Morgunblaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
+
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1997 33
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
LANSFE OG
B Y GGÐ ARÖSKUN
FORSÆTISRÁÐHERRA, Davíð Oddsson, lýsti því yfír í
umræðum á Alþingi í fyrradag, að til álita kæmi að
hætta lánveitingum á vegum Byggðastofnunar um leið og
starfsskipulag og hlutverk hennar verður endurskoðað. Miklar
breytingar hafa orðið á fjármálamarkaði síðustu árin, sem
gera afskipti ríkisins af rekstri fyrirtækja bæði óréttmæt og
óþörf. Þá er ljóst, að aðferðir stjórnvalda til að halda jafnvægi
í byggð landsins hafa verið gangslitlar.
Forsætisráðherra benti á, að vegna eflingar hlutabréfamark-
aðar orki tvímælis, að opinberir aðilar stundi áhættusama lána-
starfsemi. Fyrir hafi komið, að lán hafi verið afskrifuð um
leið og þau hafi verið veitt. Á síðasta ári lánaði stofnunin
1600 milljónir króna og er það hærri upphæð en verið hefur
um árabil. Heildarútlán námu 7,6 milljörðum í árslok. Þrátt
fyrir lánafyrirgreiðsluna hefur ekki dregið úr brottflutningi
af landsbyggðinni. Um þetta sagði Davíð Oddsson m.a.:
„Ólíkt því sem margir hafa vænzt hefur betra árferði í efna-
hagsmálum undanfarið og bætt staða sjávarútvegs ekki orðið
til að draga úr fólksflutningum af landsbyggðinni og síðustu
tölur benda til þess, að sá árangur, sem þarna hefur náðst,
muni ekki hafa afgerandi áhrif til hins betra. Þessar tölur
benda raunar í þveröfuga átt, þ.e. að betra ástand á vinnumark-
aði auðveldi fólki flutninga."
Óhjákvæmilegt er að taka tillit til reynslu undanfarinna
áratuga við mótun nýrra leiða til að viðhalda byggðum lands-
ins, þar sem það er hagkvæmt og í samræmi við raunveruleg-
an vilja íbúanna. Tilgangslaust er, eins og dæmin sanna, að
veita opinbert fé til fyrirtækja í því skyni að halda uppi at-
vinnu hafi þau ekki rekstrargrundvöll. Lánafyrirgreiðsla getur
aðeins byggst á arðsemi, annars er aðeins lengt í hengingaról-
inni. Fjármálamarkaðurinn er hæfari til að meta arðsemi fyrir-
tækjanna en opinberir embættismenn.
ÖNNUR LÖGMÁL
GUÐJÓN Guðmundsson alþingismaður, sem á sæti í stjórn
Byggðastofnunar, skrifar grein hér í blaðið í fyrradag
og fjallar um ákvörðun stjórnar stofnunarinnar að flytja þróun-
arsvið hennar til Sauðárkróks. Guðjón bendir á að Morgunblað-
ið hefur bæði mótmælt þessari ákvörðun og ákvörðun umhverf-
isráðherra um flutning Landmælinga til Akraness. Hann segir
hins vegar hafa kveðið við annan tón hjá blaðinu þegar fyrir
lá að þriðjungur af starfsemi Sölumiðstöðvar hraðfrystihús-
anna mundi flytjast til Akureyrar. Guðjón vitnar í forystu-
grein Morgunblaðsins þar sem sagði: „Umsvif Sölumiðstöðvar-
innar og Eimskipafélags íslands aukast umtalsvert á Akur-
eyri, sem leiðir til aukinnar atvinnu þar. Niðurstaðan er því
jákvæð fyrir Akureyringa og það skiptir að sjálfsögðu mestu.“
Guðjón segir að þarna hafi þó verið um að ræða flutning á
tvöfalt fleiri störfum frá Reykjavík en samanlagt hjá Landmæl-
ingum og Byggðastofnun. „Það virðist því vera stefna Morgun-
blaðsins að önnur lögmál gildi um flutning starfa hjá ríkisfyrir-
tækjum en einkafyrirtækjum.“
Því er fyrst til að svara að Morgunblaðið hefur aldrei lagzt
gegn því að starfsemi sumra opinberra stofnana fari fram á
landsbyggðinni fremur en í Reykjavík, sé á annað borð hægt
að sameina byggðarsjónarmið og markmið um hagkvæmni og
gæði þjónustunnar. Blaðið hefur reyndar talið að slíku verði
fremur við komið þegar um nýjan rekstur er að ræða, því að
flutningum starfsemi fylgir oftast mikill kostnaður og röskun
á högum starfsfólks.
Það, sem Morgunblaðið hefur einkum gagnrýnt varðandi
þær tvær ákvarðanir um flutning opinberra stofnana, sem
Guðjón nefnir, eru vinnubrögðin. Vilji starfsfólksins hefur ver-
ið hunzaður, ekki hafa verið gerðar athuganir á því hvernig
stofnanirnar gætu uppfyllt fagleg markmið sín á nýjum stað
og ekki heldur á því hvort reksturinn yrði hagkvæmari á nýja
staðnum og flutningskostnaðurinn réttlættist hugsanlega af
því.
Öðru máli gegnir um aukningu umsvifa tveggja einkafyrir-
tækja á Akureyri en flutning ríkisstofnana út á land og athygl-
isvert ef þingmaðurinn hefur ekki áttað sig á því sjálfur. í
fyrsta lagi er uppbygging opinberrar starfsemi ekki rétt leið
til að efla atvinnu. Sé það markmiðið er hætta á að opinber
rekstur verði öðrum þræði einhvers konar atvinnubótavinna.
Ekki munu byggðir landsins lifa á ríkisrekstri til lengdar og
bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Morgunblaðið hafa hvatt til
þess að opinberum rekstri verði haldið í skefjum.
í öðru lagi er það auðvitað mál eigenda einkafyrirtækja,
hvar þeir koma starfseminni fyrir. Ef þeir tapa peningum eru
það þeirra peningar. Stjórnmálamenn, sem taka ákvarðanir
um að flytja opinberar stofnanir að illa ígrunduðu máli, eru
að sólunda peningum skattgreiðenda.
FISKVEIÐISTJÓRNUN Á BRETLANDSEYJUM
ADENLA II frá Leirvík á Hjaltlandseyjum sem áður hét Pétur Jónsson RE liggur við bryggju.
Utgerðarfélög kaupa
sameiginlegan kvóta
A Hjaltlandseyjum eru sjómenn farnir að
grípa til aðgerða til að tryggja viðgang út-
gerðar á staðnum. Útgerðarfélaglð
óar kaupir kvóta annars staðar til að sjó-
menn geti veitt allan ársins hring. Karl
Blöndal kynnti sár fyrirkomulag fískveiði-
stjórnar á Bretlandi.
JOHN Goodlad, fram-
kvæmdastjóri Sjómanna-
samtaka Hjaltlandseyja,
sagði í samtali við Morgun-
blaðið að sú stofnun, sem færi með
stjómun fiskveiða á staðnum, væri
nú farin að kaupa kvóta frá öðrum
stöðum á Bretlandi í því skyni að
halda lífi í útgerð á staðnum.
Goodlad sagði að sér litist ekki á
fiskveiðistjórnunai’íyi'irkomulagið á
Islandi. Hann vildi koma í veg fyrir
að allur kvóti yrði seldur frá
Hjaltlandseyjum og fiskurinn hyrfi.
Goodlad sagði að svokallað Ut-
gerðarfélag Hjaltlandseyja hefði
keypt um tvö þúsund tonna kvóta
frá árinu 1994: „Á Bretlandi er sam-
komulag, sem leyfir Útgerðarfélög-
um að vera með kvóta. Okkar félag
eru hins vegar það einu á Bretlandi,
sem hefur nýtt sér það enn sem
komið er. Við gerum okkur gi-ein
fyrir því að fiskurinn gæti horfið frá
Hjaltlandseyjum og kaupum því
veiðileyfi. Það má líkja okkur við
einkafyrirtæki, en við forum með
kvóta fyrir hönd samfélagsins, við
fórum með hann í sameign sjó-
manna á Hjaltlandseyjum."
Svæðisbundin títgerðarfélög
Á Bretlandi eru svæðisbundin Út-
gerðarfélög (Prod-
ucers’ Organisations
eða PO), sem stjórna
því með hvaða hætti
skip, sem eru í félög-
unum, veiða upp í kvót-
ann. Útgerðarfélagið á
Hjaltlandseyjum hefur keypt skip
með veiðileyfum frá öðrum útgerð-
arfélögum og síðan selt skipin, en
haldið leyfunum. Eftir það fær Út-
gerðarfélagið á Hjaltlandseyjum
þær aflaheimildir, sem fylgdu veiði-
leyfi skipsins. I þeim kvóta, sem
keyptur hefur verið, er meðal ann-
ars þorskur og ýsa. Sagði Marvin
Smith, starfsmaður Sjómannasam-
taka Hjaltlandseyja, að stefnan væri
að sjómenn þar gætu veitt allan árs-
ins hring og bætti við að eina fiski-
tegundin, sem í raun skorti, væri
ufsi. Sagði hann að mikil ánægja
ríkti með þetta kerfi meðal sjó-
manna á Hjaltlandseyjum.
Stuðst við „girðingar-
samkomulagið“
Goodlad sagði að kvótinn hefði
verið keyptur í samræmi við „girð-
ingarsamkomulagið“, sem svo væri
nefnt vegna þess að eftir kaupin
hefði sá kvóti í raun verið girtur af
og ekki mætti selja hann aftur.
„Við ætlum að kaupa meira ef við
höfum efni á því,“ sagði Goodlad.
„Við ætlum að kaupa eins mikið og
við getum. Kvótanum er skipt á
milli félaga í samtökunum og einnig
er ákvæði þess efnis að gera eigi
ungum sjómönnum, sem eru að
hefja störf í greininni, kleift að fá
kvóta. Við hjálpum því starfandi sjó-
mönnum og skiljum eitthvað eftir
handa nýliðum."
Fleira skiptir máli
en hagfræðin
Goodlad kvaðst vilja leggja
áherslu á að meira skipti máli en
hagfræðin þegar fram-
seljanlegar veiðiheim-
ildir væru annars veg-
ar. Líta þyrfti á félags-
legu afleiðingarnar.
Hann taldi hins vegar
að ekki væri hægt að stöðva þróun-
ina í átt til framseljanlegra kvóta á
Bretlandi, en sjómannasamtök
gætu haldið lífi í þeirri hugmynd að
fiskurinn í hafinu væri sameign -
að enginn eigi hann og allir eigi
hann - með því að kaupa kvóta.
„Það má einnig orða þetta svo að
við séum að nota frjálsa markaðinn
til að koma á sameignarformi auð-
lindarinnar," sagði Goodlad. „Sá
möguleiki er reyndar fyrir hendi að
kerfið verði afnumið og samkvæmt
núverandi kerfi er kvótinn ekki
eign. En hvaða ríkisstjóm mun taka
völdin og hafa hugrekki til að breyta
kerfi þegar mörg hundruð manns
hafa átt kvótaviðskipti samkvæmt
því, eytt peningum og tekið lán og
áhættu?“
Hann sagði að stjórnvöld hefðu
látið kvótann án endurgjalds. „Hér
er um að ræða pólitískt grundvallar-
atriði,“ sagði hann. „Hér er um að
ræða auðlind, sem var sameign
allra, en hefur nú verið gefin
nokkrum og gert þá mjög ríka. Um
þetta er mikil deila.“
Lítil iniðstýring
Philip Rodgers, yfirhagfræðingur
hjá Sjávarfískframleiðendastofnun-
inni í Edinborg á Skotlandi, sagði að
dregið hefði verið úr miðstýringu í
fiskveiðistjórnunarkerfinu á Bret-
landi. Bretar fá kvóta í samræmi við
reglur Evrópusambandsins og
breska stjórnin deilir honum síðan
milli hinna svæðisbundnu Útgerðar-
félaga. Afiaheimildir hvers útgerð-
arfélags fara eftir veiðireynslu og -
sögu veiðiskipa í félaginu undanfar-
in þrjú ár.
„Það er síðan á valdi Útgerðarfé-
laganna að ákveða hvernig kvótan-
um verður skipt á milli félaga þess,“
sagði Rodgers. „Sum láta einstök
skip hafa kvóta. Önnur hafa nokk-
urs konar almenning, sem hægt er
að veiða úr þai- til kvótinn er uppur-
inn þann mánuðinn og bíða verður
fram í næsta mánuð. Síðan eru skip,
sem ekki eru í Útgerðarfélagi og þá
fá þau kvótann beint frá stjómvöld-
um í London.“
Allur kvótinn í pott
Marvin Smith lýsti skiptingu
kvóta Útgerðarfélags-
ins á Hjaltlandseyjum
þannig: „Allur sá kvóti,
sem hefur verið gefinn
skipum í Útgerðarfé-
laginu er settur í pott,
þar sem einnig er að finna keypta
kvótann. Síðan er mánaðarlegur
kvóti tilkynntur þannig að hver bát-
ur megi til dæmis veiða tvö hundruð
kör af þorski, tíu kör af einhverri
annarri tegund og svo framvegis.
Bátar, sem hafa gengið í félagið, en
hafa ekki nógu mikinn kvóta, geta
haldið áfram að veiða upp að þessu
marki vegna þess að við höfum
keypt þessi veiðileyfi."
Hagfi-æðingurinn Rodgers sagði
að eins og sakir stæðu gætu ein-
staka útgerðir ekki keypt kvóta,
þótt hann teldi að slík viðskipti ættu
sér stað bak við tjöldin.
Að hans sögn voru Útgerðarfé-
lögin sett á fót að áeggjan Evrópu-
sambandsins. I þeim væru bæði sjó-
menn og útgerðarfélög. Félögin
hefðu í upphafi átt að stjórna sölu,
markaðssetningu og dreifingu og
tryggja gæði.
„Eiginlega hafa þau ekki gert það
á Bretlandi," sagði Rodgers. „Þau
hafa að mestu leyti fengist við að
deila kvótanum. Ög þau hafa ekki
jafnað löndun fisks í samræmi við
þarfir uppboðsmarkaðarins."
Hann sagði að munurinn á Út-
gerðarfélögunum og beinum hags-
munasamtökum á borð við sjó-
mannasamtök og samtök útgerðar-
manna væri að þau fyrrnefndu út-
deildu kvótanum, en þau síðar-
nefndu beittu þiýstingi til að fá
hann aukinn. Hins vegar sköruðust
Útgerðarfélög og hagsmunasamtök
oft talsvert, sérstaklega á fámenn-
um stöðum á borð við
Hjaltlandseyjar þar sem sömu
menn væru við stjórnvölinn á báð-
um vígstöðvum.
Vill forðast for-
dæmið frá íslandi
Goodlad kvaðst hafa komið
nokkrum sinnum til Islands og því
hafa kynnt sér fiskveiðistjórnun
hér.
„Fordæmið frá íslandi er nokkuð
sem við þyrftum að kappkosta að
forðast á Hjaltlandseyjum," sagði
hann. „Mér skilst reyndar að ís-
lenska fiskveiðistjórnunarkerfið
með framseljanlegum aflaheimild-
um hafi gengið vel frá sjónarmiði
hagfræðinnar. Mér skilst að veið-
arnar séu nú mjög arðvænlegar,
ríkisstjórnin hafi nokkuð miklar
skatttekjur af atvinnugreininni og
flestir hagfræðingar myndu segja
að árangurinn hafi verið mjög góð-
ur.“
Hann nefndi að Ragnar Árnason,
prófessor í fiskihagfræði, hefði kom-
ið til Hjaltlandseyja og sagt að hug-
myndin um framseljanlega kvóta
væri til fyrirmyndar. Hins vegar
hefði Goodlad rætt við starfssystk-
ini á íslandi og ýmsa, sem hefðu
komið til íslands, og fengið aðra
mynd af ástandinu.
„Mér skilst að kerfið hafi haft al-
varlegar félagslegar afleiðingar,"
sagði hann. „Margir sjómenn, sem
átt hafi velgengni að fagna, hafi flutt
úr þorpunum til Reykjavíkur og
mér var jafnvel sagt að margir
þeirra, sem best hefði gengið hefðu
yfirgefið Island og byggju nú á
Flórída. Eg er einfaldlega að segja
að við þurfum að fara varlega vegna
félagslegi’a afleiðinga framseljan-
legra kvóta.“
Goodlad sagði í grein, sem birtist
nýlega í tímaritinu Shetland Fishing
News, að vandinn væri ekki sá að
þessi fjárfesting gæti gert sjómenn
eða útgerðarfyrirtæki vellauðug,
heldur að þessi kynslóð sjómanna
gæti selt kvóta sinn með þeim af-
leiðingum að staður á borð við
Hjaltlandseyjar yrði kvótalaus og
forsendur fyrir sjávarútvegi og fisk-
verkun þar brystu.
Óttast alþjóðleg
viðskipti
„Kvótinn gæti færst til innan
Bretlands eða Evrópu," sagði
Goodlad. „Norðmenn,
Hollendingar eða Is-
lendingar gætu keypt
kvótann af Hjaltlend-
ingum. Hér má kvótinn
enn ekki fara út fyrir
Bretland, en eignarhaldið getur ver-
ið á reiki og ég nefni að eitt helsta
sjávarútvegsfyrirtækið í Aberdeen
er nú í eigu íslensks fyrirtækis. Með
frjálsum kvótaviðskiptum er sjávar-
útvegur að fá mjög alþjóðlegt yfir-
bragð. Ég óttast að sú kynslóð, sem
nú er við lýði, selji kvótann og þá
verði enginn fiskur eftir á
Hjaltlandseyjum."
-4-
Notum frjálsan
markað til að
mynda sameign
Ætlum að kaupa
eins mikinn kvóta
og við getum
Hjálparsveit skáta flytur í nýtt 1.200 fermetra hús á Ártúnshöfða
„ Morgunblaðið/Árni Sæberg
INGIMAR Olafsson, Einar Hrafnkell Haraldsson og Víðir Reynisson fyrir framan nýtt 1.200 fermetra hús Hjálparsveitar skáta í Reykjavík.
Gjörbyltir aðstöðu til nám-
skeiðshalds og þjálfunar
HJÁLPARSVEIT skáta í
Reykjavík hefur verið í
viðbragðsstöðu í áratugi,
enda ein elsta starfandi
björgunarsveit landsins. Skátar tóku
að sér leiðbeiningar og hjálparstörf
á Alþingishátíðinni á Þingvöllum ár-
ið 1930 og þar þurfti m.a. að gera
stórleit að litlum dreng, sem fannst
heill á húfi á bökkum Almannagjár.
Þessi reynsla kveikti áhuga skát-
anna á slíku hjálparstarfi og vakti
athygli fáliðaðrar lögi-eglunnar í
Reykjavík, sem leitaði oft til skát-
anna. Hjálparsveitin var stofnuð
formlega árið 1932 og eitt fyrsta
verkefni hennar var stórleit að barni
í Reykjavík, sem fannst heilu og
höldnu í kartöflugeymslu, þai* sem
það hafði sofið um nóttina.
Björgun og aðstoð
Nú eru um 110 fullgildir félagar í
Hjálparsveit skáta í Reykjavík og á
sveitin aðild að Landsbjörg, Lands-
sambandi björgunarsveita. Innan
sveitarinnar stai’fa nokkrir sérhæfð-
ir flokkar, auk almennra flokka. Til-
gangur sveitarinnar er sem fyrr að
vinna að björgun manna og veita
hvers konar aðstoð í neyðartilfellum,
auk þess sem sveitinni er ætlað að
taka þátt í skipulögðu almanna-
varnastarfi.
Hjálparstarfi skátanna fylgir ým-
iss konar búnaður og farartæki og
þeir hafa verið iðnir við að halda
námskeið fyrir sveitarmenn og aðra.
Aðstaða Hjálparsveitarinnar hefur
hins vegar ekki ætíð verið sem best
Ætti að gera störf
í útkalli markvissari
„Undanfarin átta ár höfum við
verið með félagsstarfið á einum stað,
við Snorrabraut, en tæki og tól í
geymslu við Tangarhöfða," segir
Ingimar Olafsson sveitarforingi.
„Núna höfum við hins vegar reist
sérhannað hús, sem gjörbyltir allri
aðstöðu okkar til þjálfunar og nám-
skeiðshalds. Aðstaðan ætti jafn-
framt að gera störf okkar í útkalli
markvissari. Hérna koma sveitar-
menn beint inn í búningsherbergi á
jarðhæð, þaðan fara þeir inn í tækja-
herbergi, grípa með sér það sem
þeir þurfa og fara beint inn í bíla-
geymsluna."
I bílageymslu Hjálparsveitarinnar
eru þrír fjallabílar til fólksflutninga,
snjótroðari og vörubíll til flutninga á
beltatækjum. Að auki eru þar
Hjálparsveit skáta í Reykjavík tekur nýtt og
glæsilegt 1.200 fermetra hús í notkun í dag.
Bygging hússins, sem stendur við Malar-
höfða 6, hófst í maí í fyrra og er það nú nær
fullbúið. Hjálparsveitarmenn segja húsið
gjörbylta aðstöðu sveitarinnar, sem varð 65
ára fyrr á árinu.
HJÁLPARSVEITIN á æfingu í Þórsmörk 1956. Frá vinstri: Stefán Kjart-
ansson sveitarforingi, Þorsteinn Hjaltason, Haraldur Sigurðsson, Þór
Guðmundsson, Angantýr Vilhjálmsson, Björn Ásgeirsson, Jón Stcfánsson,
Ingólfur Pedersen og Valur Jóhannsson. Bíllinn er „Græna Maja“, fyrsti
farkostur sveitarinnar, af gerðinni Dodge Carriol árgerð 1941.
Á FJÖLLUM árið 1972. Bfilinn er Dodge Weapon árgerð 1953, sem skát-
ar eignuðust árið 1970 og seldu þremur árum síðar. Á þessum árum voru
dekkin minni en tíðkast á fjallatröllum nútímans og látið nægja að skclla
keðjunum undir.
vélsleðar og ýmis minni búnaður.
Víðir Reynisson, framkvæmda-
stjóri Hjálparsveitarinnar, segir að
nýja húsið kosti 60 milljónir króna. -
„Við fjármögnum kaupin með ýms-
um hætti, til dæmis sölu eigna, styrk
frá Reykjavíkurborg og Landsbjörg
og stuðningi fyrirtækja. Þá höfum
við einnig þurft að taka lán. Kostn-
aðurinn við húsið er um 50 þúsund
krónur á fermetra, sem er með því
allra lægsta sem þekkist þegar um
hrátt iðnaðarhúsnæði er að ræða,
hvað þá innréttað hús sem þetta.“
Skátar ætla ekki að missa fótanna
vegna húsbyggingarinnar. „Við er-
um með ákaflega stífan fjárhags-
ramma og reiknum með að húsið og
lóðin verði ekki komið í alveg endan-
lega mynd fyrr en eftir 2-3 ár,“ seg-
ir Ingimar. „Núna er húsið hins veg-
ar tilbúið fyrir vetrarstarfið." \
Einar Hrafnkell Haraldsson, sem
sæti á í byggingamefnd, segir að
byggingai-máti Garðasmiðjunnar sf.,
aðalverktakans við byggingu húss-
ins, hafi gert kleift að halda bygging-
arkostnaði niðri. „Húsið er stálgrind-
ai'hús og ef þörf krefur getum við
breytt því án þess að kosta miklu til.“
Sjálfboðastarf
til fjáröflunar
Félagar í Hjálparsveitinni hafa
verið iðnir við sjálfboðaliðastarf, til að
fjármagna byggingu nýja hússins og
starfsemi sveitarinnar. Hjálparsveit-
in er löngu þekkt fyrir flugeldasölu
fyrir áramótin og er hún mikilvæg .
tekjulind. Þá rekur sveitin Skátabúð-
ina við Snorrabraut, sem varð 50 ára
nú í haust. Af öðrum fjáröflunum má
nefna öryggisgæslu á Laugardalsvelli
og sjúkragæslu í almenningshlaupum
eins og Krabbameinshlaupinu og
Reykjavíkurmaraþoni.
Hjálparsveitarmenn segja að
staðsetning hússins vestan í Ártúns-
höfðanum skipti miklu. Sveitin sé oft
kölluð til aðstoðar í óveðrum og þá
sé hentugt að hafa allan búnað ná-
lægt nýjustu hverfunum. Húsið liggi
einnig mjög vel við helstu umferðar- r
æðum út úr bænum.
Vígsla kl. 16 í dag
Hjálparsveitarmenn fjölmenna
áreiðanlega til vígslu nýja hússins
kl. 16 í dag. Ingibjörg Sóliún Gísla-
dóttir opnar húsið formlega, en
reiknað er með um 300 gestum,
skátum, forsvarsmönnum lögreglu,
slökkviliðs og annarra hjálparsveita.