Morgunblaðið - 23.11.1997, Qupperneq 55
MORGUNB LAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Sígild myndbönd
TIME BANDITS
•kirk'h
EITT minna uppáhaldsatriða í
gamanmynd er að finna í þessari
kolrugluðu en ómótstæðilegu mynd
sem Gilliam leikstýrði og skrifaði
árið 1981. Sex dvergar eru að róla
sér á hvítum kössum í óútskýran-
legu, niðdimmu tómarúmi austan
I við sól og vestan við mána. Einn
framkvæmir mestar hundakúnst-
imar í þessu útgeimsróleríi og kall-
ar til hinna „Sjáið mig núna!“. Sjón
er sögu ríkari, fáránleika af þessari
stærðargráðu er ekki hægt að lýsa
með orðum. Og samhengið stórbil-
að á undan og eftir. Þetta atriði
sannar að fátt er fyndnara í henni
veröld en hamslaus fáránleiki snill-
inga á borð við Gilliam. Öfgar, eilítil
geggjun, óskorðað hugmyndaflug,
• allt eru þetta grundvallaratriði í
verkum meistara skopmyndanna.
Einsog nafnið bendir til, fjallar
Time Bandits um ferðalag um rúm
og tíma. Kevin litli (Craig Worn-
ock), sonur einstaklega hvimleiðra
foreldra, er numinn á brott af sex
kenjóttum dvergum sem fara með
. hann í mikla ævintýraferð í gegn-
um söguna. Á hælum þeirra er úr-
illt Almættið (Sir Ralph Richard-
son). Hafa dvergarnir stolið frá
1 honum götóttu korti af alheimnum
og gegnum þessi „göt“ endasendast
þeir á milli hinna ólíklegustu staða,
hitta hinar ólíklegustu persónur á
hinum ólíklegustu tímum. Þeir sem
verða á vegi þeirra eru m.a. Hrói
höttur (John Cleese), Napóleon
(Ian Holm) og Agamemnon kon-
Iungur (Sean Connery). Eins koma
við sögu David Warner, Nichael
Palin, Shelley Duvall og Peter
Vaughan. Ef menn hafa gaman af
óbeisluðum fáránleika er þetta
myndin.
BRAZIL
kkrk'h
TERRY Gilliam á aðeins 8
myndir að baki, engu að síður er
hann álitinn í hópi forvitnilegustu
| leikstjóra samtímans, konungur
fantasíunnar. Það er fimmta mynd-
* in hans, Brazil (‘85) sem hefur mest
| styrkt hans stöðu á þeim heiðurs-
palli. Þetta er framtíðarsýn með
svartnættishúmor. Jonathan Pryce
< Steve
McManaman
er bestur
^LIVERPOOL klúbburinn á ís-
, jandi valdi enska landsliðsmann-
" inn Steve McManaman besta leik-
| mann Iiðsins síðasta keppnistíma-
| bil. Liverpool-aðdáendur í
klúbbnuni fóru í „pílagrímsferð"
til Liverpool fyrir skömmu, þar
sem þeir fylgdust með leik liðsins
gegn Chelsea á Anfield Road, og
komu einnig við á Melwood-æf-
ingavellinum. Við það tækifæri
heiðruðu þeir McManaman -
færðu honum áletraðan skjöld og
i niyndabók um ísland. Á mynd-
inni eru, frá vinstri: Jón Geir Sig-
( urbjörnsson, formaður Liver-
( pool-lúbbsins, Steve McManaman
og Guðmundur Magnússon,
gjaldkeri klúbbsins.
leikur embættismann í óljósri fram-
tíð, sem flýr sína grámyglulegu og
hnignandi tilveru á náðir gjörólíks
draumaheims þar sem honum
gengur allt í haginn. Hetjan sem
jafnan er til staðar þegar
draumadísin hans (Kim Griest)
kemst í hættu.
Myndin minnir nokkuð á 1984
eftir Órwell, Allsráðandi ofurtölvan
er aldrei langt undan, henni verða
þó á mistök og þá kemur Pryce til
skjalanna. I leit sinni að skekkjunni
kynnist hann Griest sem starfar
fýrir hryðjuverkamanninn Robert
De Niro og skrifstofublók framtíð-
arinnar er kominn í stökustu vand-
ræði.
Brazil er upplifun fyrir augað og
andann, leiktjöldin eru stórfengleg,
framvindan full af hugmyndaauðgi
leikstjórans og handritshöfundar-
ins (Gilliam fékk reyndar hjálp við
það síðamefnda frá ekki ómerkarii
manni en leikritaskáldinu Tom
Stoppard). Pryce og De Nero eru í
góðum félagsskap Bobs Hoskins,
Ians Holm, Michaels Palin, Peters
Vaughans og fleiri góðra manna.
MONTY PYTHON
AND THE HOLY GRAIL
kkrk'k
SÚ BILAÐASTA og besta af
M.P. myndunum er skopstæling á
goðsögninni um Artúr konung og
riddara hans. Gamanið vitaskuld í
dekkri kantinum, jafnvel blóðidrifið
og ofbeldisfullt, en alvöruleysið
svífur jafnan yfir vötnunum. Mynd-
in er unnin af hópnum, Simon Gray,
Michael Palin, Eric Idle, John
Cleese, Ten-y Jones (sem leikstýrir
í félagi við Gilliam) og Graham
Chapman, auk Gilliams. Þeir fara
einnig með aðalhlutverkin í þessari
makalausu miðaldamynd sem á
engan sinn líka í kvikmyndasög-
unni.
Sæbjörn Valdimarsson
hver mínúta
eftir khg:oo
á kvöldin
PÓSTUR OG SÍMI
KRINGMN
Njottu dagsins
og komdu
í Kringluna í dag!
SUNNUDAGUR 23. NÓVEMRER 1997 55
í Kringlunni
Velkomm i Krinaluna i daa!
Það verður létt sunnudagsstemmning í Kringlunni í dag
fyrir alla fjölskylduna. Opið frá kl. 1 til 5.
öke
lubíó
Fyrstu 120 fá ókeypis
á myndina Rokna
Tuli kl. 12:45 ísal 3.
Disney myndin
Hefðarfrúin og
umrenningurinn,
sýnd kl. 1 í sal 1.
Eefðarfníin
I
MISMHÍNCTIIHN
Pennmn oa Soice Girls
20% afsláttur af Spice Girls vörum í Pennanum í dag
Ásta og Keli úr Stundinni okkar kynna jóladagatal Sjónvarpsins.
Opið i Suðurhusi
Demantahúsið
Deres
Eymundsson
Gallerí Fold
Götugrillið
Habitat
Kringlubfó
Nýja Kökuhúsið
Oasis
Sega leiktækjasalur
Smash
Musik Mekka
(sbarinn við Kringlubíó Whittard
Isbarinn
við Kringlubíó
Barnaísinn vinsæli, Kalli köttur,
Olli ísálfur, Sambó litli og
Smart-ísinn. Aðeins 75 krónur.
Fyrir fullorðna, fitusnauóur
jógúrt ís með ávöxtum.
Áður 390 og nú 320 krónur.
Opið i Norðurhusi
AHA matvöruverslun Kókó
Body Shop Hagkaup Leikfangabúðin
Borð fyrir tvo sérvöruverslun Vedes
Búsáhöld og Hans Petersen Lapagayo
gjafavörur Ingólfsapótek Penninn
Cha Cha Islandia Sautján
Clara Jack & Jones Skífan
Dýrðlingarnir Kaffihúsið Sólblóm
Gallabuxnabúðin Kaffitár Stefanel
Galaxy / Háspenna Kiss Vero Moda
Hagkaup Konfektbúðin