Morgunblaðið - 15.11.1997, Side 58

Morgunblaðið - 15.11.1997, Side 58
58 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM Einkennalaus Marc Jacobs ►FATAHÖNNUÐURINN Marc Jacobs er eftirsóttur meðal þeirra sem hafa ráð á há- tiskunni. Meðal viðskiptavina Jacobs eru margar stjörnur sem er líklega besta auglýs- ingin sem nokkur hönnuður getur aflað sér. Eitt megineinkenni hönnunar Jacobs er sú að föt hans hafa engin séreinkenni sem ein- göngu má tengja við hann. „Sumir halda því fram að ég hafi engin séreinkenni en það er vegna þess að ég vil ekki að konan sé of meðvituð um í hverju hún er,“ segir Jacobs um fötin sín. Hann þykir nota klassísk snið með nútímalegum hætti og hannar fáguð föt án þess að nota mikið af skrauti eða tilgerð. Hugmynd Jacobs er sú að ekki þurfi allir að vita að konan sé í rándýrri peysu heldur að henni líði vel í peysunni og finnist hún vera einstök. Á myndunum má sjá nokkrar af þeim konum sem kjósa fatnað frá Marc Jac- obs. MARC Jacobs er einn af vinsælustu hönnuð- um Bandaríkjanna. RITA Wilson eiginkona Tom Hanks í kjól frá Marc Jacobs. LEIKKONAN Marisa Tomei í bleikum kjól hönnuðarins. FYRIRSÆTAN Helena Christ- ensen í guliofnum kjól Jacobs. SÖNGKONAN Tamia í kjól frá Marc Jacobs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.