Morgunblaðið - 14.12.1997, Síða 37

Morgunblaðið - 14.12.1997, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997 37/ FRÉTTIR MARGT var um manninn við formlega vígslu þjónustumiðstöðvar- innar, m.a. þessar prúðbúnu konur. Kópavogskaupstað afhent þjónustumið- stöð eldri borgara NÝLEGA afhenti Viðar Daníels- son fyrir hönd Byggingaféiagsins Viðar hf. Kópavogskaupstað hús- næði fyrir þjónustumiðstöð eldri borgara við Gullsmára 13. Félagsmiðstöðin er 730 fm en sjálf félagsaðstað- an 625 fm. Fram- kvæmdir við bygg- inguna hófust haustið 1994. Byggingaraðili er Viðar hf. en Einar V. Tryggvason teiknaði húsið. Tæknivinnu annað- ist Agúst Birg- isson, tæknifræð- ingur, en eftirlit annaðist Verk- fræðistofan Vektor i samráði við tæk- nideild Kópavogs. Heildarkostnaður byggingarinnar er 74,9 milljónir kr. Þar af kostaði húsnæðið sjálft 67,9 millj. kr. Félagsheimilið er reist í þeim tilgangi að þar fari fram félags- og tómstundastarfsemi eldri borgara í Kópavogi. Rekstraraðili er Kópavogsbær Ráðinn hefur verið umsjónar- maður, starfsmaður í eldhús og starfsmaður í ræstingar. For- stöðumaður Gjábakka mun veita félagsheimilinu forstöðu en sam- ráðshópi, þar sem sitja þrír full- trúar eldri borgara og tveir full- trúar starfsmanna Félagsmála- stofnunar, er ætlað að vera ráð- gefandi um starfsfyrirkomulag í félagsheimilinu. Félagsheimilið er opið öllum Kópavogsbúum 60 ára og eldri og gestum þeirra. Húsnæðið býð- ur upp á aðstöðu fyrir fjölbreytta starfsemi. Fyrst um sinn verður opið virka daga frá kl. 9-17 en á kvöldin og um helgar er gert ráð fyrir að áhuga- mannahópar eldri borgara sem og Félag eldri borg- ara geti haft þar aðstöðu. Einnig hentar húsnæðið afar vel fyrir sam- komur, svo sem afmælisveislur o.fl. Félagsheimilið er staðsett á lóð- inni nr. 13 við Gull- smára og eru tengibyggingar í fjölbýlishúsin Gullsmára 7, 9 og 11 en íbúðir í þessum fjölbýlishúsum voru hann- aðar fyrir fólk sextíu ára og eldra. Tilboða hefur verið leitað í rekstur hárstofu og fótaaðgerða- stofu en gert er ráð fyrir að sú starfsemi hefjist í janúar á næsta ári. Starfsemi þessa félagsheimilis mun ráðast að verulegu leyti af þeim óskum og hugmyndum sem eldri borgarar hafa sjálfir. Því . hefur hún ekki enn verið ákveðin en kynningardagar um starfsem- ina verða haldnir svo fljótt sem auðið er, segir í fréttatilkynningu. Morgunblaðið/Ásdís GUNNAR Birgisson, for- maður bæjarráðs Kópa- vogs, veitti húsnæðinu viðtöku úr hendi Viðars Daníelssonar, bygginga- meistara. Þvi miður verður Jólaísinn frá Kjörís aðeins seldur um jólin. Viljir þú njóta hans lengur og kynnast innihaldinu betur, skaltu tryggja þér nóg af honum strax. Eitt blað fyrir alla! - kjarni málsins! Jólapakkatilboð Póstsins Póstur og sími býður viðskiptavinum sínum sérstakt jólapakkatilboð fyrir jólapakkana innanlands. Skilyrði er að sendingin sé send í sérstökum umbúðum (sjá mynd). Þegar þú sendir jólagjafirnar með Póstinum í þessum umbúðum greiðir þú aðeins 310 kr. fyrir pakkann, þyngd hans skiptir ekki máli. Þetta jólapakkatilboð gildir frá 1.-23. desember 1997 og skiptir þá engu hvert þú sendir pakkann hér innanlands. Svo lengi sem hann er í þessum umbúðum kostar sendingin aðeins 310 kr. Umbúðirnar eru til sölu á öllum póst- og simstöðvum. Með því að nota jólapakkatilboð Póstsins hefur þú valið eina fljótlegustu, öruggustu og ódýrustu leiðina til að PÓSTUR OG SÍMI HF senda jólagjafirnar i ár.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.