Morgunblaðið - 23.11.1997, Síða 8

Morgunblaðið - 23.11.1997, Síða 8
8 SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Að ðllum Ukittdum var ÉG VAR bara að baða, svo missti ég bara sápuna... Menntamálaráðherra um stuðning við fötluð börn í leikskólum Árni Þór setti reglumar sjálfur BJÖRN Bjamason menntamálaráð- herra segir að Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi og formaður stjórnar Dagvistar bama, hafi sjálfur komið að því að móta gildandi reglur um greiðslur kostnaðar vegna stuðnings við fötluð börn í leikskólum. Hann hafí setið í starfshópi sem var sam- mála um að frá 1. janúar á þessu ári yrði greiðsluskylda ríkissjóðs vegna fatlaðra barna á leikskólastigi felld niður. Eins og fram kom í Morgunblað- inu s.l. föstudag kynnti Árni Þór á borgarstjórnarfundi skýrslu þar sem segir að 203 börn í leikskólum borg- arinnar njóti ekki sérstaks stuðnings þótt þau séu talin hafa alvarleg þroskafrávik og sé það rakið til breytingar sem menntamálaráðu- neyti gerði á reglum um sérstuðning árið 1995. Ráðherra segir að borgarfulltrú- inn hafi sjálfur átt þátt í setningu breyttra reglna. „Ámi Þór Sigurðs- son sat í starfshópi sem fór yfír málið og lagði fram ákveðnar tillög- ur sem starfað hefur verið eftir,“ segir Bjöm Bjamason. „Þannig að það kemur mér mjög á óvart að hann tali um þetta sem einhvem sérstakan áfellisdóm yfír mennta- málaráðuneytinu. Þetta er málefni sem hann hefur komið að og ráðu- neytið hefur framkvæmt í samræmi við tillögur sem hann sjálfur gerði hinn 15. mars 1996.“ Starfshópur komst að niðurstöðu í fréttatilkynningu sem ráðuneyt- ið sendi frá sér í framhaldi af um- mælum Áma Þórs segir að 1995 hafi ráðuneytið sett reglur um end- urgreiðslur ríkissjóðs vegna fatlaðra barna á leikskólum samkvæmt lög- um um málefni fatlaðra. Markmiðið hafí verið að laga reglurnar að breyttum lögum, en jafnframt gera þær einfaldari. Vegna gagnrýni á reglumar hafí ráðuneytið stofnað starfshóp til að fara yfir málið og hafí Árni Þór m.a. setið í þeim hópi og staðið að þeirri niðurstöðu hóps- ins að áfram skyldi styðjast við vinnuregiumar frá 1. júií 1995. „í lokaáliti hópsins segir að „í raun bera sveitarfélög ábyrgð á þjónustu við fötluð böm í leikskólum og hefur ríkið ekki komið með öðr- um hætti að málinu en að endur- greiða ákveðinn kostnað," segir í fréttatilkynningunni. Þá segir að á grandvelli þess að starfshópurinn varð sammála um að fella niður greiðsluskyldu ríkis- sjóðs hafi verið gert samkomulag milli Sambands íslenskra sveitarfé- laga, íjármálaráðherra og félags- málaráðherra um að stefnt skyldi að því að sveitarfélögin önnuðust alfarið kostnað vegna vistunar fatl- aðra forskólabarna frá og með 1. janúar 1997. Því hafí verið lýst yfír að ríkissjóður mundi taka að sér aðra útgjaldaliði á móti útgjalda- auka sveitarfélaga. Samningavið- ræður um frekari verkaskiptingu standi enn yfir en menntamálaráðu- neytið hafí ekki átt beina aðild að þeim. „Hafí framlög vegna þessara málefna lækkað til leikskóla í Reykjavík er það þess vegna við aðra að sakast en menntamálaráðu- neytið,“ segir í fréttatilkynningunni. Fötluð börn eða börn með þroskafrávik? í tilkynningú ráðuneytisins er jafnan talað um kostnað vegna fatl- aðra bama i leikskólum en í máli Árna Þórs Sigurðssonar hafði verið rætt um sérstuðning við börn sem talin eru hafa alvarleg einkenni þro- skafrávika. Aðspurður hvort verið gæti að um væri að ræða mismun- andi skilgreiningar á fötlunarhug- takinu sagði Bjöm Bjamasön að skilgreiningar ráðuneytisins og allar viðræður aðila um málið væru byggðar á þeim skilgreiningum sem fram koma í lögum um málefni fatl- aðra. BÍÓ-HLJfjBKEBH í STOFUS NS-E60 50W bak- hátalarar NSC105 100W miðju- hátalari 5 rásir, útvarp með sjálfleftara og Dolby Prologic Surround Fákafen 11 Sfmi 568 8005 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT Nýtt unglingablað Smellur einblín- ir á jákvæð við- fangsefni Elín Jóhannsdóttir SMELLUR heitir nýtt unglinga- tímarit sem Æsk- an gefur út. Elín Jó- hannsdóttir er ritstjóri blaðsins. „í tilefni afmælis Æskunnar var ákveðið að kanna þörfína fyrir sérstakt unglingablað," segir Elín. „í ljós kom að markaður var talinn fyrir slíkt tímarit og því var farið að undirbúa útgáf- una.“ - Hverskonar efni verðið þið með í þessu unglingablaði? „Við ætlum að reyna að höfða til allra unglinga og því verður efnið mjög ijölbreytt. Smellur á að vera unglingablað með jákvæðu yfirbragði. Við ætlum að benda á öll þau heilbrigðu viðfangsefni sem ungl- ingar eru að fást við.“ Elín segir að blaðið muni vinna forvarnastarf með því að draga fram allt það jákvæða sem ungl- ingar era að gera. „Við fylgjumst vel með unglingamenningu og áhugamálum sem þeir hafa hveiju sinni. - Korna unglingar nálægt skrif- unum? „Já, á tvo vegu. Annarsvegar munu unglingar taka viðtöl fyrir blaðið og hinsvegar fáum við til liðs við okkur bekki sem taka við- tal. í næsta blaði mun birtast við- tal sem bekkur í Tjarnarskóla tók við Pál Óskar Hjálmtýsson. Það tókst mjög vel og í kjölfarið ákváð- um við að hafa slík viðtöl reglu- lega í blaðinu." Elín bendir á að einu sinni í mánuði sé útvarpsþáttur á X-inu í umsjón blaðsins. Þar er fjallað um efni blaðsins og unglingar fengnir til að stjórna þáttunum. Blaðið hefur leitað til skóla í þeim tilgangi að fá unglinga til að stjórna útvarpsþáttunum. - Þið eruð með sérstaka neyð- arlínu í blaðinu. „Já, það er sérstakur vanda- málaþáttur. Æskan fékk ótal bréf frá unglingum sem voru að skrifa um vanda sinn og við erfum þann póst allan. Hjá Smelli höfum við fengið til okkar fagfólk sem tekur við þessum bréfum, flokkar þau, les og ákveður hvernig tekið er á ráðleggingum í framhaldi." Elín segir að Oddur Albertsson, skóla- stjóri Lýðskólans og fyrrverandi skólastjóri Reykholtsskóla, sé ann- ar þessara fagmanna en auk hans svarar bréfunum íris Árnadóttir kennari en hún er með B.A. próf í sálarfræði. - Um hvað eru unglingar að skrifa ykkur? „Við erum þegar búin að fá mörg bréf og okkur finnst sláandi hversu mörg þessara vandamála eru mjög alvarlegs eðlis. Þetta eru mál eins og sifjaspell, áfengisvandamál hjá unglingnum eða aðstandendum hans og einelti. Unglingarnir senda okkur fullt nafn og heimilisfang með bréfun- um. Það fagfólk sem síðan skoðar bréfin metur leiðirnar sem eru farnar í framhaldi. Sum bréfín eru þess eðlis að krakkarnir vilja alls ekki að þau birtist." Elín segir það hafa vakið at- hygli þeirra að krakkar sem skrifa blaðinu virðist stundum mjög illa að sér um kynferðismál. „Þeir eru að spyija um kynþroska, getnað- ► Elín Jóhannsdóttir er fædd í Reykjavík. Hún skrifaði fyrir barnablaðið ABC meðan hún var í námi en Elín lauk kennara- prófi frá Kennaraháskóla ís- lands árið 1990. Hún starfaði við kennslu um tíma en hefur lengstum skrifað og teiknað fyrir Skálholtsútgáfu og rit- stýrði um skeið Barnablaðinu. Hún var ráðin ritstjóri ungl- ingatímaritsins Smells síðastlið- ið sumar. arvarnir, og svo framvegis. Við sem skoðum þessi bréf höfum velt fyrir okkur hvort ekki sé nægilega vel staðið að kynfræðslu á heimil- unum og í skólum landsins." - Fáið þið svipaðan fjölda bréfa frá báðum kynjum? „Nei, stúlkur eru í meirihluta. Við erum líka með íþróttaþátt sem krakkarnir skrifa bréf til og þar er það Þór Sverrisson sem svarar bréfunum. Hann er þolfímikennari og hefur þar að auki verið mín hægri hönd við efnisvinnslu þessa blaðs. Margar stúlkur skrifa til dæmis íþróttaþættinum okkar en drengir virðast ekki finna þörf hjá sér til þess þó svo þeir hafí alveg eins áhuga á íþróttum og stelpurnar." - Verðið þið með fræðslu í blað- inu um mál eins og misnotkun áfengis og fíkniefnavandann? „Við lítum svo á að með útgáfu blaðsins séum við að vinna for- varnastarf. Um skeið höfum við verið að velta fýrir okkur leiðum til að fræða unglingana um ýmsar þær hættur sem steðja að á þess- um aldri. Sumir halda að beinn áróður skili sér ekki til krakkanna en með jákvæðri umfjöllun um heilbrigð viðfangsefni sé óbeint unnið for- varnastarf. Við mun- um reyna að fræða krakkana um skað- semi reykinga, hætt- una sem stafar af eit- urlyfjum og svo fram- vegis. Við eigum bara eftir að koma okkur niður á réttu leiðina." Elín segir að þessa dagana sé verið að vinna að jólablaði Smells. „Meiningin er að kynna mismun- andi starfsgreinar í blaðinu sem eru spennandi og höfða til tán- inga. í blaðinu verður ýmislegt forvitnilegt, viðtal við flúgfreyju sem vann í Saudi Arabíu, viðtal við Pál Óskar, viðtal við hljóm- sveitarmeðlimi EMW en sú hljóm- sveit er að verða álíka vinsæl og hljómsveitin Take That. Þá er í blaðinu viðtal við Arnar Stein hjólabrettakappa og margt fleira." Mörg bréf- anna eru al- varlegs eðlis

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.