Morgunblaðið - 15.11.1997, Page 30

Morgunblaðið - 15.11.1997, Page 30
 30 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FÁÐU ÞÉR MIÐA FYRIR K L. 20.20 AÐSENDAR GREINAR Umhverfisreikning- ur á Rafmagnsveitu Reykjavíkur ÞAÐ kom berlega í ljós við undirbúning að lagningu svokallaðrar Nesjavallalínu frá raf- orkuvirkjun Hitaveitu Reykjavíkur á Nesja- völlum að aðveitustöð Rafmagnsveitu Reykjavíkur við Korpu, að gerbreytt viðhorf til umhverfís- mála auka stórkostlega allan kostnað við slíka mannvirkjagerð. Sam- tals verður Rafmagns- veita Reykjavíkur að greiða aukalega um- hverfisreikning að upp- hæð tæplega 56 millj. króna vegna breytinga á legu lín- unnar og tafa, sem hlutust vegna umhverfismats. Hér er um það háa upphæð að ræða, að ástæða er til að staldra við. Viðræður við sveitarfélögin Skýrsla Rafmagnsveitu Reykja- víkur um umhverfisáhrif Nesja- vallalínu var lögð fyrir Skipulag rík- isins hinn 26. mars 1997 til af- greiðslu. Áður en skýrslan var lögð fram hafði tekist samkomulag við Grafningshrepp og Mosfellsbæ um línuleiðina frá orkuveri Hitaveitu Reykjavíkur á Nesjavöllum að að- veitustöð Rafmagnsveitu Reykja- víkur við Korpu. Þetta samkomulag náðist að undangengnum viðræðum við fulltrúa sveitarfélaganna sem hófst í september 1996. Svar frá Grafningshreppi barst með bréfi dagsettu 12. desember 1996 og nið- urstaða frá Mosfellsbæ með bréfi dagsettu 15. maí 1997. Niðurstaða ar sú að Nesjavallalína verður lögð í jörð á 2,4 kílómetra kafla frá Nesja- vallavirkjun að Selskleif. Þar tekur loftlína við, 15,6 kílómetrar að lengd, niður að eyðibýlinu Bringum við Mosfellsbringur, en þaðan niður Mosfellsdal að Korpu verður lagður jarðstrengur, 13,1 kílómetri að lengd. Breytinga krafíst I viðræðum við Mosfellsbæ var þess krafist að legu línunnar yrði breytt frá því sem upphaflega var ráðgert, þar sem línan kemur ofan af Mosfellsheiði. Samkomulag varð um að lengja jarðstrenginn efst í Mos- fellsdal um 2,8 kílómetra og stytta loftlínuna um 2,2 kílómetra með endamastur iínunnar staðsett við Br- ingur. Kostnaður við Nesjavallalín- una mun hækka um 40,3 milljónir króna með þessari breytingu. Skipu- lag ííkisins auglýsti umhverfismat á íramkvæmdum við Nesjavallah'nu 30. maí 1997 með fresti til að gera at- hugasemdir til 4. júlí. Skipulagsstjóri ríldsins felldi úrskurð í matsmálinu 23. júlí, þar sem fallist er á lagningu Nesjavallalínu eins og henni er lýst í matsskýrslunni sem og lagningu vegaslóða. Hagstætt tilboð Samkvæmt ákvæðum laga var jafnframt veittur frestur til 29. ágúst til að kæra úrskurð skipulags- stjóra til umhverfisráðherra. Kæra TI1J3CÐ £jéðmyndaatofa (junwcviA Jnyimwióóonart Sudurveri, sími 553 4852 barst frá Náttúru- verndarsamtökum ís- lands dagsett 28. ágúst. Urskurður ráðherra var kveðinn upp 23. október síðastliðinn, þar sem staðfest er að úrskurður skipulags- stjóra frá 23. júlí skuli standa óbreyttur. Með- an á umhverfismatinu stóð fór fram útboð á slóðagerðarjarðvinnu og undirstöðum fyrir Nesjavallalínu. Hinn 29. júlí ákvað borgarráð að taka tilboði Ellerts Skúlasonar hf. í verk þetta að fjárhæð 45,7 milljónir króna, en kostnaðaráætlun nam 65,5 milljónum króna og var tilboðið 69,8% af áætlun, miðað við að verkið yrði unnið á tímabilinu frá Rafmagnsveita Reykjavíkur verður að greiða 56 m.kr. um- hverfisreikning, segir Alfreð Þorsteinsson, vegna breytinga og tafa, sem hlutust vegna umhverfísmats. 6. ágúst til 28. nóvember næstkom- andi. Kostnaður eykst um 56 millj. kr. Skipulag ríkisins ráðlagði Raf- magnsveitu Reykjavíkur eindregið að hefja ekki framkvæmdir við línu- lögnina fyrir en endanleg niður- staða úr umhverfismati lægi fyrir. Verkið gat því ekki hafist á tilsett- um tíma, 6. ágúst, og var gengið til samninga við verktakann um breyttan verktíma, þannig að verkið verður unnið frá því í byrjun nóv- ember til desemberloka 1997 og frá því í apríl til júnfloka 1998. Vegna breytinga á verkinu frá hausti yfir á vetur og vor og bótum fyrir seinkun framkvæmda hækkar kostnaður við þetta verk um 15,6 milljónir króna. Kostnaður við Nesjavallalínu hækk- ar því samtals um 55,9 milljónir króna vegna breytinga á línustæði við Mosfellsbringur og tafa á verki við slóðagerð og undirstöður og verður því heildarkostnaður Nesja- vallalínu með þessum breytingum 415 milljónir. Endurspeglar átök Erfitt er að leggja mat á hvort þær breytingar sem gerðar voiu á línunni séu 55,9 milljóna króna virði, en þessi kostnaðarauki endur- speglar þau miklu átök sem eiga sér stað vegna breyttra viðhorfa í um- hverfismálum hin síðari ár. Spyrja má hvort áhugamenn um umhverf- isvernd fari ekki fullgeyst í mál- flutningi sínum eða þeir sem undfr- búa framkvæmdir við virkjanir séu nógu varkárir. Hér verður að fara bil beggja að sjálfsögðu, því hvorki verða framfarir stöðvaðar né látið af sanngjörnum kröfum um um- hverfisvernd. Það er því ástæða að hvetja til þess að báðir aðilar hugsi sinn gang vel og komi í veg fyrir óþarfa kostnað. Sem betur fer er áætlaður heildarkostnaður við Nesjavallalínu töluvert innan við kostnaðaráætlun þrátt fyrir þessar breytingar eða 415 milljónir. Rafmagnsveitan sleppur fyrir horn í þessu máli, því að kostnaðar- 'áætlunin hljóðaði upp á rúmar 460 millj. króna, en það eru hagstæð til- boð í aðra þætti, sem lækka heildar- kostnaðinn. Alfreð Þorsteinsson i Höfundur er borgarfulltníi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.