Morgunblaðið - 14.12.1997, Síða 6

Morgunblaðið - 14.12.1997, Síða 6
6 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Bosníusaga frá evrópsk- um sjónarhóli n . s BAKSVIÐ w * I tvö ár var Carl Bildt viðriðinn Bosníu- deiluna og um þá reynslu hefur hann nú skrifað bók. Þar kemur fram hið evrópska sjónarhorn, eins og Sigrún Davíðsdóttir komst að við samanburð við önnur skrif um stríðið. CARL Bildt bendir á Júgóslavfukort í blaðamannamiðstöð NATO í Sarajevo. AÐ er hægt að segja frá mörgu á 552 blaðsíðum, en það er líka hægt að hlaupa yfir ýmislegt. í formála bókar sinnar segir Carl Bildt, leiðtogi sænska Hægriflokksins og fyrrum forsætis- ráðherra, að það hafi komið sér á óvart við bókarskriftimar að hann hefði frá svo miklu að segja, en tekur líka fram að ekki sé hægt að segja frá öllu í sögu, sem enn er að gerast. Sumarið 1995 tók Bildt við starfí sáttasemjara Evrópusambandsins í Bosníudeilunni af Bretanum David Owen. Owen skrifaði síðan bók um sína reynslu, „Balkan Odyssey", þar sem stjómmálamaðurinn segir frá reynslu sinni í yfirgripsmikilli og vel skrifaðri bók. Hann hefur notið að- stoðar við skriftirnai- og notar því ýmsar heimildir aðrar en eigin minnispunkta. Atburðir og aðalper- sónur em dregnar upp með skýrari hætti en hjá Bildt, en söguháttur Owens er ópersónulegri og fjarlæg- ari en hjá Bildt, sem hefur skrifað bók sína sjálfur. Báðir em helteknir af starfi sínu, en þar fyrir utan sýnist Biidt heillaður af landinu, sem hann kynnist. Sviðið í báðum bókunum er alþjóða stjómmálin, en í bók Bildts upplifir lesandinn þá þátttöku líkamlega. Bildt tekur strax eftir því að í gömlu Júgóslavíu er lýðræðisleg hugsun á norræna vísu valdhöfunum framandi. Þeir hafa alræðisvald og umgangast ekki venjulegt fólk. Bildt notar hins vegar hvert tækifæri til að hitta venjuleg fólk og kann betur við sig í þeim hópi en í „gróðurhúsaandrúms- loftinu" í Sarajevo, þar sem sömu blaðamennimir hanga lon og don með sömu embættismönnunum á sömu veitingahúsunum. Það em því ekki aðeins þeir Tudjman, Izetbegovic, Milosevic, Chirac, Major, Kohl og Clinton sem lesandinn hittir fyrir, heldur líka fólkið, sem orðið hefur fyrir barðinu á þeirri ógæfu sem stjómmálamennimar hafa búið þeim og sem þeir allir reyna að leysa í eigin hag og sér til heiðurs. Bildt hittir fyr- ir flóttamenn á þjóðvegunum, uppá- halds veitingahúsið hans liggur innan um rústir uppi í fjöllum og í miðri eymdinni blómstrar gestrisnin, þar sem glas af brennivíni innfæddra er alltaf innan seilingar. Stundum horfir hann í augu, sem er alveg tóm, „því þau vilja ekki sjá meira eftir allt það, sem þau hafa verið neydd til að sjá.“ Það er þessi innsýn í bæði stjómmál- in og daglega lífið, sem gerir bókina að heillandi lesningu. Metnaður Evrópu 1990- 1991 meiri en getan Saga Bosníu undanfarin ár er til í ýmsum útgáfum þeirra sem tóku þátt og Bildt er einn þeirra. Hann kemur til sögunnar í miðjum ósköp- unum, en reynir að skilja hvers vegna stríðið braust út og hvort því hefði mátt forða. Saga svæðisins er blóðug. Bildt undirstrikar að Tító hafi ekki leyst innri mótsagnir þeirrar Júgóslavíu, sem hann ríkti yfir, heldur aðeins haldið þeim niðri með alræði. Sem svar við þeirri spurningu hvort hægt hefði verið að forða stríðinu á árunum 1990-1991 bendir Bildt á að Evrópubandalagið hafi þá ekki haft neinar forsendur fyrir sameiginlegri utanríkis- og ör- yggisstefnu, því þær hefðu fyrst orðið til við fæðingu Evrópusam- bandsins í nóvember 1992. Um NATO, og þá í raun Bandaríkin, hafi hið gagnstæða gilt. Þar var fyr- ir hendi herstyrkur, en ekki viljinn til að nota hann. En það eru fleiri blæbrigði í þess- ari mynd. Þeim, sem þekktu til í Júgóslavíu, stóð ekki á sama í lok síðasta áratugai-. Þegar tilvonandi bandaríski sendiherrann í Júgó- slavíu, Warren Zimmermann, bjó sig undir að taka við embætti heimsótti hann George F. Kennan, fyrrum sendiherra í Júgóslavíu, sem margir sögðu að þekkti Austurblokkina bet- ur en eigið land. Kennan áleit það misskilning að halda að engin vand- ræði gætu orðið í Júgóslavíu, heldur yrði landið þvert á móti á næstu ár- um helsta vandræðabarn Vestur- landa og þá einkum Bandarikjanna. Orð Kennans rættust með dapurleg- um hætti. Stutt og yfirlitsgóð ný bók breska fræðimannsins James Gow, „The Triumph of the Lack of Will“ er áhugaverð til samanburðar við Bildt, jafnvel þótt samanburður á fræðibók og frásagnarbók sé aldrei alveg rétt- mætur. Gow bendir á að Efnahags- bandalagið hafi alltaf brugðist við eftir á og að þegar löndin hafi náð samstöðu um að nota vald þá hafi franska stjórnin viljað notast við Vestur-Evrópusambandið og Bretar við NATO. Hann dregur þá ályktun af evróskum tilraunum til að leysa deiluna að metnaðurinn til að leika aðalhlutverkið hafi farið langt fram úr ósamstæðri afstöðu og skorti á meðulum, sem gæfu viðleitninni þunga. Af hálfu Bandaríkjamanna var álitið að Efnahagsbandalagið og síð- an ESB hefði verið lengi að taka við sér. Kennan var ekki einasti Banda- ríkjamaðurinn, sem kveið hinu versta. Bandaríska Þjóðaröryggis- ráðið reyndi að vekja athygli Evr- ópumanna á ástandinu. Þjóðverjar og Bretar álitu að engin ástæða væri til að bregðast of hart við og Frakk- ar álitu „eins og venjulega" að Bandaríkjamenn gerðu of mikið úr öllu. Á þessum tíma voru Banda- ríkjamenn kannski ekki tilbúnir til að gera neitt, en Evrópumenn voru ekki einu sinni búnir að uppgötva vandann. Orðin ein Bandarfkjamenn reyndu í upphafi að halda aftur af Serbum með sátta- umleitunum, en forðuðust að hóta hernaðaríhlutun. Eftir árásimar á Vukovar og Dubrovnik 1991 áleit Zimmermann að það væri of stórt skref að láta vopnin svara: „Eg mælti ekki með því sjálfur - það voru hrikaleg mistök." Hann undir- strikar að á þeim tíma hafi engin stjóm í Evrópu snúið sér til NATO, þó það hefði verið tiltölulega einfalt mál að snúast gegn Serbum við Du- brovnik. Af aðgerðarleysi Vestur- landa hafi Serbunum lærst að þeir gætu haldið áfram svo langt sem máttur þeirra leyfði. Eftir fyrstu hikandi tilraun til málamiðlunar létu Bandaríkin Bosn- íudeiluna nokkurn veginn afskipta- lausa frá haustinu 1991 þar til Clint- on var kominn til valda í ársbyrjun 1993. Auk kosningabaráttunnar voru ástæðurnar fyrir afskiptaleysinu Persaflóastríðið, reynslan frá Ví- etnam og og bandarísk innanlands- mál. Þar við bættist að hin tvíbenta afstaða Bandaríkjanna til viðveru sinnar í Evrópu var orðin enn óskýr- ari eftir fall Berlínarmúrsins. Það hafði líka áhrif í Washington að stjómir Evrópuríkjanna skilgreindu átökin í fyrrum Júgóslavíu sem evr- ópskan vanda, er Evrópa ætti að leysa. „Þetta er stund Evrópu," kall- aði Jaques Poos, utanríkisráðherra Luxemborgar, upp yfir sig, en það kom fátt annað en upphrópanir út úr evrópsku tilrauninni. Með því að af- henda Evrópu og NATO Bosníudeil- una tryggðu Bandaríkin að ekkert yrði aðhafst. í grein Owens frá í ár heldur hann því fram að það hafi verið evrópsk mistök að láta eins og Evrópa ein ætti að leysa vandann, auk þess sem Owen bætir því við að það sé þó ekki aðeins ESB sem geti lært sitt af deilunni, heldur einnig Bandaríkin, sem hafi farið jafn hrapallega að ráði sínu og ESB. Bandaríkj amenn skerast í leikinn Owen hvarf frá sáttasemjarastarf- inu með skiljanlegri biturð, þar sem friðaráætlun hans og Cyrus Vance, fulltrúa Sameinuðu þjóðanna og fyrrum utenríkisráðherra, var hafn- að 1993. Áætlunin var byggð á stofn- un bosnísks ríkis án hers, þar sem sambýli þjóðanna á svæðinu yrði tryggt með samstjóm í níu kantón- um, þar sem Sarajevó yrði hin tí- unda og hefði sérstaka stöðu. Owen kennir Bandaríkjamönnum um að áætlunin féll, þar sem hinn óreyndi Clinton hafi ekki trúað á hana. Owen heldur því fram að stefna Bandaríkj- anna hafi framlengt stríðið 1993-1995, sem líklega hefði stöðvast þegar 1993, ef Bush hefði verið áfram við völd. Fram á sumar- ið 1995 var stefna Clintons vilji til valda án ábyrgðar, að sögn Owens. Bildt álítur að það hafi einkum verið ósamkomulag milli stjóma Evrópu og Bandaríkjanna, sem hafi dregið stríðið á langinn. Þar sem honum var ljóst að Bandaríkin höfðu nauðsynlegan styrk, lagði hann áherslu á að þau kæmu til leiks af fullum krafti. Samband ESB og Bandaríkjanna í deilunni vekur ýms- ar spumingar og þar er samband Bildts og Richard Holbrookes varautanríkisráðherra Bandaríkj- anna mikilvægt. Bildt kitlar forvitni lesandans með því að gefa ýmislegt í skyn, en lætur vera að fara nákvæm- lega í saumana á sambandinu, vísast af því að enn er of skammt um liðið. í ágúst 1995 ræða fjölmiðlar nýja, bandaríska áætlun, en Bildt getur þess þurrlega að engin slík hafi verið til. Þegar Bildt og Holbrooke hittast til að undirbúa fyrstu heimsókn Hol- brookes til Sarajevó 1995 mælir Bildt með einfaldri og ömggri leið, en Holbrooke kýs að taka hættulegu leiðina yfir Igmanfjallið. Holbrooke „vildi ekki, heldur ekki óbeint, vera háður samþykki Serba. Það var póli- tískt mikilvægt. Við skildum. Á viss- an hátt var það að eilífu“. Holbrooke fer yfir fjallið ásamt hinum reynda starfsmanni bandarísku utanríkis- þjónustunnar Robert Frasure, sem keyrði í öðmm bíl. Sá bíll lenti út af slóðinni og Frasure og þrír aðrir í bílnum fórust - og Bildt skýrir ekki nánar á hvern hátt þeir Holbrooke skildu „að eilífu“. Holbrooke stríddi Bildt oft á að hann væri of sænskur í sér með trú á að það væri bara nóg að miðla mál- um og sameina sjónarmið, en Bildt undirstrikar þó greinilega í bókinni að friðaráætlun þurfi bæði að vera studd skýrri stefnu og hernaðar- mætti. Hins vegar álítur Bildt að Holbrooke sé of bandarískur í „trú sinni á skjótar og einfaldar lausnir studdar hemaðarstyrk. Til lengdar veitir slíkt engar forsendur fyrir þeim stöðugleika, sem til þarf'. Al- mennt em athugasemdh- Bildts um bandaríska ákvörðunartöku áhuga- verðar. Bandarísk stefna mótast í stöðugum viðræðum utanríkisráðu- neytisins, vamarmálaráðuneytisins Pentagon og út frá tilliti til markað- anna og innanríkismála og það er ekki síst sterk staða Pentagons, sem hefur áhrif á Bildt. En Bildt viður- kennir að þegar stefnan sé mótuð hafi Bandaríkin möguleika á að fylgja henni eftir á allt annan hátt en ESB geti. Frá Vance-Owen til Dayton í nóvember 1995 er öllum aðilum ófriðarins í Bosníu boðið í herstöðina í Dayton í Ohio, þar sem gera á frið- aráætlun í nánu samstarfi aðilanna. Eftir þrjár erfiðar vikur liggur samningur fyrir. Gow álítur að fyrst hafi tíminn verið notaður til að slappa af og efla traust milli aðil- anna. Bildt segir hins vegar að Bandaríkjamenn hafi ekki verið bún- ir að vinna heimavinnu sína og því hafi upphafið dregist á langinn. Dayton-kaflinn hjá Bildt er fullur af skemmtilegum athugasemdum um lífið þarna og gefur spennandi mynd af ákefð viðræðnanna. Drepið er á kvöld, þar sem hinir stríðandi forset- ar sitja og hafa það notalegt saman og sagt frá Frökkunum, sem láta senda sér Beaujolais Nouveau, og landamærum, sem eru teiknuð á kort. Dayton samningnum er komið saman tveimur sólarhringum eftir að síðasti frestur er útrunninn. Sam- kvæmt Gow datt Vance-Owen áætl- unin upp fyrir vegna daufs áhuga og ósamstæðra hugmynda, en í Dayton 1995 voru aðstæðurnar aðrar. Stríðið hafði staðið í 3 ár, átökin voru komin á alþjóðlega sviðið og það fólst því meiri virðing í að leysa átökin. Bandaríkjastjórn hafði skipt um skoðun og var nú tilbúin að fram- fylgja friðarsamningum með vopn- um. En stríðslokin styrktu einnig þá tilfinningu að hægt hefði verið að stöðva stríðið fyrr. Með því að bera saman friðaráætl- animar tvær kemst Gow að þeirri niðurstöðu að metnaðurinn hafi verið meiri í Vance-Owen, en að styrkur Dayton sé að auðveldára sé að fram- fylgja samkomulaginu, þó það sé skref aftur á bak að nú verði tveir herir í landinu og að upphaflegri ósk um að afmá þjóðaruppskiptingu stríðsins hafi ekki verið framfylgt. I staðinn fyrir mörg landamæri Vance-Owen eru aðeins ein landa- mæri milli tveggja aðila í Dayton. En hið mikilvægasta við Dayton er þó að sá samningur tókst og fyrir það gef- ur Gow Holbrooke og liði hans allan heiðurinn. Bandarfskir yfirburðir - evrópskur vilji Bild myndi örugglega ekki skrifa undir þá niðurstöðu. Gow nefnir Bildt til dæmis rétt á nafn, sem bendir til að hann hafi mest notað bandarískar heimildir. Nákvæm rakning Bildts á atburðarásinni stað- festir framlag hans og annarra Evr- ópumanna. Samkvæmt Bildt var Holbrooke alveg að missa kjarkinn og Bildt undirstrikar að síðasta átak- ið hefði ekki verið mögulegt án Evr- ópu. Hann segir líka frá hve erfitt það hafi verið að fá Bandaríkja- mennina til að samþykkja skynsam- legt skipulag uppbyggingar Bosníu, sem Bildt tekur svo hikandi að sér eftir friðarsamningana. í frásögn Bildts má greina nokkurt ergelsi yfir þessu stórveldi, sem fyrst dregur stríðið á langinn og stígur svo fram á sjónarsviðið eins og ekkert sé og heggur á hnútinn, sem Evrópa vildi svo gjama leysa. Bosníudeilan gerðist á þeim tíma, þegar Rússar voru að leita sér fót- festu á alþjóðavettvangi, svo áhuga- vert er að huga að hlut þeirra í deil- unni. Bildt ályktar sem svo að Rúss- land hafi gjarnan viljað gegna ábyrgu hlutverki, en mátt þola fyrir- litningu og vantrúnað Bandaríkja- manna á vilja og mátt Rússa til að vera með. Gow er enn gagnrýnni, en ekki aðeins gagnvart Bandaríkjun- um, heldur gagnvart Vesturlöndum í heild, sem hafi haldið Rússum kerfis- bundið utan vallar og um leið grafið undan endurbótaöflum í Rússlandi. Sögulegt tækifæri til að grundvalla nýja samvinnu eftir lok kalda stríðs- ins hafi glatast við undirbúning Vance-Owen áætlunarinnar og ekki bætt um síðar. Þetta eru, í huga Gows, ein alvarlegustu mistökin í stríðinu í Bosníu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.