Morgunblaðið - 14.12.1997, Qupperneq 4
4 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
r
VIKAN 7/12-13/12
Þ- ÁFALLNAR lífeyris-
skuldbindingar ríkisins
vegna hækkana í síðustu
kjarasamningum grunn-
skólakennara og sveitarfé-
laga hækka um 7,5 millj-
arða króna sé reiknað með
að samningarnir þýði um
30% hækkun á launum
kennaranna.
► SAMÍIÐ hefur verið við
Stálsmiðjuna og Vélsmiðj-
una Norm um að annast
uppsetningu á reyk-
hreinsibúnaði fyrir álver
Norðuráls við Grundart-
anga. Verður því ekki af
innflutningi á rúmensku
vinnuafli til verksins en
sótt var upphaflega um að
fá 60 menn þaðan og síðar
25. Hafa fyrirtækin þar
með fengið 811 stærstu
verkefnin á sviði máimiðn-
aðar vegna byggingar ál-
versins.
► LAGT er til í Qárlaga-
frumvarpinu að 8 milljón-
um króna verði varið til
undirbúnings háskóla-
kennsiu á Austurlandi. Er
hugsanlegt að koma upp
miðstöð háskóla- og end-
urmenntunarkennslu og
hefja viðræður þar að lút-
andi við Háskóla íslands
og Háskólann á Akureyri.
► NÆR fimmti hver 14
ára unglingur reykir dag-
lega, þriðji hver 17 ára
unglingur hefur prófað
hass og um 30% 14 ára
unglinga, sem neyta
áfengis, segjast drekka 5
glös eða fleiri í senn. Þetta
kemur fram í könnun Sig-
rúnar Aðalbjarnardóttur.
Hvalir draga úr
þorsknýting-u
MAT Hafrannsóknastofnunar á
stækkun hvalastofna leiðir í ljós mikil
áhrif stofnsins á viðgang þorskstofns-
ins. Telur stofnunin að vaxi hvala-
stofninn í hámarksstærð geti það leitt
til 10% minni afraksturs þorskstofns-
ins. Óvissuþættir eru þó margir og
segir stofnunin brýnt að auka hvala-
rannsóknir til að meta áhrif stærri
hvalastofna á aðra nytjastofna.
Raforkunotkun
eykst um 8,5%
NOTKUN raforku var 8,5% meiri í
nóvember síðastliðnum en í nóvember
í fyrra. Munar þar mest um stækkun
álversins í Straumsvík en raforkusala
Landsvirkjunar til rafveitna í landinu
jókst um 2,7% sem er meira en spáð
var. Stóriðja notar um 57% af rafork-
unni sem Landsvirkjun selur en 43%
fara til almennrar notkunar.
Einkaleyfi á íslensku
öryggisloki
ÍSLENSKUR uppfinningamaður, Jó-
hannes Pálsson, hefur samið við
danskt plastfyrirtæki um framleiðslu
á plastflösku með öryggisloki sem
hann hefur einkaleyfi á. Gildir einka-
leyfið um sölu á Norðurlöndunum.
Öryggistappi Jóhannesar er einfaldur
en til þessa hafa aðeins tvöfaldir tapp-
ar fengið löggildingu.
Húsfélög könnuð
EMBÆTTI skattstjórans í Reykjavík
hefur að undanförnu kannað sérstak-
lega fjárreiður húsfélaga svo og bóta-
greiðslur frá tryggingafélögum.
Varðandi húsfélög er skoðað hvemig
laun eru gefin upp og aðrar framtals-
skyldar greiðslur og skoðað er hvern-
ig bótagreiðslur eru taldar fram.
Samkomulag náðist á
ráðstefnu SÞ í Kyoto
LEIÐTOGAR helstu iðnríkja heims
fögnuðu samkomulagi um takmark-
anir á losun gróðurhúsalofttegunda
sem náðist á ráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna í Kyoto aðfaranótt fimmtu-
dags. Umhverfísverndarsamtökin
Greenpeace lýstu þó niðurstöðunni
sem „hörmulegu slysi og skrípaleik"
og margir fulltrúar á ráðstefnunni
höfðu áhyggjur af því að ekki hefði
verið gengið nógu langt. Þar á meðal
var Ritt Bjerregárd sem fer með
umhverfismál I framkvæmdastjóm
Evrópusambandsins. í samkomulag-
inu felst að iðnríkin eiga að draga
úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda
um 5% að meðaltali á tímabilinu frá
2008 til 2012 miðað við árið 1990.
Bill Clinton, forseti Bandarikjanna,
fagnaði samkomulaginu sem skuld-
bindur Bandaríkin til að draga úr
losun gróðurhúsalofttegunda um sjö
prósent á tímabilinu. Clinton sagði
að Bandaríkjastjóm hefði fengið það
sem hún vildi í Kyoto, meðal annars
hefði verið fallist á viðskipti með út-
blásturskvóta. Litlu munaði að ráð-
stefnan færi út um þúfur síðasta
sólarhringinn vegna deilu um þátt-
töku þriðja heims ríkja í samkomulag-
inu.
► LEIÐTOGAR lýðveldis-
sinna á Norður-írlandi
stigu fæti inn í breska for-
sætisráðherrabústaðinn á
fimmtudag, í fyrsta sinn í
76 ár, er þeir áttu fund
með Tony Blair.
► ELDSVOÐI í flug-
höfn-1 á Heathrowflug-
velli á föstudag raskaði
verulega allri flugumferð
um flugvöllinn. Eldsupp-
tökin voru á skyndibita-
stað og tók 5 stundir að
ráða niðurlögum eldsins
sem olli miklu tjóni á flug-
höfninni.
► BORÍS Jeltsin Rúss-
íandsforseti var lagður inn
á heilsuhæli við Moskvu í
vikunni vegna heiftarlegr-
ar vírussýkingar i öndun-
arfærum. Sýkinguna er
forsetinn sagður hafa
fengið upp úr kvefi.
► HAFEZ al-Assad Sýr-
landsforseti hvatti til þess
á leiðtogafundi samtaka
múslimalanda í vikunni, að
öll riki múslima ijúfi tengsl
sin við ísraela. Innbyrðis
deilur einkenndu fundinn.
Leiðtogar ESB ná
saman um Evró-X ráð
LEIÐTOGAR Evrópusambandsins
(ESB) náðu í gær samkomulagi á
fundi sínum ( Lúxemborg um hið
svokallaða Evró-X ráð, sem verður
samstarfsvettvangur um málefni
Efnahags- og myntbadalags Evrópu
(EMU). Einnig náðist samkomulag
um að bjóða 11 ríkjum til viðræðna
um aðild að bandalaginu.
► TILRAUN bresks
auðkýfings, Riehards
Bransons, til þess að verða
fyrstur til að ljúka við-
stöðulausu hnattflugi í
loftbelg, fór út um þúfur
í Marokkó á þriðjudag. Er
helíum var sett á belginn
slitnaði tjóður sem hélt
honum föstum, svo hann
losnaði og flaug burt án
Bransons.
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Helgi Bjamason
Ný framkvæmda-
stjórn leiklistarráðs
Yiðhalda
sönghefð-
inni
„VIÐ komum oftast saman einu
sinni i viku, allur skólinn, og
syngjum saman. Krakkarnir hafa
gaman af og vilja ekki missa af
söngnum," segir Páll Dagbjarts-
son, skólastjóri Varmahlíðar-
skóla í Skagafirði. Söngtímarnir
eru liður í því að viðhalda hinni
þekktu sönghefð í Skagafirði og
ekki er ólíklegt að kórarnir fái
liðstyrk úr hópnum sem var að
æfa jólalög þegar blaðamaður
kom við í Varmahlíðarskóla.
Skólastjórinn sjálfur var for-
söngvari enda félagi í Karlakórn-
um Heimi og Stefán Gíslason
söngstjóri Heimis lék undir á
harmoníku. Páll segir að mark-
visst sé unnið að því að kenna
börnunum texta veiyulegra söng-
laga enda sé það grundvöllur
söngsins.
Á ÁRSFUNDI leiklistarráðs ríkisins
6. desember síðastliðinn var kjörin
ný framkvæmdastjórn til þriggja
ára. Hlín Gunnarsdóttir leikmynda-
teiknari var kjörin formaður leiklist-
arráðs og framkvæmdastjórnar
ráðsins og auk hennar sitja nú í
framkvæmdastjórninni María Krist-
jánsdóttir, leiklistarstjóri útvarpsins,
og Edda Þórarinsdóttir, formaður
Félags leikara.
Taka þær sæti Hávars Siguijóns-
sonar, sem var fulltrúi Félags leik-
stjóra í stjóminni, Þórhalls Sigurðs-
sonar, fulltrúa samtaka Barna- og
unglingaleikhúsa og Vilborgar Val-
garðsdóttur, fulltrúa Bandalags ís-
lenskra Ieikfélaga. í Morgunblaðinu
i gær kom fram að samkeppnisráð
teldi ekki eðlilegt að í framkvæmda-
stjóm sætu menn sem væm jafn-
framt starfsmenn Þjóðleikhússins.
Beindi ráðið þeim tilmælum til
menntamálaráðuneytis að sjá til þess
að hlutlausir aðilar sitji í fram-
kvæmdastjórn leiklistarráðs til að
gæta óhlutdrægni gagnvart sam-
keppnisaðiium á leikhúsmarkaðinum.
Árlega er veitt fé á fjárlögum til
styrktar sjálfstæðu atvinnuleikhús-
unum, sem menntamálaráðuneytið
úthlutar, skv. tillögum frarn-
kvæmdastjórnar leiklistarráðs. Á
fjárlögum yfirstandandi árs var upp-
hæðin 16 milljónir. Umsóknir bárust
frá 40 aðilum til 70 verkefna. Vom
veittir 5 styrkir til nýrra verkefna
að upphæð 750 þús. til 1,2 millj.
kr., að því er fram kemur í greinar-
gerð samkeppnisráðs. Þá fékk eitt
verkefni 400 þús. kr. undirbúnings-
styrk og voru veittir viðbótarstyrkir
til þriggja verkefna að upphæð 750
þús. kr. til 1. milljónar. Eitt verk-
efni, sem hefur fengið tveggja ára
starfsstyrk, fékk í ár 8 milljónir kr.
Ríkið rekur Þjóðleikhúsið og Alþingi
veitir fé á fjárlögum hvers árs til
stuðnings Leikfélagi Reykjavíkur og
Leikfélagi Akureyrar.
Bónus og Rúmfatalagerinn standa
að rúml. 9.000 ferm. verslunarhúsa-
þyrpingu sem er að rísa á lóð
norðan við Fífuhvammesveg
rmsveSkí
Smáralind,
verslunanniðstöð,
sem nsa á í Kópavogi
Tvö til þrjú þúsund bílastæði við Smáralind
NÝJA verslunarmiðstöðin
Smáralind, sem ráðgert er að
opnuð verði árið 2000, er vel í
sveit sett, liggur við Reykjanes-
brautina, eina aðalsamgönguæð-
ina á höfuðborgarsvæðinu. Bíla-
stæði verða tvö til þijú þúsund
og hægt að tvöfalda þá tölu.
Gert er ráð fyrir að þar verði
80-110 verslanir.
(9/h(£í'
1 KRINGMN 1
* 10 fl R R
fl F M S L I
Rektor HÍ um tillögu
fjárlaganefndar
Viðurkenn-
ingá
fjárþörf
Háskólans
„TILLAGA fjárlaganefndar Alþing-
is er mikilvæg viðurkenning á þörf-
um Háskóla Islands fyrir aukið fé.
Þingmenn sýna skilning á nauðsyn
þess að efla skólann og sérstaklega
rannsóknarnám við hann. Hins veg-
ar eru kjör kennara við skólann
eftir sem áður áhyggjuefni," sagði
Páll Skúlason háskólarektor í sam-
tali við Morgunblaðið.
Fjárlaganefnd hefur lagt til að
Háskólinn fái 50 milljóna króna
viðbótarfjárveitingu á fjárlögum
næsta árs, en skólinn óskaði eftir
250 milljónum. Af þessum 50 millj-
ónum eiga 35 að renna til rannsókn-
arnáms og 15 til ritakaupasjóðs.
Hugarfarsbreyting
þingmanna
„Þessi afgreiðsla nefndarinnar
sýnir ákveðna hugarfarsbreytingu
hjá þinginu og er það vel. Auk rann-
sóknamámsins, sem okkur er nú
gert kleift að efla verulega, þá get-
um við til dæmis keypt aðgang að
erlendum gagnagrunnum, nemend-
um og kennurum til hagsbóta."
Páll sagði að reynt yrði að hag-
ræða sem allra mest í rekstri Há-
skólans til að bæta kjör kennara.
„Við erum ekki eingöngu að keppa
við atvinnulíf á íslandi um hæfa
starfsmenn, heldur ekki síður er-
lenda háskóla. Við þurfum líka að
endurnýja tölvukost Háskólans, því
aðbúnaður nemenda er slæmur.“
)
!
i
)
\
)
!
i
)
i
)