Morgunblaðið - 23.11.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1997 11
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Æ fleiri íslendingar vinna við vísindarannsóknir sem styrktar eru af Evrópusambandinu.
vinna að fyrstu verkefnunum. „Und-
irbúningsvinnan hefur tekið langan
tíma, t.d. að skilgreina samstarfið.
Eftir að hægt hefur verið að hefjast
handa hefur vinnan hins vegar yfir-
leitt gengið hratt og vel fyrir sig.
Annars er ekki komin endanleg
reynsla því að fyrstu verkefinu eru
rétt hálfnuð."
Hún segir að rammaáætlunin hafi
haft mikla þýðingu fyrir íslenskar
rannsóknir. „Þegar við fórum inn í
áætlunina vorum við í efnahagslegri
lægð og fjármagnið sem kemur úr
rammaáætluninni er hrein viðbót við
aðrar fjárveitingar til íslensks
rannsóknarstarfs. Rammaáætlunin
gefur íslensku rannsóknarstarfi kraft
og eflir evrópskt samstarf."
Nú þegar er hafinn undirbúningur
undir fimmtu rammaáætlun ESB er
taki við af fjórðu rammaáætluninni í
lok næsta árs. í fimmtu rammaáætl-
uninni er lögð áhersla á að hvetja til
nýsköpunar í litlum og meðalstórum
fyrirtækjum. ESB ætlar að stuðla að
því að niðurstöður verði eins og
framast er unnt nýttar í þágu at-
vinnulífsins. Rannsakendur verða
studdir í að vernda hugverk sín og fá
einkaleyfi. Nánari tenging verður við
aðrar tækniáætlanir. Ekki er þar
aðeins átt við evrópskar því að vitað
er að öflugt rannsóknar- og þróunar-
starf fer t.a.m. fram í Japan og
Bandaríkjunum.
Árangursrík fyrirtækja-
stefnumót
íslensk fyrirtæki, lítil og
meðalstór, hafa sótt svokölluð fyr-
irtækjastefnumót sl. tvö ár. Fyrsta
fyrirtækjastefnumótið undir yfir-
skriftinni Europartenariat var haldið
í Dyflinni á írlandi árið 1988. Hug-
myndin hefur svo verið að þróast og
gefið af sér fyrirtækjastefnumót
undir yfirskriftinni Partenariat,
Interprise og Europartners. Ferill
Europartenariat felst í því að stofn-
anir á borð við Byggðastofnun
ákveða í samráði við stjómvöld að
æskilegt sé að styrkja atvinnulíf á
ákveðnu svæði með fyrirtækjastefn-
umóti. Næsta skrefið er að óska eftir
stuðningi frá ESB. Með vilyrði frá
ESB er hugmyndin kynnt fyr-
irtækjum og 400 fyrirtæki á svæðinu
valin til fyrirtækjastefnumótsins.
Upplýsingum um fyrirtækin er
safnað saman í bækling og bækling-
urinn kynntur meðal fyrirtækja í
samstarfslöndunum.
Fyrirtæki í samstarfslöndunum
velja sér fyrirtæki með sam-
starfsmöguleika í huga og senda
upplýsingar um eigin fyrirtæki með
milligöngu tengiliðar til skipuleggj-
enda fyrirtækjamótsins. I framhaldi
af því er komið á hálftíma fundi á milli
fyrirtækjanna tveggja á fyrirtækja-
stefnumótinu. Á bilinu 30 til 40%
slíkra funda hafa leitt til þess að und-
irritaður hefur verið formlegur sam-
starfssamningur milli fyrirtækja. Um
60% funda móttökufyrirtækja á
stefnumótunum hafa leitt til sam-
starfs fyrirtækja á einu eða öðru sviði
í einhvem tíma. Gestafyrirtæki á
Europartenariat fyrirtækjastefn-
umótum eru venjulegast um 2000 frá
70 til 80 þjóðum. Fyrirtækjamótin
em haldin tvisvar á ári innan ESB
landa.
ESB ber kostnaðinn af fyrirtækja-
stefnumótunum að einum þriðja.
Annar kostnaður er borinn uppi af
staðaryfirvöldum og öðrum
fjármögnunaraðilum. Gestafyrirtæki
þurfa aðeins að bera kostnað af
ferðum og uppihaldi. Til þessa hafa
íslensk fyrirtæki getað sótt um styrk
vegna þátttöku.
Alls hefur á fjórða tug íslenskra
fyrirtækja nýtt sér fyrirtækjastefn-
umótin á síðustu 2 árum. Kristinn J.
Albertsson, alþjóðafulltrúi hjá
Iðntæknistofnun, segir að afar góð
reynsla hafi verið af fyrirtækjastefn-
umótunum. „Eg fullyrði að ekki er til
markvissari og ódýrari aðferð fyrir
lítil og meðalstór fyrirtæki til að ná
frekari árangri með alþjóðlegu sam-
starfi," segir hann.
RITTS á íslandi
í samvinnu við ESB var hleypt af
stokkunum verkefni undir yfirskrift-
inni RITTS (Regional Innovation
and Technology Transfer Strateg-
ies), eða svæðisbundin stefnumótun á
sviði nýsköpunar og tækniyfirfærslu
á íslandi, í desember árið 1996. Verk-
efnið felur í sér úttekt á fyrirtækjum
á Norðurlandi vestra og Suðurlandi.
Auk úttektar á hugbúnaðarfyr-
irtækjum í Reykjavík til samanb-
urðar.
Niðurstöður gefa til kynna að þó
finna megi öflug fyrirtæki á báðum
svæðum standi fyrirtæki á Suður-
landi almennt betur að vígi en fyr-
irtæki á Norðurlandi vestra. Meg-
ineinkenni nýsköpunarfyrirtækjanna
eru náin markaðstengsl. Stjórnendur
þein-a eygja fjölmarga möguleika á
því að útvíkka
starfsemina en
skortur á fjár-
magni og fólki með
nauðsynlega þekk-
ingu eða hæfni tak-
marka í flestum til-
fellum möguleik-
ana.
Næsta skref
verkefnisins felst í
því að kynna drög
að nýsköpunaráætlun með tilliti til
svæðisbundinnar sérstöðu. ESB fjár-
magnar helming kostnaðar við verk-
efnið með 175.000 ECU-fjárframlagi
eða rúmum 14 milljónum íslenskra
króna. Annar kostnaður kemur í hlut
svæðanna, Byggðastofnunar og
Rannsóknaþjónustu Háskólans með
stuðningi frá Aflvaka hf., Rannsókn-
arráði Islands, iðnaðar- og viðskipta-
ráðuneytinu og Kynningarmiðstöð
Evrópurannsókna (KER).
Sókrates
Markmiðið með menntaáætlunum
með áherslu á mannaskipti er að
veita þjálfun og þekkingu. Um leið og
verið er að greiða fyrir samgangi á
sameiginlegum vinnumarkaði. Ein
áætlananna gengur undir nafninu
Sókrates og felur í sér innbyrðis
samstarf frá leikskóla- og upp á
háskólastig. Hingað til hafa íslend-
ingar verið virkastir á háskólastiginu
og hefur áætlunin falið í sér manna-
skipti, fjarkennslu o.fl.
ESB veitti um 35 milljónir ís-
lenskra króna til verkefna með um-
sjón íslendinga innan Sókrates áætl-
unarinnar árið 1997. Fjárframlag
íslendinga er áætlað um 181.700
ECU eða um 14,7 milljónir ísl. kr. á
næsta ári.
Leonardo da Vinci
Leonardo da Vinci áætlunin er ámóta
viðamikil og Sókrates áætlunin og
felur í sér starfsmenntun og hæfnis-
uppbyggingu á öllum skólastigum.
Þarna hafa íslendingar verið virkast-
ir á framhaldsskólastiginu og hafa á
bilinu 120 til 130 manns dvalist í öðru
Evrópulandi í tengslum við áætlun-
ina á hverju ári undanfarin ár. ESB
hefur að meðaltali veitt um 20
milljónum til mannaskipta og á bilinu
40 til 50 milljónum í tilraunaverkefni
undir stjóm Islendinga innan áætl-
unarinnar árlega undanfarin ár.
Fjárframlag íslendinga til ESB
vegna áætlunarinnar er áætlað
128.800 ECU eða um 10,4 milljónir
ísl. kr. árið 1998.
Nýlega bárust af því fréttir að
frammistaða Islendinga í síðustu
umsóknarhrinunni innan Leonardo
da Vinci áætlunarinnar hefði verið
sérstaklega góð. Framkvæmdastjóm
ESB ákvað að veita styrki til verk-
efna í framhaldi af sjö umsóknum af
þrettán. Verkefnin em undir stjóm
sex stofnana, Samstarfsnefndar at-
vinnulífs og skóla, Rannsókna-
þjónustu Háskólans, Iðntæknistofn-
unar, Vélstjórafélags íslands, Tölvu-
háskóla íslands og Skólaþjónustu
Eyþings. Samanlögð upphæð styrkj-
anna er 65,6 milljónir íslenskra
króna. Af því renna 13,4 milljónir til
mannaskiptaverkefna og 52,2 millj-
ónir í rannsóknarverkefni. Af fram-
ansögðu er ljóst að um aukningu
miðað við fyrri ár er að ræða og mun
Island vera eitt fárra landa þar sem
aukning kemur fram.
ísland tekur einnig þátt í starfi
Cedefop-stofnunarinnar sem er
evrópsk rannsókna-
og þróunarmiðstöð
með aðsetur í
Grikklandi. Árlegt
framlag Islendinga
er um 12.000 ECU
eða 972.000 ís-
lenskra króna og
taka á hverju ári
um 10 Islendingar
þátt í náms-
heimsóknum til
annarra Evrópulanda á vegum stofn-
unarinnar. Jafnframt er tekið á móti
álíka stómm hópum sérfræðinga
hingað til lands á hverju ári.
Ungt fólk í Evrópu
Ungt fólk í Evrópu er fyrst og
fremst hugsað fyrir litla hópa ungs
fólks og skiptist í fimm undirflokka,
samskipti ungs fólks í Evrópu,
leiðbeinendur í æskulýðsstarfi, sam-
vinnu milli stofnana aðildarríkjanna,
ungmennaskipti við lönd utan ESB,
upplýsingar fyiir ungt fólk og
æskulýðsrannsóknir. ESB veitir
íslendingum um 130.000 ECU eða
10,5 milljónir króna til ungmenna-
skipta og stuðnings við ungmenna-
skipti innan áætlunarinnar. Til ann-
arra verkefna er hins vegar úthlutað
úr miðstýrðum sjóðum innan sam-
bandsins. Fjárframlag íslendinga
vegna áætlunarinnar er áætlað
27.600 ECU eða um 2,2 milljónir ísl.
kr. vegna ársins 1998.
Evrópsk sjálfboðavinna gefur
ungu fólki á aldrinum 18 til 25 ára
tækifæri til að dveljast 6 til 12
mánuði í öðra Evrópulandi. Unga
fólkið vinnur við störf á sviði menn-
ingar-, félags- og umhverfismála. Um
er að ræða tilraunaverkefni og
gerðust íslendingar aðilar að því í ár.
Hér á landi eru 8 ungmenni starfandi
í tengslum við áætlunina og 4 íslend-
ingar hafa farið utan.
ESB ber allan kostnað við verk-
efnið. Heildarkostnaðurinn nam 9,4
milljónum ECU eða rúmlega 760
milljónum ísl. kr. árið 1997.
Á bilinu 30 til 40%
funda á fyrirtækja-
stefnumótum hafa leitt
til þess að undirritaður
hefur verið formlegur
samstarfssamningur
\ i i K \iti i itmie - \\\»vih valiðj
KMÍBJUUFIÐ 0KKAR SÉBSVIB
■ Skemmtisiglingar vikulega á nýjustu glæsiskipum heimsins,
CARNIVAL - IMAGINATION, DESTINY O.FL.
Fljótandi hallir færa þig milli blómskreyttra eyja undir hitabeltissól
þar sem golan gælir við þig og ekkert mun skorta.
DOMINIKANA - hvfldardvöl á fegurstu eyjunni með drifhvítar
pálmastrendur, hálft fæði eða allt innifalið, matur, drykkir, skemmtanir.
RIO MERENGE - nýjasta trompið, 5 stjömu glæsistaður,
eða CAPELLA BEACH RESORT, afar vinsælt.
Brottför vikulega. Bestu kjör. Flug 2 fyrir 1. Gistisamningar á hálfvirði.
Sérverð í nóv. til des. Pantið núna!
THAILAND - ný ímynd, það besta á bestu stöðum á besta verði,
allt árið fyrir einstaklinga, félög, klúbba, vinnuhópa o.s.frv.
Hópferð með fararstjóra 15. jan. ‘98. Frábært verð!
FERÐASKRIFSTOFAN
SÉRFARGJÖLD til Asíu, Ástralíu,
Afríku, Suður-Ameríku.
Munið að betrí ferðirnar eru
oft ódýrari og ánægjulegri.
Reynslan mælir meö ferðum Heimsklúbbsins.
PRIMAP
HEIMSKLUBBUR
INGOLFS
Austurstrati 17,4. hæö 101 Reykjavík,
sími 56 20 400, fax 562 6564
Hlutafjárútboð
Þorbjörn hf.
Mánudaglnn 24. nóvember hefst forkaupsréttartfmabil
í hlutafjárútboði Þorbjörns hf.
Helstu upplýsingar um útboðið:
Nafnverð Allt að krónur 30.000.000 að nafnverði, ný hlutabréf.
Gengi 7,57.
Utgefandi
Sölutímabil
Þorbjörn hf.
Sölutímabil er þrískipt:
Forkaupsréttur:
Forkaupsréttartímabil er frá 24. nóvember 1997 til 12. des-
ember 1997. Hluthafar hafa forkaupsrétt í samræmi við hluta-
fjáreign sína. Félagið sendir forkaupsréttareyðublöð til þeirra
hluthafa sem skráðir voru hjá hluthafaskrá félagsins þann
17. nóvember 1997. Þeir hluthafar sem ekki nýta forkaupsrétt-
inn geta framselt hann að hluta eða að öllu leyti. Forkaupshafar
sem nýta heimild sina skulu greiða fyrir kaupin eigi síðar en
30. desember 1997.
Almenn sala:
Almennt sölutímabil erfrá 16. desember 1997 til 16. janúar
1998. Þau hlutabréf sem óseld kunna að verða að loknu for-
kaupsréttartímabi I inu verða seld á þessu tímabiii. íslandsbanki
hf. mun í upphafi almennrar sölu tilkynna opinberlega nýtingu
forkaupsréttar. f almennri sölu er lágmarks fjárhæð kr. 130.000
af markaðsvirði á hverja kennitölu. Hlutabréf í almennu útboði
skulu staðgreidd við kaup.
Tilboðstímabil:
Tilboðstímabil er frá 23. janúar 1998 til 29. janúar 1998.
Verði hlutabréf óseld að loknu almennu sölutímabili verður
óskað eftir tilboðum (óseld bréf. Bréfin verða þá seld hæst-
bjóðendum. Félagið hefur heimild til að hafna öllum tilboðum.
Ef félagið ákveður að hafna öllum tilboðum munu óseld bréf
falla aftur inn í þá heimild sem félagið hefur samkvæmt sam-
þykktum að auka hlutafé sitt á næstu tveimur árum.
íslandsbanki hf., kt. 421289-5069, Kirkjusandi, 155 Rvík.
Bréfin veröa til sölu hjá VÍB, Kirkjusandi, 105 Reykjavík, auk
eftirfarandi útibúa (slandsbanka:
íslandsbanki hf., Lækjargötu 12,101 Reykjavik.
íslandsbanki hf., Háaleitisbraut 58,108 Reykjavík.
fslandsbanki hf„ Suðurlandsbraut 30,108 Reykjavík
íslandsbanki hf„ Kringlunni 7,103 Reykjavík.
íslandsbanki hf„ Hafnargötu 60,230 Keflavik.
Islandsbanki hf„ Strandgötu 1,220 Hafnarfiröi.
íslandsbanki hf„ Garðatorgi 7,210 Garðabæ.
fslandsbanki hf„ Skipagötu 14,600 Akureyri.
fslandsbanki hf„ Kirkjuvegi 23, 900 Vestmannaeyjum.
íslandsbanki hf„ Austurvegi 9,800 Selfossi.
fslandsbanki hf„ Hafnarstræti 1,400 fsafiröi.
Útboðslýsingu og önnur gögn s.s. samþykktir og siðasta ársreikning er hægt
að nálgast á skrifstofu Þorbjörns hf„ hjá Viðskiptastofu (slandsbanka,
Kirkjusandi, 155 Reykjavík, verðbréfamarkaði íslandsbanka hf. og
ofangreindum útibúum íslandsbanka hf.
ISLANDSBANKI
Fjármálamiöstöö Kirkjusandi, 155 Reykjavík.
Sími: 560 8000, bréfaslmi: 560 8921
Umsjún
meö útboði
Söluaöllar