Morgunblaðið - 14.12.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.12.1997, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Óskar Gíslason MIÐBÆRINN á Hvallátrum árið 1948 þar sem Ólöf Hafliðadóttir er fædd og uppalin. Nokkuð til vinstri við miðja mynd er maður með loðhúfu. Það er Hafliði Halldórsson, og húfan bjargaði sennilega lffi hans þegar klaka- eða gijótstykki féll í höfuð hans í fjörunni undir Látrabjargi í desember 1947. Morgunblaðið/Óskar Gíslason BJÖRGUNARMENNIRNIR voru heiðraðir af Slysavarnafélagi íslands, breskum stjórnvöldum og vátryggingarfélagi Dhoon. þennan dag við að undirbúa mót- töku skipbrotsmanna og björgun- armanna. Beið eftir að heyra í pabba Faðir Ólafar kom heim seint á sunnudagskvöld ásamt fleirum. Hún segist muna eftir að hafa staðið sunnan við Miðbæinn, þar sem þau áttu heima, og hlustað eftir honum. „Loksins heyrði ég röddina hans pabba og ég man vel hvað mér létti þá.“ Bærinn var fullur af aðkomu- fólki um nóttina. Ólöf segist ekki muna hvar hún hafi sjálf sofið. „En mér er minnisstætt hvemig faðir minn svaf. Hvert einasta skot í húsinu var nýtt og búið var um hann á flatsæng inni í búri. Um nóttina hafði hann svo mikinn sina- drátt að hann var við það að missa meðvitund og svaf mjög lítið. Þrátt fyrir þetta lagði hann af stað dag- inn eftir ásamt fleirum til að sækja þá sem eftir voru á brúninni.“ Fluttist úr deyjandi plássi Haustið eftir björgunina af Dhoon fluttist Ólöf frá Hvallátrum til Reykjavíkur og réðst í vist. „Þetta var deyjandi pláss. Mögu- íeikar tii búskapar voru ekki mikl- ir, þó að í gamia daga hafi þetta þótt hlunnindajarðir. Það var eftir- sótt að vera í vinnumennsku í Hvallátrum þá vegna þess að nóg var af mat.“ Fram á þriðja áratuginn var sig- ið eftir eggjum og fugli í Látra- bjargi og þótti það mikil búbót. En árið 1926 fórust tveir ungir menn sem voru að síga f bjarginu, þeir Ástráður Ólafsson og Kristján Er- lendsson, bróðir Ásgeirs sem þeg- ar hefur verið nefndur. Eftir þetta lagðist bjargsigið að mestu niður. ÓSKAR Gíslason kvikmyndatökumaður ásamt nokkrum af björgun- armönnunum. Vinstra megin við Óskar er Ólafur Sveinsson, Sel- látranesi, þá Bjarni Sigurbjörnsson, Hænuvík, Helgi Elíasson og loks Þórður Jónsson, Hvallátrum. Morgunblaðið/Ólöf Hafliðadóttir LÁTRABJARG. Meðal annars sést til strandstaðar Dhoon. Fjölmörg önnur skip og bátar hafa farist undir bjarginu og er sennilega aðeins vitað um sum þeirra. MYND úr safni Slysavarnafélags íslands. SÝNISFLUG á Melavellinum árið 1949. Konurnar gáfu til þyrlukaupa SAMA kvöld og fréttir bárust til Reykjavíkur af björgun mann- anna af Dhoon höfðu nokkrar ís- lenskar og breskar konur bú- settar í bænum komið saman. Þar barst í tal að þörf væri á því að Islendingar eignuðust flugvél sem hentaði til björgunar á sjó og landi, til dæmis svonefndan „helicopter". Talið var að slík vél hefði nokkuð auðveldlega getað komist til mannanna á Dhoon. Konurnai- ákváðu strax að safna í sjóð til flugvélakaupa og færðu Slysavamafélagi Is- lands hátt í þúsund krónur að gjöf. Frá þessu segir í Morgun- blaðinu í desember 1947. Hugmyndin um kaup á þyrlu til björgunarstarfa hafði reynd- ar kviknað tveimur árum fyrr á aðalfundi slysavamadeildarinn- ar Ingólfs í Reykjavík. Þar var samþykkt áskomn til Slysa- vamafélagsins um að láta at- huga möguleika á kaupunum. Málinu var hreyft öðm hverju á næstu áram, en verulegur skriður komst ekki á það fyrr en með fmmkvæði kvennanna. Næstu tvö árin söfnuðust á þriðja hundrað þúsund krónur í flugvélakaupasj óðinn. Islendingar vora snemma á ferðinni í þessum málum, því fjöldaframleiðsla á þyrlum til al- mennra nota hafði ekki hafist fyrr en árið 1946. Fyrsta not- hæfa þyrlan hafði verið smíðuð á miðjum fjórða áratugnum í Þýskalandi. Þyrla fengin að láni í júní 1949 var fyrsta þyrlan fengin til landsins í tilrauna- skyni. Að því stóð íyrirtækið Elding Trading Óompany. Slysavamafélag Islands og Landhelgisgæslan höfðu umsjón með tilraunafluginu en ríkis- sjóður greiddi kostnaðinn. Þyrlan var fengin að láni frá Bell-flugvélaverksmiðjunum í Bandaríkjunum og var tveggja manna af gerðinni Bell 47, en það var fyrsta þyrlutegundin sem fengið hafði almennt flug- leyfi. Breskur flugmaður, Youell að nafni, og bandarískur flugvirki að nafni Finch, komu með þyrl- unni og vai' þeim meðal annars ætlað að kenna Islendingum meðferð hennar. Tveir flug- menn og tveir flugvirkjar Flug- félags Islands nutu leiðsagnar þeirra næstu þrjá mánuðina meðan þyrlan vai- hér á landi. Meðal þeirra fyrstu sem flugu með vélinni hér við land vora Eysteinn Jónsson flug- málaráherra og Jóhann Þ. Jós- efsson fjármálaráðherra. „Mér er nær að álíta að við höfum verið viðstödd mjög merkan at- burð,“ sagði Eysteinn um til- raunaflug þyrlunnar og lýsti yf- ir trú sinni á notagildi þyrlna hér á landi. Ekki varð þó úr því að þyrlan væri keypt. Samkvæmt upplýs- ingum Einars Amalds, sem er að skrifa sögu Slysavamafélags- ins, hafði félagið lýst sig reiðu- búið til að leggja fram fé til þess, gegn því að ríkið kostaði reksturinn. En málið dagaði tvisvar uppi á Alþingi og erfið- leikar vora við að fá gjaldeyris- leyfi. Það var ekki fýrr en sextán áram síðar að úr þyrlukaupum varð. Til þess var meðal annars notaður sjóðurinn sem stofnað- ur var í kjölfar björgunarinnar við Látrabjarg. Fram á sjötta ára- tuginn vora fjórir opn- ir vélbátar gerðir út frá Hvallátram. Árið 1955 vora tveir eftir. „Þá um haustið fóra allir hásetamir á bát- unum í nám til Reykjavíkur. Þar á meðal vora tveir synir Þórðar Jónssonar og tveir til þrír aðrir ung- ir menn,“ segir Krist- inn Guðmundsson, fóstursonur Ásgeirs Erlendssonar. Ásgeir hafði lífsvið- urværi sitt af vita- vörslu og búskap, en við vitavarðarstarfinu tók hann af foður sínum og gegndi í fjöratíu ár, til ársins 1990. Á Látram var einnig veðurathugun- arstöð, en hún hefur nú verið flutt til Breiðuvíkur. Sumarhúsabyggð hefur nú risið á Hval- látram og era það einkum afkomendur síðustu kynslóðar Látramanna sem hafa endurbyggt eldri hús eða reist ný. Kristinn Guð- mundsson og Hrafn- kell, sonur Þórðar Jónssonar, halda uppi merki eldri lífshátta og nytja Látrabjarg- ið. Þeir fara á slöngu- bát undir bjargið og sækja sér egg sem síðan era seld í Hag- kaupum í Reykjavík. Þótt þeir félagar sígi ekki hefur sá siður heldur ekki alveg dáið út. Björgunarsveitar- menn á Patreksfirði síga í bjargið og tína egg á hverju ári með leyfi landeigenda. ALBERT Stirzaker, einn skipbrotsmanna af Dhoon, sem gisti í Miðbænum. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.