Morgunblaðið - 14.12.1997, Page 18

Morgunblaðið - 14.12.1997, Page 18
18 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ HVALLÁTUR árið 1948. Lengst til vinstri við sjóinn er Sæból, þar fyrir framan er Gimli. Næst til hægri eru Heimabæirnir, sem voru tveir, þá Húsabæirnir þrír, fremst til hægri Miðbærinn og nær sjónum Ásgarður. Afreksverk deyjandi byggðar Fimmtíu ár eru nú liðin frá björgunar- afrekinu við Látrabjarg, þegar bændur á Hvallátrum og nágrannabyggðum björg- uðu tólf skipverjum breska togarans Dhoon. Sagan af afreksverkinu hefur borist víða um lönd, ekki síst fyrir tilstilli kvikmyndar sem gerð var um það árið eft- ir, Vera má að sagan verði lífseigari en byggðin, bví aðeins tvær manneskjur búa nú á vetrum á Hvallátrum. Helgi Þor- steinsson segir frá b.jörguninni og hnignun byggðarinnar við Látrabjarg. FYRIR rúmum tveimur ár- um lést Ásgeir Erlendsson, síðasti Látrabóndinn úr hópi afreksmannanna sem björg- uðu skipverjun Dhoon fyir hálfri öld. Milli fimmtíu og sextíu manns bjuggu á Hvallátrum þegar togar- inn strandaði en nú býr þar aðeins dóttir Asgeirs, Guðbjört, ásamt sambýlismanni sínum, Aðalsteini Guðmundssyni. Fjölskyldur þeirra Asgeirs og Þórðar Jónssonar hreppstjóra Rauðasandshrepps voru þær síð- ustu sem bjuggu á Hvallátrum. Þórður var formaður slysavama- deildarinnar Bræðrabandsins og er sennilega sá björgunarmanna Dhoon sem þekktastur varð. Hann bjó á Hvallátrum allt fram á síð- ustu æviár sín, þegar hann neydd- ist til að fara til Reykjavíkur vegna veikinda. Hann lést árið 1987. Þórður hafði frumkvæði að því að láta gera kvikmynd um björg- unina. Ári eftir strandið kom Ósk- ar Gíslason kvikmyndatökumaður til Hvallátra á vegum Slysavama- félagsins og nokkrir heimamanna settu á svið björgunaraðgerðimar. Meðan á gerð kvikmyndarinnar stóð viidi svo til að annar breskur togari, Sargon frá Grimsby, strandaði í grenndinni, undir Hafnarmúla í Órlygshöfn. Óskar fylgdi björgunarmönnum á strand- staðinn og náði sögulegum mynd- um af því þegar mennirnir voru dregnir í land. Meirihluti áhafnar- innar var þegar látinn þegar tókst að koma línu til togarans, en þeim sem lifandi vom tókst að bjarga. Útlendingar komu til að hitta björgunarmenn Óskar klippti saman atriði björgunarinnar úr Dhoon sem sett höfðu verið á svið og myndir af strandi Sargons og gerði úr því kvikmynd sem fór víða um lönd. Látrabændur og aðrir björgunar- menn urðu því frægir fyrir afreks- verkið. I minningargrein um Þórð segir að fjöldi útlendinga sem séð höfðu myndina hafi komið á Látra- bjarg til að sjá strandstaðinn og hitta björgunarmenn. Mörgum heimamanna fannst Morgunblaðið/Óskar Gíslason BJÖRGUNARMENN síga í Látrabjargið við tökur á kvikmynd Óskars Gíslasonar árið 1948. Bj örgunin við L átrabj arg Togarinn Dhoon lagði úr höfn frá Fleetwood 5. desember 1947 og sigldi á íslandsmið. Skipverjar voru allir Fleetwoodbúar að skipstjóra og stýrimanni undanskildum, en þeir voru frá Hull. Viku seinna, föstudaginn 12. des- ember, strandaði Dhoon í myrkri og kafaldsbyl við Látrabjarg. Skip- verjar lifðu allir strandið af, en voru nú fastir nokkra tugi metra undan landi. Þar tók við stórgrýtis- urð og himinhátt, ísi lagt bjarg. Þeir sáu litla von um björgun. Nokkru eftir strandið bárust Látrabændum fréttir af slysinu. Þeir fóiu fyrst út á Látrabjarg og könnuðu aðstæður en hófu siðan að undirbúa björgun. Á laugardagsmorgun fóru tólf björgunarmenn á handvaði niður á svonefnt Flaugarnef í bjarginu, og fjórir þeirra héldu siðan áfram og sigu alla leið uiður i fjöru. Þeir gengu hálfan kílómetra í stór- grýttri fjörunni undir Látrabjargi þar til þeir voru komnir að strand- staðnum. Á hvalbak skipsins greindu þeir nokkra menn. Tólf voru þá enn lif- andi af áhöfninni en þrír höfðu lát- ið lífið um nóttina og morguninn. Frásagnir eru óljósar af afdrifum þeirra, en svo virðist sem skipstjóri og stýrimaður hafi valið að dvelja í brúnni, þrátt fyrir að þeir væru varaðir við því, og einnig virðast þeir hafa verið ölvaðir. Einnig fórst háseti sem fór í brúna í leit að vist- um. Línu skotið út í skipið Björgunarmennirnir skutu rak- ettu með línu til skipsins og hittu í annarri tilraun. Hver af öðrum voru skipbrotsmennirnir dregnir í land og gekk það slysalaust, þó nokkrir þeirra blotnuðu á leiðinni. Tími gafst til að senda einn björgunarmanna og sjö skipverja upp á Flaugarnefið í vaði áður en féll að og sigstaðurinn lokaðist. Var það erfitt verk, því mikill halli var á Flaugarnefinu og Englendingarn- ir voru óvanir sigmenn. Fimm skipveijar og þrír björgun- armenn urðu að láta fyrirberast í skjóli stórgrýtis niðri í fjörunni um nóttina. Voru þeir í stöðugri hættu vegna hruns úr bjarginu. Tveir fengu grjót, eða klaka í höfuðið svo að sár hlaust af. Annar þeirra, Hafliði Halldórsson, átti við höfuð- verk að stríða í mörg ár eftir þetta. Sofið á klettasyllu Hinir skipbrotsmennirnir sjö höfðust við á Flaugarnefinu ásamt björgunarmönnum. Englendingarn- ir lágu á klettasyllu rétt ofan við nefið, sem var þó ekki breiðari en svo að fætur þeirra stóðu fram af. Islendingarnir skiptust tveir og tveir á að sitja á sylluni við hlið þeirra, því meira var rýmið ekki. Aðrir sátu í hallanum á Flaugarnef- inu sjálfu. Á sunnudagsmorgun voru Eng- lendingarnir sjö dregnir upp á bjargið. Voru þeir svo örþreyttir að svo virtist sem þeir væru alveg líf- lausir þegar þeir komu upp fyrir brúnina. Þó jöfnuðu mennirnir sig fljótlega eftir að þeir höfðu fengið stutta hvfld og hressingu. Fljótlega var farið af stað með sjömenning- ana á hestum til bæja. Skömmu eftir að mennirnir af Flaugarnefi höfðu verið dregnir upp virtist sem nægilega hefði fall- ið út til að hægt væri að koma þeim sem eftir voru í fjörunni upp. Það var erfitt verk og seinlegt að koma mönnunum upp á Flaugar- nefið og þaðan upp á bjarg en tókst slysalaust. Siðasti maður upp var Hafliði Halldórsson og var þá klukkan orðin sex síðdegis og kom- ið kolniðamyrkur. Ekki þótti ráðlegt að fara með Bretana til bæja um kvöldið og var því ákveðið að tveir björgunarmenn yrðu eftir hjá þeim í tjaldi fram á næsta dag. Afgangurinn af íslendingunum, sautján manns alls, fóru af stað gangandi. Voru þeir örþreyttir eftir langar vökur og erfiði. Ferðin var seinfarin, en allir komust mennimir þó heilu og höldnu til bæja. Fljótlega lögðu nokkrir þeirra þó af stað aftur með vistir og hesta til mannanna í tjaldinu á bjargbrún- inni og vora þeir komnir til þeirra snemma á sumiudagsmorgun. Nokkra síðar lagði hópurinn af stað til byggða og um hádegi þenn- an dag voru allir björgunarmenn- irnir og skipbrotsmennirnir komnir í húsaskjól. Englendingarnir dvöldu í tvo daga á Hvallátrum og í Breiðuvík, sem er þar skanunt frá. Þaðan héldu þeir af stað 18. desember til Pat- reksfjarðar og nokkru síðar til Réykjavíkur með togara. Þeir komust allir heim til Fleetwood fyr- irjól. 9Byggt á írásögn Steinars J. Lúð- víkssonar í bókinni Þrautgóðir á raunastund, 3. bindi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.