Morgunblaðið - 23.11.1997, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 23.11.1997, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA ÍDAG Biskup íslands vígður í hugvekju dagsins segir sr. Heimir Steinsson: Nýjum biskupi íslands, herra Karli Sigurbjömssyni, bið ég blessunar Guðs. SENN eru þúsund ár liðin frá því er íslendingur tóku kristni á Þingvöllum við Öxará. Þennan tíma allan hefur hinn hvíti seið- ur helgrar trúar átt sér griðland í hjörtum þjóðarinnar. Kirkja Krists nam landið áratugina eft- ir kristnitöku og guðshús risu í sveit og við sjó, hvarvetna. Kristinn siður mótaði hugi manna, lagasetningu þeirra, bókmenntir og listir. Vér höfum verið kristnir menn, íslendingar, í bráðum tíu aldir. Svo mun enn verða fyrir Guðs miskunn á ókomnum tíma. Frá því á siðbreytingaröld höfum vér setið á þeirri grein kristins siðar, sem kennd er við Martein Lúther. Kirkja vor er þjóðkirkja og nýtur opinbers stuðnings samkvæmt stjórnar- skrá lýðveldsins. Velflestir landsmenn eru meðlimir þjóð- kirkjunnar, taka skím við henn- ar laug hvítvoðungar að aldri, fermast þar við altarið og hafa trú þjóðkirkjunnar til viðmiðun- ar ævilangt. Af sjálfu leiðir, að tíðindi á vegferð íslenzku kirkjunnar varða íslendinga upp til hópa. Slíkt tíðindi eiga sér stað í dag, og þeim fögnum vér öll heils hugar. Gildi trúarinnar Trú hvers einstaklings nýtur athvarfs í hugskotinu. Þar rækt- ar hlutaðeigandi þær gersemar, sem af trúnni spretta. Margs konar efni orka á þessa hug- rækt til eflingar eða eyðingar eftir atvikum. Kirkjan sáir í akur sinn komi, sem er upphaf trúar. Vomæturregn og sólfar fagnaðarerindisins glæðir trúna á marga vegu þaðan í frá. Trúin er grundvöllur jafn- vægis í lífi manns. Hún er upp- spretta friðar og innra öryggis. Þú sem leitar lífshamingjunnar, láttu þér ekki sjást yfir trúna. Veittu viðtöku þeirri gæfu, sem kristin trú jafnan reynist þeim, er leggja alúð við hana. Neitaðu þér ekki um svo góðan hlut. Kristin trú höfðar til hinztu raka allrar veru. Hún bregður upp myndum af mannlegu félagi og af sköpunarverkinu í heild. Þessar myndir eiga sér orð Guðs, Heilaga ritningu, að horn- steini. Þar kemur Kristur Jesús til móts við oss, einkasonur al- máttugs Guðs föður, skapara himins og jarðar. Kirkjan er söfnuður hans. í Kristi lifum, hrærumst og erum vér, börn kirkjunnar, systkini hins kross- festa og upprisna frelsara heimsins. Sá sem tekur sér stöðu innan vébanda trúarinnar stend- ur á bjargi sem bifast ei má, hvorki þessa heims né annars. Uppbygging trúarlífs Kirkjan teflir í sífellu fram máttarverkum guðlegrar opin- berunar mönnunum til upp- byggingar og helgunar. Velf- lestar kirkjudeildir veraldar játa trú á sömu grundvallaratriðin, en þau eru tekin saman í forn- kirkjulegu trúaijátningunum, sem svo eru nefndar. Þeirra bezt þekkjum vér postullegu trú- arjátninguna, en hún er nú flutt í hverri guðsþjónustu íslenzku kirkjunnar. Aðrar vörður við veg trúar- lífsins eru sakramenti kirkjunn- ar. Evangelisk-lútherskar kirkj- ur hafa tvö sakramenti um hönd, skím og heilaga kvöld- máltíð. í skíminni endurfæðumst vér fyrir vatn og heilagan anda og gjörumst borgarar í Guðs ríki, þar sem er fyrirgefning synd- anna, líf og sáluhjálp. Það mátt- uga tákn, sem skímin er, mark- ar upphaf þeirrar leyndardóms- fullu einingar Guðs og manns, sem hjálpræðissagan boðar. í altarissakramentinu eigum vér þess kost að efla eininguna frá stund til stundar alla ævi. Rækj- um þá dýrlegu máltíð hveiju sinni sem hún er borin fram. Samfélag í sæld og þraut Jesús Kristur er förunautur kristinna manna, hvernig sem högum þeirra er háttað. Sjálfur var hann píndur og kvalinn, krossfestur og líflátinn. Hann þekkir því allar þjáningar mann- anna og skipast í sveit með hveijum þeim, sem bágindum sætir. Jafnframt gæðir Drottinn gleði vora dýpt og ljóma á hverri tíð. Söm eru verkefni kirkju Krists. Hún slæst í för með oss á ánægjustundum og yfirgefur oss ekki, þegar harmkvæli beija að dyrum. Aldrei er hún nær manninum en í eymd hans. Eng- inn félagsskapur á jörðu gjörir fögnuð vom innilegri. I kirkjunni er oss gott að vera. Þar eigum vér vinum að mæta. Samfélag þeirra er hlýrra en nokkur mannfundur annar. Kirkjan er oss kristnum móðir. Leitum því til hennar og þiggj- um það, sem móðirin býður oss. Þakkir og árnaðaróskir I dag era tímamót í sögu ís- lenzku þjóðkirkjunnar. Nýr biskup Islands verður vígður, og tekur hann við embætti innan fárra vikna. Þar eð ég hef með höndum sunnudagshugvekjur í Morgun- blaðinu um sinn ber ég hér á þessum vettvangi fram þakkir og árnaðaróskir í tilefni af greindum umskiptum. Ég þakka herra Ólafi Skúla- syni árin hans á biskupsstóli, góð kynni og hvers konar vinar- þel allt frá því er leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir hálfum fjórða tugi ára. Sú birta, sem í þann tíma lék um leiðtogann unga, er ófölskvuð í mínum huga fram á þennan dag. Sama máli gegnir um konu hans, frú Ebbu Sigurðardóttur. Henni þakka ég áratuga vinsemd. Megi þau hjón nú njóta verð- skuldaðra næðisstunda, ánægju og yndis. Nýjum biskupi íslands, herra Karli Sigurbjömssyni, bið ég blessunar Guðs. Miklar vonir eru bundnar við þann glæsilega full- trúa íslenzkrar kristni, sem þar sezt á biskupsstól. Gott verður að lúta vegsögn hans á komandi árum. Biskupsfrúnni nýju, Kristínu Guðjónsdóttur, áma ég heilla. Megi verkefnin stóru verða þeim hjónum báðum og þjóðinni allri til farsældar. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Frábær blaðagrem: Útkeyrðar ofurkonur HOPI kvenna, sem hittust á fimmtudaginn sl., varð tíðrætt um grein Katrínar Óskarsdóttur sem birtist í Morgunblaðinu þann sama dag. Við vorum sammála Katrfnu um að erfitt væri að uppfylla þær væntingar sem gerðar væru til kvenna og að erfitt væri að standa undir þeim væntingum sem gerðar væru til okkar og þau viðmið sem glanstímarit settu fram væru óraunhæf og mannskemmandi. Endurnýjaðir togarar í DAGSLJOSI fimmtudag- inn 20. nóvember ræddi Ómar Ragnarsson við Braga Thoroddsen fyrrver- andi vegaverkstjóra í heimsókn í Vatneyrarbúð- ina. Þeir voru að ræða um togaraútgerð. Ómar spurði Braga hvað þeir hefðu átt marga togara, Vatneyrar- bræður, og Bragi svaraði að þeir hefðu átt tvo tog- ara og um leið var sýnd Við viljum leggja til að konur sýni nú samstöðu og beiti mætti sínum gegn þessari umræðu með því að hætta að kaupa og lesa þessi blöð, í þeirri von að breytt verði um áherslur og konum verði sýnd virð- ing á grundvelli fjölbreytt- ari þátta. Við viljum þakka Katrínu Óskarsdóttur fyrir frábært innlegg í umræð- una um stöðu kvenna. Birna, Hafdís, Rósa, Ragna, Magga Nanna og Asdís. mynd á skjánum af elstu togurunum þeirra. Auðvit- að voru þeir endurnýjaðir með árunum og þegar út- gerðin hætti þá voru þeir með tvö skip, nýleg, sem voru smíðuð í Englandi og hétu Gylfi og Ólafur Jó- hannesson. Gunnar Proppé. Starfsfólk nýtur ekki gróðans APÓTEKARINN í Mos- fellsbæ segist hafa gefist upp og spáir þvi að öll apótek verði rekin af versl- unarkeðjum í framtíðinni. Utgerð og stórmarkaðir virðast hafa auðgast mjög að undanförnu og breytast óðum í sterkar keðjur. Starfsfólk þessara fýrir- tækja sem vinnur erfið störf í fiskvinnslu og af- greiðslu tilheyrir mestu láglaunahópum þjóðarinn- ar. Ætli 100 þús. krónur á mánuði sé of mikið fyrir strit þessa fólks? Eldri borgari. Þakkir ÉG VIL koma á framfæri þakklæti mínu til Fast- eignasölunnar Höfða við Suðurlandsbraut fyrir frá- bæra þjónustu og kærleik í starfi. Matthildur. Tapað /fundið Poki týndist frá Hlemmi - miðbæ SL. laugardagskvöld, 15. nóvember, týndist gylltur plastpoki, líklega á leiðinni frá Hlemmi og niður í miðbæ. I honum var m.a. skart, lyklakippa og snyrtivörur. Þeir sem hafa orðið varir við pokann hafi samband í síma 557 2452. Gullnæla týndist MIÐVIKUDAGSKVÖLD, 19. nóvember, týndist gull- næla með merkingu TH. Tekin leigubifreið fyrir ut- an Hótel Sögu og ekið að Þorragötu og Tjarnargötu. Vinsamlegast hringið í síma 552 1381. Fundar- laun. Kápa týndist KÁPA, síð og dökkblá, var tekin í misgripum á Rauð- ará, Rauðarárstíg, laugar- daginn 15. nóvember. Sá sem kannast við kápuna er beðinn að hafa samband í síma 562 6766 eða Sig- rúnu, 557 8161. Myndavél týndist í Heiðmörk CANON myndavél í Olympus hulstri týndist fyrir u.þ.b. 3 vikum í Heið- mörk. Hennar er sárt saknað. Skilvís finnandi hafi samband í síma 586 1475. Fundarlaun. SKÁK Umsjön Margcir Pctursson STAÐAN kom upp á minn- ingarmóti um Geza Maroczy, sem nú stendur yfir í Szeged í Ungveija- landi. Langsterkasti skák- maður Tyrkja, Suat Atalik, (2.590) var með hvítt og átti leik, en Ungverjinn Gyula Sax (2.570). 22. Bf7!! - Hxf7 (Tapar strax, en 22. - Ddl 23. e6 - Dd6+ 24. Kh3 er einnig hagstætt hvíti) 23. e6+ - Kg8 24. Dd4 - Kf8 25. exf7 - Kxf7 26. Dd7+ og Sax gafst upp, því eftir 26. - Kf8 27. Bf6 er stutt í mátið. Byijunin var afar athyglisvert afbrigði af Nimzoindverskri vörn: 1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rc3 - Bb4 4. Dc2 - d5 5. a3 - Bxc3+ 6. Dxc3 - Re4 7. Dc2 - Rc6 8. e3 - e5 9. cxd5 - Dxd5 10. Bc4 - Da5+ 11. b4 - Rxb4 12. Dxe4 - Rc2++ 13. Ke2 - Del+ 14. Kf3 - Rxal 15. Bb2 - 0-0 16. Kg3 - Kh8 17. dxe5 - Be6 18. Rf3 - Dxhl 19. Rg5 - g6 20. Rxf7+ - Hxf7 21. Bxe6 - Hg7 og nú höfum við stöðuna á stöðumynd- inni. Víkveiji skrifar... AMORGUN, mánudag, hefst ýl- ir, annar mánuður vetrar að fornu tímatali, sem og 48. vika árs- ins. Annað nafn þessa mánaðar var frermánuður [frostmánuður]. Við skulum rétt vona, að hann beri ekki nafn með rentu að þessu sinni. Næsti sunnudagur, 30. nóvem- ber, er síðan fyrsti sunnudagur í aðventu, öðru nafni jólaföstu. Þá lifa ekki margar vikur líðandi árs. „Tíminn hann er fugl sem flýgur hratt“, stendur þar, „hann flýgur kannski úr hendi þér í dag“. Og þótt svo verði vonandi ekki þá er eins gott að vera á fyrra fallinu með undirbúning jóla og áramóta. Það er ekki eftir sem af er, segir fýrirhyggjufólkið, sem Víkveiji ætl- ar að reyna að taka sér til fyrir- myndar næstu daga og vikur, hvernig svo sem til tekzt. XXX TIL ÞJÓÐKIRKJUNNAR teljast rúmar 244 þúsundir íslend- inga. Konur eru nánast helmingur, 49,9%. En hver er hlutur þeirra í ábyrgðarstörfum innan kirkjunnar? I sóknarnefndum sitja 1.280 manns: 728 karlar, 552 konur, 43%. Heldur skekkist myndin þegar að formennsku í sóknamefndum er komið. Þar er hlutfall kvenna ekki nema 34%. Enn haliar á konur þegar kemur að kirkjuþingi. Þar situr 21 fulL trúi, þar af þijár konur, 14,2%. í aðalstjórn Prestafélagsins sitja fimm karlar, engin kona, en konur í félaginu eru 20, 14,7%. Sóknar- prestar eru 98, þar af 17 konur, 17,3%. Aðstoðarprestar eru 12, þar af 4 konur, 22,3%. Af 18 sérþjón- ustuprestum eru og fjórar konur, 22,2%. Hlutur kvenna verður annar og stærri í „morgundegi" þjóðkirkj- unnar. í guðfræðideild HI eru ná- lægt 130 nemar. Konur eru í mikl- um meirihluta, nálægt 80 talsins, en karlar eru um 50. Hlutfall kvenna sem sagt rúm 60%. Það segir sitt um „morgundag" þjóð- kirkjunnar. xxx FRAM ER komin á Alþingi til- laga til þingsályktunar „um skipan nefndar til að auka aga í skólum landsins“. í greinargerð flutningsmanna [þriggja framsókn- armanna] er til þess vitnað að „oft sé því haldið fram hérlendis að unga fólkið og jafnvel þjóðin öll sé óöguð“. Síðan segir: „Þetta heyrist gjarnan í kjölfar atburða eins og óláta í miðborginni, vandamála í samskiptum kynslóðanna, niður- staðna af samræmdm prófum og samanburðarrannsóknum við aðrar þjóðir, biðraðamenningu o.s.frv. Niðurstaðan er einatt sú sama að þjóðin sé agalaus." Áfram orðrétt úr greinargerð: „Á það hefur verið bent að samband og samstarf heimila, skóla, íþrótta- félaga og ýmissa samtaka, sem starfa í þágu barna, sé mjög tak- markað og að skilaboð til barna um hegöan og ábyrgð séu misvísandi og óljós. Þetta er það sem kallað hefur verið óagað umhverfi og leið- ir m.a. til þess að ungmenni eigi örðugt með að þroska með sér sjálfsaga. Skýrar leikreglur og agað umhverfi er með öðrum orðum for- senda þess að einstaklingar geti náð að þroska með sér nauðsynlegan sjálfsaga." Samkvæmt tillögunni á mennta- málaráðherra að skipa vinnuhóp, sem skila á tillögum um þetta efni. Hún á fullan rétt á sér, að mati Víkveija. Agaleysi einkennir þó ekki unglinga umfram aðra lands- menn. Og það læra hinir ungu sem fyrir þeim er haft! Og ef „niðurstað- an er einatt sú að þjóðin sé aga- laus“, eins og segir í greinargerð þingmannanna, þurfum við að taka okkur tak,' bæði sem heild og ein- staklingar - utan skólakerfis sem innan. Enginn nær árangri án aga, hvorki í námi né á öðrum vett- vangi. En það er með agann eins og sakleysið, sízt má án þess vera, en of mikið, já of mikið, af öllu má samt gera!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.