Morgunblaðið - 14.12.1997, Síða 1
120 SÍÐUR B/C/D/E
STOFNAÐ 1913
286. TBL. 86. ÁRG.
TINA (t.v.) og Nancy Sinatra.
Afneita and-
látsfregnum
Los Angeles. Reuters.
NANCY og Tina Sinatra, dætur
leikarans Franks Sinatra, komu
fram í viðtalsþætti Larrys Kings á
CNN-sjónvarpsstöðinni í fyrrakvöld
og mótmæltu harðlega sjónvarps-
fréttum þess efnis að faðir þeirra
væri nær dauða en lífí.
Sinatra varð 82 ára á fóstudag
og hefur verið máttfarinn frá því
hann fékk hjartaáfall í byrjun árs.
Honum er hætt við hvers kyns sýk-
ingum og því verður hann m.a. að
halda sig frá kvefuðu fólki. Hefur
hann að mestu verið bundinn við
heimili sitt og lóð villunnar í
Beverly Hills.
Nýlega héldu fjölmiðlar því fram
að Sinatra hefði legið banalegu og
honum hefðu verið veitt siðustu
sakramentin. Umboðsmaður hans
vísaði því á bug og fullyrti í vikunni
að hann væri við góða heilsu. Undir
það tóku dætur hans í sjónvarps-
þættinum.
----------------
Láta skoða
747-þotur
Washington. Daily Telegraph.
BANDARÍSKA loftferðaeftirlitið
(FAA) hefur gefið flugrekendum
tæplega 1.400 Boeing 747-þotna fyr-
irmæli um að láta skoða rafmagns-
leiðslur í flugvélunum með tilliti til
svörfunar eða núningsskemmda á
slithólkum þeirra.
Fyrirmælin eru gefin út í fram-
haldi af rannsókn á orsökum þess
að 230 manns fórust er sprenging í
eldsneytistanki grandaði 747-þotu
flugfélagsins TWA í fyrra. Talið er
að skemmdir í rafleiðslum eða tær-
ing í mælitækjum í miðtanki þot-
unnar hafi leitt til neistamyndunar
er olli sprengingunni.
Fyrirmælin, sem ná til 260 flug-
véla bandarískra flugrekenda og
1.076 flugvéla utan Bandaríkjanna,
skylda flugfélög til að láta skoða
bæði rafmagnsvíra úr ryðfríu stáli
sem áli. Skoðuninni verður að vera
lokið innan 120 daga og síðan verð-
ur að endurtaka hana á 20.000 flug-
stunda fresti.
SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Tómlegt
í Lúxor
Beitt út frá
Fremantle
ÞRIÐJI áfangi Whitbread-kapp-
siglingarinnar umhverfis jörðina
hófst í Fremantle á vesturströnd
Ástralíu í gær og var handagang-
ur í öskjunni er skúturnar níu tók-
ust á um bestu stöðu. Frá Frem-
antle sigla skúturnar 4.200 km leið
til Sydney á austurströndinni og
eru væntanlegar þangað um jól.
Þijár skútanna heyja hér einvígi í
beitivind og fremst fer sænska
skútan Swedish Match. Norsk
skúta, Innovation Kværner, hefur
heildarforystu í kappsiglingunni
sem lýkur á næsta ári í Bretlandi.
Reuters
Samið um fullt frelsi
í fíármálaviðskiptum
Genf. Reuters.
SAMKOMULAG náðist í fyrrinótt
um fúllt frelsi í bankaþjónustu, verð-
bréfaviðskiptum og tryggingastarf-
semi á vettvangi aðildarríkja
Heimsviðskiptastofnunarinnar
(WTO).
Samkomulagið, sem kemur til
framkvæmda í mars 1999, mun opna
nýja markaði fyrirtækjum á því
sviði viðskipta sem vaxið hefur hrað-
ast að undanfömu. Aðildarríki WTO
hafa frest til janúarloka 1999 til þess
að staðfesta það. Með samkomulag-
inu verður rutt úr vegi alþjóðlegum
hindmnum sem hamlað hafa vexti í
banka-, fjármála- og tryggingavið-
skiptum.
Renato Ruggiero, forstjóri WTO,
sagði samkomulagið eiga eftir að
leiða til mikils efnahagsvaxtar og
þróunar um heim allan og Leon
Brittan, sem fer með viðskiptamál í
framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins (ESB), sagði gífurlega
mikilvægt skref til frjálsræðis í hag-
kerfi heimsins hafa verið stigið.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
fagnaði sömuleiðis og sagði að sam-
komulagið ætti eftir að leiða til mik-
ils vaxtar fjármálaviðskipta.
Lúxor. Daily Telegraph.
DAPURLEGT er um að litast í
Lúxor, borg merkra fomminja, í Eg-
yptalandi. A þessum tíma er ferða-
mannastraumurinn jafnan í hámarki
og iðandi mannlíf í Lúxor en nú em
götur auðar, veitingahúsin standa tóm
og skemmtiskip bundin við bryggju.
I kjölfar fjöldamorðs íslamskra
ofsatrúarmanna á 58 útlendum ferða-
mönnum í Lúxor í síðasta mánuði hef-
ur verulega dregið úr ferðamanna-
straumi til Egyptalands. Blóð fómar-
lambanna hefur verið máð af gólfum
og veggjum musteránna en áhrifin
verða ekki þvegin burt. Flugvélar
fljúga nær tómar og farþegum ríkis-
flugfélagsins EgyptAir hefur fækkað
um 72%. Aðeins 18% nýting er á hót-
elum á landsvísu og undanfarið hefur
hún verið aðeins 10% í Lúxor, þ.e. níu
af hverjum 10 herbergjum hafa staðið
tóm. Hótelhölduram hefur verið ráð-
lagt að lækka gistingu um 50% í þeirri
von að snúa megi þróuninni við.
Ahrifanna gætir hvarvetna. Fyrir
tilræðið í Lúxor komu rúmlega 4.000
manns á degi hveijum að pýramídun-
um við Kaíró en hefúr nú fækkað í um
800 á dag. Sérfræðingar spá því að
tekjur Egypta af ferðamönnum muni
á næsta ári lækka úr um 3,5 milijörð-
um dollara, sem þær hafa verið að
jafiiaði á ári, í 1,5 milljarða dollara.
Verða áður að taka sig á í mannréttindamálum
Lúxemborg. Reuters.
LEIÐTOGAR Evrópusambandsríkjanna (ESB) voru sagðir hafa náð
samkomulagi síðdegis í gær um að bjóða Tyrkjum ásamt 10 ríkjum Mið-
og Austur-Evrópu auk Kýpur til aðildarviðræðna að sambandinu á
næsta ári, eftir að Grikkir féllu frá andstöðu sinni við það. Deilan um
Tyrki varpaði skugga á leiðtogafundinn þar sem leysa tókst deilu um
nýjan samstarfsvettvang um málefni Eftiahags- og myntbandalags Evr-
ópu (EMU), svonefnt Evró-X ráð.
í orðalagi samkomulags leiðtog-
anna um almenn skilyrði, sem ríki
verða að uppfylla til þess að formleg-
ar aðildarviðræður verði við þau
hafnar, er meðal annars kveðið á um
að ríki sem boðið verður til ráðstefnu
um stækkun ESB 30. mars nk. verði
að virða lögsögu Alþjóðadómstólsins
í Haag um lausn ágreiningsefna og
önnur grundvallargildi ESB, m.a. um
öryggi, frið og virðingu fyrir fullveldi
annarra ríkja.
Að lokinni ráðstefnunni í mars
hefjast formlegar aðildarviðræður í
apríl við Ungverjaland, Pólland,
Tékkland, Eistland, Slóveníu og
Kýpur. Jafnframt hétu leiðtogamir
að hraða undirbúningi fullra við-
ræðna við Búlgaríu, Rúmeníu,
Slóvakíu, Litháen og Lettland.
Tyrkir, sem sóst hafa eftir aðild í
35 ár, hafa verið útilokaðir frá form-
legum aðildarviðræðum að ESB
vegna mannréttindamála. Utlit er
fyrir að umsókn þeirra fái hæga af-
greiðslu af þeim sökum.
ESB býður Tyrkjum
til aðildarviðræðna
Nýbúar
ö0DuQ[iLíQ0mm(i][?
Afreksverk
deyjandi byggðar
Stendur og
fellur með
starfsmönnunum