Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1997næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Morgunblaðið - 23.11.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.11.1997, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Taumlaust eða tjóðrað Það eru skiptar skoðanir um Breið- band Pósts og síma og væntanlega sjón- varpsstarfsemi fyr- irtækisins. Guðni Einarsson kynnti sér sjónarmið um þráðlausar og þræddar leiðir í breiðbandsvæðingu. GREIÐ fjarskipti eru forsenda margvíslegra framfara. Fyrir- tæki fjölga starfs- stöðvum og setja upp útibú í mörgum löndum; fólk stundar nám eða vinnu heima - með aðstoð fjarskipta. Sífellt eru gerðar kröfur um aukna flutnings- getu, gæði og öryggi. Hinn almenni neytandinn lætur sér í léttu rúmi liggja hvaða tækni liggur að baki, svo lengi sem hann fær umbeðna fjarskiptaþjónustu. Margir eru á því að næstu skref til að svara auknum kröfum verði frekari þróun stafrænna símkerfa, svonefnd xDSL tækni, sem gerir kleift að senda miklar upplýsingar, jafnvel sjónvarpsmyndir, um venju- legar símalínur. I nýlegri skýrslu frá Ovum, sem er alþjóðlegt ráð- gjafafyrirtæki á sviði fjarskipta- og upplýsingatækni, kemur fram að meðal þess sem knýr símafélögin í þessa átt sé að nýir aðilar eru þegar farnir að keppa á breiðbandsmark- aði, hagkvæmni þess að nýta núver- andi símalagnir, möguleikar síma- fyrirtækja til að bjóða víðtækari þjónustu og leið til að létta á tal- símakerfum sem víða eru ofhlaðin. Samkeppni um sjónvarp Póstur og sími hf. (P&S) hefur boðið upp á Samnet (ISDN) og há- hraðanet til að svara kröfunni um aukna flutningsgetu. Nú bætist við Breiðband sem nýtir ljósleiðara og kóaxkapla. Par er því stigið yfir xDSL þróunarstigið sem notar kop- arvírana. Breiðband P&S verður fyrst um sinn notað til endurvarps erlendra sjónvarpsstöðva. Það mun því keppa við þá sem fyrir eru á sjón- varpsmarkaði, ekki síst Fjölvarp ís- lenska útvarpsfélagsins hf. (IU) sem notar örbylgjusendingar til að endurvarpa 11 gervihnattarásum auk Sjónvarpsins, Stöðvar 2, Sýnar og Omega á Faxaflóasvæðinu. Þá eru staðbundin sjónvarpsfélög úti á landi sem hafa endurvarpað erlend- um stöðvum um örbylgjusenda. Hannes Jóhannsson, tæknistjóri, hefur stjómað tæknilegri uppbygg- ingu íslenska útvarpsfélagsins hf. (IU) frá upphafí og var einnig tæknistjóri Islenska sjónvarpsins hf. Hann fylgist vel með þróun tækni sem notuð er til dreifingar sjónvarpsefnis, bæði um þráð og þráðlaust, og hefur meðal annars kannað mögulegar leiðir fyrir ÍÚ að hefja breiðbandsþjónustu. Hvað er breiðband? „Breiðbandið er meira en margar rásir,“ segir Hannes. „Breiðband er Hannes Jóhannsson, Bergþór Halldórsson, tæknistjóri ÍÚ. framkvæmdastjóri Fjarskiptanets P&S. fjölnota þjónusta sem flutt getur margs kon- ar gögn, útvarp, sjón- varp, tölvuboð, Inter- net og fleira, og er gagnvirk í báðar átt- ir.“ Með gagnvirkni er átt við að notandinn sé ekki áhrifalaus neyt- andi, sem einungis hafi val um rásir eða að kveikja og slökkva á tækinu, heldur virk- ur og geti með beinum hætti haft áhrif á sendinguna og brugð- ist við henni. Að mati Hannesar stendur Breiðband P&S því ekki undir nafni, að minnsta kosti eins og það hefur ver- ið kynnt. Dreifa á sama efni til allra, kerfið er ekki gagnvirkt þannig að notandinn hefur ekki bein áhrif á efnisframboðið. Hannes segir að hægt sé að fara ýmsar leiðir og misjafnlega kostn- aðarsamar við að setja upp breið- band. Hann segir dýrast að dreifa um kapal líkt og P&S hyggst gera. Ástæðan er ekki sú að sjálfur þráð- urinn, ljósleiðari og kóax-þráður, sé dýr. En það er dýrt að grafa upp götur og fjárfesta þarf í dýrum bún- aði, sem í tilviki P&S mun vera hlið- rænn. Það er mun ódýrara og fljót- virkara að byggja upp þráðlaust dreifikerfi í þéttbýli. Settur er upp sendir og síðan geta þeir sem hafa áhuga á að taka við merkinu fengið sér móttökubúnað. Það er því ekki lagt í mikinn kostnað við að koma merkinu til annarra en þeirra sem kæra sig um. Því er öfugt farið í kapalkerfum. Hér er breiðbandið lagt í hvert hús, óháð því hvort allir kæra sig um að kaupa aðgang að kerfínu. Hannes segir að á stórum mark- aðssvæðum sér ódýrast að dreifa sjónvarpsefni um gervihnetti. Landfræðilegar aðstæður geta einnig gert dreifingu um gervihnött að fysilegum kosti. „Til dæmis hafa Norðmenn valið að dreifa norsku sjónvarpi um gervihnöttinn Thor, sem sést vel hér á landi,“ sagði Hannes. Á minni markaðssvæðum, líkt og þéttbýlisstöðum hér á landi, telur Hannes að þráðlaus kerfi séu hag- kvæmust. Hann segir að vel megi nota örbylgjusendingar á borð við þær sem nýttar eru fyrir Fjölvarp IÚ til breiðbandssendinga. Sú leið sé miklu ódýrari en að leggja kapal- kerfi. Staðbundin kerfi hafa einnig þann kost umfram gervihnetti að hægt er að senda út staðbundið efni. Sóun á almannafé Hannesi þykir gagnrýnivert að Póstur og sími hf. skuli nú vera að setja upp hliðræna dreifingu á sjón- varpsefni, því það hljóti að vera skammtímalausn. Þróunin stefni óð- fluga til stafræns sjónvarps og inn- an skamms tíma verði að skipta út hliðrænum búnaði, sem nú er verið að kaupa. Þarna sé fyrirtæki í eigu almennings að sóa fjármunum. Hannes telur að eðlilegra hefði ver- ið fyrir P&S að bíða með sjónvarps- þjónustu þar til stafrænir mynd- lyklar fyrir þráðarkerfi væru til reiðu. Nú þegar er hægt að fá staf- ræna myndlykla fyrir þráðlausar sendingar og sambærilegir þráð- lyklar á næstu grösum. Hannes telur að enn séu tvö til þrjú ár þar til íslenska útvarpsfé- lagið fer að bjóða stafræna sjón- varpsþjónustu. Stafrænt sjónvarp býður upp á meiri gæði en hliðræn- ar sendingar og ýmsa nýja mögu- leika, t.d. annað notendaviðmót. Hægt er að fletta síðum, líkt og menn þekkja af alneti og í texta- varpi. Þetta hefur verið nýtt fyrir sjónvarpsmarkaði og hægt að kaupa vörur á skjánum. Til að bjóða upp á stafræna þjón- ustu þarf ÍÚ að kaupa nýjan búnað til læsingar á útsendingu og nýja myndlykla. ÍÚ tók núverandi mynd- lyklakerfi í notkun fyrir þremur ár- um og þá var skipt um alla lykla á skömmum tíma. Hannes segir að stafræn sjónvarpsþjónusta verði væntanlega byggð upp smám sam- an og boðin til hliðar við núverandi myndlyklakerfi til að byija með. Hannes segir að fjárfestingin í myndlyklakerfinu sé ekki búin að skila sér, slíkt taki 5-7 ár í einka- geiranum og fyrst að því loknu geti IÚ hugsað sér til hreyfings. Póstur og sími stefnir að því að Breiðbandið nái til 50-60% heimila víða um land á næstu tveimur til þremur árum. En kemur til greina að bjóða Fjölvarpið víðar en við Faxaflóa? „Eftirspurnin er ekki það mikil að við sjáum okkur fært að fara inn á litla staði með Fjölvarpið,“ sagði Hannes. „Fjölvarpið skilar ekki hagnaði í dag og ég skil ekki hvaða rekstrarkannanir eða viðskiptafor- sendur liggja að baki þessari ákvörðun Pósts og síma. Þeir ætla að vísu að bjóða upp á fleiri rásir en við erum með nú í Fjölvarpinu, en fleiri rásir eru ekki endilega það sem skiptir máli. Það er ekki okkar reynsla að rásafjöldinn ráði úrslit- um. Reynsla okkar er sú að það séu fáeinar rásir sem bera uppi áhorfið á Fjölvarpið." Fjölvarpið getur flutt 23 sjónvarpsrásir með hefðbundinni hliðrænni tækni. Með stafrænni tækni og þjöppun væri hægt að flytja 6-8 sinnum fleiri sjónvarps- rásir á sama tíðnibili eða 130-180 rásir. Netið á breiðbandi Póstur og sími hyggst bjóða Internet-þjónustu í gegnum breið- bandið. Sú boðleið býður upp á margfalda fiutningsgetu frá net- þjónustu til notenda á við það sem kleift er í gegnum venjuleg síma- mótöld. Hannes segir að það sé til athugunar hjá ÍÚ að fara út í að bjóða sambærilega netþjónustu á tíðnisviði Fjölvarpsins. Sú þjónusta verði þó ekki endilega gagnvirk, frekar en hjá Breiðbandi P&S. Not- andinn verði að nota aðra boðleið til netþjónustunnar, tii dæmis talsíma- kerfið. Netþjónustan þekkir leiðina til tölvu notandans um breiðbandið, hvort sem er um þráð eða þráð- laust, og notar þá leið til að flytja gögn til viðtakandans. Tölvuboðin eru send í pökkum og er hver pakki merktur viðtakanda. Meginmunurinn á flutningsleið breiðbandsins og símakerfisins er sá að símakerfið sendir gagnapakk- ann beint til tölvu notandans en á breiðbandi fara allir pakkar um allt. Tölva hvers notanda þekkir þar sína pakka og tekur þá út úr pakkaflóð- inu. Hannes segir að sé sjónvarpsrás tekin undir slíkan flutning geti hún annað 1.200 til 1.800 notendum sam- tímis, eða alls 3.600 til 8.000 áskrif- endum að netþjónustunni, því ekki eru allir á netinu í einu. Komin eru á markað sérstök loft- net sem gera notandanum kleift að hafa samband við netþjónustuna um örbylgjuna og gera kerfið gagn- virkt. Loftnetið er þá bæði mót- töku- og sendiloftnet. Þessi loftnet eru nokkru dýrari en venjulegt móttökuloftnet. Eins þarf notand- inn að kaupa sérstakt mótald sem kostar um 35 þúsund krónur. Samkeppni kerfanna Hannes telur að ijósleiðari sé mjög góður kostur þegar um er að ræða flutning á milli fastra punkta í fjarskiptakerfum, svo sem á milli símstöðva. Það sé hins vegar um- deilt hversu ljósleiðari eigi að ná langt í dreifikerfum til notenda. Hann líkir þeirri stefnu Pósts og síma, að leggja ljósleiðara sem næst hverju heimili, við það áð lögð sé fjögurra akreina braut upp að hverju húsi. Venjulega séu umferð- arhnútarnir ekki í húsagötum eða heimtröðum fólks. Hannesi þykir einkennilegt að P&S sé að leggja mikla fjármuni í að setja upp breiðband sem hljóti að keppa við stafrænar þjónustur á borð við háhraðanetið og samnetið sem hefur verið byggt upp innan sömu stofnunar. Hann telur að þessar þjónustur gætu orðið alvöru gagnvirkar breiðbandsþjónustur, fengju þær að þróast í þá átt. „Póst- L t i l I ! S t I 1 S ' s I s ( ( ( I I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 268. tölublað (23.11.1997)
https://timarit.is/issue/130061

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

268. tölublað (23.11.1997)

Aðgerðir: