Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1997næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Morgunblaðið - 23.11.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.11.1997, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Golli Ferðamenn versla, sjái þeir eitthvíið fallegt VIÐSHPT! AIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ►Edda Sverrisdóttir er fædd á Siglufírði 1953. Hún fluttist til Kópavogs níu ára gömul og lauk þar barna- og gagnfræða- skóla. Hún lauk námi í kvikmyndagerð frá San Francisco Art Institute 1984 og starfaði á Stöð tvö og í lausamennsku við kvikmynda- og auglýsingagerð til ársins 1991, þegar hún keypti verslunina Flex og hefur rekið hana síðan. Hún er for- maður Laugavegssamtakanna og varaformaður Miðborgar- samtakanna, auk þess að vera í fulltrúaráði Kaupmannasam- takanna og varamaður Verslunarráðs í Þróunarfélagi Reykja- víkur. í síðustu viku fékk verslun liennar Njarðarskjöldinn sem ferðamannaverslun ársins, viðurkenningu sem Reykjavíkur- borg og íslensk verslun veita. Edda tekur við Njarðarskildinum úr hendi Guðrúnar Ágústsdóttur. Eftir Súsönnu Svavursdóttur JARÐARSKJÖLDUR- INN er veittur þeirri verslun sem þykir hafa skarað fram úr og sýnt frumkvæði í þjónustu við ferða- menn,“ segir Edda og bætir því við að sér fínnist mikill heiður að hafa hlotið hann, ári á eftir stórverslun á við Mál og menningu. Hvað er það sem ræður vali á þeirri verslun sem hlýtur skjöldinn? „Verslunin þarf að hafa aðlagað sig þörfum ferðamanna sem hingað koma; hún þarf að hafa sveigjanleg- an vinnutíma, tungumálakunnáttu, aðlaðandi útlit, gott vöruúrval og verð og elskulegt viðmót, svo eitt- hvað sé nefnt. Viðurkenningin er auðvitað veitt til verslana sem hafa sýnt mikla aukningu í sölu til ferða- manna; verslana sem þeir vilja gjarnan heimsækja.“ Nú hefur þú aðeins rekið þína verslun í sex ár. Hvers vegna snerir þú þér að verslunan-ekstri í stað þesL „ð halda áfram að vinna að kvikmyndagerð? „Pað var nú eiginlega tilviljun að ég fór út í þennan rekstur. Eg var viðskiptavinur fyrri eiganda. Hún var að flytja til útlanda og var ekki sama hver tæki við versluninni. Lík- lega hefur hún fundið að ég er fag- urkeri og gæti gert gott úr því sem hún var byrjuð á. Ég var nú svo mikið barn að ég hélt að ég gæti rekið verslunina í aukavinnu en reyndin varð önnur. Maður er vakinn og sofinn yfir þessu. Petta er rosaleg vinna og til þess að svona sérverslun gangi verður maður að standa yfir henni frá morgni til kvölds." Það kemur þó ekki í veg fyrir að þú sért mjög virk í hinum ýmsu samtökum kaupmanna, meðal ann- ars Laugavegssamtökunum og Mið- borgarsamtökunum. Fyrir hvað standa þessi samtök? „Laugavegssamtökin standa fyrir eflingu, styrkingu og markaðssetn- ingu á Laugaveginum. Ein aðgerðin sem við höfum staðið fyrir er „lang- ur laugardagur við Laugaveginn" sem nú hefur færst yfir á Miðbæj- arsamtökin. Miðborgarsamtökin voru stofnuð í febrúar síðastliðnum og eru miklu stærra félag með mun fleiri meðlim- um. Pau ná frá Hlemmi og vestur í bæ. Laugavegssamtökin eru núna deild innan þeirra samtaka, rétt eins og Miðbæjarfélagið sem er fé- lag kaupmanna í Kvosinni og síðan er Skólavörðustígurinn ásamt hlið- argötunum enn ein deildin. Mið- borgarfélagið er því geysiöflugt fé- lag. Markmið þess er fyrst og fremst að auka markaðssetningu á verslun og þjónustu í miðborginni, auk þess að taka afstöðu til um- hverfismála, bflastæðamála, skipu- lagsmála og menningarmála.“ Hvers vegna menningarmála? „Vegna þess að allir sem reka verslun eða búa á svæðinu geta orð- ið meðlimir." Islenskar konur ekki eins feimnar við að sjást Edda verslar með fylgihluti fyrir konur; skartgripi, slæður, hatta, trefla, belti, skó, töskur og lítið eitt af samkvæmisfatnaði. „Þegar ég tók við versluninni var hálfgert stefnuleysi ríkjandi í rekstri henn- ar. Hún var eiginlega dálítið „kaó- tísk“. Þegar ég hafði rekið hana í nokkra mánuði, ákvað ég að gera hana að hágæðaverslun með vand- aða og fallega hönnun, gripi sem konan getur átt í áratugi og er alltaf jafnglæsileg með, auk þess að leggja áherslu á góða þjónustu og þekkingu á því sem ég er að selja. Fyrir tveimur árum flutti ég verslunina í Bankastræti 11 og við það jókst sala á þessum vörum, sem eru heimsþekkt vörumerki og list- munir, til ferðamanna um fleiri hundruð prósent og nú má segja að þeir versli mjög mikið allan ársins hring. Salan hefur líka aukist mjög mikið til innlendra viðskiptavina. Pegai' ég flutti í Bankastrætið stækkaði ég verslunina og jók vöru- úrvalið og veltuaukningin er um ' 25% á milli ára hjá mér.“ Ég man að þú sagðir einu sinni í viðtali að íslenskar konur vildu helst ekki vera sýnilegar og gengju ekki með mikið skraut á sér. Finnst þér þetta hafa breyst á þeim sex árum sem þú hefur rekið verslunina? „Já, konur eru farnar að leggja meiri áherslu á fylgihluti og búnar að læra að notkunarmöguleikar fatnaðar aukast með fylgihlutum. Islenskar konur eru líka betur til hafðar en áður og ekki eins feimnar við að sjást. Þær eru líka óragari við að vera með sinn eigin stíl í stað þess að vera ljósrit hver af annarri.“ fslenskir karlmenn smekklegir „Það sem hefur þó sérstaklega vakið athygli mína er hversu mikið af karlmönnum kemur til að kaupa gjafir handa konunum sínum - og ekkert endilega af neinu tilefni, heldur til þess að sýna væntum- þykju. Það er athyglisvert og skemmtilegt hvað íslenskir karl- menn hafa góðan smekk, eru með- vitaðir um gæði og háfa gott auga fyrir því sem er óvenjulegt og sér- stakt. Það er alltaf gaman að af- greiða íslenska karlmenn." Um hvað ertu að tala þegar þú talar um gæði? ,Ahar slæður og hálsklútar sem ég er með eru úr náttúruefnum; silki, ull, tíömull og kasmír. Hatt- arnir eru allir úr kanínuangórufilti, hör og silki. Skartgripirnir sem ég er með eru úr mismunandi málm- um, gjarnan kopar og silfurblöndum og nikkelfríir, með góðri gullhúð og síðan er ég með skartgripi úr nátt- úruefni eins og horni, beinum, rafi og alls konar jarðsteinum." I versluninni Flex eru fylgihlutir frá Christian Lacroix, Karl Lager- feld, Gerdu Lynggaard, Phillip Ferrandis, Paco Rabanne og Marie Victoire, svo eitthvað sé nefnt. Edda segist hafa valið þessi merki vegna þess að hún geti treyst fram- leiðslunni og handverkinu. „Ég þekki listafólkið persónulega sem gerir mér kleift að veita mun per- sónulegri þjónustu." Merkjavara ódýrari hér en í erlendum borgum Nú hefur þú fengið þessa viður- kenningu sem ferðamannaverslun ársins. Versla ferðamenn almennt mikið hér á landi? „Erlendir ferðamenn á Islandi eru ekkert öðruvísi en íslenskir ferðamenn í útlöndum. Þeir versla þegar þeir sjá eitthvað fallegt og ekkert endilega íslenska vöru, eins og þessa hefðbundnu ferðamanna- vöru. Það er mjög gott að þeir kaupi hana og auðvitað viljum við sjá aukningu í sölu á íslenskri vöru, auk annarrar vöru, til dæmis merkja- vöru. Það er að segja, vöru sem er heimsþekkt hönnun, eins og Lager- feld og fleiri." Hvers vegna kaupa erlendir fei'ðamenn slíka merkjavöru hér á landi? „Vegna þess að hún er á mun betra verði hér en í erlendum stór- borgum. Þetta hafa útlendingar sem hingað koma uppgötvað og auðvitað nota þeir tækifærið og versla hjá okkur sem bjóðum allt að 50% lægi-a verð en gerist og gengur í erlendum stórborgum." Hvernig stendur á því? „Við erum mjög lítill markaður, með viðskiptavini sem hafa tiltölu- lega svipað ráðstöfunarfé á milli handanna. Kostnaður okkar er minni hvað varðar rekstur á verslun en það sem spilar stærsta hlutverk- ið er að álagningin er mun lægri hér en annars staðar. Þessi vara er ætl- uð ríku fólki erlendis og þess vegna er mikil álagning á henni, eins kon- ar lúxusálagning. Ástæðan fyrir þessari auka-álagningu er sú að það skiptir ekki máli hvað hún kostar. Þessi vara er höfð dýr vegna þess að rík kona er allt öðruvísi hugsandi en sú sem býr við þröngan fjárhag.“ ísland er ekki bara landslag og arfleifð Færðu þá heilu rútu- og skips- farmana af fólki inn í verslunina? „Nei, því miður. Stærsti hluti þeirra ferðamanna sem koma hing- að stansa afskaplega stutt við í Reykjavík. Borgin hefur ekkert verið inni á kortinu sem spennandi staður til að heimsækja. Það er að segja, þeir sem hafa stundað ferða- mennsku hérna, hafa undanfarna áratugi selt náttúru Islands en hafa að mínu viti gleymt Reykjavík, sem er stórkostleg heimsborg - og þessi heimsborg hefur allt sem stór- borgir erlendis hafa upp á að bjóða. Það er ótrúlegt menningarlíf hérna, veitingahús í heimsklassa og Reykjavík er nánast öll á sömu þúf- unni. Það er svo auðvelt að nálgast allt hérna. Auk þess er Reykjavík hrein borg, ung, nýtískuleg. Fólkið er vingjarnlegt, hjálpfúst og mjög tískumeðvitað, þ.e.a.s. það fylgist ákaflega vel með á öllum sviðum; straumum og stefnum í tísku og listum og matargerð, auk þess að fylgjast vel með á sviði tækni og vís- inda. Ég held nú að fólk í ferðamanna- iðnaðinum sé að vakna upp við það að Reykjavík er borg sem gjarnan er hægt að selja sem ferðaborg. ís- land er ekki tíara landslag og arf- leifð. Nútímamenningin okkar er líka spennandi kostur fyrir útlend- inga og ég held að við eigum eftir að sjá það meira og meira á næstu ár- um að Reykjavík er vænlegur við- komustaður fyrir ferðamenn, því það er svo margt að sjá og gera hérna. Það hefur verið mikil barátta hjá okkur kaupmönnum að fá ferða- málayfirvöld til að átta sig á þessu - og baráttan er rétt að byrja, því hlutur almennrar verslunar til ferðamanna er ennþá of lítill miðað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 268. tölublað (23.11.1997)
https://timarit.is/issue/130061

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

268. tölublað (23.11.1997)

Aðgerðir: