Morgunblaðið - 23.11.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1997 43
r
SIGURÐUR G.
SIG URÐSSON
+ Signrður G.
Sigurðsson var
fæddur í Reykjavík
21. apríl 1932.
Hann Iést á Land-
spítalanum 13. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Sigurður
Breiðfjörð Jónsson,
stýrimaður í
Reykjavík, f. 14.
okt. 1896 á Brunna-
stöðum, Vatns-
leysustrandarhr.,
Gull., d. 20. sept.
1936, og Margrét
Guðmundsdóttir Breiðfjörð,
fulltrúi, f. 25. júni 1903 í
Reykjavík, d. 6. sept. 1973.
Systur Sigurðar: Guðfinna
Breiðfjörð, f. 12. ágúst 1921,
d. 1985, Gyða Mack, f. 2. okt.
1922, búsett í Bandaríkjunum,
Sigríður Breiðfjörð, f. 30. ágúst
1928, Kristjana B. Dimon, f. 25.
des. 1930, búsett í Bandaríkjun-
um.
Hinn 8. desember 1956 gekk
hann að eiga eftirlifandi konu
sína, Mariu J. Guðmundsdóttur,
f. 19. júní 1934 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Guð-
mundur Maríusson, vélstjóri, f.
14. des. 1912, d. 9.
des. 1994, og Vigdís
Brynjólfsdóttir, f.
19. des. 1916, d. 22.
des. 1996. Börn Sig-
urðar og Maríu eru:
Vigdís María, f. 11.
okt. 1957, búsett í
Svíþjóð, gift Sören
Svensson, f. 25. maí
1956. Synir þeirra
eru Daníel og Ró-
bert. Margrét S.
Sigurðardóttir, f.
9. febrúar 1960,
gift Kjartani
Bjarnasyni, f. 15.
júlí 1959. Börn þeirra eru Mar-
ía Vigdís og Bjarni. Guðmund-
ur Breiðfjörð, f. 20. mars 1968.
Sigurður hóf nám í Guten-
berg 1. okt. 1948, tók þaðan
sveinspróf í setningu 11. jan.
1953 og vann þar til 1964. Vann
í prentsmiðju Morgunblaðsins
1964-1965, fór til Bandaríkj-
anna 10. apríl 1965, kom heim
aftur og vann í ísafoldarprent-
smiðju til nóv. 1968, síðan í
Gutenberg til starfsloka.
Útför Sigurðar fer fram frá
Háteigskirkju á morgun, mánu-
dag, og hefst athöfnin klukkan
13.30.
í vetrarbyijun, þegar skamm-
degismyrkrið sækir á og verður
senn alls ráðandi, andaðist mágur
minn Sigurður G. Sigurðsson hálf
sjötugur að aldri. Hann var prent-
ari að mennt. Guðmundur afi hans
var einn af stofnendum prentsmiðj-
unnar Gutenberg, seinna ríkisprent-
smiðja, en þar lærði Sigurður prent-
verk. Þar lærði einnig og vann um
skeið Guðmundur móðurbróðir
hans.
Og Margrét móðir hans vann þar
mest alla sína starfsævi, lengst af
á skrifstofunni. Það er algengara á
meginlandinu en íslandi, að fjöl-
skylda tengist þannig sama fyrir-
tækinu í þriðja lið. Sigurður var vel
af guði gerður, meðal maður á
hæð, fríður sýnum, vel limaður og
sterkbyggður, hárið mikið og bjart
og hærðist hann lítið. Hann fékk
gott kvonfang og bjó við barnalán.
Kurteisi og prúðmennska voru hans
höfuðeinkenni og hann var þekktur
að því að segja ekki öll sín orð í
einu. Kynni við Sigurð urðu ekki
eins og í stormsveip, en ef til var
sáð óx af því fræi vinátta traust
og góð. Við tvenn hjón fórum,
ásamt börnum, nokkrar ferðir tií
að kynnast þessu gamla landi, sem
eins og fæðist nýtt hvern dag. Þess-
ar ferðir urðu að fjársjóði ljúfra
minninga okkar allra. Á unga aldri
kvíðir margur ellinni jafnvel meir
en sjálfum dauðanum, en svo þegar
þessi ókunna og oft kvíðvænlega
framtíð er mest öll að baki, kemur
í ljós, að það er um lítið annað að
gera en að lifa í nútíðinni, sem sé
að láta hveijum degi nægja sína
þjáning. Ef heilsa er sæmileg, getur
ellin verið besta skeið ævinnar. Sig-
urður var rétt að komast á þennan
aldur þegar honum var annað ætl-
að. Hans er nú sárt saknað, en með
tímanum mun sorgin smám saman
þoka fyrir ljúfum minningum um
þennan drengskaparmann. í fjör-
unni við Seltjörn glettist á góðum
degi lognaldan við sand, steinvölur
hoppa af kæti við atlot hennar. í
vestri er jökullinn, óræður eins og
eilífðin. Þar munum við systir hans
Sigríður og ég minnast hans við
fagurt sólarlag.
Kjartan Guðjónsson.
Mig langar til að minnast tengda-
föður míns Sigurðar G. Sigurðsson-
ar. Sú sorgarfrétt barst til okkar í
Svíþjóð að Sigurður væri látinn eft-
ir erfið veikindi. Sigurður var
traustur og góður maður. Kynni
okkar hófust þegar ég og fjölskylda
mín fluttumst til íslands. Þar sem
ég hafði misst föður minn ungur,
kom Sigurður mér í föðurstað og
hjálpaði mér á ógleymanlegan hátt
og er ég honum alltaf afar þakklát-
ur fyrir. Það var sérstaklega auð-
velt að umgangast hann og þar sem
við áttum sameiginlegt áhugamál,
sem var fótboltinn, höfðum við allt-
af samband okkar í milli eftir að
ég og fjölskylda mín fluttumst aftur
til Svíþjóðar. Sigurður fylgdist vel
með okkur og sérstaklega barna-
börnunum sem hann hjálpaði eftir
bestu getu og þótti oft erfitt að þau
væru svo langt í burtu. Við vorum
alltaf að vonast eftir nokkrum bata
hjá Sigurði svo að hann treysti sér
til að heimsækja okkur. Ekkert
varð úr því.
Söknuðurinn er sár en minning-
amar lifa. Okkur í Svíþjóð langar
til að þakka fyrir þær yndislegu
stundir sem við áttum með Sigurði
á meðan á dvöl okkar á íslandi stóð.
Blessuð sé minning hans. Elsku
María, Vigdís, Margrét og Guð-
mundur, Guð styðji ykkur og styrki
í ykkar miklu sorg.
Sören Svensson, Inger Svens-
son og fjölskyldan í Svíþjóð.
Við árbakkann ég sá
minningamar fljóta hjá
tárin saman mnnu
seytlandi áþekka slóð
þá lífsleið sem hann tróð.
Á barmi gljúfurs
sá ég fallegan vetrarfoss
frosin eilífðartár
kristallaður farvegur
í gegnum hjartans
spmngusár.
Augu vorsins
vöktu mig
við lælgarbakkann
ég stóð
votur í fætur
í þeirri lífsslóð
er hann tróð
votur um kinn
í minningu
um fóður minn.
Guðmundur Breiðfjörð.
Þrátt fyrir það, að Sigurður hafi
síðustu þijú árin átt við erfiðan
sjúkdóm að etja þá kom andláts-
fregnin jafn mikið á óvart.
Við fráfall Sigurðar G. Sigurðs-
sonar hrannast upp minningar um
liðnar samverustundir sem við átt-
um saman í starfi okkar í prent-
smiðjunni, því að margs er að minn-
ast af þijátíu ára samstarfi, en um
þessar mundir eru um þijátíu ár frá
því að samstarf okkar hófst í prent-
smiðjunni Gutenberg, þar sem við
í upphafi störfuðum saman sem
setjarar. Sigurður var ákaflega
dagfarsprúður maður og sérstak-
lega húsbóndahollur starfsmaður
og ekki var verið að horfa í það
hvað klukkan var eða hvaða dagur
var ef þörf var á því að taka til
hendinni. Hann kom sér ákaflega
vel bæði hjá samstarfsmönnum sín-
um sem og viðskiptavinum prent-
smiðjunnar. Sigurður hafði næmt
auga fyrir fallegri uppsetningu og
vönduðu prentverki og lagði sig
fram um það að sú vinna, sem frá
honum færi væri vel af hendi leyst.
Á þessum þijátíu ára starfstíma,
sem við áttum saman varð algjör
bylting í starfi setjarans, blýið hvarf
og tölvurnar tóku við og við sem
alltaf vitnuðum í blýið urðum að-
hlátursefni hinna ungu sveina, sem
aldrei hlotnaðist sá heiður að setja
upp sátur í haka.
Þrátt fyrir það að Sigurður ynni
oft langan vinnudag átti hann mörg
önnur áhugamál. Þó svo að fjöl-
skylda hans sæti þar jafnan í fyrir-
rúmi komu íþróttir, einkum knatt-
spyma og handbolti, þar skammt á
eftir og Valsmenn voru hans menn.
Sigurður hóf prentnám í Ríkis-
prentsmiðjunni Gutenberg 1948 og
starfaði þar mestallan starfsaldur
sinn að undanskildum nokkrum
árum í ísafold, PJH, Morgunblað-
inu, Eddunni í Ameríku og svo síð-
ustu tvö árin í Steindórsprenti-Gut-
enberg. Fyrst starfaði hann sem
setjari síðan sem verkstjóri og síð-
ast sem framleiðslustjóri.
Maríu, börnunum þeirra, tengda-
börnum og barnabömum sendi ég
og fjölskylda mín okkar innilegustu
samúðarkveðjur og megi Guð gefa
þeim, er svo mikið hafa misst, þrek
til þess að bera harm sinn og að
þið finnið frið í bæn til Hans.
Guðmundur Kristjánsson.
Sigurður hóf prentnám á unga
aldri, sem síðar átti eftir að verða
hans ævistarf. Mestallan hluta starf-
sævi sinnar starfaði hann í prent-
smiðjunni Gutenberg og Steindórs-
prenti-Gutenberg. Er undirritaður
kom til starfa í Gutenberg fyrir
mörgum árum, voru að eiga sér stað
ákveðin kynslóðaskipti í setjarasaln-
um. Eldri menn vora að láta af störf-
um og yngri að taka við. Á þeim
tíma, fyrir okkur strákana var ekki
ónýtt að eiga Sigurð að sem leiðbein-
anda, frábæran fagmann og heil-
steyptan persónuleika.
Eg hef átt því láni að fagna að
hafa verið samstarfsmaður Sigurðar
í um 30 ár. Fyrr á árum var Sigurð-
ur einn af örfáum mönnum hér á
landi sem kallaðist Monotype setj-
ari. Sú vinna var flókin og mikil
nákvæmisvinna. Undirritaður lærði
síðan þessa kúnst af Sigurði, sem
með sína einstöku hæfileika og þol-
ininæði, tókst alltaf að laða það
besta fram hjá mönnum. Á þessum
tímum var iðulega unninn mjög
langur vinnudagur, svo langur að
ekki er til eftirbreytni. Sigurður lét
ekki sitt eftir liggja í þessum vinnut-
örnum, gekk fram fremstur í flokki
og hlífði sér hvergi.
Síðar starfaði Sigurður sem verk-
stjóri og framleiðslustjóri í fjöida ára
og leysti hann bæði þessi vandasömu
störf vel af hendi. Sigurður var vel
látinn af samstarfsmönnum, jafnt
sem viðskiptavinum. Alla tíð reynd-
ist Sigurður sínum samstarfsmönn-
um einstaklega vel. Eitt af áhuga-
málum hans var íþróttir. Var oft
skeggrætt um hina ýmsu leiki í
handknattleik og knattspyrnu og
sýndist sitt hveijum. Endaði sú
umræða oft á því er Sigurður sagði
af sinni hófsemi: „Strákar, en þetta
er nú bara leikur.“ Sigurður var lán-
samur maður í sínu einkalífi. Þeir
sem honum kynntust komust ekki
hjá því að vita að fjölskyldan var
hans stærsta áhugamál enda leið
honum hvergi betur en í faðmi fjöl-
skyldunnar.
Með virðingu votta ég Maríu, kon-
unni hans, og öðrum aðstandendum
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Jón S. Hermannsson
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
ÓLAFUR K. MAGNÚSSON
Ijósmyndari,
Melabraut 30,
Seltjarnamesi,
lést á heimili sínu laugardaginn 15. nóvember.
Jarðarförin fer fram frá Kristskirkju í Landakoti
miðvikudaginn 26. nóvember kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á
minningarkort Kaþólsku kirkjunnar á íslandi.
Eva Kristinsdóttir,
Kristinn Ólafsson, Laufey Gissurardóttir,
Berglind Ólafsdóttir, Dag Helge Iversen,
Anna Lóa Ólafsdóttir,
Margrét Lind Ólafsdóttir, Jóhann Pétur Reyndal,
Magnús Sverrir Ólafsson
og barnabörn.
C
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
SIGURÐUR G. SIGURÐSSON
prentari,
Blönduhlíð 16,
lést fimmtudaginn 13. nóvember síðastliðinn.
Jarðarförin fer fram frá Háteigskirkju mánu-
daginn 24. nóvember kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið.
María J. Guðmundsdóttir,
Guðmundur Breiðfjörð,
Vigdís María Sigurðardóttir, Sören Svensson,
Margrét S. Sigurðardóttir, Kjartan Bjarnason
og barnaböm.
t
Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka,
HELGA K. OTTÓSDÓTTIR
flugfreyja,
sem lést mánudaginn 17. nóvember sl., verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn
26. nóvember kl. 15.00.
Ása G. Ottósdóttir, Albert Stefánsson,
Elfsabet Þóra, Auður, Hafdís Björk,
Elísabet S. Ottósdóttir, Örn Johnson,
Helga Kristín, Óttar Örn, Ásgeir Thor.
+
Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu
okkur hlýhug og samúð við andlát og útför
elskulegs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
INGVA SAMÚELSSONAR
vélvirkja,
Álfheimum 42.
Anna K. Friðbjarnardóttir,
Dóra Ingvadóttir,
Samúel Ingvason,
Anna K. Pétursdóttir,
Guðrún P. Ólafsdóttir,
Hlynur Ingvi Samúelsson,
Ólafur Oddsson,
Sabína Jónsdóttir,
Hjörtur Þór Grjetarsson,
Helga G. Ólafsdóttir,
Halldóra K. Hjartardóttir.
+
Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför,
HALLDÓRS M. SIGURGEIRSSONAR,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
áður Norðurbraut 13,
Hafnarfirði.
Margrét Sigurjónsdóttir,
Hrafnhildur Halldórsdóttir,
Jónfríður Halldórsdóttir, Tómas Guðnason,
Margrét Halldórsdóttir, Magnús Jónsson.
barnabörn og barnabarnabörn.