Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1997næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Morgunblaðið - 23.11.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.11.1997, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ úr 300.000 í 600.000, og ljóst er, að mikil fólksfjölgun verður þar á naestu árum. Á öllu Yichang-svæð- inu búa hins vegar rúmlega fjórar milljónir manna, aðallega bændur, sem eiga allt sitt undir áveituvatn- inu úr Yangtze. Flóðunum fækkar Megintilgangur framkvæmd- anna er að ná tökum á Yangtze, en sérfræðingarnir segja, að með til- komu stíflunnar muni hættulegum flóðum fækka, eða frá því að vera einu sinni á áratug til þess að verða einu sinni á öld. Með risastóru lóni, sem stíflan myndar, á að jafna vatnsrennslið í fljótinu og vatnið í því verður nýtt til að framleiða orku og atvinnu fyrir milljónir manna. Enginn vafi er á, að þetta stórvirki á eftir að hafa mikil efna- hagsleg áhrif í Kína. Kostnaðurinn við framkvæmdina er áætlaður um 1.735 milljarðar ís- lenskra króna, en ekki er talið, að þessi útlát muni hafa nein áhrif á velmegunarþróunina, sem hófst í Kína 1979, þegar fyrst var farið að huga að lögmálum markaðarins í stað áætlunarbúskapar. Kínverjar spá því raunar, að framkvæmdin muni enn auka hagvöxt í landinu, en hann hefur verið um 10% ár- lega. Svarar fjárfestingin aðeins til 0,073% af vergri þjóðarframleiðslu og er minni en fjárfesting Egypta í Aswan-stíflunni á sínum tíma. Raforkuframleiðsla í nýju virkj- uninni á að hefjast 2003, en ýmis umhverfisverndarsamtök á Vestur- löndum hafa gagnrýnt fram- kvæmdina harðlega. Segjast þau óttast áhrif hennar á náttúruna. Kínverjar vísa þessari gagnrýni á bug og hafa gefið út hverja rann- sóknaskýrsluna á fætur annarri því til stuðnings. Fyrstu þrjú ár þessa verkefnis fóru í að grafa skurð, sem fljótinu verður veitt í, og eftir honum mun skipafjöldinn sigla meðan á bygg- ingarframkvæmdum stendur. Þá hafa verið reistir tveir 76 metra há- ir garðar úti í fljótinu og var það gert til að unnt væri að þurrka upp framkvæmdasvæðið, sem er 630.000 fermetrar. Þar verður virkjunin og stíflan, 185 metra há yfir fljótsbotninum, og segja má, að annar áfangi framkvæmdanna hafi hafist fyrr í mánuðinum þegar garðamir náðu loks saman. Vom þeir Jiang Zemin, forseti Kína, og Li Peng forsætisráðherra viðstadd- ir þau tímamót ásamt um það bil hundrað þúsund íbúum á svæðinu. Verkinu lokið á 12 árum Þessu verki á að ljúka á 12 áram og vinna við það 20.000 manns. Era mánaðarlaunin tæplega 7.000 ísl. kr. og þykir það ekki slæmt á kín- verskan mælikvarða. Skurðurinn, sem áður er nefndur og er 300 metra breiður, verður áfram notað- ur sem skipaleið, en mestöllu vatn- inu í Yangtze verður veitt í uppi- stöðulónið, sem á að taka 40 millj- arða rúmmetra af vatni. Mun það leggja undir sig 1.045 ferkílómetra svæði. Skipastigarnir, sem eiga að gera enn fleiri skipum fært eftir Yangtze, munu geta tekið við skip- um allt að 10.000 tonnum. Þegar lokið hefur verið við allar virkjanimar, sem verða þrjár, árið 2009, munu þær framleiða 84,7 milljarða kílówattstunda, en það er hvorki meira né minna en 40% af raforkunotkun Klnverja nú. Auk þess mun stórlega draga úr meng- uninni, en áætlað er, að virkjanim- ar spari brennslu á 50 milljónum kolatonna árlega. Þetta krefst vissulega mikilla fórna, því vegna uppistöðulónsins verða 1,2 milljónir manna að yfir- gefa núverandi heimili sín. Allt í allt mun vatnið fara yfir tvær borg- ir, 11 hreppa, 114 smábæi eða þorp, 28.000 hektara akurlendis og 1.600 verksmiðjur. Auk þess mun það færa í kaf merkar fornminjar. Nú þegar er búið að finna 83.000 fjölskyldum nýjan samastað, en talið er, að kostnaðurinn við þessa mannflutninga verði rúmlega 300 milljarðar ísl. kr. Heimili 1,2 millj. manna fara á kaf HJÓNIN Gong Fa Zhen og Han Yong Zhen halda hér á tveimur barnabarna sinna, bæði fæddum á þessu ári. Þau urðu að flytja í nýtt þorp vegna stífluframkvæmdanna. ÞORPIÐ Mao Ping fer undir vatn og nú er verið að reisa nýtt þorp með sama nafni í nokkurri flarlægð frá stíflunni. FJÖLLIN eða bergkastalarnir, sem mynda Gljúfrin þrjú, era samsafn 800 til 1.100 metra hárra tinda og á milli þeirra liðast Yang- tze-fljótið. Þegar siglt er eftir því um gljúfrin frá Yichang til Chongqing, einnar yngstu en jafnframt fjölmennustu borgar í Kína, má viða sjá merki hátt uppi í klettunum, sem sýna hvar vatns- yfirborðið í lóninu verður árið 2009. Það verður í 175 metra hæð. Hvert sem litið er má sjá hús, sem búið er að yfirgefa, og í bæn- um Zi Gui, sem er í 37 km fjar- lægð frá stíflunni, er heldur draugalegt um að litast. Hann var áður miðstöð og stjórnarsetur í sínu héraði en nú er þar enginn nema verkamennirnir, sem vinna við að rífa niður húsin og hirða úr þeim allt nýtilegt. Fólkið, 35.000 manns, hefur allt verið flutt til nýs Zi Gui skammt frá stíflunni ásamt íbúum þríggja annarra bæja. „Eg og fjölskylda mín voram með þeim fyrstu, sem fengu skip- un um að flytja burt fyrír fjóram áram,“ segir Han Yong Zhen, 63 ára gamall bóndi. Hann ræktaði áður appelsínur á 100 fermetram og var með dálítið fiskeldi. Hann var líka oddviti í sínum bæ, Mao Ping, og varð því að ganga á und- an með góðu fordæmi og verða fyrstur til að flytjast burt. „Flokksformaðurinn í héraðinu, herra Zhou, kom hingað nokkrum dögum eftir að þingið hafði ákveð- ið að fara af stað með stíflugerð- ina og tilkynnti, að við yrðum að fara. Sonur minn, sem var nýbú- inn að ljúka herskyldu, var sam- mála mér í því, að ekki þýddi að mögla og þann sama dag fórum við að skoða hinn nýja Mao Ping og velja okkur hús. Við fengum fjóra daga í flutn- inginn og leigðum í því skyni vörubíl. Að því búnu slátraði ég grís og hélt upp á allt saman með þorpsbúunum 60.1 vikunni á eftir fluttust sjö fjölskyldur og nú eru allir komnir hingað," sagði Han Yong Zhen og bætti því við, að hann hefði aldrei orðið fyrir nein- um búsifjum af völdum flóða í Yangtze. Húsið, sem Han Yong Zhen og fjölskylda hans, átta manns að meðtöldum tengdasyni og tengda- dóttur, er 160 fermetrar á tveim- ur hæðum. I því era sex svefnher- bergi, alrúm, eldhús og nýtískusalerni. Þau hafa rennandi vatn og rafmagn í fyrsta sinn en ekkert jarðnæði. Gömlu hjónin eru kom- in á eftirlaun, fá um 1.100 kr. á mánuði, en árslaunin í gamla þorpinu voru oft ekki nema um 5.000 kr. Ýmsir aðrir eru komnir í fasta vinnu og stjórnvöld spá því, að eftir tvö ár verði með- alárslaunin í Yichang-héraði kom- in í tæpar 26.000 kr. Han Yong Zhen segir, að sér hafi líkað bóndastarfið vel en nú sé hann að verða gamall. Hann er því sáttur fyrir sína hönd en óánægður með, að í fjölskyldunni er það aðeins tengdasonurinn, sem hefur vinnu. Hann er þó bjartsýnn á, að úr því muni ræt- ast, enda er verið að fjárfesta í nýjum fyrirtækjum í Zi Gui. I beinar bætur fyrir flutninginn fékk Han Yong Zhen 42.900 kr. og 1.573 kr. fyrir hvern fm í akrinum. Hann fékk því alls 157.388 kr. en varð að nota það fé til að kaupa nýja húsið, sem þau eiga nú skuldlaust. Keniur öllum að gagni „Stíflugerðin mun gagnast öll- um Kínverjum og hún hefur vissulega komið okkur vel. Við búum betur en áður og erum ánægð,“ segir Han Yong Zhen, sem man eftir umræðum um stíflugerð í Yangtze þegar hann var barn að aldri. Ekki eru þó allir jafn ánægðir með stíflugerðina. Sumir vegna þess, að þeir voru neyddir til að yfirgefa heimili sín, aðrir vegna þess, að þeim finnst nýja lónið eyðileggja allt of mikið og enn aðrir segja, að ráðamenn og ríka fólk- ið noti stíflugerðina til að græða á almenn- ingi. Zheng Biao er 35 ára gamall og hann segist hafa meiri tekjur sem leigbílstjóri í Zi Gui en sem skipstjóri á litlum bát á Yangtze áður. Var hann þó sæmi- lega settur áður með rúmlega 6.000 kr. í mánaðarlaun en nú hef- ur hann þrefaldar þær tekjur. Hann er hins vegar óánægður með bæturnar, sem hann og fjöl- skylda hans fengu. „Eg hef heyrt, að ríkisstjórnin hafi sent hingað 107.800 kr. fyrir hvern, sem verður að flytja, en héraðsstjómin hefur aðeins greitt hverjum 42.900 kr. Hvar era pen- ingarnir? Það vildi ég gjarnan vita,“ segir Zheng Biao. Hann fékk samtals 298.000 kr. fyrir heimili sitt, en það kostaði hann 592.900 kr. að byggja nýtt hús í Mao Ping-hverfinu í Zi Gui og auk þess varð hann að taka lán fyrir litla, rauða leigubílnum. Talsmaður stjómvalda segir, að ekki sé hægt að útiloka að einhver spilling eigi sér stað, en oft sé um að ræða misskilning. Segir hann, að alltaf hafi staðið til að nota hluta af þeim 300 milljörðum kr., sem flutningurinn á 1,2 milljónum manna kosti, til vegagerðar í nýju bæjunum og ýmissa atvinnuskap- andi verkefna. Verðbólga og mannfjölgun Deng, sem er yfirlæknir á einu af fjórum sjúkrahúsum í Yichang, fylgist spenntur með fram- kvæmdunum við Þriggja gljúfra- stífluna og ekki bara vegna áhuga á þeim, heldur vegna þess, að fari eitthvað úrskeiðis er betra fyrir læknana að vera við- búnir. Segist hann hlakka til þess tíma þegar íbúarnir geti treyst því, að raf- magnið fari ekki af í tíma og ótíma en hann er þó ekki ánægður með alla fylgi- fiska framkvæmdanna. Sem dæmi um það nefnir hann fjölgunina í Yichang, þar sem íbúatalan hefur tvöfaldast á tíu áram með þeim afleiðingum, að þar er mikill húsnæðisskortur og vaxandi verðbólga. Hann segist þó trúa því, að framtíðin sé björt. Nýja stíflan og virkjanirnar muni tryggja aukna velmegun á kom- andi árum. Þýddi ekki að mögla Óánægja með bæturnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 268. tölublað (23.11.1997)
https://timarit.is/issue/130061

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

268. tölublað (23.11.1997)

Aðgerðir: