Morgunblaðið - 15.11.1997, Side 44

Morgunblaðið - 15.11.1997, Side 44
44 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ OLAFUR SIG URÐSSON + Ólafur Sigurðs- son fæddist í Hafnarfirði 22. febrúar 1930. Hann lést á St. Jós- epsspítala í Hafn- arfirði 21. október síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Guðrún Jónsdóttir, hús- móðir og verka- kona og Sigurður Tómas Sigurðsson, verkamaður. Systkini Ólafs eru tvö: Sigríður Sigurðardóttir, f. 7. desember 1927, til heimilis að Gunnars- sundi 7, Hafnarfirði og Sigurð- ur Tryggvi Sigurðsson, f. 5. júlí 1931, til heimilis að Fögrukinn 10, Hafnarfirði. Olafur Sigurðsson var ógift- ur og barnlaus. Útför Ólafs fór fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 29. október. „Hvar sem mætast þroski og þor má þekkja Riddaranna spor...“ Þau eru orðin nokkuð mörg árin síðan þessi orð hljómuðu í fyrsta sinn. Og nú er höfundur- inn, Ólafur Sigurðsson, horfinn af sjónarsviðinu, „farinn heim“. Meðal margra eldri skáta, víðs vegar um landið, var Óli Silla og Hraunbúarnir í Hafnarfirði eitt og hið sama. Hann var eftirsóttur á hvert mót og það þurfti ekki að kvíða stemmningunni á varð- eldinum ef Óli Silla var nálægur. Það var samheldinn hópur í Hraunbúum sem starfaði með honum um árabil og við munum eldmóðinn, hugmyndaauðgina og ekki síst hversu auð- veldlega hann gat komið öllum í kring- um sig í gott skap. Um leið og Óli birtist á sviði voru áhorfend- ur eins og strengja- brúður í höndum hans, sem hann gat stjórnað að vild. Og jafn fyndinn og hann gat verið, þá átti hann einnig létt með að leiða alvarlegri stund- ir með unglingunum og skapa þann hátíð- leika sem oft verður ógleymanlegur þeim sem tekur þátt í velheppnuðum varðeldi. Eg átti þess kost að starfa með hon- um í mörg ár ásamt góðum skáta- vinum og ófá kvöldin var setið í litla herberginu hans og starfið skipulagt; útilegurnar, sveitar- fundirnir og foringjanámskeiðin. Og um hugann fara einnig minn- ingar um Guðrúnu, móður hans, sem verður mér ávallt mjög minn- isstæð fyrir sitt jafnaðargeð og reisn, þrátt fyrir ýmislegt mót- læti. Ekki kæmi mér á óvart þó ýmsir þeir unglingar, sem reyndar eru um fertugt í dag, muni enn t.d. útileikina og þá spennu og dulúð sem Óla tókst að sveipa ýmsa næturleikina. Sérstaklega er mér minnisstæður eltingaleikur við smyglara, sem tók yfir nokkr- ar vikur eða mánuði og var tekinn svo bókstaflega að okkur fannst nóg um og þurftum að finna enda- lok hið snarasta. Óli samdi jöfnum höndum og þýddi texta og leik- þætti, sem enn í dag, 40 árum síðar, kitla hláturtaugarnar og njóta vinsælda skáta. Textarnir hans eru enn kyijaðir og hann var óspar á að gera grín að sjálfum sér í sumum þeirra. Þeir eru marg- Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCll-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni f bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasfð- um. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallfnubil og hæfilega Ifnulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR GUTTORMSSON bóndi, Hleinargarði, verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju laugar- daginn 15. nóvember kl. 14.00. Guðbjörg Jóhannesdóttir, dætur, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, PÉTUR SÍMONARSON frá Vatnskoti, Þingvallasveit, dvalarheimilinu Seljahlíð, lést þriðjudaginn 11. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn 19. nóvember kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja Flugbjörgunarsveitina, gfró 5525851. Katrfn Sfmonardóttir, ívar Bjömsson, Helga Símonardóttir Melsteð, Sveinborg Símonardóttir, Sverrir Steingrímsson, Sigurbjörg Pálsdóttir, Gunnar (varsson, Símon fvarsson, Jónfna Melsteð, Pétur Melsteð, Sigursteinn Melsteð, Eriingur Aðaisteinsson, Kári Aðalsteinsson, Sfmon Aðalsteinsson. minnast hans, er bent á KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR ir sem taka hraustlega undir þeg- ar sungið er um myndina af hon- um Óla uppi á vegg við hliðina á gömlum andastegg og vandinn er að vita hvor er hvor! Óli var ótrúlega fjölhæfur, en því miður fór hann oft halloka í þeirri glímu sem allt of margir hæfileikaríkir menn eiga við Bakk- us konung. Það gat verið erfitt fyrir okkur sem með honum störf- uðu að sætta okkur við hvemig hann fór með sig og sannarlega fer skátastarf og áfengi ekki sam- an. En þegar kostir einstaklingsins eru slíkir þegar allt leikur í lyndi, að þeir lífga upp tilveruna og varpa ljóma á umhverfið og þeir eru í raun hrókur alls fagnaðar, þá er margt fyrirgefið. Ljúfari mann en Óla hef ég vart þekkt og var hann þó langt frá því að teljast skaplaus. Þess vegna átti hann svo gott með að ná til bama og unglinga. Hann hlustaði á skátana, en gætti þess samt að halda þeim aga sem nauðsynlegur er í öllu æskulýðsstarfí. í fjölda ára störfuðu þeir saman Hermann Sigurðsson og Óli og náðu afburða árangri í skátastarfí og þeir em fjölmargir Hafnfirðing- amir sem minnast skátastarfsins undir þeirra stjóm. Enn njóta Hraunbúar góðs af fjölda verkefna sem þeir sömdu. Mörg ár eru síðan Óli hætti af- skiptum af skátastarfí. Hann varð heldur aldrei samur eftir að hafa lent í slysi og hann dró sig enn frekar í hlé. Stjórn Hraunbúa mat starf hans svo mikils, að Óli var gerður að heiðursfélaga Hraunbúa en auk hans bar Eiríkur heitinn Jóhannesson þann titil. Fyrir nokkrum árum fékkst hann til þess að koma á afmælismót Hraunbúa þó hann væri farinn að heilsu. Þar voru ýmsir sem mundu hans fyrri daga og þess var krafist að hann færi á svið. Hann stóðst ekki þá freistingu og þarna sat hann í úlp- unni sinni með rauðu húfuna og með frábæmm leik sínum heillaði hann skátana, eldri og yngri, í síð- asta sinn. Hraunbúar munu ávallt minnast Ólafs Sigurðssonar, skátans og „mannsins með þúsund andlitin" með virðingu og þökk fyrir þær fjölmörgu gleðistundir sem hann gaf okkur. Hraunbúar senda eftirlifandi bróður og systur og ættingjum hans öllum samúðarkveðjur. F.h. Skátafélagsins Hraunbúa, Rúnar Brynjólfsson. + Halldór M. Sigurgeirsson fæddist í Hafnarfirði 27. október 1902. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 8. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðar- kirkju 14. nóvember. Einna þekktastur af íbúum Hafn- arfjarðar um og eftir síðustu alda- mót, mun hafa verið Sigurgeir Gíslason verkstjóri. Haustdægur nokkurt um það leyti, eða nánar tiltekið hinn 27. október árið 1902 sást hann ganga hröðum skrefum að Jömndarhúsi svokölluðu í Firðinum. Það er nú löngu horfið, en stóð á milli Hverfís- götu og Austurgötu í slakkanum á móts við KFUM-húsið. Erindi Sigurgeirs þangað var að sækja ljósmóðurina, þ.e. Margréti „yfirsetukonu" eins og það var þá nefnt. Hann hafði þó ekki erindi sem erfíði þangað, því að Margrét var nýfarin suður í Dvergastein að sinna ljósmóðurstörfum hjá frænku sinni, Sigurborgu, sem þennan dag eignaðist sitt eina barn. Það átti fyrir því að liggja að verða þjóð- kunnur maður og komast í ráðher- rastól. Það var Emil Jónsson. Sigurgeir fór því til annarrar ljós- + Kristín Guðmundsdóttir fæddist á Skiphyl í Hraun- hreppi í Mýrasýslu hinn 19. desember 1916. Hún lést á Sjúkrahúsi Reylqavíkur 9. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Ökrum á Mýr- um 14. nóvember. Kveðja frá Byggðasafni Borgarfjarðar Fyrstu kynni mín af Kristínu vora eftir að ég hóf störf í Safna- húsi Borgarfjarðar árið 1990. Þá var hún fulltrúi Borgfirðingafélags- ins í Reykjavík í stjóm Byggðasafns Borgarfjarðar þar sem hún átti sæti allt til þess er hún lést. Kristín var ávallt hress í bragði og veigraði sér ekki við að taka sér ferð á hendur frá Reykjavík upp í Borgarnes í hvaða veðri sem var + Guðbjörg María Guð- brandsdóttir fæddist í Reykjavík 8. september 1990. Hún lést á Landspítalanum að- faranótt 4. nóvember síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Landakotskirkju 12. nóvem- ber. Vertu sæl, vor litla ljúfan blíða, lof sé Guði, búin ertu að striða. Upp til sælu sala saklaust bam án dvala. Lærðu ung við engla Guðs að tala. (M. Joch.) Nú hefur hún Guðbjörg litla María lokið æviskeiði sínu hér á jörðu aðeins 7 ára gömul. Hún er komin til sælu sala Guðs „við engla hans að tala“. Falleg stúlka, svo bráðskýr og dugleg, henni gekk vel í skólanum og hún átti góðar og tryggar vinkonur. Við hittumst ekki oft en þegar við sáumst hljóp hún í fangið á mér og sagði „þú ert frænka mín“. Þannig vil ég muna hana. Þegar dimmir að er gott að hugsa um liðna sólskinsdaga. Ég minnist heimsóknar Guðbjargar hingað að Vorsabæ fýrir rúmu ári með for- móður, sem þá var nýlega sest að í Hafnarfírði, Guðrúnar Gestsdótt- ur. Þessir tveir menn vom því upp á dag jafn gamlir, Emil og Halldór. Þeir uxu báðir upp í foreldrahúsum þar sem gamlir og góðir siðir og hollur uppeldismáti ríkti. Halldór gerðist með hærri mönnum og herðabreiðari og allur hinn vörpu- legasti að vallarsýn. Ágætlega stóð hann sig í Flensborgarskólanum og mjög ungur fór hann að vinna. Yrði það langt mál ef greina ætti frá því öllu og skal því aðeins hins helsta getið. Nokkuð langt var það tímabil sem undir húsum var steyptur kjall- ari en látnir nægja bámjámsklædd- ir veggir úr timbri. En að því leið að farið var að hafa steinsteypta veggi alveg uppúr, held ég að það hafí byijað árið 1909, með litlu íbúðarhúsi sem Ólafur Thordersen kom sér upp við Reykjavíkurveg, og sama árið var byggt, svona, hús Kaupfélags Hafnarfjarðar, en það er núna eitt af hinum mörgu kaffí- veitingahúsum við Strandgötuna. Þama starfaði Halldór til ársins 1944, eða í 15 ár. Svo var hann gjaldkeri útgerðarfélaga um skeið, en árið 1950 hóf hann störf hjá sambandi íslenzkra fískframleið- til að mæta á fundi í stjóm safns- ins. Þar var hún ætíð viðræðugóð, opin fýrir nýjungum og tilbúin að beita sér eftir mætti fyrir hönd safnsins, en veg þess vildi hún sem mestan eins og alls sem tengdist Borgarfirði. Allt viðhorf Kristínar bar vott um hlýhug til æskustöðvanna sem hún hélt órofa tryggð við alla tíð og hún sinnti hugðarefnum sem tengdust þeim. Hún var virkur fé- lagi í Borgfirðingafélaginu í Reykjavík og í Sögufélagi Borgar- fjarðar auk þess sem hún sat í stjóm Byggðasafns Borgarfjarðar. Eg þakka fyrir giftudijúg störf hennar í þágu Byggðasafns Borgar- Qarðar fyrir hönd stjómar þess og starfsfólks og votta aðstandendum hennar samúð vegna fráfalls hennar. Guðmundur Guðmarsson, safnvörður. eldrum sínum, litlu systur sinni og Axel afa. Við fómm saman út í garð til að taka upp kartöflur fyrir hann, hvað dugnaðurinn og gleðin hjá henni að hjálpa okkur við þetta starf var mikil. Þá datt engum í hug að seinna um haustið myndi hún greinast með alvarlegan sjúk- dóm. Hún var hetja í veikindum sínum, vissi að hún ætti að liggja alveg kyrr í geislameðferðinni og gerði það. Eftir það fékk hún bata um tíma. í veglegri afmælisveislu á 7 ára afmæli hennar var hún glöð og kát og dansaði með vinkonum sínum fyrir gestina, þó þróttur hennar væri farinn að minnka. Eft- ir það hrakaði henni ört og endalok- in komu fyrr en búist var við. Kæm foreldrar Guðbjargar, Andrelín og Guðbrandur, sorgin er sár en minningarnar lifa í hjörtum ykkar. Lífið heldur áfram og litlu bömin Unnur Ósk og Richard Már eiga eftir að lýsa ykkur áfram veg- inn. Ég sendi ykkur hjónunum, Axel bróður mínum og öllum þeim sem syrgja Guðbjörgu Maríu innilegar samúðarkveðjur og bið Guð að styrkja ykkur um ókomin ár. Helga frænka. enda og vann þar þangað til hann varð 85 ára árið 1987, í hálfu starfí frá því að hann var sjötugur. Lífald- ur og starfsaldur samtals var því ekkert smáræði. Teljast mátti það vináttubragð við föður minn, þegar Halldór gekk í Kvæðamannafélagið árið 1946. Kom hann þar oft á fundi og lét til sín heyra og var endurskoðandi félagsins um fjölda ára. í stjóm Sparisjóðs Hafnarfjarðar var hann að segja mátti í heilan mannsaldur og þekking hans á bók- færslu og peningamálum var geysi- víðtæk. Ekki væri heldur nema hálf- sögð sagan væri ekki minnst á Góð- templararegluna. Skyldfólk hans og tengdafólk starfaði hvað öðm meira í þeim samtökum og þar var hann sannarlega enginn eftirbátur. Kom það sér þá mætavel hve hann naut þess að vera ekki alltaf strokinn og „strílaður" skrifstofumaður, heldur fór í „málningargallann" þegar þess þurfti með og var þá jafnvel kominn upp á þak Góðtemlarahússins til hverskonar viðhaldsverka. Eigin húsi, Norðurbraut 13, kom hann upp 1931 og hélt því framúr- skarandi vel við. Margt er hér ótal- ið Halldóri til hróss, en þetta látum við nægja í því efni. En að lokum þetta: Heilsufari ekkju hans er nú svo komið, að það eina sem við getum er að óska henni þjáningalauss aðskilnaðar líkama og sálar þegar þar að kemur. Magnús Jónsson. HALLDÓR M. SIGURGEIRSSON GUÐBJÖRG MARÍA GUÐBRANDSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.