Morgunblaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KRISTÍN DANTVALSDÓTTIR + Kristín Dani- valsdóttir var fædd 3. maí 1905 á Litla-Vatnsskarði, Austur-Húnavatns- sýslu. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 9. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Danival Kristjáns- son, f. 15.2. 1845, d. 25.8. 1925, og Jóhanna Jónsdóttir, f. 30.10. 1866, d. 6.7. 1931. Börn þeirra: Sólveig, Danival, Ingigerður, Brynjólf- ur, Sigurjón, Kristín, Halldóra og Ingibjörg Salome. Þau eru öll látin nema Halldóra og Ingi- björg. Auk framangreindra átti hún tvær hálfsystur, Maríu og Ingibjörgu Danivalsdætur. Hinn 22. maí 1926 giftist Kristín Pétri Lárussyni frá Skarði, Skarðshr., Skagafjarð- arsýslu, f. 23.3. 1892, d. 4.5. 1986. Börn þeirra eru: Hilmar, f. 11.9. 1926. Maki Ásdís Jóns- dóttir, synir þeirra eru Jón Bjarni og Pétur Kristinn, Jó- hann, f. 26.4. 1928. Maki Ingibjörg El- íasdóttir. Börn þeirra: Elías Ás- geir, Pétur, Mar- gprét Sigrún, Krist- ín, Jón Þorsteins og Jóhann Ingi. Krist- ján, f. 17.5. 1930. Maki Ríkey Lúð- víksdóttir, sonur Arnar. Fyrri kona: Sigríður Kristins- dóttir. Börn þeirra eru: Kristín Herdís, Brynja Kristin, Hildur og Þór. Þá á Krislján son, Vilhjálm, fyrir hjónaband. Páll, f. 21.5. 1940. Maki Halla Njarðvík. Dætur þeirra Tinna og Heba. Unnur Berglind, f. 9.4. 1943. Maki Snorri Þorgeirsson. Börn Sif og Krislján Þór. Afkomendur Kristínar og Péturs eru alls 47. Útför Kristínar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Pétur og Kristín hófu búskap að Ingveldarstöðum á Reykjaströnd, Skarðshr., og ári síðar að bænum Steini í sömu sveit. Fyrstu búskap- arárin voru oft erfið, tún og engi slegin með orfi og ljá og heyfeng rakað saman og snúið til þerris með hrífum. Vegurinn til Sauðárkróks og vegir milli bæja í hreppnum voru nánast götuslóðar fyrir hesta og kerrur, sem voru aðal samgöngu- og flutningstæki þeirra tíma. Þeim hjónum tókst að byggja upp jörðina og bústofn með dugnaði, nýtni og hyggjuviti. Ýmsir utanaðkomandi erfiðleikar komu til á þessum árum, s.s. heimskreppan, verðfall á land- búnaðarafurðum og hin landskæða mæðuveiki, sem varð þess valdandi að bændur urðu að fella stóran hluta af sauðfjárbústofni sínum. Þótt veraldlegir fjármunir væru af skornum skammti og húsakostur þröngur leið þó fjölskyldunni vel. Víðsýnt var frá bænum, þar sem tign fjallanna fléttast saman við fegurð lands og sjávar með hina traustu útverði sveitarinnar Drang- ey og Málmey við sjóndeildarhring. Oft horfði móðir okkar hugfangin á kvöldin úr eldhúsglugganum á sólsetrið þegar roðagullnir geislar kvöldsólar ljóma á himni og geisla- brotið leikur á bárunum og skuggar eyjanna endurspeglast á haffletin- um. Mamma og pabbi ákváðu að hætta búskap 1946 og fluttu búferl- um til Keflavíkur. Mamma var fal- leg kona, skapföst og yfirlætislaus. Heiðarleiki, sterk réttlætiskennd, umburðarlyndi og hjálpsemi við alla einkenndu hennar líf. Óllum leið vel í návist hennar, einhver sefandi friður og mild rósemi, sem erfitt er að lýsa, en var viðmælendum hennar ávallt hugarléttir. Hennar ættingjum, vinum og reyndar mörg- um öðrum var mikill styrkur að vita af henni, sérstaklega á erfiðum stundum. Hún aðgreindi og sá í gegnum hvers konar sérgæsku, glamur og tildur, hún komst að kjarnanum í gegnum kærleikann. Hún átti auðvelt með að skilgreina ýms andleg og flókin mál án þess að festa sig í hefðbundnum kenni- setningum. Hún lagði ríka áherslu á heilbrigð samskipti og hamingju- ríkt líf, benti raunar oft á að sár- ustu sorgirnar væru þær, sem við höfum valdið okkur sjálf, því mað- urinn gæti aldrei umflúið sjálfan sig. Það var ávallt gestkvæmt á heimili foreldra okkar, ungir sem aldnir heimsóttu þau, sem voru sér- staklega gestrisin. Börnin áttu hug hennar allan, fyrst hennar eigin börn, síðan barna- og barnabörnin og börn vina og ættingja. Mamma var víðlesin og unni öllum góðum bókmenntum, sérstaklega þó ljóða- bókum. Hún orti oft sjálf Ijóð, en vildi sem minnst láta á því bera. Hún upplifði ljóðin af ríkri tilfinn- ingu og djúpu innsæi og stundum brá fyrir tárum á vanga þegar hún fór með kvæði sinna ástkærustu skálda. Mamma starfaði til fjölda ára með stúkunni í Keflavík. Henni varð tíðrætt um áfengisbölið og afleiðingar þess fyrir heimilin í landinu. Það er erfitt að sjá á eftir þeim sem manni eru kærastir, en þannig er lífsins gangur. Við þökk- um þér langa kærleiksríka samleið, þar sem heiðarleiki, góðvild og glað- lyndi vörðuðu veginn. Elsku mamma, þú átt ávallt vísan stað í hugum okkar allra. Kristján Pétursson. Okkur langar til að minnast elskulegrar ömmu okkar Kristínar Danivalsdóttur í örfáum orðum, en hún lést að morgni 9. nóvember síðastliðinn. Við bræðurnir vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa búið í nágrenni við ömmu okkar öll okkar uppvaxtarár. Heimili hennar og afa var okkur opið öllum stund- um og voru heimsóknir til þeirra kærkominn hluti af daglegu lífi okkar. Amma okkar hafði mörg áhugamál, las mikið, auk þess sem hún var hafsjór af fróðleik um fyrri kynslóðir ættarinnar. Sjónin fór að gefa sig síðustu árin en hún tók því með því æðruleysi sem henni var tamt. Það var yfirleitt glatt Skilafrestur minningargreina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudags- blaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir há- degi á föstudag. I miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingar- dag. Berist grein eftir að skila- frestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. yfír ömmu og stutt í kímnina. Hún amma var ein af þeim manneskjum sem fylgdu tímans rás, því þótt hún hafi náð 92 ára aldri þá fylgdist hún alltaf vel með og var inni í öllum málum. Ein af ástæðunum fyrir því var að hún fylgdist vel með okkur afkomendum sínum og reyndi að setja sig í okkar spor. Hún gladdist þegar vel gekk og aldrei greindum við hjá henni annað en samúð og hluttekningu þegar miður gekk. Þó erfitt sé að kveðja, þá auðveld- ar það okkur kveðjustundina að við eigum fjársjóð af góðum minning- um um ömmu okkar sem við búum að alla tíð. Við og fjölskyldur okkar þökkum þér samfylgdina og megi lífviðhorf þín vera okkur að leiðar- ljósi. Jón Bjarni og Pétur Kristinn Hilmarssynir. Elsku amma hefur kvatt okkur, farin til afa, en hún mun lifa afar sterkt í minningunni. Það var okkur systkinunum mikils virði að fá að njóta ömmu til dauðadags. Hennar sterka og einlæga trú á kærleik- ann, sem m.a. kom fram í velvild, umhyggju og hjálpsemi til allra. Við höfum svo oft sagt að við vild- um verða eins og amma, sem alltaf var svo jákvæð og talaði vel um alla. Oft ræddi hún við okkur um lífið og tilveruna, hún opnaði okkur nýja innsýn fyrir ýmsum lífsgildum sem gjarnan fara fram hjá manni í dagsins önn, sem grundvallast á heiðarleika, drengskap og góðu for- dæmi og að gefa af sjálfum sér. Það styrkir sjálfsvitundina og veitir okkur aukið frelsi, sagði amma oft. Amma var greind kona með mikinn skapgerðarstyrk, hún virtist alltaf vera í fullkomnu jafnvægi. Hún var líka svo skemmtileg, hafði gott skopskyn og gat glaðst svo innilega yfír litlu. Hún naut sin best í návist barna og ungmenna, hún náði svo vel til allra með hógværð sinni. Stundum þegar amma heyrði að einhver var að segja ósatt eða var að ýkja stórlega, sagði hún gjarn- an: „Ertu nú viss um að þetta sé alveg satt.“ Hún horfði þá í augu viðkomandi og það brást sjaldan að ósannindin væru leiðrétt. Ámma leiðrétti oft málfar okkar, hún vildi engar útlendar slettur i okkar yl- hýra máli. Amma var náttúrlega aðal-ættarstólpinn, hún fylgdist vel með ættingjum og vinum, miðlaði helstu fréttum og myndum milli þeirra. Amma var falleg og virðuleg kona, alltaf vel til höfð, enda nokk- uð pjöttuð, hún hafði sinn eigin og ágæta smekk og við það sat. Ég vil enga rósótta kerlingakjóla, sagði þessi 92 ára kona. Ömmu fannst hún vera búin að lifa nógu lengi, reyndar bjóst hún aldrei við að verða svo gömul sem raunin varð á. Við systkinin vorum svo eigingjörn á hana, hún var svo góð og skemmtileg, átti bara að lifa áfram, svo einfaít var það. Eig- um við ekki bara að reyna að hafa samband áfram, þó símanúmerinu hafi verið breytt. Við söknum þín mikið, elsku amma, minning þín mun ávallt lifa með okkur. Hildur, Kristín, Bryiy'a og Þór. Sálin er gullþing í gleri, geymist þó kerið sé veilt. Bagar ei brestur í keri, bara ef gullið er heilt. (Steingrimur Thorsteinsson) Þessar ljóðlínur komu mér oft í hug þegar ég hitti Kristínu Dani- valsdóttur vinkonu mína. Hún hafði búið í Keflavík í fjölda ára en andað- ist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 9. nóvember síðastliðinn eftir stutta legu. Þegar Jóhann sonur hennar hringdi til mín síðastliðinn sunnu- dag til að segja mér lát hennar, var ég engan veginn viðbúinn þeirri fregn. Hún var að vísu komin yfir nírætt svo það hlaut að vera skammt eftir. Heilsan var tekin að bila en „gullþingið" í glerinu hennar var svo heilt og dómgreind og minni óskert, svo margir sem yngri voru máttu gæta sín. Ég ætla ekki að rekja ætt Kristín- ar, það gera aðrir sem eru mér fróð- ari. Hún giftist Pétri Lárussyni frá Skarði í Skarðshreppi. Þau byijuðu búskap á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd en fluttu brátt að Steini í sömu sveit. Þá urðu þau nágrannar foreldra minna sem áttu heima á Fagranesi. Milli þessara heimila myndaðist vinátta sem ent- ist til æviloka. Ég var farin að stálpast þegar þau komu í nágrennið, en þó innan við fermingaraldur. Oft var ég send milli bæjanna ef á þurfti að halda og fyrir kom að ég létti undir með Kristínu dag og dag meðan dreng- irnir voru litlir. Það var mér alltaf tilhlökkunarefni. Ég leit upp til Kristínar. Hún var ung og fríð kona, mjög vel greind og hafði ljúfa framkomu. Hjálpfýsi hennar var við brugðið og voru þau hjón þar hvort sem annað. Móðir mín var öldruð og heilsutæp. Hún naut oft góðs af hjálpsemi grann- konu sinnar. Ég get fullyrt að allir sveitungar okkar báru hlýjan hug til Kristínar enda verðskuldaði hún ekki annað. Aldrei heyrði ég hana hallmæla fólki. Ef rætt var um einhvern á þann veg tók hún ekki þátt í um- ræðunum nema þá til að koma með málsbætur. Þannig liðu árin. Ég óx upp úr bernsku minni og við Kristín urðum miklar vinkonur. Ég settist að í Reykjavík, en Kristín og Pétur fluttu til Keflavíkur 1946. Þau byggðu hús á Sólvallagötu 32 og Pétur starfaði við skipasmíðar í Slippnum, en síðar varð hann hús- vörður við gamla Barnaskólann á Skólavegi í Keflavík. Að því er ég best veit undu þau hag sínum vel. Kristín hafði alltaf átt þann draum að styðja börn sín til mennta og nú voru það tvö yngstu börnin sem nutu þess. Árangurinn af ævistarf- inu var kominn í ljós og hann var góður, fimm mannvænleg börn, öll nýtir þjóðfélagsþegnar. Pétur andaðist 1986 og síðustu árin var Kristín á Hlévangi á Faxa- braut 13, fyrst í íbúð en síðar í ein- staklingsherbergi. Þá var aldurinn farinn að segja til sín og heilsan að bila, en reisn sinni hélt hún þrátt fyrir það. Þegar ég lít til baka og minnist vinkonu minnar ber þar engan skugga á. Vináttuna þarf að rækta eins og blómin og það gerðum við. Að vísu hittumst við ekki oft en samband okkar rofnaði aldrei. Við töluðum saman í síma okkur báðum til ánægju og var þá auðfundið hve vel hún fylgdist með fólki og fram- kvæmdum norður í heimahögum. Nú er samtölunum slitið, eftir stendur minningin um elskulega konu, sem öllum reyndist vel. Bless- uð sé minning hennar. Við hjónin sendum bömum henn- ar og ættingjum öllum innilegar samúðarkveðjur. Ingibjörg Björnsdóttir. Þessa dagana má segja að hugur minn hafí tekið sér bólfestu í Kefla- vík, þar sem ég gekk í framhalds- skóla lífsins. Núna væri það eflaust kallað fjölbraut. Ég er að líta yfir þetta sjávar- þorp eins og það kom mér fyrir sjón- ir í fyrstu. Heiðin grett og grá, holóttar götur, varla nokkur gróð- ur, engin fjöll. Já, ég taldi víst að hér mundi mér leiðast mikið, sveita- stelpunni, sem sprottin var upp í grónu landi við birkiangan og fugla- söng vordægrin löng og svæfð við mildan ámið á kvöldin. En þetta viðhorf breyttist ótrú- lega fljótt. Keflavík var nefnilega rík af mannlífsgróðri. Þar bjó gott og vel gefið fólk, alúðlegt og margt búið listrænum hæfileikum á ýms- um sviðum. Byggðarlagið sjálft var í vexti og framþróun á þessum árum. Fyrr en varði vom tijátoppar farnir að teygja sig upp fyrir snyrti- leg grindverk kring um húsagarða, allt var að vakna og vaxa, grösin, börnin, og jafnvel heiðin varð lyng- græn og skrýdd svörtum berjum er hausta tók. Ný hús risu hvar- vetna af grunni og aðfluttu fólki fjölgaði óðum. Arið 1946 fluttust til Keflavíkur hjónin Pétur Lárusson, ættaður úr Skagafirði, og Kristín Danivalsdótt- ir, fædd og uppalin í A-Húnavatns- sýslu. Þau byggðu myndarlegt tveggja hæða hús við Sólvallagötu 32, enda fjölskyldan stór, fimm börn á aldrinum þriggja til tuttugu ára. Pétur var dugmikill og verkhagur maður. Eftir að hann kom til Kefla- víkur vann hann mest við skipa- smíðar en síðasta hluta starfsæv- innar var hann húsvörður barna- skólans við Skólaveg og naut þar mikilla vinsælda. Hann lést í maí 1986. Fyrir fám dögum kvaddi Kristín kona hans þennan heim eftir langa ævi og mörg spor, gengin til góðs, þannig kom hún mér fyrir sjónir. Eftir að við hjónin fluttumst á hornið við Faxabraut og Sólvalla- götu var stutt á milli heimilis okkar og þeirra. Pétur var húsvörður í skólanum sem Hallgrímur kenndi við, svo fljótlega mynduðust gagn- kvæm kynni. Kristín var hæglát kona en hafði ákveðnar skoðanir bæði í þjóðmál- um og öðru er bar á góma í dag- legu tali. Hún hafði það hlutverk eins og flestar konur á þessum tíma að gegna störfum og þörfum heimil- isins, vera akkeri og kjölfesta þess. Og þar veit ég ekki til að hún hafi svikist undan merkjum. Hitt er svo annað mál að lestur góðra bóka var henni hugleikinn og munu „frímín- úturnar" gjaman hafa farið til að svala löngun hennar á því sviði. Eitt sinn er við röbbuðum saman yfir kaffibolla sagði hún mér að hún héldi dagbók og hefði gert frá æskualdri. Ég dáðist að slíkri þraut- seigju, að hafa öll þessi ár skrifað daglega þrátt fyrir kreijandi lífs- starf. Og oft hef ég leitt hugann að því hve margir fróðleiksmolar hljóta að vera geymdir afkomendum hennar í þessum bókum ef þær eru enn til. Ekki efa ég heldur að hún hafi kunnað til verka við skriftir, því hún hafði þann frásagnarhæfi- leika að maður þreyttist ekki á að hlusta. Já, það er ekki undarlegt þótt hugur minn sé nokkuð bundinn Keflavík nú um stundir, þegar hver af öðrum gömlu, góðu nágrannanna er að hverfa. Þess vegna rifjast líka upp fyrir mér hve mörgu afbragðs fólki ég kynntist á Keflavíkurárun- um, í framhaldsskóla lífsins, sem ég gat um í upphafi þessara orða. Eg er þakklát fyrir kynni mín af hinni mætu konu, Kristínu Danivalsdóttur, og blessa minningu hennar. Ég flyt börnum hennar og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur um leið og ég óska þeim gæfu og gengis í framtíðinni. Lóa Þorkelsdóttir. Elsku frænka mín. Elsku Stína frænka þú varst svo hress og kát þegar ég kvaddi þig í haust áður en ég fór utan. Við áttum svo yndislega stund saman og vorum ákveðin í því að hittast í jólafríinu mínu. Þú sagðir mér svo margt skemmtilegt frá gömlu dög- unum ykkar ömmu í sveitinni ykkar fyrir norðan, og hvað þið ammma brölluðuð saman í þá daga. Elsku frænka mín, ég mun sakna þín og geyma minninguna um þig í hjarta mínu. Minningu um yndislega konu sem var svo trúuð og góð. Ég sendi systkinunum og öllum aðstandendum, nrínar innilegustu samúðarkveðjur. Nú legg ég augun aftur, ó, guð þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfír láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Hafsteinn Björn ísleifsson, Róm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.