Morgunblaðið - 23.11.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.11.1997, Blaðsíða 34
$4 SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ODDNÝ Erlendsdóttir dvelur rúman áratug í Edinborg við nám og störf og þar kynnist hún kínverskum námsmanni, Kwei Ting Sen, sem hún giftist árið 1917. Fimm árum síðar flytja þau til Kína með son sinn, Erlend Ping Hwa, og setjast að í borginni Amoy. Um- skiptin eru mikil fyrir Oddnýju og þungt áfall ríður yfir er Erlendur sonur hennar smitast af hundaæði og deyr, sex ára gamall. Hjónin hafa þá nýlega eignast annan son og fá- um árum síðar fæðist þeim dóttir. Sonarmissirinn er Oddnýju þung- bær og henni gengur ekki vel að laga sig að háttum tengdafjölskyldu sinnar í Kína. Árekstrar eru óhjá- kvæmilegir og með árunum koma brestir í hjónaband þeirra Kwei Tings. Dag einn er ókunn kona stödd á heimili þeirra þegar Oddný jjemur heim. Önnur kona Eftir kvöldmatinn fór Oddný með börnin í háttinn. Hún gaf fóstrunni frí og háttaði þau og svæfði. Þegar þau voru sofnuð stóð hún upp og horfði á þau með stolti og hamingju. Jón Hai Hwa hafði sofnað með litla bátinn með rauðu seglunum ofan á hvítri sænginni og Signý Una hélt ut- an um hvíta kínverska tuskubrúðu í svefninum. Oddný kyssti þau á ennið og læddist síðan á tánum niður í setustofu þar sem dauf birtan af kín- versku Ijóskeri myndaði dularfulla skugga. Hún var of spennt eftir atburði eft- irmiðdagsins til að fara að sofa og fékk sér sígarettu. Húsið var hljótt; enginn virtist vera á ferli. Engir spilafélagar voru í heimsókn hjá Kwei Ting og engir söngleikir heyrð- ust úr herbergjum Unu. Hún velti fyrir sér hvort konan væri farin eða myndi gista yfir nóttina. Hún gat enn ekki losað sig við hina óútskýranlegu ónotatilfinningu sem hafði gripið hana um leið og þær voru kynntar. Eftir dálitla stund fór hún á stjá. Hana langaði til að ræða við Sjá-Mei um trúlofun Mei-Mei og reyna um !eið að fá frekari upplýsingar um Tsjang Li. Hún gekk fram í setu- stofu fjölskyldunnar en þar var eng- inn. Hún hringdi bjöllunni og Yliang birtist hljóðlaust eins og skuggi. „Yliang, hvar eru Sjá-Mei og Mei- Mei?“ „Þær fóru í heimsókn ásamt Unu,“ sagði Yliang og hneigði sig. „En Tzu?“ „Eg veit ekki hvar hann er, frú.“ „Þakka þér fyrir, Yliang, þú mátt fara.“ Yliang hneigði sig og hvarf. Ónota- tilfinningin kom aftur og hríslaðist um Oddnýju af fullum krafti. Hún fékk sér aðra sígarettu í auðri setu- stofunni þar sem daufir lampamir mynduðu dansandi skugga. Þeir höfðu óþægileg áhrif á Oddnýju. Hún gat ekki fest hugann við bók og fann sér ekkert til að gera, svo hún ákvað að reyna að finna eiginmann sinn. Hún fór fram á gang og læddist framhjá gestaherberginu til að vekja ekki Tsjang Li, ef hún væri þar enn. Þá heyrði hún lágt muldur. Einhver var inni í gestaherberg- inu. I fyrstu heyrði hún lágværa kvenmannsrödd; síðan rödd sem hún þekkti einkar vel. Grunurinn staðfestur Kwei Ting var inni í herberginu. Oddný vissi að innan við dymar vora þykk, purpurarauð flauelstjöld. Hjartað barðist svo harkalega í brjósti hennar að hana svimaði og maginn herptist saman í sáran hnút. Henni fannst hún ekki vera með sjálfri sér af ótta og vanlíðan. En hún varð að vita vissu sína. Hún opn- aði dymar hljóðlaust og gægðist í gegnum tjöldin. Tsjang Li lá í rúminu með hægri höndina vafða fínu líni og glært glas með ópíum stóð á náttborðinu. Kwei Ting sat við rúmstokkinn og lét blíð- lega að henni; kyssti andlit hennar og hendur. Oddný heyrði ástarorð fara á milli þeirra. Hún stóð eins og njörvuð niður og gat ekki hreyft sig. Fyrst gat hún ekki trúað eigin aug- um. Kwei Ting, sem var svo form- fastur og siðavandur! Síðan gerði hún sér grein fyrir að hún hafði búist við þessu lengi en neitað að trúa því. Hún var í rauninni ekki hissa þar sem sambandið á milli þeirra Kwei Tings hafði ekki verið sérlega ástríkt um tíma, heldur fyrst og fremst vin- skapur. Það kom samt ekki í veg fyr- ODDNÝ Erlendsdóttir frá Breiðabófstað var haldin brennandi útþrá sem leiddi hana til Edinborgar árið 1909, þar sem hún kynntist kín- verskum námsmanni og hélt með honum yfir hálfan hnöttinn til Kína. Þar kynntist hún töfrum og fegurð framandi menningarheims en einnig átökum og grimmd; hún átti margar hamingjustundir í þessu ævintýralandi en mátti einnig reyna missi, svik og sorg, segir í bókarkynningu. Kínverskir skuggar Kínverskir skuggar er örlagasaga Oddnýj- ar Erlendsdóttur frá Breiðabólsstöðum á Alftanesi sem átti viðburðaríkari og sér- stæðari ævi en flestar íslenskar samtíðar- -----------7------------- konur hennar. Arið 1909 hélt hún út 1 heim, tvítug að aldri, og dvaldi fjarri ætt- jörðinni í nær þrjá áratugi; fyrst í Skotlandi og síðan hinum megin á hnettin- um, í Kína, föðurlandi mannsins sem hún giftist. Sonardóttir hennar, Oddný Sen, dregur í bók sinni upp persónulega mynd ------------------7------ af þessari aldamótastúlku af Alftanesinu sem örlögin báru yfír höf og lönd ir að henni fannst jörðin skjálfa und- ir fótum sér. Mitt í allri þessari vanlíðan upp- götvaði hún að Kwei Ting var í raun haldreipi hennar í Kína, styrkurinn sem hún hafði alla tíð reitt sig á eftir flutninginn frá Vesturlöndum og lát Erlendar. Hún fann til hryllings þeg- ar hún gerði sér grein fyrir því hvað hún hafði leyft sér að verða ósjálf- stæð. Hún fann áhrifin af áfallinu breið- ast um líkamann eins og doða. Hún lokaði dyranum ofurhægt og tók síð- an til fótanna. Hún flúði til herbergis síns og lét fallast á rúmið. Leitað til gyðju miskunn- seminnar Um nóttina, þegar hún festi loksins svefh, dreymdi hana að hún væri heima á Breiðabólsstöðum. Hún dansaði um stofuna meðan skugg- arnir lengdust og klukkan tifaði, glöð og hamingjusöm vegna þess að faðir hennar ætlaði að kaupa handa henni harmónikku, sem hana hafði svo lengi langað til að eignast. I draumn- um sá hún föður sinn koma inn í hús- ið og sjálfa sig í fangið á honum og spyrja: „Elsku pabbi minn, hvar er nikkan mín?“ „Leitaðu í sekkjunum," svaraði hann. Hún sá sig setjast á gólfið og leita að harmónikkunni innan um mjöl og járnvarning. Hún sá föður sinn standa yfir sér með stríðnis- bros á vöram. Þá skildist henni að hann hafði svikið hana. Hún spratt á fætur og hrópaði: „Þú sveikst mig! Þú sveikst mig!“ EIGINMAÐURINN Kwei Ting ODDNÝ með frumburðinn Er- Sen gat ekki sagt skilið við lend Ping Hwa, sem hún missti í fornar siðvenjur. Kína af völdum hundaæðis. FJÖLSKYLDAN á Breiðabólstöðum á Álftanesi. HEIMILI Sen-hjónanna í Amoy i Kína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.