Morgunblaðið - 23.11.1997, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1997
MINNIIMGAR
MORGUNBLAÐIÐ
>
*
V
Elskulegur faðir okkar og bróðir,
HAFSTEINN GUÐMUNDSSON
prentari,
Fannaborg 1,
lést sunnudaginn 16. nóvember.
Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju mánu-
daginn 24. nóvember kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á
Hjartavernd.
Rannveig og Þórunn Hafsteinsdætur,
Bjarni Bender, Guðbjörg G. Hornböl,
Bragi H. Guðmundsson, Kristinn Guðmundsson,
Elísabet B. Guðmundsdóttir, Edda S. Guðmundsdóttir.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
HANNAJOENSEN,
Eyjahrauni 31,
Þorlákshöfn,
áður búsett í Vestmannaeyjum,
lést í Noregi miðvikudaginn 19. nóvember.
Friðbjörg Joensen, Bogi Leifs Sigurðsson,
Jenný Joensen,
Jógvan Daníel Joensen, Eva Joensen,
Ruth Dyresen, Arve Dyresen,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐMUNDÍNA Þ. BJÖRNSDÓTTIR
(ína),
hjúkrunarheimilinu Skjóli,
áður Dunhaga 20,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 25. nóvember kl. 13.30.
Ólafur Th. Ólafsson, Gyða Sveinbjörnsdóttir,
Jónína Björg Gísladóttir,
Bryndís Gísladóttir, Eyþór Jónsson,
Kristín E. Gísladóttir, Örn Baldursson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkirtil allra þeirra sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og
útför föður míns og þróður okkar,
ARNLJÓTS BALDURSSONAR
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki nýrnadeildar Landspítalans og
öðru starfsfóiki.
Björk Berglind Arnljótsdóttir,
Edda Baldursdóttir,
Jón Baldursson,
Klara Baldursdóttir,
Björk Baldursdóttir,
og fjölskyldur.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við
andlát og útför ástkærrar dóttur okkar, syst-
ur, barnabarns og frænku,
ÁLFHEIÐAR ÁSTMARSDÓTTUR,
Hraunteigi 19.
Ástmar Örn Arnarsson, Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir,
Björn Ástmarsson,
afar, ömmur og fjölskyldur.
+
Við hjónin viljum þakka ykkur öllum fyrir stuðning, framlag og hlýhug í
okkar garð við fráfall dóttur okkar,
GUÐBJARGAR MARÍU.
Guð blessi ykkur öll.
We, the couple, wish to thank everybody who have supported us and
shared their sympathy for the death of our dear daughter,
Guðbjörg María. God bless you all.
Guðbrandur R. Axelsson,
Margret Andrelin
og fjölskylda.
SVEINN
ÓLAFSSON
+ Sveinn Ólafsson
var fæddur á
Eskifirði 18. sept-
ember 1919. Hann
lést í Kaliforníu 18.
október síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin Guðrún
Ingvarsdóttir
Pálmasonar alþm.
og Ólafur Sveins-
son, sonur Sveins
Ólafssonar alþm.
frá Firði í Mjóa-
firði. Sveinn heit-
inn var næstelstur
13 systkina, sem
ólust upp á Eskifirði, en einn
drengur dó á barnsaldri. Tíu
systkinanna eru nú á lífi.
Sveinn fluttist til Reykjavík-
ur 1935. Hinn 2. júní 1943
kvæntist Sveinn Astu Lóu
Bjarnadóttur og sigldu þau
daginn eftir með Dettifossi til
New York. Þaðan fóru þau til
Kaliforniu og hafa
búið þar síðan. Börn
þeirra eru fjögur:
1) Ólafur, kvæntur
Janet Williams. Þau
búa í Scottsdale,
Arizona, og eiga tvö
börn, Bud og Heat-
her, og tvo barna-
börn. Hin börnin
þijú búa öll í Kali-
forníu. 2) Sveinn
Eric, ókv., á heima
í Emeryville. 3)
Gréta Ingibjörg á
heima í Sonora, gift
Jeff Manke. Þau
eiga eina dóttur, Nínu. 4) Katr-
ín Guðrún býr í Sebastopol.
Sambýlismaður hennar er
Marshall Goldberg. Þau eiga
tvær dætur, Emmu og Erin.
Bálför Sveins fór fram í
Bandarikjunum og mun askan
verða flutt til greftrunar á ís-
landi.
Vinur minn Sveinn Ólafsson hef-
ur kvatt okkur, hafði verið veikur
síðustu mánuði. Við Guðrún sökn-
um hans sárlega, og svo mun um
marga.
Þau hjónin Sveinn og Ásta Lóa
Bjarnadóttir hafa dvaldið í Kaliforn-
íu hvað lengst allra íslendinga að-
fluttra þangað um og eftir stríð.
Fyrstu árin bjuggu þau í Berkeley-
borg, voru þar leiguliðar, en svo
réðust þau í húsakaup í Orinda-bæ
og áttu þar heimili upp frá því. Þar
ólu þau upp börn sín fjögur, tvo
syni og tvær dætur, öll hið mesta
afbragðsfólk.
Sveinn var gagnfræðingur að
heiman og aflaði sér leyfis til að
standa fyrir húsbyggingum eftir að
vestur kom. Var um skeið við nám
í verkfræðideild Berkeley-háskóla.
Tók hann að sér þó nokkur verk á
því sviði og þótti vandvirkur vel.
Byggði nokkur hús í Oakland, Or-
inda og víðar. Geta má þess að ís-
Btómastofa
Friðfitms
SuðurlandsbrautlO
108 Reykjavík • Sími 5531099
Opið öll kvöld
til kl. 22 - cinnig um hclgar.
Skrcytingar fyrir öll tílefni.
Gjafavörur.
lendingar voru athafnasamir við
húsbyggingar á San Francisco-
svæðinu á millistríðsárunum og
lengur. Má telja að með Sveini
heitnum hafi fallið frá einhver hinn
síðasti í þeirri grein.
Sveinn var frjálslyndur umbóta-
maður, glaðsinna og skemmtilegur.
Honum var um nokkurt árabil falin
formennska í Islendingafélagi
Norður-Kalifomíu, og skilst mér að
félagslífið hafi verið blómlegt á
þeim árum.
Þegar fram liðu stundir og tölvan
gerðist handhægur gripur við
gagnavinnslu, tók Sveinn hana í
þjónustu sína við skráningu á ætt-
fræðiupplýsingum, en það svið varð
honum hugfólgnara, þegar árin
liðu.
Sveinn átti til merkisfólks að telja
í báðar ættir, og fyrst varð honum
vitaskuld fyrir að leggja sig eftir
skyldfólki aftur í aldir. Föðurættin
var kennd við bæinn Fjörð í Mjóa-
firði, en móðurættin hins vegar
húnvetnsk. Afar hans báðir voru
alþingismenn á sama tíma, þ.e. á
fyrsta og öðrum fjórðungi aldarinn-
ar, Sveinn Ólafsson í Firði og Ing-
var Pálmason frá Litla-Búrfelli í
Austur-Húnavatnssýslu. Sveinn
heitinn kvaðst vera kominn með upp
undir 10 þúsund mannanöfn á
tölvudiska síns. Er þar saman kom-
ið mikið efni, sem getur orðið uppi-
staða í markvert ættfræðirit. Er
skyldfólki hans og venslafólki trú-
andi til að gera því verkefni fullnað-
arskil til útgáfu.
Eins og nærri má geta fór ætt-
fólk eiginkonunnar ekki varhluta
af skráningarstarfi Sveins. Ásta
Lóa á rætur vítt um Suður- og
Crfisclrykkjur
GAPI-mn
Sími 555-4477
+
Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi, langafi,
uppeldisbróðir og mágur,
ÁSGEIR KRÖYER,
Krummahólum 4,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánu-
daginn 24. nóvember kl. 15.00.
Anton Kröyer, Elín Hekla Klemenzdóttir,
Ásgeir Kröyer Antonsson, Eva Ólafsdóttir,
Heiðdís Helga Antonsdóttir,
Sigríður Sveinsdóttir,
Hulda Þorgeirsdóttir,
barnabarnabörn og vandamenn.
Suðvesturland, og eru hennar ættir
vel metnar.
Nokkur síðustu árin eftir að eg
fór að dveljast tíma og tíma í Kali-
forníu, gat eg gaukað Morgunblað-
inu að þeim hjónum, úr því að eg
fékk það sent þangað vestur. Þar
í blaðinu náði Sveinn í þó nokkrar
upplýsingar fyrir fræðagrúsk sitt,
þökk sé minningargreinunum.
Eitt sinn kvað eg vísukorn um
Svein á þessa leið:
I Orinda býr Islendingur
efldur margri dyggð.
Og enginn meiri ættfræðingur
er í þeirri byggð.
Bærinn Orinda, einn hinna minni
í grennd San Francisco-flóans, er
aðskilinn frá flóasvæðinu af all-
bröttum hæðum eða fellum. Þétt-
býli staðarins Iiggur í dalverpi aust-
an við fellin, en íbúðarhús dreifast
um hæðirnar, og er þar víða
skemmtilegt útsýni. Hús þeirra
hjónanna Ástu Lóu og Sveins stend-
ur allhátt. Er góður spölur þangað
upp eftir neðan frá kauptúninu og
vegurinn bugðóttur mjög. Þessa
leið ók Sveinn næstum svo greitt
sem á jafnsléttu væri, því að hann
þekkti hana út í æsar og var góður
bílstjóri. Skóglendi er allt um kring
á þessum slóðum, og höfðu þau
hjónin yndi af ræktun blómjurta og
aldintijáa.
Mjög voru þau hjónin gestrisin,
og var gaman að sækja þau heim.
Kunnu þau frá mörgu að segja eft-
ir hina löngu dvöl vestra og fjöl-
þætt kynni af íslendingum, sem
þarna dvöldu lengur eða skemur,
sumir námsmenn í háskólum þar
um slóðir.
Hendingin í kvæði Gríms Thoms-
ens um íslenzka karlmennsku,
„þéttir á velli og þéttir í lund“, átti
sérlega vel við um Svein Olafsson,
og þegar eg kom að rúmi hans á
hjúkrunarhæli um miðjan október,
fór ekki á milli mála að næsta hend-
ing „þrautgóðir á raunastund" var
ekki síður viðeigandi. Hann sagði
að nú væri svo komið að hann ætti
skammt eftir ólifað og væri ekki
um það að fást. Handtak hans var
þó furðu þétt, en aftur á móti var
hinn viðfeldni og karlmannlegi róm-
ur hans orðinn annar en var.
Svo fór að Sveinn heitinn lézt á
þriðja degi eftir fund okkar. Telja
verður það ávinning að hann losn-
aði við lengra veikindastríð, sem
hlaut að tapast.
Með honum er fallinn frá hinn
mætasti maður, er verið hafði góð-
ur fulltrúi íslendinga á erlendri
grund langa hríð og lætur eftir sig
minningar, sem lengi lifa meðal
ættingja og vina.
Við Guðrún vottum eiginkonu
hans, Ástu Lóu Bjarnadóttur, og
börnum þeirra innilega hluttekn-
ingu, svo og systkinum hans.
Baldur Pálmason.
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka, og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram.
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áratöng reynsla.
Sverrír Etnarsson, útfararstjóri
Sverrir Olsen, útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlið 35 ♦ Sími 551 3300
Attan sótarhrínginn.