Morgunblaðið - 23.11.1997, Síða 27

Morgunblaðið - 23.11.1997, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1997 27 EFRI myndin sýnir kort af dældunum yfir gossprungunni og hvernig hún breyttist með tíma. Á neðri myndinni eru stílfærð snið sem sýna myndun íjallshryggsins og ísgjárinnar auk vatnssöfnunar í Grímsvötnum til gosloka. m.y.s. Gjálp Það er samkvæmt uppástungu Guðrúnar Larsens jarðfræðings að gosstöðvarnar í Vatnajökli heita Gjálp en nafnið er komið úr norrænu goðafræðinni. Frá Gjálp segir svo í Snorra-Eddu. Hún var dóttir Geirröðar jötuns og olli miklu flóði í ánni Vimur ein- hverju sinni þá er Þór var að vaða ána. „Og þá er Þór kom á miðja ána þá óx svo mjög áin að uppi braut á öxl honum. Þá sér Þór uppi í gljúfrum nokkrum að Gjálp, dóttir Geirröðar, stóð þar tveim megin árinnar. Og gerði hún árvöxtinn. Þá tók Þór upp úr ánni stein mikinn og kastaði að henni og mælti svo: „Að ósi skal á stemma!“ - Eigi missti hann þar er hann kastaði til.“ Os: Upptök eða ármynni. Hér upptök. Stemma: Stífla. HIN geysihraða ísbráðnun samfara gosinu. Heildarbráðnun fyrstu 4 dagana var tvöfalt meiri en varð næstu 4 vikur. Línuritið til hægri sýnir bráðnunarhraða og afl gossins. Afl 1000 Búrfellsvirkjana er sýnt til sam- anburðar. Ljósmynd FS. KRAFTMIKIÐ öskugos að morgni 2. október, skömmu eft- ir að gosið hafði brætt sig í gegnum 500 metra þykkan jökulís á 30 klukkustundum. Oskusprengingar ná í um 500- 1000 metra hæð yfir jökul og mökkur fínni ösku og gufu stíg- ur hærra. Grein þremenning- anna um gosið í Gjálp var for- síðugrein hins virta vísinda- rits Nature hinn 30. október. skríður inn að haugnum og vegur þannig að nokkru upp á móti þeim ís sem bráðnar. Þetta aðhald íssins þýðir að hryggir og stapar myndaðir inni í jöklum eru líklega brattari og minni um sig en samskonar fjöll, mynduð við gos í sjó eða vatni. Sambýli elds og íss Fyrst þegar ísgjáin kom í ljós leit út fyrir að gosið hefði brætt af sér jökulinn eftir henni endilangri. Vatn huldi botninn hvarvetna nema gíg- barmana norðantil. Hélst svo fyrstu dagana eftir að gosinu lauk. Furðulegt þótti okkur þó að þann 17. október, aðeins fjórum dögum eftir að gosinu lauk, voru gígrimarn- ir orðnir kaldir; þeir voru gráir af snjó. í lok október gerði kulda og stUlu eftir nokkurra daga umhleyp- inga og 28. október var fyrst flogið á þyrlu eftir gjánni og lent á barmi hennar. Þá hafði vatnsborð lækkað töluvert og þá kom hið sanna í ljós: Gosið hafði ekki brætt sig í gegnum jökulinn nema í sjálfu gígopinu. Annarstaðar var jökulís í botni gjár- innar. Gígurinn var svo til horfinn og leifarnar af börmunum sýndu svart á hvítu að hann hafði að mestu verið úr ís. Aðeins þunn kápa af ösku hafði þakið barmana. Myndun gígopsins gegnum jökul- inn sýndi að nábýli gosrásarinnar og jökulíssins getur verið nánara en nokkurn hafði órað fyrir. A lyrstu 30 klukkustundum gossins braut það sér leið uppúr jöklinum: Miðja ket- ilsins brotnaði frá og seig eins og tappi niður á gjósandi gíginn. Gosið bræddi ístappann og náði til yfir- borðs þegar hann var horfinn. Þá tók gjáin að myndast: Við spreng- ingar í gígnum lögðust heit gosefni á jökulísinn og bræddu ísinn á yfir- borðinu næst gígnum. Askan lagðist á botninn umhverfis og myndaði ein- angrandi kápu sem hindraði bráðnun niðurávið. Til varð flatur stallur í ísinn umhverfis gígopið, þakinn gjósku en umluldnn lóðrétt- um ísveggjum. Þegar gosefnin náðu að bræða haftið milli gígsins og syðsta ketilsins var gjáin orðin til. Gígopið gegnum jökulinn var varla meira en 200-300 m á vídd. Hélst það svipað meðan á gosinu stóð, þrátt íyrir ákaft gos mestallan tímann. Svo virðist sem flæði íss inn að gígnum hafi vegið upp á móti bræðslu í gígveggjunum. í nýútkominni bók eftir Hjörleif Guttormsson og Odd Sigurðsson gengur aftur fyrri missldlningur og sett fram sú mynd að gosið hafi brætt af sér jökulinn eftir endilangri gjánni. Þetta var skoðun okkar í fýrstu og greindum við frá henni í fjölmiðlum, m.a. birtust teikningar í Morgunblaðinu, gerðar eftir for- skrift eins okkar (MTG). Snið af gosstöðvunum í bók Hjörleifs og Odds eru gerð eftir þeim myndum. Eftir flugið 28. október gerðum við hvað við gátum til að leiðrétta fyrri misskilning, m.a. með leiðréttum útgáfum af sniðunum (sjá snið- mynd), sem m.a. birtust í skýrslu Vegagerðarinnar um gos og hlaup. Það er mjög bagalegt að sjá þennan draug ganga aftur á prenti, sérstak- lega vegna þess að hið þrönga gosop og myndun gígs með isbarma var ein af óvæntustu nýjungunum sem í ljós komu í gosinu. Myndun stapa Hvað segir Gjálpargosið okkur um myndun móbergsstapa? Sam- fellt gos upp um þröngt op í jökulinn sýnir að tiltölulega skammvinnt gos, þótt kröftugt sé, getur ekki myndað móbergsstapa inni í stórum jökli. Þau gos sem mynduðu stapa eins og Herðubreið, Hlöðufell og Skriðuna hafa brætt göt í jökulinn sem voru nokkrir kílómetrar i þvermál, a.m.k. tífalt þvermál opsins sem myndaðist í Gjálp. Ljóst er að aðeins mjög langvinn gos, eða endurtekin gos- virkni á sama stað, getur búið til nægilega víðáttumikil göt á ísþekj- una. Þá getur verið að myndun bólstrabergs í upphafi gosa hafi haft áhrif. Bólstraberg gefur varma mun hægar frá sér og gæti það leitt til bræðslu íss yfir stærra svæði á lengri tíma. Ekki er loku fyrir það skotið að stapi myndist í Gjálp er tímar líða. Þar hefur gosið a.m.k. einu sinni áður (1938) og ekkert því til fyrirstöðu gosið geti aftur síðar. Áhrif eldgosa á stöðugleika jökla Þegar fréttir af gosinu í Vatnajökli bárust, sperrtu eyrun ýmsir vísindamenn sem starfað hafa að rannsóknum á Suðurskautsland- inu. Undir vesturhluta Suðurskaut- sjökulsins eru mörg útkulnuð eld- fjöll og vísbendingar um nýlega eld- virkni og jarðhita undir jöklinum hafa fundist. Á Suðurskautslandinu er einnig syðsta virka eldfjall jarðar, Erebus. Á síðustu árum hafa komið fram hugmyndir um að eldvirkni geti haft áhrif á stöðugleika Suður- skautsjökulsins, en getgátur eru um að vesturhluti hans hafi horfið snögglega á síðustu áimilljónum. Ef slíkt gerðist nú myndi sjávarborð hækka um nokkra metra og gætu sum þéttbýlustu svæði jarðar orðið óbyggileg í kjölfarið. Gjálpargosið sýndi hvað gerist í eldgosi undir stórum jökli. Þegar ísinn bráðnar og vatnið rennur burtu reynir jökullinn að fylla upp í dældina sem myndast í yfirborðið. Má líkja flæði hans við skyr á diski þegar tekin er væn skeið innan úr miðjunni. Flæði íss- ins verður því hraðara sem ketillinn er dýpri og að lokum getur komist á jafnvægi milli ísflæðis og bráðnunar. Þá dýpkar ketillinn 'ekki lengur heldur víkkar. Áhrifasvæði gossins í jöklinum afmarkast af sigkatlinum sjálfum. Annarstaðar gætir áhrifa gossins lítið, flæði jökulsins helst þar óbreytt. Gjálpargosið bendir því til að áhrif eldgosa á þíðjökla séu fyrst og fremst staðbundin og valdi ekki framhlaupum og óstöðugleika sem stofnað geta framtíð heilu jöklanna í hættu. Niðurstöður okkar af rannsóknum á áhrifum gossins á stöðugleika jökla eru því mikilvægt framlag til umræðu almennt um áhrif eldgosa á jökla. Sé sú niðurstaða algUd fyrir jökla mætti álykta að óstöðugleiki í stórum meg- inlandsjöklum á síðustu ármilljónum eigi sér aðrar skýringar en eld- virkni. Frekari rannsóknir munu nú beinast að því hvort sá munur sem er á Vatnajökli og ísbreiðu Suður- skautslandsins, sem sumstaðar er frosin við botninn, geti valdið mis- munandi viðbrögðum við eldgosum. Lokaorð Rannsóknum og eftirliti með Gjálp og Grímsvötnum er ekki lokið. Á næstu árum verður reynt að fylgj- ast með hvernig fjallið nýja breytist og ummyndast yfir í móbergshrygg. Miklar breytingar hafa orðið á jökl- inum milli Bárðarbungu og Gríms- vatna og mun það taka jökulinn 20- 30 ár að ná að fullu fyrri lögun, jafn- vel þótt engin frekari eldvirkni verði á svæðinu. Mikið rask á jöklinum austan Grímsvatna hefur til skemmri tíma stórlega breytt hegðun vatnanna. Er óljóst hvenær Grímsvötn geta aftur farið að safna vatni að ráði og valda venjulegum Skeiðarárhlaupum. Á næstu árum verður fylgst með breytingum í jökl- inum svo að á hverjum tíma sé vitað hvar vatnaskil liggja. Það er for- senda þess að liægt verði að segja með einhverju öryggi um rennslis- leiðir jökulhlaupa næst þegar dreg- ur til tíðinda í vesturhluta Vatnajökuls. Magnús Tumi er dósent í jarðeðlis- fræði við Háskóla islands, Frey- steinn jarðeðlisfræðingur á Norrænu eldfjallastöðinni og Helgi jarðeðlis- fræðingur á Raunvísindastofnun Háskólans og prófessor í jöklafræði við Oslóarháskóla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.