Morgunblaðið - 14.12.1997, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997 9
FRÉTTIR
Bannað að gefa út leiðbeinandi verð
Trilla eyði-
lagðist í eldi
SEX tonna trilla eyðilagðist í eldi
við bryggju á Tálknafirði á fóstu-
dagsmorgun. Báturinn heitir Jó-
hanna Helga BA 444 og er einn
nokkurra báta í eigu Sterks ehf.
Slökkviliðið á Tálknafirði slökkti
eldinn og lögreglan á Patreksfirði
kom á staðinn. Samkvæmt upplýs-
ingum hennar er óljóst hver elds-
upptökin eru, hugsanlega í olíufýr-
ingu, en báturinn og allur búnaður
hans er brunninn niður undir
sjólínu. Báturinn hefur verið í róðr-
um í haust en hann var mannlaus
þegar eldurinn kom upp.
SAMKEPPNISRÁÐ hefur hafnað
beiðni Svínaræktarfélags íslands
um undanþágu frá bannákvæðum
samkeppnislaga til að gefa út við-
miðunarverðskrá fyrir félagsmenn
þess. Félagið sendi samkeppnisyfir-
völdum hliðstæða ósk árið 1994 sem
var hafnað. Telur Samkeppnisráð
ekki ástæðu til að breyta fyrri
ákvörðun sinni og segir í niðurstöðu
að ekki verði séð að það stuðli að til-
gangi og markmiði samkeppnislaga
að fela hagsmunafélagi framleið-
enda að gefa út leiðbeinandi verð-
Usta á afurðum.
I erindi sínu vísaði Svínaræktar-
félagið til undanþágu frá ákvæðum
samkeppnislaga um bann við verð-
samráði fyrirtækja, en samkeppnis-
ráð hafi veitt Félagi kjúklinga-
bænda og Félagi eggjaframleiðenda
til að gefa út leiðbeinandi verð á
kjúklingum og eggjum.
í niðurstöðum samkeppnisráðs er
á það bent að tímabundin undan-
þága sem veitt var Félagi eggja-
bænda hafi verið liður í því að horfið
var frá opinberri verðstýringu á
eggjum til frjálsrar samkeppni í við-
skiptum með egg. Ráðið hafi komist
að sömu niðurstöðu vegna erindis
Félags kjúklingabænda.
Samkeppnisráð bendir á að sam-
tök svínaræktenda hafi ásamt öðr-
um búvöruframleiðendum þann
möguleika að opinber aðili, sex-
mannanefnd, ákvarði verð á vöru
þeirra. Atvinnugreinin hafi ekki nýtt
sér þann möguleika á framleiðslu-
stjórnun og verðstýringu hingað til.
‘Niundii
HEILSUJOLAGJÖFINA
í APÓTEKINUJI
Medisana^^M^
Heilsukoddi
100% náttúruefni næst þér
2 ára ábyrgð.
Fáanlegur í 5 stærðum
BALLY
SWITZERLAND
S I N C E 18 5 1
Haust og vetrar
línan frá Bally
komin í
miklu úrvali
Opið í dag
kl. 13-18
SKÓVERSLUN
KÓPAVOGS
HAMRABDRG 3 • SIMI 554 1754