Morgunblaðið - 14.12.1997, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 14.12.1997, Qupperneq 4
4 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ r VIKAN 7/12-13/12 Þ- ÁFALLNAR lífeyris- skuldbindingar ríkisins vegna hækkana í síðustu kjarasamningum grunn- skólakennara og sveitarfé- laga hækka um 7,5 millj- arða króna sé reiknað með að samningarnir þýði um 30% hækkun á launum kennaranna. ► SAMÍIÐ hefur verið við Stálsmiðjuna og Vélsmiðj- una Norm um að annast uppsetningu á reyk- hreinsibúnaði fyrir álver Norðuráls við Grundart- anga. Verður því ekki af innflutningi á rúmensku vinnuafli til verksins en sótt var upphaflega um að fá 60 menn þaðan og síðar 25. Hafa fyrirtækin þar með fengið 811 stærstu verkefnin á sviði máimiðn- aðar vegna byggingar ál- versins. ► LAGT er til í Qárlaga- frumvarpinu að 8 milljón- um króna verði varið til undirbúnings háskóla- kennsiu á Austurlandi. Er hugsanlegt að koma upp miðstöð háskóla- og end- urmenntunarkennslu og hefja viðræður þar að lút- andi við Háskóla íslands og Háskólann á Akureyri. ► NÆR fimmti hver 14 ára unglingur reykir dag- lega, þriðji hver 17 ára unglingur hefur prófað hass og um 30% 14 ára unglinga, sem neyta áfengis, segjast drekka 5 glös eða fleiri í senn. Þetta kemur fram í könnun Sig- rúnar Aðalbjarnardóttur. Hvalir draga úr þorsknýting-u MAT Hafrannsóknastofnunar á stækkun hvalastofna leiðir í ljós mikil áhrif stofnsins á viðgang þorskstofns- ins. Telur stofnunin að vaxi hvala- stofninn í hámarksstærð geti það leitt til 10% minni afraksturs þorskstofns- ins. Óvissuþættir eru þó margir og segir stofnunin brýnt að auka hvala- rannsóknir til að meta áhrif stærri hvalastofna á aðra nytjastofna. Raforkunotkun eykst um 8,5% NOTKUN raforku var 8,5% meiri í nóvember síðastliðnum en í nóvember í fyrra. Munar þar mest um stækkun álversins í Straumsvík en raforkusala Landsvirkjunar til rafveitna í landinu jókst um 2,7% sem er meira en spáð var. Stóriðja notar um 57% af rafork- unni sem Landsvirkjun selur en 43% fara til almennrar notkunar. Einkaleyfi á íslensku öryggisloki ÍSLENSKUR uppfinningamaður, Jó- hannes Pálsson, hefur samið við danskt plastfyrirtæki um framleiðslu á plastflösku með öryggisloki sem hann hefur einkaleyfi á. Gildir einka- leyfið um sölu á Norðurlöndunum. Öryggistappi Jóhannesar er einfaldur en til þessa hafa aðeins tvöfaldir tapp- ar fengið löggildingu. Húsfélög könnuð EMBÆTTI skattstjórans í Reykjavík hefur að undanförnu kannað sérstak- lega fjárreiður húsfélaga svo og bóta- greiðslur frá tryggingafélögum. Varðandi húsfélög er skoðað hvemig laun eru gefin upp og aðrar framtals- skyldar greiðslur og skoðað er hvern- ig bótagreiðslur eru taldar fram. Samkomulag náðist á ráðstefnu SÞ í Kyoto LEIÐTOGAR helstu iðnríkja heims fögnuðu samkomulagi um takmark- anir á losun gróðurhúsalofttegunda sem náðist á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kyoto aðfaranótt fimmtu- dags. Umhverfísverndarsamtökin Greenpeace lýstu þó niðurstöðunni sem „hörmulegu slysi og skrípaleik" og margir fulltrúar á ráðstefnunni höfðu áhyggjur af því að ekki hefði verið gengið nógu langt. Þar á meðal var Ritt Bjerregárd sem fer með umhverfismál I framkvæmdastjóm Evrópusambandsins. í samkomulag- inu felst að iðnríkin eiga að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 5% að meðaltali á tímabilinu frá 2008 til 2012 miðað við árið 1990. Bill Clinton, forseti Bandarikjanna, fagnaði samkomulaginu sem skuld- bindur Bandaríkin til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um sjö prósent á tímabilinu. Clinton sagði að Bandaríkjastjóm hefði fengið það sem hún vildi í Kyoto, meðal annars hefði verið fallist á viðskipti með út- blásturskvóta. Litlu munaði að ráð- stefnan færi út um þúfur síðasta sólarhringinn vegna deilu um þátt- töku þriðja heims ríkja í samkomulag- inu. ► LEIÐTOGAR lýðveldis- sinna á Norður-írlandi stigu fæti inn í breska for- sætisráðherrabústaðinn á fimmtudag, í fyrsta sinn í 76 ár, er þeir áttu fund með Tony Blair. ► ELDSVOÐI í flug- höfn-1 á Heathrowflug- velli á föstudag raskaði verulega allri flugumferð um flugvöllinn. Eldsupp- tökin voru á skyndibita- stað og tók 5 stundir að ráða niðurlögum eldsins sem olli miklu tjóni á flug- höfninni. ► BORÍS Jeltsin Rúss- íandsforseti var lagður inn á heilsuhæli við Moskvu í vikunni vegna heiftarlegr- ar vírussýkingar i öndun- arfærum. Sýkinguna er forsetinn sagður hafa fengið upp úr kvefi. ► HAFEZ al-Assad Sýr- landsforseti hvatti til þess á leiðtogafundi samtaka múslimalanda í vikunni, að öll riki múslima ijúfi tengsl sin við ísraela. Innbyrðis deilur einkenndu fundinn. Leiðtogar ESB ná saman um Evró-X ráð LEIÐTOGAR Evrópusambandsins (ESB) náðu í gær samkomulagi á fundi sínum ( Lúxemborg um hið svokallaða Evró-X ráð, sem verður samstarfsvettvangur um málefni Efnahags- og myntbadalags Evrópu (EMU). Einnig náðist samkomulag um að bjóða 11 ríkjum til viðræðna um aðild að bandalaginu. ► TILRAUN bresks auðkýfings, Riehards Bransons, til þess að verða fyrstur til að ljúka við- stöðulausu hnattflugi í loftbelg, fór út um þúfur í Marokkó á þriðjudag. Er helíum var sett á belginn slitnaði tjóður sem hélt honum föstum, svo hann losnaði og flaug burt án Bransons. FRÉTTIR Morgunblaðið/Helgi Bjamason Ný framkvæmda- stjórn leiklistarráðs Yiðhalda sönghefð- inni „VIÐ komum oftast saman einu sinni i viku, allur skólinn, og syngjum saman. Krakkarnir hafa gaman af og vilja ekki missa af söngnum," segir Páll Dagbjarts- son, skólastjóri Varmahlíðar- skóla í Skagafirði. Söngtímarnir eru liður í því að viðhalda hinni þekktu sönghefð í Skagafirði og ekki er ólíklegt að kórarnir fái liðstyrk úr hópnum sem var að æfa jólalög þegar blaðamaður kom við í Varmahlíðarskóla. Skólastjórinn sjálfur var for- söngvari enda félagi í Karlakórn- um Heimi og Stefán Gíslason söngstjóri Heimis lék undir á harmoníku. Páll segir að mark- visst sé unnið að því að kenna börnunum texta veiyulegra söng- laga enda sé það grundvöllur söngsins. Á ÁRSFUNDI leiklistarráðs ríkisins 6. desember síðastliðinn var kjörin ný framkvæmdastjórn til þriggja ára. Hlín Gunnarsdóttir leikmynda- teiknari var kjörin formaður leiklist- arráðs og framkvæmdastjórnar ráðsins og auk hennar sitja nú í framkvæmdastjórninni María Krist- jánsdóttir, leiklistarstjóri útvarpsins, og Edda Þórarinsdóttir, formaður Félags leikara. Taka þær sæti Hávars Siguijóns- sonar, sem var fulltrúi Félags leik- stjóra í stjóminni, Þórhalls Sigurðs- sonar, fulltrúa samtaka Barna- og unglingaleikhúsa og Vilborgar Val- garðsdóttur, fulltrúa Bandalags ís- lenskra Ieikfélaga. í Morgunblaðinu i gær kom fram að samkeppnisráð teldi ekki eðlilegt að í framkvæmda- stjóm sætu menn sem væm jafn- framt starfsmenn Þjóðleikhússins. Beindi ráðið þeim tilmælum til menntamálaráðuneytis að sjá til þess að hlutlausir aðilar sitji í fram- kvæmdastjórn leiklistarráðs til að gæta óhlutdrægni gagnvart sam- keppnisaðiium á leikhúsmarkaðinum. Árlega er veitt fé á fjárlögum til styrktar sjálfstæðu atvinnuleikhús- unum, sem menntamálaráðuneytið úthlutar, skv. tillögum frarn- kvæmdastjórnar leiklistarráðs. Á fjárlögum yfirstandandi árs var upp- hæðin 16 milljónir. Umsóknir bárust frá 40 aðilum til 70 verkefna. Vom veittir 5 styrkir til nýrra verkefna að upphæð 750 þús. til 1,2 millj. kr., að því er fram kemur í greinar- gerð samkeppnisráðs. Þá fékk eitt verkefni 400 þús. kr. undirbúnings- styrk og voru veittir viðbótarstyrkir til þriggja verkefna að upphæð 750 þús. kr. til 1. milljónar. Eitt verk- efni, sem hefur fengið tveggja ára starfsstyrk, fékk í ár 8 milljónir kr. Ríkið rekur Þjóðleikhúsið og Alþingi veitir fé á fjárlögum hvers árs til stuðnings Leikfélagi Reykjavíkur og Leikfélagi Akureyrar. Bónus og Rúmfatalagerinn standa að rúml. 9.000 ferm. verslunarhúsa- þyrpingu sem er að rísa á lóð norðan við Fífuhvammesveg rmsveSkí Smáralind, verslunanniðstöð, sem nsa á í Kópavogi Tvö til þrjú þúsund bílastæði við Smáralind NÝJA verslunarmiðstöðin Smáralind, sem ráðgert er að opnuð verði árið 2000, er vel í sveit sett, liggur við Reykjanes- brautina, eina aðalsamgönguæð- ina á höfuðborgarsvæðinu. Bíla- stæði verða tvö til þijú þúsund og hægt að tvöfalda þá tölu. Gert er ráð fyrir að þar verði 80-110 verslanir. (9/h(£í' 1 KRINGMN 1 * 10 fl R R fl F M S L I Rektor HÍ um tillögu fjárlaganefndar Viðurkenn- ingá fjárþörf Háskólans „TILLAGA fjárlaganefndar Alþing- is er mikilvæg viðurkenning á þörf- um Háskóla Islands fyrir aukið fé. Þingmenn sýna skilning á nauðsyn þess að efla skólann og sérstaklega rannsóknarnám við hann. Hins veg- ar eru kjör kennara við skólann eftir sem áður áhyggjuefni," sagði Páll Skúlason háskólarektor í sam- tali við Morgunblaðið. Fjárlaganefnd hefur lagt til að Háskólinn fái 50 milljóna króna viðbótarfjárveitingu á fjárlögum næsta árs, en skólinn óskaði eftir 250 milljónum. Af þessum 50 millj- ónum eiga 35 að renna til rannsókn- arnáms og 15 til ritakaupasjóðs. Hugarfarsbreyting þingmanna „Þessi afgreiðsla nefndarinnar sýnir ákveðna hugarfarsbreytingu hjá þinginu og er það vel. Auk rann- sóknamámsins, sem okkur er nú gert kleift að efla verulega, þá get- um við til dæmis keypt aðgang að erlendum gagnagrunnum, nemend- um og kennurum til hagsbóta." Páll sagði að reynt yrði að hag- ræða sem allra mest í rekstri Há- skólans til að bæta kjör kennara. „Við erum ekki eingöngu að keppa við atvinnulíf á íslandi um hæfa starfsmenn, heldur ekki síður er- lenda háskóla. Við þurfum líka að endurnýja tölvukost Háskólans, því aðbúnaður nemenda er slæmur.“ ) ! i ) \ ) ! i ) i )
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.