B12-vítamíni eða fólínsýru (lagast við gjöf þessara vítamína), meðgöngu (lagast eftfr fæðingu), sykursýki og nýmabilun. Einnig getur eirðarleysi í fótleggj- um fylgt drykkjusýki, Parkinsons sjúkdómi og jafnvel fleiri sjúkdó- mum í miðtaugakerfi. Algengast er að ekki finnist skýring á sjúkdómn- um og það form hans er talið ætt- gengt. Nánast ekkert er vitað um orsakir sjúkdómsins í þessum til- vikum og deila menn t.d. um hvort orsakir hans sé að finna í miðtaugakerfinu, úttaugakei’finu eða annars staðar. Algengar lýsingar á óþægindunum eru á þann veg að þau byrji 5-30 mínú- tum eftir að viðkomandi leggst útaf, sest inn í bfl, kvikmyndahús eða fyrir framan sjónvarpið. Óþægindin eru venjulega á svæðinu frá ökklum upp á mið læri en þau geta náð niður fyrir ökkla og stöku sinnum eru þau einnig í handleggjum. Þessu er lýst sem verkjum, óróa, eirðarleysi, pirringi eða óstöðvandi þörf íyrir að hreyfa fætur og fótleggi. Ein lýsing var Bólgur í nefholi þannig að sjúklinginn langaði mest til að berja fætur sína með hamri og honum fannst hann vera að ganga af vitinu. Öðrum fannst eins og fótleggir sínir væru fullir af iðandi ormum. Sumir ganga um gólf heilu og hálfu nætumar eins og dýr í búri. Sumum tekst að sofna eftir nokkra stund en aðrir vaka, jafnvel fram undir morgun. Af þessum lýsingum má sjá hve erfitt og alvarlegt ástand margra þessara sjúklinga er. Fyrir utan þau fáu tilvik þar sem tekst að finna læknanlega orsök, er því miður ekki hægt að bjóða upp á neina örugga lækningu. Sumir sjúklingar fá bót af því að taka lyf- in levódópa (notað við Parkinsons sjúkdómi) eða kódein (verkjalyD en árangurinn er ekki sérlega góður og þessi lyf geta haft slæ- mar aukaverkanir. Nokkur önnur lyf hafa verið^ reynd án teljandi árangurs. I Bandaríkjun- um hafa verið stofnuð samtök áhugafólks um þennan sjúkdóm 1 (Restless Legs Syndrome Foundation, Southern California Restless Legs Support Group, o.fl.) og hafa þau á stefnuskrá sinni að veita sjúklingum stuðning og stuðla að rannsóknum á sjúkdómnum. Spurning: Ég er 35 ára karl- maður og hef haft þrálátar bólgur í nefholi. Ég hef reynt að bregðast við þessu með því að nota nefúðalyf sem slá á einkennin, en þau á maður víst að nota eingöngu viku í senn og eftir það hafa samband við lækni. Nú hef ég notað nefúða meira og minna samfellt í sex vikur og ekkert lát virðist á. Því er nú svo komið að ég er farinn að velta fyrir mér möguleikum á aðgerð sem fjarlægir þessa sepa, eða hvað það nú heitfr sem veldur því að öndunarvegur gegnum nef lokast. Hvað geturðu sagt mér um áhrif, árangur og áhættu sem fylgir slflcri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.