Morgunblaðið - 15.11.1997, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 15.11.1997, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1997 31 AÐSENDAR GREINAR Leggjum Jan Mayen- og Svalbarðamálin fyr- ir Alþjóðadómstólinn Gunnlaugur Þórðarson framsögu í UNDANFARINN aldarfjórðung hef ég tekið þátt í starfi Heimssambands júr- ista, World Jurist Association, sem nýt- ur virðingar um víða veröld og er ráðgjafi Sameinuðu þjóðanna, það heldur heimsþing annað hvert ár, í hin- um ýmsu borgum heims. Nokkrum árum eft- ir að starf mitt í heimssambandinu hófst, veittist mér sá heiður að stjórna um- ræðufundum á heims- þingum og að hafa ýmsum málum. „Heimsþingið í Doha í september 1997“ Síðasta heimsþing fór fram í Doha í ríkinu Qatar í Arabíu 21.-25. september sl., þar flutti ég framsögu um fjölmiðla gagnvart lögum. Á heimsþingum eru lagðar fram ritsmíðar, sem júristar hafa samið um lögfræðileg efni, en sam- bandið gefur út. Mér fannst skylda mín, að kynna fyrir umheiminum deilur þær, sem íslenska þjóðin á í við norsk stjórn- völd, því var á síðasta heimsþing- inu í Montreal 1995 lögð fram rit- smíð mín: „The Spitsbergen Treaty and Iceland" og í framhaldi af því í Doha: „Should ex-colonized nati- ons have less rights?" í þeim studd- ist ég m.a. við skrif mín hér í blaði, t.d. frá 6. júní 1996: „Svik við óbornar kynslóðir" og 17. júní 1997: „Martröð utanríkisþjón- ustunnar". Sýnt var fram á hvern- ig stjórn Noregs hefði lagt Jan Mayen undir Noregskonung án til- lits til fyriivara íslensku forsætis- ráðherranna Jóns Þorlákssonar og Tryggva Þórhallssonar frá 1927, um rétt íslands til hinnar óbyggðu eyjar, sem er miklu nær Islandi en Noregi. Norsk stjórnvöld hafa viðurkennt réttmæti krafna ís- lands til Jan Mayen meðsamninga- gerð við ríkisstjórnir Islands, þó að samningar þeir hafi verið til óþurftar, voru tómlætisáhrif sinnu- leysis íslenskra stjórnvalda gerð að engu með þeim. Seinni ritsmíð- in var til stuðnings þeirri fyrri vegna neitunar norskra stjórna á að viðurkenna rétt íslensku þjóðar- innar samkvæmt Spitsbergen- samningnum frá 1920 eftir álykt- un Alþingis frá 1995, um aðild íslands að honum. Svo undarlega tókst til, að ályktunin kennir samn- inginn við Svalbarða, þótt enski textinn kenni hann við Spitsberg- en. Sennilega er upprunalega nafn- ið á Jan Mayen Svalbarð, í sam- ræmi við lögun aðal- íjallsins á eyjunni. Island aðili að Spitsbergensamnin- gnum frá upphafi? í framsöguræðu minni í Doha 22. sept- ember sl. benti ég á, að texti samningsins nefnir aðeins hina háu viðsemjendur og ein- stakir aðilar, hvað þá ísland, eru ekki nefnd- ir. Undirritun Danakonungs gerði aðild íslands? Öruggt er, að undirritun danska utanríkisráðherrans að Spitsberg- ensamningnum 1920 hafi verið í samræmi við Sambandslögin; eftir gildistöku þeirra, var inn í tignar- heiti Danakonungs skotið nafni íslands og því hafi undirritunin í nafni Hans hátignar hlotið að vera í þessa veru: í nafni Kristjáns hins tíunda, konungs Danmerkur og íslands etc. Það er ekki síður mikil- Fara á rétta boðleið með bæði þessi stóru mál, segir Gunnlaugnr Þórðarson, en forðast ber að ganga undir ok Norðmanna. vægt, að utanríkisráðherra Dan- merkur, hafi þá samkvæmt Sam- bandslögunum jafnframt farið með þau utanríkismái, sem snertu hagsmuni íslands, en vegna legu beggja eylandanna i Norður-Atl- antshafi séu þeir hagsmunir aug- ljósir. Undirskrift danska utanrík- isráðherrans, ein saman hafi „eo ipso“ eða samkvæmt eðli málsins gert ísland að fullgildum aðila að Spitsbergensáttmálanum frá und- irritun hans. Samkvæmt þessu er ljóst að ályktun Alþingis um aðild íslands a Spitsbergensamningnum var óþörf, ef rétt hefði verið að málinu staðið. Það er furðulegt, að svo virðist sem íslensk stjórnvöld hafi ekki fengið neitt að vita um samninga- gerðina í París 1920, fyrr en löngu eftir gerð samningsins, þrátt fyrir mikilvægi hans fyrir íslensku þjóð- ina. Sennilega hafa hagsmunir ís- lands þótt svo vel ti-yggðir með samningnum að ekki þótti ástæða til að leggja aðildina sérstaklega fyrir íslensk stjórnvöld. Allt þetta rann fyrst upp fyrir mér, er ég var í ræðustólnum í Eitt blað fyrir alla! fltior^MMMaMífo -kjarni málsins! Doha, þar gat ég ekki rökstutt mál mitt betur, en það er í skoðun. Álit merks þjóð- réttarfræðings Meðal áheyrenda minna var franskur þjóðréttarfræðingur, Richard Meese að nafni, sem rek- ið hefur og unnið mál sem tals- maður ýmissa þjóða fyrir Alþjóða- dómstólnum eða verið til aðstoðar ríkisstjórnum. Honum þótti erindi mitt mjög athyglisvert fyrir ýmsar sakir. Hann hefur sérstakan áhuga á báðum deilumálunum. Ábendingin um að undirskrift danska utanríkissamningum geri ísland aðila að Spitsbergensamn- ingnum, fannst honum snjöll. Hann kvaðst í fljótu bragði geta fallist á rétt íslands til þess, að krefjast hlutdeildar í Jan Mayen, þótt tómlæti íslenskra stjórnvalda geti stefnt málinu í háska, ef ekk- ert verði að gert. Hann bað mig að leyfa sér að fylgjast með mál- um þessum. Lokaorð mín í ritsmíð minni og framsöguræðu voru þung orð í garð ríkisstjórna íslands fyrir sinnuleysi og heigulshátt þeirra í rúm 75 ár og var lögð áherslu á, að krafa íslensku þjóðarinnar hlyti að vera, að bæði málin verði lögð fyrir Alþjóðadómstóiinn í Haag. Sú gleðifrétt barst _ fyrir skömmu, að ríkisstjórn íslands hefði sagt upp hinum illræmda Jan Mayen-samningi, sem gerður var undir forustu Olafs Jóhannesson- ar, þáverandi utanríkisráðherra. Það er nú öllum ljóst, að sá samn- ingur var mjög óhagstæður okk- ur, eins og ég gagnrýndi gerð hans á sínum tíma og hef marg- ítrekað síðan. Nú hefur það aftur á móti frést, að ríkisstjórn íslands þori ekki frekar en áður, að standa á rétti íslensku þjóðarinnar og ætli að venju að gangast undir ok Norð- manna með endurtekinni eymdar samningsgerð og norskri „dúsu“, þar sem utanríkisráðherra mun aðeins krefjast 5.000 tonna þor- skafla í Smugunni. Samkvæmt framansögðu ber að fara með bæði málin fyrir Alþjóða- dómstólinn í Haag, ef norsk stjórn- völd rigneita að viðurkenna aðild íslands að Spitsbergensamningn- um frá upphafi hans. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Aðventusöfnun Caritas - styrkir bágstadda um jólin MÓÐIR Teresa, sem lést á sl. hausti, hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1979, fyrir mann- úðarstörf í garð fá- tækra. Þessi kona átti sérstakan sess í huga fólks vegna þess að hún lifði lífi sínu með allt öðrum hætti en tíðkast á tímum eigin- girni, sjálfumgleði og stjórnlausrar sóknar eftir veraldlegum gæð- um. Þessi kona virtist einskis kreijast fyrir sjálfa sig, en var reiðu- búin að gefa þeim fá- tæku, smáu og hijáðu Sigríður Ingvarsdóttir allt. Líf hennar og starf einkenndist af kærleika í garð annarra, hóg- værð og látleysi. í hálfa öld sinnti Móðir Teresa fátækum í fátækrahverfum í Kalk- útta. Smátt og smátt komu fleiri og fleiri systur til liðs við hana og nú rekur regla hennar yfir 500 heimili fyrir börn og fátæka í meira en 80 borgum víða um heim. Þetta starf var lengi unnið án þess að nokkrir veittu því athygli aðrir en þeir sem eignuðust betra líf. Á sunnudag (16. nóv- ember) verða styrktar- tónleikar í Kristskirkju, segir Sigríður Ing- varsdóttir, þar sem landsþekktir listamenn koma fram og gefa vinnu sína. Kristnitakan árið eitt þúsund er ein besta löggjöf í gjörvallri íslands- sögunni og hefur mótað íslenskt samfélag allar götur síðan. Þess munu fá dæmi, ef nokkurt, að þjóð hafi sem heild lögtekið kristinn sið á þann hátt sem hér var gert. Það er þó ekki hið sagnfræðilega bakland kristni í landinu sem hæst ber í kristindómnum heldur kær- leiksboðskapurinn. Það er meira en tímabært fyrir okkur að staldra við í miðju lífsgæðakapphlaupinu og hugleiða boðskap Krists og ástúð Móður Teresu. í heimi þar sem hungur, fáfræði, og glæpir eiga enn sterk ítök á kærleiksboðskapur Móður Teresu ríkulegt erindi við okkur öll. Þrátt fyrir velferð þegar á heild- ina er Iitið þarf ekki að leita langt yfir skammt að fínna hjálparþurfendur sem við getum lagt lið. Á sl. ári leituðu margir einstaklingar og fjöl- skyidur aðstoðar Hjálparstofnunar kirkjunnar og annarra líknarfélaga. Þörfín virðist verða brýnust hjá öryrkjum, atvinnu- lausum og einstæðum mæðrum. Að þessu sinni hefur Caritas (hjálparstofnun ka- þólsku kirkjunnar) á Islandi ákveðið að styrkja bágstadda inn- anlands fyrir jólin. Að- fram í samstarfi við stoðin fer Hjálparstofnun kirkjunnar og gefin verða matvæli. Við höfum velflest burði til að rétta hjálpandi hendur bágstöddu fólki. Borgarskáldið Tómas Guð- mundsson minnti okkur á, að „því meðan til er böl, sem bætt þú gast, og barist var á meðan hjá þú sast, er ólán heimsins einnig þér að kenna“. Efnt verður til styrktartónleika í Kristskirkju við Landakot, sunnu- daginn 16. nóvember kl. 17.00 þar sem landskunnir listamenn koma fram og gefa vinnu sína. Caritas sunnudagurinn verður 30. nóvem- ber og fer söfnunin fram í öllum kaþólskum kirkjum. Einnig verða seld jólamerki Caritas. Caritas ís- land hvetur alla til þess að sýna kærleika í reynd og verki með því að gefa til söfnunarinnar, sem stendur fram yfir jól. Gíróreikningur Caritas er 0900- 196002. Höfundur er formaður Caritas á islandi og starfar hjá Sotheby's VHIWRTHBOð Tilboð 1 kr. 1.790 Stærðir 21-36 Litir: Rautt/blátt Tilboð 3 kr. 1.690 Stærðir 25-36 Litir: Bleikt/blátt Tilboð 2 kr. 1.920 Stærðir 23-32 Litir: Rautt/blátt Póstsendum samdægurs SK0VERSLUN KQPAV0GS HAMRABORG • SÍMI 5541754
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.