Morgunblaðið - 14.12.1997, Page 22
8£ veer aaaMsaaa m HUOAauKViua
22 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997
aiaAuqnuoHOM
MORGUNBLAÐIÐ
NORRÆNU ríkissjón-
varpsstöðvamar hafa
lengi unnið saman að
dagskrárgerð og skipst
á efni, en auk þess hefur verið rætt
um samnorræna gervihnattasjón-
varpsrás og norrænan gervihnött.
Miðlun sjónvarpsefnis á milli land-
anna þykir efla samskipti og auka
skilning á menningu og tungum
þessara frænd- og grannþjóða.
Mörgum ofbýður flóð sjónvarps-
efnis frá enskumælandi löndum og
meðfylgjandi áhrif enskrar tungu
sem hellast ekki síður yfír Norður-
lönd en aðra heimshluta. Samstarf
Norðurlanda á sviði sjónvarps er
ekki einungis á menningarlegum
grunni, heldur einnig tæknilegum.
Á 49. þingi Norðurlandaráðs, í
Helsinki í nóvember síðastliðnum
bar þessi mál enn á góma. Sigríður
Anna Þórðardóttir alþingismaður
sat í vinnuhópi Norðurlandanefnd-
ar sem samdi tillögu um aukið
samstarf á sviði fjölmiðlunar og
samþykkt var á þinginu.
Tillagan er tvíþætt: Að Norður-
landaráð beini því til ríkisstjóma
Norðurlanda að þær verji fé tii efl-
ingar samstarfi norrænna sjón-
varpsstöðva með það fyrir augum
að fólk geti séð sjónvarpssendingar
grannþjóða og að samvinna milli
landa um dagskrárgerð verði aukin
verulega. Eins að ríkisstjómir
Norðurlanda beiti framkvæði í
samskiptum sínum við útvarps-
stöðvar í almannaþágu (public
service) og norræn dreifíngar- og
símafyrirtæki til þess að fundnar
verði sameiginlegar norrænar, eða
þjóðbundnar, tæknilegar lausnir
sem séu samrýmanlegar á Norður-
löndunum.
Stefnubreyting
Sigríður Anna segir að í þessari
tillögu felist stefnubreyting frá
fyrri hugmyndum. Áður fyrr
beindist athyglin að sameiginlegri
rás, þar sem blandað væri saman
dagskrárefni frá öllum löndunum.
Nú er stefnt að því að íbúar hvers
lands geti séð sjónvarpsútsending-
ar frá hinum löndunum.
Vinningshafar í
Jólaleik Hard Rock Cafe
Geisladískur með
Gunna og Felix:
Kristjana Zoéga. Skólabraut, 170 Seltjarnarnes
Pétur Jóhann, Meistaravellir 15.107 Reykjavík
Fanney G. Skeggjagata 21.105 Reykjavík
Þóra Ingólfsdóttir, Sjávargata 32, 230 Njarðvík
Hildur Sólmundsdóttir, Súluhólar 8,111 Reykjavík
Edda Hreinsdóttir, Vesturás 46,110 Reykjavík
Eyrún , Álttamýri 49,108 Reykjavík
Bryndís Jónsdóttir, Ugluhólar 8,111 Reykjavík
Kristín Eva Jónsdóttir, Blöndubakki 6,109 Reykjavík
Krystyna M. Háaleitisbraut 103,108 Reykjavík
Helga Pórunn óttarsdóttir, Tjarnarmýri 10,
170 Seltjarnarnesi.
Póra Jónsdóttir, Tjarnarmýri 10,170 Seltjarnames
Erna Einarsdóttir, Tjarnarmýri 10,170 Seltjarnames
Gerður, Tungubakki 16,109 Reykjavík
Óskar, Lálandi 14,108 Reykjavík
Fanney Gunnarsdóttir, Skeggjagata 21,
105 Reykjavík
Glódís Guðmundsdóttir, Vesturberg 144,
111 Reykjavík
Sindri Sævarsson, Eiðistorg 17,170 Seltjarnarnes
Gréta Morthens, Eiöistorg 17,170 Seltjarnarnes
Baldur Pór, Hulduland 7,108 Reykjavík
Hildur Vala, Geitland 12,108 Reykjavík
Brynja I, Maríubakki 6,109 Reykjavík
Arnór, Smáragata 5,101 Reykjavík
Auður Stefánsdóttir, Geitland 12,108 Reykjavík
Magnús, Skeggjagata 21,105 Reykjavfk
Hamborgaraveisia fyrir 4
Elva Arnarsdóttir, Kringlan 27,103 Reykjavík
Vinningshalar fá vinninga
senda heim!
Gunni og Felix koma á Hard Rock
kl. 15.00. í dag og skemmta!
NORRÆNT
ar ár en mánuði. Viðsemjendur
sjónvarpsstöðvanna era m.a. sam-
tök höfundarréttarhafa, lista-
manna og dreifenda sjónvarpsefn-
is.
Pétur sagði að dreifingu dag-
skráa norrænu sjónvarpsstöðvanna
fylgdi nokkur kostnaður, m.a. við
gervihnetti, en hann ætti ekki að
vera óyfirstíganlegur. Ekki væri
vitað um hvað’ kostaði að nota
Cantat-3 ljósleiðarann til þessarar
dreifingar.
„Þarna er um að ræða margar
rásir. I fyrstu umferð myndum við
hugsa um aðalrás danska sjón-
varpsins, norska sjónvarpsins og
tvær meginrásir sænska útvarps-
ins,“ sagði Pétur. „Það er afskap-
lega eðlilegt viðfangsefni fyrir Rík-
isútvarpið að dreifa norrænu sjón-
varpsstöðvunum hér.“
Stafrænn staðall
Samstarf norrænna ríkisút-
varpsstöðva er margra áratuga
gamalt. Nú er að hefjast nýr kafli í
þessu samstarfi því norrænu ríkis-
stöðvarnar, nokkur símafélög og
dreifingarfyrirtæki, þar á meðal
Póstur og sími hf., hafa sett sér
það takmark að búa til nýjan staðal
fyrir stafrænar útvarps- og sjón-
varpssendingar. Að sögn Péturs
Guðfinnssonar útvarpsstjóra var
þetta ákveðið á fundi fulltráa þess-
ara aðila 5. nóvember sl. í Oðinsvé-
um. „Um tíma leit út fyrir að Norð-
urlöndin færa í tvær mismunandi
áttir í þeim efnum, en við það að ná
saman um staðal myndast einn
stór markaður og samskipti á
þessu sviði milli landanna verða
auðveldari,“ sagði Pétur.
í fréttatilkynningu frá fundinum
í Oðinsvéum segir að sjónvarpsfé-
lög og símafélög á Norðurlöndum,
sem dreifa útvarps- og sjónvarps-
efni um senda á jörðu niðri, kapal-
kerfi og gervihnetti, hafi ákveðið
að vinna að því að semja sam-
ræmdan staðal og leikreglur fyrir
frekara samstarf um dreifingu
stafræns sjónvarps. Þessi eining er
sögð mikilvægur áfangi í norrænu
samstarfi á þessu sviði og staðfesta
þann vilja að þeir möguleikar sem
felast í stafrænni sjónvarpstækni
verði hagnýttir. Jafnhliða skapist
forsendur til að norrænir sjón-
varpsáhorfendur geti horft á dag-
skrár frá nágrannalöndum.
Hagsmunir neytenda era lagðir
til grandvallar þessu starfi. Menn
gefa sér að það sé í þágu neytenda
að breytingin frá hliðrænu sjón-
varpi yfir í stafrænt verði sem auð-
veldust, um leið og þeir öðlist sem
mest frelsi til að velja á milli óiíkra
rása, þjónustumöguleika og dreifi-
kerfa. Reynt verður að stytta eins
og mögulegt er þann tíma sem hlið-
rænar og stafrænar sendingar
verða samhliða.
Ætlunin er að notendur geti not-
að sama móttökubúnað til að taka
við öllum stafrænum útsendingum
og þjónustum á Norðurlöndum,
þannig geti eitt viðtæki numið út-
sendingar um kapal, frá sendi á
jörðu niðri, gervihnöttum og um
stafrænar símalínur (ADSL).
Stefnt er að því að samkomulag
náist á næsta ári um aðgangskerfi,
það er læsibúnað og myndlykla.
Næsta vetur stendur til að fram-
„Það var mjög mikil eining um
þessa breyttu afstöðu," sagði Sig-
ríður Anna. „Við lögðum áherslu á
nokkur atriði: Að hægt verði að
horfa á útsendingar norrænu sjón-
varpsstöðvanna um öll Norðurlönd,
að áfram verði staðinn vörður um
ríkissjónvarpsstöðvamar
sem reknar eru í al-
mannaþágu (public
service). Eins að lögð
verði áhersla á gæði við
dagskrárgerð. Það er að-
alatriðið að framleiða
gott efni, annars vill fólk ekki horfa
á það.“
Sigríður Anna sagði að nefndin
hefði einnig lagt áherslu á að
möguleikar nútímatækni yrðu not-
aðir til þess að ná því markmiði að
allir íbúar Norðurlanda gætu séð
norrænu stöðvamar. í framtíðinni
mun stafræn tækni við útsendingar
taka við af hliðrænni og lagði
nefndin áherslu á að kostnaður við
þá breytingu kæmi ekki niður á
dagskrárgerð, hvorki innan hvers
lands né í samstarfsverkefnum.
Þá hvatti nefndin til þess að
Norðurlöndin sameinuðust um
staðal fyrir móttöku-
tækni. Einkum á þetta
við um móttökubúnað
fyrir gervihnattasjón-
varp. „Nútímatækni
gerir að verkum að loks-
ins verður hægt að gera
þann draum að veraleika að við
sjáum sjónvarp hvert annars,“
sagði Sigríður Anna. „Margir Sví-
ar, Norðmenn og Danir sjá nú
þegar sjónvarpsútsendingar frá
grannþjóðunum. Eg er viss um að
aðgerðir á þessu sviði geta styrkt
tungumálaskilning á milli landa.
Tæknin gerir kleift að senda efnið
Norðurlanda-
þjóðir geti
séð sjónvarp
hver annarrar
frá nágrönnunum um kapalkerfi til
allra landsmanna viðkomandi
landa. Dreifing um gervihnetti til
annarra landa en þessara er ekki
inni í samningnum. Að þessum
samningum óbreyttum má t.d.
RUV ekki taka við dagskrám þess-
ara norrænu stöðva og
endurvarpa þeim. „Til
þess að koma okkur inn í
myndina þyrfti að fara í
gegnum þetta samninga-
ferli allt aftur,“ sagði Pét-
ur.
En telur Pétur að ályktun Norð-
urlandaráðs ýti á að samningarnir
við rétthafa verðir endurskoðaðir?
„Það dregur ekki úr því,“ sagði
Pétur. „En það tók mörg ár á sín-
um tíma að ná þessum samning-
um.“ Pétur sagði að af fenginni
reynslu mætti ráða að samninga-
viðræður af þessu tagi tækju frek-
leiðendur búnaðar fái í hendur
staðal fyrir búnað sem reiknað er
með að komist í framleiðslu
1998-99.
Jón Þóroddur Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Þjónustusviðs fjar-
skipta hjá Pósti og síma hf., hefur
tekið þátt í þessu starfi fyrir hönd
P&3. „Það sem Norðurlöndin era
að gera er að reyna að
ýta undir að það verði til
alheimsstaðall á þessu
sviði,“ sagði Jón Þórodd-
ur. „I dag era hinir og
þessir að framleiða og
þróa stafrænan læsibún-
að, en hafa ekki komið sér saman
um einn staðal. Norðurlöndin ætla
að gera líkt og þau gerðu með
GSM símakerfið, að ýta í gang
stöðlunarvinnu sem nær fótfestu á
Norðurlöndum, teygir sig yfir Evr-
ópu og helst allan heiminn. Upp-
ranalega hugmyndin að GSM varð
einmitt til í samnorrænu starfi."
Norrænn
staðall fyrir
stafrænt
sjónvarp
SJONVARP AFTUR
Á DAGSKRÁ
út textað, bæði á viðkomandi þjóð-
tungu og með þýðingu á ýmsum
tungum sem áhorfandi getur valið
um. Möguieikamir virðast vera
nær ótæmandi og það í sjálfu sér
er ákaflega spennandi. Þess vegna
finnst mér raunhæft að vænta
þess að meira komi út úr þessu nú
en hingað til.“
ísland utangátta
Pétur Guðfinnsson útvarpsstjóri
sagðist vona að sá dagur kæmi að
mögulegt yrði að framkvæma til-
lögu Norðurlandanefndar um
dreifingu dagskráa norænu sjón-
varpsstöðvanna um öll Norðurlönd.
Hann sagði samninga sjónvarps-
stöðva fjögurra Norðurlanda við
rétthafa efnis þannig að Finnar,
Norðmenn, Svíar og Danir geti
hverjir leitt sjónvarp annarra á
milli þessara fjögurra landa með
kapalsjónvarpsstöðvum. Forsenda
þess er að útsendingar jarðsenda í
þessum löndum sáust innan
landamæra nágrannalandanna.
Þannig gátu þeir sem bjuggu næst
landamæram séð sjónvarp ná-
grannaþjóða. Síðan var samið um
að dreifa mætti þessum sendingum
I norrænu samstarfí hefur lengi verið rætt
um miðlun sjónvarpsefnis á milli Norður-
landa. Guðni Einarsson kynnti sér nýlega
stefnubreytingu í norrænu sjónvarpssam-
starfí og áform um samstarf við stafræna
sjónvarpstækni.
Jón Þóroddur
Jónsson.
Sigríður Anna
Þórðardóttir.
Pétur
Guðfinnsson.