Morgunblaðið - 14.12.1997, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997 11
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ISAK Toma, Berglind Aya Iura og Sveinbjörn Jun Iura lesa
vinsæla japanska barnasögu með aðstoð Tomoko Gamo.
s
I hátíðarskapi
því að barn fái inngöngu í leshópa
er að a.m.k. annað foreldri bamsins
tali móðurmálið á heimilinu. Börnin
eru á aldrinum 6 til 14 ára.
Lokað unglingastarf
skilar árangri
Næsta ski-efið í starfseminni fólst
í því að koma á fót unglingastarfi.
Markmiðið er að aðstoða unglinga
af erlendu bergi brotna til að aðlag-
ast og eignast íslenska vini. „Ung-
lingastarfið hefur verið unnið í sam-
vinnu við námsstjóra í nýbúa-
fræðslu og felst í tímabundnu og
lokuðu hópstarfi. Fyrsta skrefið
felst í því að velja í samráði við
kennara í 2 til 3 grunnskólum 6-7
erlenda og 6-7 íslenska nemendur í
hópinn. Við valið hefur verið haft í
huga möguleiki á vináttutengslum
milli tveggja nemenda af ólíku þjóð-
emi og í hópstarfinu er lögð áhersla
á vináttuna og hvernig er að koma
úr öðru samfélagi.
Hópstarfið byggjast upp á því að
hópurinn kemur saman einu sinni í
viku í tíu vikur. Fyrst fara fram um-
ræður, svo er eldað og borðað og að
lokum fer fram tómstundastarf, t.d.
er farið í vinsæla leiki. Þriðja hvern
fund er svo farið út saman og við
höfum t.d. farið í bíó, keilu, leikhús
og sund,“ segir Kristín og tekur
fram að hópurinn sé hjúpað
nokkrum leyndardómi því að algjör
trúnaður ríld á milli krakkanna.
Hún segir að góð reynsla hafi orðið
af hópstarfinu því að í kjölfarið hafi
myndast traust vinasambönd.
„Okkur þvkir ekki síður gott til
þess að vita að íslensku krakkamir
hafa oft hafið umræður í framhaldi
af umræðum í hópunum úti í bekkn-
um.“
Eldri unglingar gleymast ekki því
að í tengslum við styrk frá Æsku-
lýðsskrifstofu Evrópuráðsins var
boðið upp á ungmennastarf fyrir 16
til ’ 20 ára sl. haust. „Unga fólkið, af
eriendum og íslenskum uppruna,
kemur saman um fjórar klukku-
stundir einu sinni í viku um tíu
vikna skeið. Á fundunum fræðast
ungmennin um mismunandi menn-
ingarheima, kenna t.d. hvert öðru
að elda þjóðlega rétti frá heima-
löndunum, og efnt er til umræðna í
tengslum við staðhæfingar á borð
við að vera útlendingur, innflytjandi
og flóttamaður."
Upplýsinga- og túlkaþjónusta
fyrirferðarmikil
Kristín segir að upplýsinga- og
túlkaþjónusta sé fyrirferðarmildl í
starfsemi miðstöðvarinnar á skrif-
stofutíma enda þörfin mikil. Upp-
lýsingaþjónustan felst í því að gefn-
ar eru upplýsingar um dvalarleyfi,
atvinnuleyfi og atvinnumál almennt,
heilsugæslu, skóla, dagheimili/leik-
skóla, tiyggingar, félagslega þjón-
ustu o.s.frv. „Starfsmenn finna
sterkt fyrir því að upplýsingaefni
ýmiss konar er ekki fullnægjandi og
er nauðsynlegt að vinna að því að
útbúa einfalda bæklinga og gefa út
á a.m.k. 6 erlendum tungUmálum
ásamt íslensku," segir hún og fram
kemur að stefnt sé að því að gefa út
handbók fyrir nýbúa í samstarf við
félagsmálaráðuneytið á næsta ári.
Allt frá byi-jun hefur miðstöðin
skráð niður fólk sem hefur náð
þeirri fæmi í íslensku að geta túlk-
að eða þýtt skriflega yfir á sitt
tungumál. Nú hefur sérstakur
starfsmaður með höndum að taka
við pöntunum, útvega túlk, sjá um
námskeið fyrir túlka og notendur. Á
skrá eru tælenska, franska,
spænska, þýska, tagalog (ríkismál
Filipseyja), cebuana, rússneska,
pólska, tékkneska, serbó-króatíska,
búlgarska, albanska, tyrkneska, ví-
etnamska, kínverska, japanska,
portúgalska, enska, arabíska,
kúrdíska, malay og norðurlanda-
málin öll.
Fréttabréf í sókn
Miðstöðin hefur haldið kynning-
arfundi og veitt hinum ýmsu félög-
um húsnæði undir starfsemi sína.
Eitt félaganna, Félag nýrra íslend-
inga, hefur t.a.m. staðið fyrir for-
eldramorgnum í miðstöðinni einu
sinni í viku. Foreldramorgnarnir
felast í því að foreldrar fá tækifæri
til að koma með ung böm til að
dveljast um stund í málumhverfi
móðurmálsins (aðallega er um
enskumælandi foreldra að ræða).
Onnur fræðslustarfsemi felur í
sér útgáfu fréttabréfs. „í fréttabréf-
inu em sagðar fréttir er snerta ný-
búa og gerð grein fyrir því hvað er á
döfinni í miðstöðinni. Fréttabréfið
er skrifað á íslensku og ensku og
einnig er hluti þess þýddur yfir á
fleiri tungumál þegar því er við
komið. Stefnt er að því að í framtíð-
inni verði stofnunum boðið að koma
á framfæri tilkynningum í frétta-
bréfinu sem að öðmm kosti myndu
ekki ná til nýbúa vegna tungumála-
erfiðleika," segir Kristín og bendir
á að fréttabréfið sé sent út á 510
heimili.
Að lokum minnir Kristín á að
miðstöðin hafi staðið fyrir fímm 6
vikna námskeiðum fyrir atvinnu-
lausa nýbúa. Á námskeiðunum hef-
ur farið fram íslenskukennsla, fé-
lagsmálafræðsla og kynning á mis-
munandi tómstundum, t.d. tréút-
skurði, silkimálun og matreiðslu.
Námskeiðin mæltust vel fyrir og
vora metin til styttingar á biðtíma
atvinnuleysisbóta. Hlé hefur verið
gert á námskeiðahaldinu. Hins veg-
ar standa vonir til að hægt verði að
halda starfinu áfram á næsta ári.
MIÐSTÖÐ nýbúa hefur fyllst
gleði og hlátri löngu áður en al-
menningur fer á fætur dimman
laugardagsmorgun í desember.
Jólaundirbúningurinn er að ná
hámarki og smávaxið fólk af
ýmsu þjóðemi ber saman bækur
sínar í hverju skúmaskoti. Yfír
japanska hópnum hvílir hins veg-
ar ró og friður. Þrjú japönsk
börn em að læra að lesa undir
leiðsögn Tomoko Gamo en les-
efnið er ekki jólasaga enda er að-
eins lítill minnihluti Japana krist-
innar trúar.
Tomoko segir að sagan sé um
gömul hjón og tengist áramótun-
um. „Gömlu hjónin ákveða að
búa til stráhatta til að eiga fyrir
hátíðarmat yfir áramótin. Gamli
maðurinn reynir án árangurs að
selja hattana á markaðnum og
snýr hnípinn heim á leið. Á leið-
inni ákveður hann að færa
nokkmm líkneskjum hattana og
af því að einn hatt vantar til að
allir fái hatt á höfuðið gefur
hann síðasta líkneskinu trefilinn
sinn. Hann segir gömlu konunni
alla sólarsöguna þegar heim er
komið og hún segir að hann hafi
breytt rétt. Þau ákveða að næra
sálina með því að látast matbúa
hátíðarmatinn og leggjast að því
búnu til svefns. Hljóðlega að næt-
urlagi koma svo likneskin fær-
andi hendi,“ segir Tomoko þegar
hún riQar upp söguna.
Að tala við afa og ömmu
Tomoko segir að sagan sé ekki
aðeins ágæt þjálfun í lestri því að
hún tengist japönskum menning-
arbakgrunni barnanna. Foreldr-
arnir fylgjast með kennslunni og
Toshiki Toma, faðir tveggja tví-
tyngdra barna í japanska hópn-
um, tekur undir með Tomoko að
tilgangur leshópanna sé tvíþætt-
ur. „Mér finnst eðlilegt af því að
börnin eru hálf japönsk að þau
tali og skilji bæði tungumálin. Ég
er heldur ekki sérstaklega fær í
að tjá mig á íslensku og því gætu
komið upp vandamál ef þau töl-
uðu ekki japönsku," segir hann
og bætir því við að honum finnist
skipta máli þegar fjölskyldan fari
til Japans að börnin geti talað
við afa og ömmu og skilji lífið í
Japan.
Tomoko segir að börnin hafi
gaman af því að koma saman,
læra og leika sér. „Börnunum er
skipt í smærri hópa eftir
japönskukunnáttu og svo leika
sér allir saman. Við segjum böm-
unum að tala japönsku en stund-
um svindla þau og tala á íslensku
eða bæta íslenskum orðum inn í
japönskuna. Mér finnst eðlilegt
að íslensku orðin slæðist þannig
inn í tungumál barnanna enda
þekkja þau oft ekki japönsku
orðin. Með tímanum læra þau
fleiri orð og tala hreina
japönsku.“
AGI er ekki vandamál í stóra ríkisrekna grunnskólanum Chulalongkom.
Eftir heimsóknina var haldið út
fyrir Chiang Mai í tvo skóla. Ágæt
aðstaða var í unglingaskólanum,
tölvukennsla, matreiðslukennsla og
aðstaða til íþróttaiðkana. Ástandið
var heldur bágbornara í þorpsskól-
anum. „Baan Saen Tor er dæmi-
gerður fátækur þorpsskóli á svæð-
inu. Sjálf byggingin er léleg og ein
skólastofan t.d. aðeins þak á fjórum
súlum. Tækjabúnaður er mjög tak-
markaður og börnin verða sjálf að
leggja til skriffæri og bækur. Hins
vegar kom á óvart að tölvur skyldu
vera í skólanum enda ekkert raf-
magn í byggingunni. Ástæðan fyrir
tölvueigninni gæti verið að þáver-
andi menntamálaráðherra fékk pró-
sentur af hverri tölvu sem seld var
skólum. Nemendumir fá því ekki
tölvukennslu enda era þeim örgg-
lega annað efst í huga ef marka má
að mæting er best þá þrjá daga í
viku þegar matur er gefinn í skólan-
um,“ segir Kolbrún en í ferðinni var
einnig farið í heimsókn í einn kenn-
araháskóla og menntamálaráðu-
neyti Tælands.
Fylgjast verður með
tvítyngdum börnum
„Ferðalagið hefur fyrst og fremst
aukið víðsýni ferðalanganna. Við
gerum okkur betur grein fyrir því
en áður að ekki er endilega sjálfsagt
að allt sé eins og heima enda er sagt
að við að kynnast öðru fjarlægu
landi verði auðveldara að kynnast
fleiram," segir Kolbrún um afrakst-
ur ferðarinnar.
Kolbrún segir að hópurinn ætli að
standa fyrir kynningum meðal leik-
skóla- og grannskólakennara í
Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði
á ferðinni. „Ég vona svo að ferðin
nýtist bæði beint í starfi ferðalang-
anna í leikskólum og grannskólum
og óbeint í gegnum námsefnisgerð.
Ein í hópnum var t.a.m. í miðju kafi
við þróunarverkefni um tvítyngd
böm í leikskólanum. Dagvist bama
hefur styrkt verkefnið og á afrakst-
urinn eflaust eftir að koma til góða
við endurskoðun á uppeldisáætlun
leikskóla frá árinu 1993,“ segir hún
og fram kemur að verkefnið gangi
út á að kanna hvaða áhrif góð undir-
staða í móðurmálinu hafi á annað
tungumál.
Kolbrún tekur fram að því miður
hafi komið í Ijós að nokkur hópur
tvítyngdra nemenda hafi verið á eft-
ir í málnotkun í grunnskóla. „Við
höfum verið að þróa próf á skilningi
leikskólanemenda í því samband,
t.d. með því að láta börnin endur-
segja sögur, enda hefur sýnt sig að
fylgjast verður með börnunum allt
frá 3ja ára aldri.“
Að draga úr áfallinu
„Fyrst og fremst hjálpar ferðin
okkur ferðalöngunum til að skilja
betur hugsunarhátt barnanna frá
Asíu. Eftir að hafa verið í Tælandi
verður okkur betur skiljanlegt af
hverju börnunum gengur stundum
verr að aðlagast íslenska skólakerf-
inu heldur en börnum annars staðar
að úr Evrópu og frá Bandaríkjun-
um. Áfallið er enn meira enda er
hugsunarhátturinn gjörólíkur. í
Tælandi er ríkjandi skilyrðislaus
agi og virðing og því er ekki nema
von að sum fái víðáttubrjálæði í ís-
lenska skólakerfinu," segir Karl
Óskar Þráinsson, stundakennari í
móttökudeild Austurbæjarskóla og
einn af Tælandsfóranum.
Hann segir að ferðalangarnir hafi
íyrir ferðina talið sig víðsýna. í
ferðinni hafi hins vegar komið í Ijós
hversu hópurinn var lokaður inni í
eigin menningarheimi. „Ég fór til að
mynda að rifja upp umræður sem
farið höfðu fram um hversu skrítið
og fremur óvistlegt væri að ekki
skyldu vera húsgögn hjá tælenskri
fjölskyldu á íslandi. Við komuna til
Tælands varð okkur hins vegar
fljótlega ljóst að Tælendingar nota
lítið húsgögn," sagði hann.
Hann var spurður að því hvort að
námsefnisgerð hefði farið af stað í
framhaldi af ferðinni. „Einn kenn-
arinn hafði með sér brúðu frá Is-
landi og notaði hana í gerð mynd-
bands í ferðinni. Ekki hefur enn
verið farið í almenna námsefnis-
gerð. Spurningin er hins vegar ekki
hvort heldur hvenær. Við gerð
námsefnisins á reynslan úr ferðinni
eftir að nýtast við að setja okkur í
spor krakkanna til að ná til þeirra."