Morgunblaðið - 14.12.1997, Síða 30

Morgunblaðið - 14.12.1997, Síða 30
30 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ERLENDAR BÆKUR Natan litli leggur á flótta John Gilstrap: Flótti Natans - „Nathan’s Run“. Warner Books. 1997. 368 síður. BANDARÍSKI spennu- sagnahöfundurinn John Gilstrap sendi nýlega frá sér sína fyrstu skáldsögu sem ber heitið Flótti Natans á ís- lensku en „Nathan’s Run“ á frummálinu. Ef marka má slag- orðin á bókarkápu og á fremstu síðunum hefur sagan hlotið nokkuð væna gagnrýni í Banda- ríkjunum og að sumu leyti á hún það skilið en öðru ekki. Hún sver sig svolítið í ætt við Um- bjóðandann eftir John Grisham því hún segir af ungum dreng, 12 ára gömlum, sem leggur á flótta og allir sem vettlingi geta valdið reyna að hafa hendur í hári hans; lögreglan er óð og uppvæg að ná honum, föður- bróðir hans, sem hefur litla sam- úð með smælingjum, mafían, sem á nokkurra hagsmuna að gæta, og auðvitað fjölmiðlafólk, sem tekst að lýsa uppgjörinu í sögunni í beinni útsendingu um öll Bandaríkin. Utsjónarsamur drengur Það er einnig nærtækt að líkja Flótta Natans við sögur Charles Dickens því drengur á auma ævi á betrunarstofnun þaðan sem hann strýkur en von um háar fjárhæðir og Iíf í vellystingum ef honum tekst að lifa af flóttann. Svo sækir John Gilstrap í Stikils- berja-Finn og jafnvel enn víðar svo segja má að hann komi vel undirbúinn til leiks og skili frá sér lipurlega saminni sögu en kannski full einfaldri. í sem stystu máli greinir hún frá því þegar Natan litli drepur einn af gæslumönnunum í betr- unarstofnuninni, þangað sem hann hefur verið sendur eftir að hafa stolið bíl frænda. Frændi þessi er ódámur hinn mesti og hefur farið illa með drenginn og í raun hrakið hann í betrunar- húsið. Drápið vekur talsverða athygli vegna þess hve árás- armaðui-inn er ungur að árum og til þess að skýra frá sinni hlið mála hringir Natan í vinsælan símaþátt útvarpsins og greinir þjóðinni frá því sem raunveru- lega gerðist. Þannig fær hann samúð lögreglumannsins, sem stjórnar rannsókninni en svo vill til að sá missti son sinn fyrir um níu mánuðum í slysi. Frændi á aftur enga samúð til handa hon- um en hefur flækt mafíuna í málið á einstaklega klaufalegan hátt og fær að gjalda þess. Nat- an er úrræðagóður sannarlega en óvist er hvort hann sleppur lifandi úr klóm réttvísinnar, frænda og mafíunnar. í beinni Reyndar er það ekki alveg rétt. Það er býsna öruggt mest- allan tímann. Natan lítur ekki út fyrir að vera neinn venjulegur 12 ára drengur. Hann er einstak- lega klókur að snúa á alla þá sem eru á eftir honum og sleppur fremur billega úr klóm morð- ingja. Þá er hann gæddur óvenjulega þroskaðri framkomu og talsmáti hans ber vott um af- bragðsgott uppeldi enda hefur hann lifað betri daga. Hann sýnir af sér meiri félagslegan þroska en nokkur persóna sögunnar sem komin er á fullorðinsár. Þetta gerir hann ekki að mjög spenn- andi persónu og eykur ekld á trú- verðugleika sögunnar. Maður hefur það á tilfinningunni að um harðfullorðinn einstakling sé að ræða sem maður þarf ekki að hafa nokkrar einustu áhyggjur af þegar hann er eftir aJlt aðeins 12 ára, dauðskelfdur drengur á flótta undan morðingjum. Gilstrap bætir þennan galla að nokki’u upp með frásagnar- gleði og spennandi endalokum, sem mjög eru samin undir áhrif- um frá þekktum atburðum í nú- tíma sjónvarpssögu Bandaríkj- anna, flótta O.J. Simpsons og barsmíðum á Rodney King. Frá- sögnin er talsvert hröð og spennandi framan af og í endann en dettur niður um miðbikið; nokkuð er um ofbeldi sem ætlað er að vekja óhugnað og tekst það. Þá eru persónumar dregn- ar skýrum dráttum án þess að vera sérlega áhugaverðar. Segja má að þessi fyrsta spennusaga Johns Gilstraps sýni að nokkurs sé að vænta af honum sem spennusagnahöfundi í framtíðinni. Arnaldur Indriðason Tímalaus hetja KVIKMYJVDIR II ás k« I u I) íó ojí It f 6 h ö 11 i n „TOMORROW NEVER DIES ★ ★ ★ Leikstjóri: Roger Spottiswoode. Handrit: Bruce Feirstein. Kvik- myndatökustjóri: Robert Elswit. Tón- list: David Arnold. Aðalhlutverk: Pi- crce Brosnan.United Arists. 1997. AHH, það er eitthvað öryggi í því að fá James Bond aftur í bíó, einhver feginleiki sem fylgir því. Heimurinn er ekki svo breyttur eftir allt. Þrátt fyrir hrun Sovétríkjanna og komm- únismans í austri, endalok kalda stríðsins, sigur svarta meirihlutans í S-Afríku og fleiri stórsögulega at- burði, sem færa ættu heiminn til betri vegar, er ennþá þörf fyrir Bond, þennan móralslausa breska heiðursmann, kvennabósa og vemd- ara vestrænnar siðmenningar. Eng- inn hefur náð öðra eins langlífi á hvíta tjaldinu og Bond. Jafnvel þótt hann hafí orðið til í kalda stríðinu og nærst á því löngum er hann tímalaus hetja. Hver myndin á fætur annarri hefur verið klónuð af þeirri næstu í bráðum þrjá áratugi og enn hefur enginn þorað að hrófla við upprana- lega erfðaefninu eins og nýjasta myndin, „Tomorrow Never Dies“, sem frumsýnd var í gær, sannar. Alltaf skal hann hafa sama aðdráttar- aflið sem sigurvegari heimsins, sem goðsöguleg vera og núorðið ekki síst sem sagnfræðilegt fyrirbæri. Samt er hann alltaf nýr, alltaf ferskur, alltaf ti! í tuskið. Og það veitir ekki af í þetta sinn fremur en þau fyrri. Leikstjórinn Roger Spottiswoode og handi-itshöf- undurinn Brace Feirstein gera nýju myndina í hinni klassísku Bondhefð með litlu Bond-stuttmyndinni í upp- hafí, frábærlega hönnuðu kynningar- atriði og heimsendaplotti, sem minnir á ofsalegar ráðagerðir Blofelds og Goldfingers á árum áður. Jonathan Pryce leikur fjölmiðlakóng, einhvers- konar sambland af Murdoch og Maxwell, sem finnst engar fréttir nógu krassandi svo hann býr þær til sjálfur og etur saman Kínverjum, sem í nútímanum hafa tekið yfir sem hið illa heimsveldi, og Bretum í S- Kyrrahafi. Bond kemst að ráðagerð hans og hefur eins og venjulega um tvær sekúndur til þess að forða heimsbyggðinni frá glötun. Nýja myndin hefur það sem síðustu mynd vantaði, litríkan súperbófa með óskiljanleg heimsendaplön. Pryce nýtr ur sín greinilega vel í rallunni og fer auðvitað yfii- strikið eins og vera ber, sem glataður snillingur. Brosnan stendm- sig bærilega sem Bond af því þess er gætt að hann fái ekki að segja of mikið, varla nema einstaka góða brandara, en er látinn hlaupa því meira. Bondinn hans er lítið persónu- legur en kaldhæðinn vel og ákaflega ötull bardagamaður. Bondstúlkurnar era fremur litlausar að þessu sinni nema Judy Dench í hlutveriri M, sem á bágt með að leyna aðdáun sinni á njósnara hennar hátignar. Hasarinh er ágætlega framleiddur og keyrslan góð og tæknibrellurnar. Það íylgir því gamalkunn tilfínning að sjá Pinewood-upptökusalina hrist- ast og skekjast eina ferðina enn í lokauppgjörinu. Þarna er einnig góð- ur eltingarleikur í þyrlu og fjarstýrð- ur BMW, sem gleður augað. Og þannig líður enn eitt ævintýrið um glaumgosann í smókingnum, sem bjargar heimsbyggðinni með undra- verðum hætti á nokkurra ára fresti. Við fóram út öragg í þeirri vissu að heimurinn muni eftir allt ekki farast í bili. Bond einfaldlega leyfir það ekki. Arnaldur Indriðason Laugavegi 118 Kringlunni Hafnargötu 15, Keflavík ■ Safnmyndaalbúm með leiðbeiningum, 8 myndir fylgja með frítt kr. 498 ■ Bakpoki, stór kr. 1.798 ■ Bakpoki, minni kr. 798 ■ Spil með góðum myndum á kr. 498 ■ Augnskuggabox, hjartalaga kr. 398 ■ Snyrtibox, ferkantað kr. 498 ■ Lyklakippa, stór kr. 398 ■ Lyklakippa, minni kr. 298 ■ Glæsilegt pennaveski kr. 198 ■ 8 myndir í pakka kr. 198 ■ Einnig dagatöl með stórum og góðum myndum sem hægt er að innramma og fallegur gjafapappír með Spice Girls myndum Takmarkaáar birgðir, farið ekki í jólaköttinn og tryggií ykkur vinsælustu gjafirnar á markainum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.