Morgunblaðið - 14.12.1997, Side 38

Morgunblaðið - 14.12.1997, Side 38
38 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ íslenska umhverfið SYSTURNAR í Landakoti fóru snemma að rækta grænmeti, kart- öflur og aðra jarðávexti til matar fyrir sig og sjúklingana. Systir des Anges vitnar um það í fréttabréfí sínu til systranna í Danmörku sum- arið 1898 að þær hafí kannað ástand garðyrkju í Reykjavík: „Ykkur mun sennilega furða á því, kæru systur mínar, að við flest húsin eru beð, að vísu snautleg og að mestu leyti aðeins lítill kartöflureitur, en samt kölluð garðar. Til viðbótar við kart- öflumar vaxa hér rófur, radísur og rabarbari. í fáeinum betur ræktuð- um görðum er líka smávegis af sal- ati, spínati, rifs- og stikkilsbeijar- unnum. Ber þroskast þó sjaldan. Bara í einum garði sáum við um daginn reynitré, sem gæti hafa ver- . ið um 4 álna hátt [um 2,5 m].“ Hún segir líka að þær hafí áttað sig snemma á misseristali íbúanna og þakklæti þeirra fyrir það sem gefíð var að sumri: „Við horfum nú á þessa dásemd í 3—4 mánuði, en þá hverfur allt aftur og skilur vettvanginn eftir í greipum 8—9 mánaða langs vetrar. Islendingar tala aðeins sjaldan um vor og haust. í dagatali þeirra er ákveðinn fímmtudagur á hverju ári (í ár 3. fímmtudagur eftir páska) fyrsti sumardagur. Þennan dag er fagnað um allt land, í skólanum er gefíð leyfi og allir óska hver öðrum gleðilegs sumars. í ár var frost og rok þennan dag og þótt tennumar glömruðu í munninum af kulda heyrði maður úr öllum áttum: „Gleðilegt sumar!“ Laugardagur einn að hausti er valinn sem fyrsti vetrardagur og þá óskar fólk hvað öðru ekki gleðilegs vetrar, heldur segir: „Takk fyrir sumarið!" Þið megið heldur ekki halda, kæru syst- ur mínar, að við séum krepptar og sorgmæddar. Þótt það sé kannski ekki á fullkomnum fagnaðarnótum þá segjum við líka við Drottin: „Takk fyrir vetur íslands og sumar ís- lands!“ í fréttabréfí íjórum mánuðum síðar, í nóvember 1898, kemur í ljós að systrunum líður vel, en þær sakna sumarsins og reyna að stappa í sig stálinu gagnvart tíðinni sem fer í hönd: „Þessu næst verður bréfið að til- kynna ykkur, að við erum allar við bestu heilsu, okkur skortir hvorki matarlyst né góða skapið. Ef vælið í vindinum truflaði ekki stundum svefninn væri líka hægt að njóta hans á fullkominn hátt. Við gefum okkur vilja Guðs á vald, munum sjá sumarið kveðja og alla náttúruna búa sig undir að taka á móti hinum harða húsbónda, vetrinum. — „Takk góði Guð fyrir sumar íslands," segjum við, og bætum við með smávegis ótta í bijósti: „Gefðu okkur kjark til vetrarins!" Þessi þriðji vetur systranna á íslandi reyndist mildari en sá und- angengni. Samt lentu systurnar utandyra í ævintýrum sem þær hafði ekki dreymt um að væru til. í roki laust fyrir jól duttu „margir fullorðnir menn“ niðri í Kvosinni og systurnar voru enn óvarðari fyr- ir vindum á Landakotshæð, féllu hver um aðra þvera og höfnuðu í óvirðulegum stellingum: „Okkar góða systir Ernestine brosti með dálitlum efasemdarsvip þegar við sögðum henni frá vetrarbyljunum og hve erfitt væri að komast til kirkju. Hún átti sjálf eftir að kom- ast að raun um hvemig gengur, meðan maður hefur ekki fullnumast í baráttunni við uppreisnargjöm fmmöfl íslands. Allt sem vindurinn nær tökum á, slæður, sjöl og kjóla, fyllir hann eins og skipssegl, þess vegna verður maður að vefja allt að sér eins fast og hægt er, áður en maður vogar sér út. Morgun einn þegar við ætluðum heim úr kirkjunni blés hræðilegur stormur. Systir Emestine tölti eins og venjulega léttum skrefum eftir götunni, með opna bænabók undir handleggnum og hélt sjalinu rétt með fingurgómunum. Við höfðum vindinn í bakið og þess vegna flug- um við frekar en gengum. Allt í einu kom öflug vindhviða. Systir Emestine féll kylliflöt, sjalið var rifíð af henni og hófst á loft eins og langt, þríhymt segl. Kjóll og KENNSLUSYSTUR úr Landakotsskóla fylgjast með kennslu í Sundhöll Reykjavíkur. F.v. Systir Henríetta, systir Emilie og systir Clementía yngri, öðru nafni Svanlaug Guðmundsdóttir, en hún var ein fjögurra íslenskra kvenna sem gengu i St. Jósefsregluna. Andstæð- umar Um 140 konur úr St. Jósefssystrareglunni af Chambéry komu til sjálfboðaliðastarfa við hjúkrun og kennslu á íslandi á tímabilinu 1896—1996. Þær tóku ríkan þátt í þróun íslenska nútímasamfélagsins og ráku stofn- anir á Fáskrúðsfírði, í Reykjavík og Hafnar- fírði. Hvemig leist þessum nýbúum sunnan ------------------------g-------------------- úr Evrópu á Island og Islendinga? Og hvem- ig tóku landsmenn þeim? Olafur H. Torfa- son sendir nú frá sér um 800 bls. ritverk undir heitinu „St. Jósefssystur á íslandi 1896—1996“ þar sem saga þeirra er rakin o g sett í innlent og erlent samhengi. ALEXANDRINA drottning og Kristján X konungur ganga að Kristskirkju í Landakoti í heimsókn sinni til íslands 1936. Gamli timburspítalinn frá 1902 er í baksýn. Hann var rifinn 1963. undirpils flettust upp að höfði og langir fæturnir stóðu út í loftið. Vindurinn rúllaði henni í þessu ástandi spottakorn út á túnið, svip- að og þegar drengir velta sér í grasi. Bænabókin var nú flogin margar álnir burt og gusturinn lék sér að því að þeyta myndum og bænablöð- um hennar upp í skaflana eða á haf út. Síðar komst hún að því að fallegustu myndimar vantaði í bók- ina. Ég var rétt á eftir henni en bet- ur útbúin til bardagans og datt ekki. Með mestu erfíðismunum gat ég reist systur okkar upp á ný . . . Nokkrir dökkir blettir á fótum hafa um langt skeið minnt hana á þetta ævintýri. Nú hlær hún ekki lengur að varkárni okkar. Annars er þetta ekki í eina skiptið sem hún hefur dottið. Einu sinni sagði hún í mik- illi einlægni: „Hér á íslandi leysir Drottinn okkur undan þeirri reglu að við megum aldrei hlaupa, því það er hann sjálfur sem keyrir okk- ur af stað, svo að við ekki bara hlaupum, heldur nánast fljúgum til kirkju.“ Veðrið hafði breyst til hins betra um nýárið, en þrátt fyrir fagurt útsýni varð mjög kalt, sérstaklega í kirkjunni: „Það er ógerlegt að lýsa þeirri litadýrð sem himinninn skartar við sólarlag. Á nóttinni höfum við síðan stórfenglegan stjörnuhimininn með dásamlegum norðurljósunum yfír höfðum okkar. En samfara þessari dýrð er nístandi frost. Hér uppi á hæðinni fer það víst næstum niður í 16 gráður.“ Á sumrin þótti systrunum stór- fenglegt að geta lesið sendibréf frá útlöndum við dagsbirtu á nætur- vöktum. Systir des Anges sagði í septemberbréfí 1900 að ekki væri nein furða að íslendingar hefðu þann sið að óska hver öðrum gleði- legs sumars, því sú árstíð, með „ ... yfirgengilegu ljósi sínu, stórfenglegum sólarupprásum og sólsetrum og loks með björtum, heiðskírum nóttum, getur verið al- veg töfrandi." Á Fáskrúðsfirði Verulegur og stundum meiri hluti starfanna á Fáskrúðsfírði var í þágu heimamanna þótt sjúkrahúsið væri ætlað Frökkum. Tæp 25% sjúklinga sem lágu á spítalanum á árunum 1899—1904 voru íslendingar, 47 talsins. Þar við bættust heimsóknir án innlagnar og vitjanir um ná- grennið. Áður en systurnar komu höfðu læknar á frönskum herskipum með fískiflotanum hjálpað íslendingum sem leituðu til þeirra með mein sín. Austfírðingar höfðu góða reynslu af þessari þjónustu og tóku fljótt að leita til St. Jósefssystra í sama skyni. Háir og lágir komu til þeirra úr Fáskrúðsfirði og nálægum byggðum auk þess sem þær lögðu land undir fót og komust fljótt upp á lagið með að nota íslenska sam- göngutækni að sögn sr. Jóhannesar Frederiksen í danskri blaðagrein í júlí 1897: ....eins og systurnar [í Reykja- vík] eru byijaðar að heimsækja sjúka og fátæka á heimilum þeirra, þá hafa þær líka þar, að hluta til á hestbaki og á fjöllum, reynt að koma og líkna. Að sögn frönsku foringjanna eru bæði þær og sr. Osterhammel strax orðin mjög vin- sæl í hinum fjarlæga dal.“ Systumar nutu mikils álits og voru kallaðar „læknar" eins og sr. Osterhammel skýrði frá í september: „Til viðbótar öllum þessum störf- um í þágu Frakka stunduðu syst- urnar hvers konar þjónustu við íbú- ana á staðnum og í sveitunum umhverfís. Þar sem enginn læknir var búsettur hér komu menn langar leiðir til þess að ræða við „lækn- ana“ eins og það var orðað.“ Sumarið 1898 var eitt sinn kom- ið með slasaðan reiðhest til hjúkrun- ar við sjúkrahúsið: „Þegar við komum... að litla spítalanum okkar urðum við mjög hissa að sjá hóp manna (Frans- menn) standa fyrir utan dymar, og þegar við komum nær sáum við tvö hestseyru standa upp úr þvögunni. Enn meiri varð undrun okkar þegar við sáum systur Clotilde með vatns- skálar og umbúðir á hnjánum fyrir framan litla hestinn og binda um fót á honum, en í reiðferð til Fá- skrúðsfjarðar hafði blóð skyndilega tekið að fossa úr fæti aumingja dýrsins, án þess að reiðmaðurinn vissi af hvaða völdum. Nú stóð það alveg kyrrt og þolinmótt meðan fóturinn var þveginn og búið um sárið og eigandinn sýndi mikla gjaf- mildi og þakklæti fyrir kærleiks- verkið sem systirin hafði auðsýnt uppáhaldsdýrinu hans; þó vil ég bæta því við að þetta var fyrsta og sennilega eina dýravitjunin. Þetta var líka kærleiksverk, í margra mílna radíus er hvorki læknir fyrir menn né dýr, þess vegna koma all- ir til okkar.“ Heimahjúkrun í Reykjavík Systrunum varð eftirminnilegt frá þingtímanum sumarið 1899 að hjúkra í heimahúsum í Reykjavík tveimur íslenskum alþingismönnum utan af landi. Annar var „óþolandi" sýslumaður, hinn fyrirmyndarprest- ur. í fréttabréfínu með þessum tíð- indum rekur systir des Ánges fyrst sögu Alþingis á Þingvöllum og lýsir þinghúsinu við Austurvöll, sem þá rúmaði líka Landsbókasafnið og Fomgripasafnið „með mörgum gömlum hlutum frá kaþólskúm tíma“. Hún segir að 1. júlí hafí þing verið sett, að undangenginni guðs- þjónustu í Dómkirkjunni, en furðar sig á ræðuefninu, um faríseann og tollheimtumanninn. Hún spurði ís- lenska vinnukonu systranna „hvaða tengsl þessi prédikun hefði við Al- þingi?“ Vinnukonan taldi prestinn hafa álitið að íslenskum þingmönn- um veitti ekki af að „hlusta á ræðu um auðmýktina". Og systirin heldur áfram: „Við kunnum engin skil á stjórn- málum á íslandi og létum Alþingi vera Alþingi þangað til dag einn að maður nokkur kom og bað um hjúkrunarkonu handa alþingis- manni sem hefði veikst skyndilega. Hinn óhamingjusami maður olli systur Elísabetu engu smávegis annríki. Ovenjulega uppstökkur persónuleiki hans, sem blandaðist saman við háan hita, gerði hann svo óþolandi, að fyrir dauða sinn varð hann að biðja systurina fyrir- gefningar á hversu hræðilegur hann hefði verið við hana.“ Þingmaðurinn var Benedikt Sveinsson (1826—1899), fyrrum yfírdómari, sýslumaður Þingeyinga (og faðir Éinars skálds Benedikts- sonar), sem lést úr lungnabólgu 2. ágúst í Reykjavík. Hann er talinn hafa verið sá lögfræðingur, sem á prenti taepum fjórum áratugum fyrr varaði íslendinga við að bijóta landslög með því að hafa samskipti við frönsku prestana, meðan trú- frelsi hafði ekki verið í lög leitt. Áður en Benedikt dó voru St. Jósefssystur kallaðar í hús í Reykja- vík til sr. Þorkels Bjarnarsonar (1839—1902) sem sat á Reynivöll- um í Kjós, var þingmaður Gull- bringu- og Kjósarsýslu og fræði- I I I I I I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.