Morgunblaðið - 23.11.1997, Blaðsíða 1
112 SÍÐUR B/C/D/E
STOFNAÐ 1913
268. TBL. 85. ARG.
SUNNUDAGUR 23. NOVEMBER 1997
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Vopnaleit hefst
að nýju í Irak
Baghdad. Reuters, The Daily Telegraph.
UM 75 eftirlitsmenn á vegum Sameinuðu
þjóðanna, þeirra á meðal sex Bandaríkja-
menn, hófu í gær leit að hugsanlegum gjör-
eyðingarvopnum í Irak eftir þriggja vikna
hlé vegna banns íraka við þátttöku Banda-
ríkjamanna í vopnaeftirlitinu. írakar reyndu
ekki að hindra leitina, að sögn eftirlits-
manna, en áhrifamesta dagblað Iraks, Babel,
varaði við því að enn væri hætta á árásum
Bandaríkjahers á landið.
Sameinuðu þjóðirnar og írakar höfðu deilt
um vopnaeftirlitið frá 29. október þegar
stjórnvöld í Baghdad ákváðu að banna öllum
bandarískum vopnaeftirlitsmönnum að fara
á staði þar sem grunur leikur á að írakar
hafi falið gjöreyðingarvopn eða gögn um
vopn, sem þeim er ekki heimilt að eiga sam-
kvæmt vopnahlésskilmálum eftir stríðið fyrir
botni Persaflóa árið 1991. Irakar vísuðu
Bandaríkjamönnunum úr landi 13. þessa
mánaðar og sökuðu þá um njósnir í þágu
Bandaríkjastjórnar en Sameinuðu þjóðirnar
svöruðu með því að flytja allt eftirlitsliðið úr
landinu.
Að sögn Washington Post beinist leitin
einkum að 25 sýklaoddum sem grunur leikur
á að írakar hafi falið. Talið er að oddarnir
séu hlaðnir miltisbrandi eða bótúlíni, sem
veldur taugalömun.
Eftirlitsmönnum fjölgað?
Ráðgjafarnefnd á vegum Sameinuðu þjóð-
anna lauk í gær 12 klukkustunda fundi í New
York þar sem rætt var hvemig haga ætti
vopnaeftirlitinu í Irak. Nefndin er skipuð
vísindamönnum, prófessorum og nokkrum
embættismönnum frá fímm heimsálfum og
var boðuð til skyndifundar þegar írakar
féilust á að heimila Bandaríkjamönnum að
taka þátt í eftirlitinu eftir að Rússar lofuðu
að beita sér fyrir því að slakað yrði á refsiað-
gerðum Sameinuðu þjóðanna gegn Irak.
Nefndin hugðist leggja fram tillögur fyrir
öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í gær og
hermt var að hún legði m.a. til að fjölgað yrði
í eftirlitssveitum Sameinuðu þjóðanna með
því að bæta við mönnum frá öðrum ríkjum
en Bandaríkjunum. Bandaríkjamennirnir
yrðu því hlutfallslega færri en áður þótt
heildarfjöldi þeirra breyttist ekki.
Árni Sæberg/Morgunblaðið
OK tapaði en
var „í lagi“
BANDARÍKJAMENN tóku að nota
skammstöfunina „OK“, sem hefur verið
notuð í merkingunni „allt í lagi“, fyrir
rúmum 150 árum og hún á rætur að rekja
til gælunafns áttunda forseta Bandaríkj-
anna, ef marka má nýja bandaríska bók.
Sagnfræðingar
hafa lengi velt
fyrir sér uppruna
skammstöfunar-
innar og ýmsar
tilgátur hafa kom-
ið fram. Sam-
kvæmt nýjustu
kenningunni var
hún fyrst notuð í
forsetakosningun-
um í Bandaríkjun-
um árið 1840 þeg-
ar Martin Van Buren, þáverandi forseti,
beið ósigur fyrir William Henry Harrison.
Van Buren gekk undir gælunafninu „Old
Kinderhook" - eftir heimabæ sínum í
New York-ríki - og stuðningsmenn hans
kölluðu hann „OK“.
Þótt „OK“ hafi tapað í kosningunum
fór gælunafnið sigurför um heiminn í
merkingunni „allt í lagi“, að sögn Davids
Bamharts og Allans Metcalfs, höfunda
bókarinnar „In So Many Words“.
Bæjarstjóri
bannar verjur
ALLAR getnaðarvarnir, hveiju nafni sem
þær nefnast, hafa verið fjarlægðar úr
lyfjabúðum brasiliska bæjarins Bocaiuva
do Sul að fyrirmælum bæjarstjórans,
Elcios Bertis. Hann greip til þessa ráðs
vegna þess að íbúum bæjarins hefur
fækkað um helming í rúin 8.000 á tveim-
ur áratugum og hann vill að þeir auki
kyn sitt til að bjarga bænum.
Herferð bæjarstjórans gegn getnaðar-
vörnum tengist á engan hátt andstöðu
kaþólsku kirkjunnar við þær. Hann
komst einfaldlega að þeirri niðurstöðu að
ef ekkert yrði að gert myndi bærinn tapa
40% af þeim styrkjum, sem hann hefur
fengið frá ríkinu, en þeir eru miðaðir við
íbúafjölda sveitarfélaganna.
„Frá og með þessum degi er bannað að
selja öll lyf eða annan varning sem gerir
barnsfæðingar ómögulegar," sagði í til-
kynningu frá bæjarsljóranum.
Lyfsalinn ævareiður
Florismundo Alberti, fyrrverandi bæj-
arsljóri Bocaiuva do Sul, er ævareiður yf-
ir banninu, enda rekur hann aðra af
tveimur lyfjabúðum bæjarins. Heilbrigð-
isráðherra Parana-rikis, sem bærinn til-
heyrir, sagði að fyrirmælin hefðu ekkert
lagalegt gildi og íbúar Bocaiuva do Sul
gætu notað getnaðarvarnir að vild.
Hutchence látinn
Heysterk hross í Kjósinni
Talinn hafa
svipt sig lífí
Sydney. Reuters.
ASTRALSKA poppstjaman Michael
Hutchence, aðalsöngvari rokkhljómsveit-
aiinnar INXS, fannst látinn á hóteli í
Sydney í gærmorgun
og ástralskir fjöl-
miðlar sögðu að hann
hefði hengt sig með
leðurbelti.
Hutchence, sem
var 37 ára, var
þekktasti popptón-
listarmaðm’ Astralíu
og stöðugt í sviðs-
Ijósinu vegna
stormasams einka-
lífs. Hann var í tygj-
um við nokkrar heimsfrægar fyrirsætur
áður en hann kynntist bresku sjónvarps-
konunni og rithöfundinum Paulu Yates og
þau eignuðust nýlega dóttur.
Hutchence og félagar hans í INXS
(borið fram eins og „In Excess“) voru að
undirbúa tónleikaferð um Ástralíu í tilefni
þess að 20 ár eru liðin frá því hljómsveitin
var stofnuð. Meðal þekktustu laga hljóm-
sveitarinnar eru „Suicide Blonde“ og
„New Sensation“ og síðasta plata hennar
heitir „Elegantly Wasted“.
Michael Hutchence
AMENN
VERSLA
VITTHVAÐ
FALLEGT
VIÐSKIPTIJaVINNULÍF
Á SUNNUDEQI