Morgunblaðið - 14.12.1997, Qupperneq 12
12 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Sáttahugur
í Castro
fyrir heim-
sókn páfa
Fidel Castro Kúbuleiðtogi hefur ákveðið að
fleiri katólskum prestum og nunnum skuli
heimilað að starfa á eyjunni. Ásgeir Sverr-
isson segir frá þessari ákvörðun og undir-
búningi fyrir sögulega heimsókn Jóhannes-
ar Páls páfa II til Kúbu.
Reuters
FIDEL Castro ásamt Jóhannesi Páli páfa II í Rómarborg í fyrra. Ca-
stro sagði á fundi með þingmönnum frá Rómönsku Ameríku í siðasta
mánuði að hann teldi páfa „raunverulegan dýrling".
skipti um gervihnetti.
Loks hafa fulltrúar Páfagarðs
þrýst á stjórnvöld um að tryggja að
nauðsynlegum samgöngum verði
haldið uppi til þess að þeir sem vilja
geti sótt messur páfa. Búist er við
að mikill mannfjöldi komi í guðs-
þjónustur hans þótt í einhverjum
tilfellum verði þær haldnar á virk-
um dögum. Vill kirkjan því að
stjómvöld lofí að almenningssam-
göngur verði skipulagðar í þessum
tilgangi svo og að því verði heitið að
þeim sem vilja verði gefíð leyfí frá
vinnu til að sækja messurnar. Oop-
inber fréttastofa Páfagarðs,
FIDES, skýrði frá því fyrr í mánuð-
inum að stjórnvöld hefðu hótað áð
reka úr starfi alla þá sem sæktu
guðsþjónustur þessar en þá frétt
hefur kirkjan á Kúbu ekki staðfest.
Castro kveðst áhugasamur
Haft hefur verið eftir ónefndum
talsmönnum kirkjunnar að ennþá
hafí stjórnvöld á Kúbu einungis gefíð
„loðin svör“ við beiðnum þessum. A
hinn bóginn mun Cástro hafa lýst yf-
ir því á fundi með Joaquín Navarro
Valls, talsmanni Páfagarðs, að hann
vildi að heimsókn Jóhannesar Páls
páfa II „tækist vel“ enda hefði hann
„sérlega mikinn áhuga“ á persónu
hans. Sjálfur hefur Navarro Valls
lýst ánægju með gang viðræðna.
Telja kirkjunnar menn að starfsleyf-
in prestunum og nunnunum 57 til
handa séu til marks um „góðan hug“
stjórnvalda fyrir heimsóknina.
STJÓRNVÖLD á Kúbu hafa
gefið 57 erlendum nunnum
og prestum til viðbótar leyfi
til að starfa á eyjunni og hafa
þjónar kirkjunnar ekki verið fleiri
þar í rúmlega 30 ár. Þessi tilslökun
kommúnistastjómarinnar sem Fidel
Castro hefur leitt frá árinu 1959 er
til komin sökum fyrirhugaðrar heim-
sóknar Jóhannesar Páls páfa II til
Kúbu í janúarmánuði. Nokkur
spenna hefur einkennt undirbúning
heimsóknarinnar og enn hefur stjóm
Castros ekki orðið við helstu kröfum
kirkjunnar í tengslum við hana.
Embættismenn katólsku kirkjunn-
ar höfðu sett það sem skilyrði fyrir
heimsókn páfa, sem standa mun yfir
frá 21.-25. janúar, að fleiri erlendum
guðsmönnum yrði leyft að starfa í
landinu. Nú halda þar til um 500
nunnur og 250 prestar, um helmingur
þeirra útlendingar. Nunnumar 29 og
prestamir 28, sem nú bætast við,
koma írá Spáni, Kólumbíu og Haítí.
Þessi ákvörðun stjórnar Castros
er til marks um batnandi samskipti
ríkisvaldsins og kirkjunnar á Kúbu.
Hefur tilkynningu um starfsleyfin
kirkjunnar þjónum til handa verið
fagnað og þykja þau til þess fallin að
greiða fyrir undirbúningi vegna
komu páfa. Kommúnistar hafa verið
einráðir á Kúbu í tæp 40 ár og fyrir
aðeins fáeinum áram hefði slík heim-
sókn verið með öllu óhugsandi.
30 ára guðleysi
Við lok byltingarinnar árið 1959
voru á eyjunni næstum 800 prestar
og um 2.500 nunnur. Kommúnískt
guðleysi var síðan innleitt sam-
kvæmt tilskipun stjórnvalda árið
1962. Árið eftir voru 130 prestar,
helmingur þeirra Kúbanir, reknir
úr landi en þá hafði Castro komist
að þeirri niðurstöðu að margir
þeirra væra á mála hjá bandarísku
leyniþjónustunni, CIA. Um 470
prestar til viðbótar neyddust til að
yfirgefa eyjuna þegar starfsleyfi
þeirra fengust ekki endumýjuð og
hið sama átti við um rúmlega 2.000
nunnur.
Hinum kirkjuræknu var aldrei
beinlínis bannað að iðka trú sína en
stjómvöld gerðu þeim erfitt fyrir.
Fjöldi kirkna var takmarkaður og
hinum trúuðu var bannað
að ganga í Kommúnista-
flokkinn og þar með mein-
að að taka við mikilvægum
embættum hjá ríkisvald- _______
inu, sem enn gín yfir öllu á
eyjunni.
Breyting varð á þessari stefnu ár-
ið 1992 er opinbert guðleysi var
aflagt. I nóvember í fyrra, skömmu
fyrir fund þeirrar Castros og páfa í
Rómarborg, var 15 katólskum prest-
um og 25 nunnum heimilað að taka
til starfa á Kúbu. Aldrei áður frá ár-
inu 1959 höfðu svo mörg leyfi verið
HOLLUSTAN við Castro látin í ljós í Havana. I messum páfa munu eyjarskeggjar kynnast
sjónarmiðum sem em þvert á opinbera stefnu stjómvalda.
Reuters
Batnandi
samskipti rík-
is og kirkju
veitt á einu ári. Akvörðunin nú fyrir
Kúbufor páfa er því enn nýtt „met“ í
þessu tilliti.
Nú er að finna á Kúbu um 600
kirkjur og þar starfa næstum 80 kat-
ólskar trúarreglur. Erkibiskupar
kirkjunnar á Kúbu hafa um nokkurt
skeið lagt þunga áherslu á að fá fleiri
útlendinga þar til starfa. Á hinn bóg-
inn eru aðeins um 15% íbúanna virk-
ir katólikkar þótt guðleysið hafi
formlega verið aflagt en um 11 millj-
ónir manna búa á Kúbu.
„Raunverulegur dýrlingnr"
Kúba er eina spænskumælandi
landið sem Jóhannes Páll páfi II hef-
ur enn ekki heimsótt. Stjórn Castros
telur greinilega að koma hans geti
orðið til þess að rjúfa þá einangran,
-------- sem Kúba hefur sætt á al-
þjóðavettvangi undir for-
ustu Bandaríkjamanna.
Hápunktm- heimsóknar-
________ innar í janúar verður
messa í miðborg Havana
og hefur Castro látið þau boð út
ganga að hann hyggist sækja hana.
Páfi mun messa á nokkram stöðum á
eyjunni og gert er ráð fyrir að þeir
Castro hittist á meðan hans heilag-
leiki dvelst á Kúbu aúk þess sem
ákveðinn hefur verið formlegur
fundur þeirra 22. janúar. Haft hefur
verið eftir Castro að hann telji páfa
„raunveralegan dýrling“.
Fulltrúar Páfagarðs hafa haldið
nokkram sinnum til Kúbu í því skyni
að undirbúa komu páfa og hafa hitt
Castro sjálfan að máli. Á miðvikudag
í liðinni viku kom síðan Raúl Castro,
bróðir Kúbuleiðtogans, í „einkaheim-
sókn“ í Páfagarð og þótti víst að til-
gangurinn væri sá að ganga frá ýms-
um atriðum í tengslum við heim-
sóknina.
Krafíst aðgangs að fjölmiðlum
Kirkjunni hefur einkum verið um-
hugað um að tryggja aðgang sinn að
fjölmiðlum á Kúbu bæði fyrir heim-
sóknina og á meðan á henni stendur.
Katólska kirkjan gefur að vísu út 12
tímarit og fréttabréf á Kúbu en upp-
lagið er lítið og útbreiðslan takmörk-
uð. Má til marks um það nefna að
stærsta upplagið er 85.000 eintök en
þar er um að ræða fréttabréf sem er
aðeins ein síða og nefnist Vida Crist-
iana. Kirkjuna á Kúbu skortir flest
þegar tæki og tól era annars vegar.
Sex mánuðir eru nú liðnir frá því að
hún fór fram á opinbert leyfí til að
kaupa fjórar ljósritunarvélar og hef-
ur það enn ekki verið veitt.
Kirkjan hefur farið þess á leit við
stjómvöld að sendir verði út
fræðsluþættir, unnir í Páfagarði, um
hans heilagleika og hvers vegna
hann vilji sækja Kúbu heim. Tryggt
verði og að háttsettir fulltrúar kirkj-
unnar fái aðgang að sjónvarpi og út-
varpi fyrir heimsóknina. Jafnframt
vill kirkjan að fjórar messur páfa á
Kúbu verði sýndar í sjónvarpi þar í
beinni útsendingu.
Útiguðsþjónustur
Þá hafði verið gert ráð fyrir að 13
útiguðsþjónustur færa fram í desem-
ber í Havana til að „undirbúa
1 úbönsku þjóðina" undir það sem í
vændum væri. Stjórnvöld hafa þrá-
ast við að veita nauðsynleg leyfi og
gert allan undirbúning erfiðari en
ella með takmörkunum af ýmsum
toga auk þess sem treglega hefur
gengið að semja um messustaðina.
Nokkrar útimessur hafa þó verið
haldnar í þessum mánuði og í nóv-
ember. ---------
Kirkjunnar menn hafa
einnig haft áhyggjur af að-
stöðu þeirra fréttamanna
sem fylgja munu páfa til
Kúbu. Vitað er að grannt
verður fylgst með heimsókninni víða
um heim enda um merk tímamót að
ræða og er gert ráð fyrir að alls komi
um 3.000 fulltrúar erlendra fjölmiðla
til landsins. Margir telja að yfirvöld
muni ekki ráða við að taka á móti
þessum fjölda auk þess sem ástæða
þykir til að óttast að Castro banni að
fram fari frá Kúbu eftirlitslaus sam-
„Loðin svör“
við kröfum
kirkjunnar
„Drög að samkomuIagi“
Emilio Arranguren, framkvæmda-
stjóri biskuparáðs Kúbu, sagði í lið-
inni viku að stjórnvöld teldu sig að-
eins getað heitið um helmingi þeirra
bifreiða, sem taldar væra nauðsyn-
legar til að þeir sem vildu gætu sótt
fjórar útimessur páfa en áætlað er
að allt að ein og hálf milljón manna
hyggist taka þátt í þeim. Hann sagði
„drög að samkomulagi" liggja fyrii'
varðandi aðrar kröfur kirkjunnar um
aðgang að kúbönskum fjölmiðlum.
Þau svör bærust að enn væri „verið
að meta“ beiðni um að heimilda-
myndfr um páfa og kfrkjuna yrðu
sýndar í sjónvarpi fyrir heimsókn-
ina. Hvað beinar útsendingar varð-
aði segðu embættismenn nú að
„erfitt yrði“ að koma fyrir tveimur
messum að morgni fimmtudags og
fóstudags (þ.e. 22. og 23. janúar)
„þar eð kúbanska ríkissjónvarpið
sendir aldrei út að morgni dags.“
Varðandi messur á laugardeginum
og sunnudeginum „gæti verið“ að
þær yrðu sýndar í beinni útsendingu.
Blöð og tímarit kommúnistastjórnar-
innar hafa aftur á móti birt greinar
um hans heilagleika á síðustu vikum.
Jólin verði endurvakin
Loks er ótalin sú von kirkjunnar
manna á Kúbu að jóladagur, 25. des-
ember, verði á ný gerður að opinber-
um hátíðardegi. Páfi fór fram á þetta
er þeir Castro funduðu í Páfagarði í
fyrra og hafa vonir vaknað um að
jóladagur verði á ný gerður að
frídegi í tengslum við heimsóknina.
Jólin vora afnumin á Kúbu árið 1969
er Castro sagði að mönnum bæri
frekar að einbeita sér að sykurupp-
skerunni. Að sögn Jaime Ortega,
erkibiskups í Havana, hefur ekkert
„áþreifanlegt" komið fram sem gefur
til kynna að þessu verði breytt. Or-
tega hefur hvatt eyjarskeggja til að
halda jólin hátíðleg „með sínum
hætti“ og segist telja að heimsókn
páfa hafi þegar skilað miklum ár-
angri því svigrúm manna til að iðka
trú sína hafi verið aukið á Kúbu.
Útlagar auka þrýstinginn
Engum dylst að undirtónar þessar-
ar heimsóknar páfa til Kúbu verða
stórpólitískir. Það svigrúm sem skap-
ast munu stjómvöld á
Kúbu sem og fjendur
þeirra reyna að nýta sér
til fullnustu. Þannig liggur
enn ekki fyrir hvort ríkis-
stjómin heimilar útlögum
sem hyggjast koma sjóleiðina frá
Bandaríkjunum að taka land á eyj-
unni. För þessa skipuleggur ráð erki-
biskupa í Miami og hefur Bandaríkja-
stjóm ákveðið að veita þeim sérstaka
undanþágu frá gildandi banni á ferð-
um til Kúbu í því skyni, að sögn, að
þeir geti sótt messur páfa í sínu
gamla heimalandi.