Morgunblaðið - 14.12.1997, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997 39
- undtrbúnii^
— gerbaksWI
matreið^lö^rii
Qjafakprt
i
I
I
í
i
I
!
i
>mumrauosnamsKeio
~ ítöisk matreiðsia -
erminjpSi^sÉnriar
■natn
tiatu
erminaggior
rökusRreytinga
iskináfisk^í
•nín
M gj
/illib
á ég að
páskalambið
~ ^iiiiDraoanamsKeid — tiSkínamsKðio -- matreicisia rym1
hvermg á ég að utbua mína veisiu — biómaskreytingar
alambið — galdurinn víð griilið — klakaski
'snámskeið — villibrá
'isk rnaii
erm* 'M
m
rla
fermir
kuskre
keið -
ina 40n veislu
galdurinn við grillið -
f»murbrauðsnámskeið — villibráðanám
irærustupör — (töisk matreiðsia — hvern
indirbúningur fermingaveislunnar ~ pási
rerbakstur — ^treið^la fyrir kgnur — sm
kétiá - wátréidsiá fyn1 k^rustuþöi
fermingatoiíáW^^^^-búnÍngur
^kstur
karla
tingar á
rður
eið
útbúa
Idurinn
eið
Jsla
unnar|
wr
fyrii
aKf-SÍiH®' ?lermingaborðið
skurður — kökuskreytingar
ið matreiðslai
maður og fengið hafði hjartaáfall.
Systir Elísabet hjúkraði prestinum
og vakti alls yfir honum í 20 næt-
ur. Þótt útlitið hefði verið álitið
slæmt náði hann sér svo vel að
hægt var að flytja hann heim í sína
sókn. Systrunum þótti þetta teikn,
því sr. Þorkell hafði nýlega fjallað
lofsamlega í ræðu og riti um Þorlák
helga Þórhallsson Skálholtsbiskup
og verið jákvæðari í garð kaþólskra
en flestir aðrir þjóðkirkjuprestar:
„Það var einkennileg tilviljun, að
kaþólsk reglusystir skyldi annast
einmitt þennan mann. Það var hann
sem fyrir um það bil ári hélt mjög
fallega ræðu um kaþólska biskupinn
Þorlák, sem er víst eini dýrlingur
íslands. Sögubók um siðaskiptatím-
ann sem hann gaf út er líka sögð
bera með sér áhrif af kaþólskum
sið. Það væri vissulega æskilegt að
Guð færði bráðum einhveijum góð-
um sálum skilning á hinni sönnu
trú.“
Landakotsskóli
Hrifning birtist oft á Landakots-
skólanum í sömu skrifum og hann
var gagnrýndur. Þegar „heldra
fólk“ í Reykjavík var aðvarað í
Verði ljós! tímariti sr. Jóns Helga-
sonar, prestaskólakennara og síðar
biskups árið 1901 um hættuna á
að senda börn í trúboðsskóla í
Landakoti, var sagt að foreldrar
gerðu þessi mistök vegna gæða
skólans. Þama kom fram hvert
aðhald Landakotsskólinn var að
Barnaskóla Reykjavíkur, eitt raun-
hæfasta ráðið til að stöðva straum-
inn í Landakot var að mati höfund-
ar greinarinnar að bæta Barnaskól-
ann svo „að hann standi þessum
kaþólska skóla jafnfætis ..." Önn-
ur björgunarleið var að stofna sér-
stakan „æðri barnaskóla" einkum
fyrir dætur „heldri manna.“ Og svo
þótti þetta mikilvægt af trúarorsök-
um, að þjóðernissjónarmiðinu var
varpað fyrir róða, því að ef engin
íslensk kona fyndist sem stæðist
St. Jósefssystrum snúning í tungu-
mála- og hannyrðakennslu .......
hví getum vér þá eigi eins vel feng-
ið kenslukonu evangelisk- lút-
erskrar trúar frá Danmörku, eins
og kaþólskar nunnur?"
Við borðum ekki gras!
Mataræðið á St. Jósefsspítala í
Landakoti var nokkur nýjung á ís-
landi. í heimalöndum systranna var
jurtafæði stór hluti af mataræðinu
og þær höfðu stóra matjurtagarða
við sjúkrahúsin í Reykjavík og
Hafnarfirði. Þær unnu sjálfar lengi
eldhússtörfm og fæðið sem boðið
var upp á samræmdist ekki fyllilega
íslenskum hefðum, þær notuðu t.d.
ekki súrsaðan mat, siginn eða kæst-
an.
Þótt mannlíf og tækni tæki mikl-
um framförum á fyrstu áratugum
aldarinnar var ísland árið 1920 enn
þá mjög frábrugðið því sem fólk í
nágrannalöndum bjó við. Systir
María Delphine kom til íslands það
ár:
„Það voru mikil viðbrigði frá því
sem ég áður hafði vanizt. Engir
skógar og ekkert hér í kring nema
túnið. — Mataræðið var einnig allt
öðru vísi. Ég hafði vanizt græn-
meti og ávöxtum, en hér var lítið
slíkt að fá. Þegar sjúklingunum var
borið salat hristu þeir höfuðið og
sögðu — „við borðum ekki gras.“ —
A þeim tíma fengust heldur engin
blóm. Ég minnist þess, að við feng-
um þau send frá Noregi t.d. fyrir
páska til að skreyta kirkjuna, svo
ræktuðum við nú heiimikið sjálfar
hérna í gluggunum okkar.“
Dr. Bjarni Jónsson minntist þess
að þegar hann var í fæði á Landa-
kotsspítala 1937 hefði honum þótt
þar veislumatur á hverjum degi.
Eins og fleiri heyrði hann hann að
nokkuð var kvartað yfir fæðinu, þó
fremur þegar leið á. Hann benti á
að daggjöld ríkisins hefðu verið
hærri að tiltölu áður fyrr og sparn-
aðurinn gæti hafa komið niður á
matnum.
Hitt er þó jafnlíklegt að sjúkling-
ar hafi verið mishrifnir af fæðinu
hjá systrunum þar eð það var frá-
brugðið því sem þeir voru vanir og
meira í ætt við hefðir á meginland-
inu. Sumir voru hæstánægðir, kom-
ust þarna í fyrsta sinn í kynni við
grænmetis- og heilsufæði, en öðrum
þótti kosturinn lítill og Vondur. Með
aukinni þekkingu Islendinga og
kynnum af öðrum þjóðum átti mat-
aræði þeirra sjálfra hins vegar eftir
að breytast á næstu áratugum og
færast í áttina að því sem systurn-
ar buðu upp á. En því má ekki
gleyma að þúsundir sjúklinga og
starfsfólks báru þekkinguna og
smekkinn úr eldhúsum systranna
með sér út á heimilin í landinu.
Systurnar voru að þessu leyti með-
al frumheija á mikilvægu svæði
næringarfræði og matargerðarlist-
ar á Islandi.
í Hafnarfirði
Fyrsta skóflustunga að St. Jós-
efsspítala í Hafnarfirði var tekin
9. maí 1925 og í sama mánuði lagð-
ur hornsteinn að spítalanum. Reisu-
gildi var haldið 26. sept. 1925 en
4. feb. 1926 byijað að kynda húsið.
Viðunandi varmi dreifðist um allt
með svo góðum árangri, sagði í
skýrslu á frönsku, „að hann fær
mann til að gleyma því að maður
sé á ís-landi“ („pays de glace“).
Systir Viktoria príorinna í Landa-
koti hafði umsjón með byggingu
spítalans af hálfu reglunnar
1925—26. Hún kom öðru hvoru
suðureftir ásamt öðrum systrum til
að fylgjast með framkvæmdum.
Ferðuðust þær oftast á hestbaki og
höfðu í fyrstu skiptin næturstað í
gistihúsi, því naumast var hægt að
komast fram og til baka sama dag-
inn. Miðvikudaginn 15. júlí 1926
hófu St. Jósefssystur svo búsetu í
eigin húsi { Hafnarfirði. Þann dag
kom systir Viktoría með kennslu-
systrunum þremur í Landakoti, sem
voru í sumarleyfi frá kennslu og
áttu að standsetja það nauðsynleg-
asta í byggingunni. Dagsetningin
helgaðist af því að systrunum hafði
verið tjáð að þennan dag mundu
iðnaðarmenn leggja síðustu hönd á
verkið, þótt það gengi ekki eftir.
Síðdegis blessaði sr. Meulenberg
svefnherbergi systranna og flutti
bæn:
„Blessa þú Drottinn, almáttugi
Guð, þennan stað, svo að á honum
megi ríkja heilbrigði, skírlífí, sigur,
dyggð, auðmýkt, gæska og mildi,
uppfylling iögmálsins og þakkir til
Guðs Föður, Sonar og Heilags anda,
og að þessi blessun hvíli yfír þessum
stað og íbúum hans núna og um
alla framtíð. Amen.“
Systurnar útbjuggu í samfélags-
herbergi klausturhlutans í húsinu
litla kapellu, því kirkjan var enn
ekki tilbúin. Þær töldu sig óumræði-
lega heppnar og hamingjusamar.
Samkvæmt skilningi kaþólskra er
Jesús Kristur sjálfur í altarissakra-
mentinu. Helgaðar hostíur eru að
staðaldri í kaþólskum kirkjum og
kapellum, sem eru því heimiii
Krists, en hins vegar fátítt að fólk
fái að búa í guðshúsi. Fyrsta verk
systranna á nýja staðnum var hins
vegar að „ ... undirbúa bráða-
birgðahúsnæði fyrir kæran Frelsara
okkar, þar eð ekki var enn hægt
að taka kirkjuna í notkun. Kl. sjö
að kvöldi var búið að breyta samfé-
lagsherbergi systranna í fagra, litla
kapellu og við hlökkuðum til þess
að næsta dag mundi Jesús búa
undir sama þaki og við.“
Siðmenningarbyltingin
Frumreynslu sína af mörgu því,
sem með tímanum varð hluti af
almennri siðvenju, öðlaðist stór
hluti þjóðarinnar á fyrstu áratugum
aldarinnar hjá St. Jósefssystrum á
Landakotsspítala. Siðmenningar-
bylting þeirra náði ekki bara til
sjúklinga, lækna, starfsmanna og
fólks í heimsóknum heldur fréttist
af henni um land allt.
Alls horfðu 18.236 sjúklingar í
kringum sig í Landakoti fram að
opnun Landspítalans 1930. Á bak
við hluta af innlagnartölunni eru
endurkomur sömu sjúklinga, en það
breytir því ekki að allhátt hlutfall
þjóðarinnar skynjaði vissa hlið á
nútímanum upphaflega hjá St.
Jósefssystrum. Þarna kynntist
margur íslendingurinn í fyrsta sinn
nútímalegum húsakynnum, baðker-
um og vatnssalernum, líkama sín-
um ólúsugum, hreinum fatnaði og
rúmklæðum, hnífapörum, regluleg-
um og hollum máltíðum, jurtafæði
og stofublómarækt, nákvæmni eftir-
klukku, vísindastarfsemi tækniald-
ar, jafnvel nýjum sálmalögum.
Nánast engin önnur sambærileg
reynsluveröld var aðgengileg al-
þýðu í Reykjavík, að Franska spítal-
anum frátöldum. Almenn sjúkrahús
á landsbyggðinni voru mun minni
og flestar meiriháttar aðgerðir voru
framkvæmdar hjá St. Jósefssystr-
um. Meiri hluti sjúklinganna fram-
an af kom utan af landi og nær
allir læknar sem fóru þar til starfa
fengu ákveðið uppeldi á spítalanum.
Mun færri höfðu eigin reynslu af
innlögnum og heimsóknum í ein-
angrunarstöðvarnar, Laugames-
spítalann (frá 1898), geðsjúkrahús-
ið að Kleppi (frá 1907), berklahælið
á Vífílsstöðum (frá 1910) og aðrar
stofnanir sem síðar komu til sögu,
þar sem aðbúnaður var um margt
af svipuðum gæðastaðli og í Landa-
koti. Þótt St. Jósefsspítali í Hafnar-
firði kæmi ekki til sögunnar fyrr
en 1926 þarf ekki að efast um að
vist þar hefur einnig verið mörgum
harla nýstárlegur lífsstíll.
Systir Gabriella 1996
Þegar rætt er við systur Gabri-
ellu 92 ára að aldri á hvíldarheimil-
inu í Garðabæ er hún spengileg,
sporlétt og glettin, svarar viðstöðu-
laust og hlær við öðru hvoru. Minnið
er gott.
— Hver fannst þér aðalviðbrigðin
þegar þú komst frá Danmörku til
Islands?
— Mér fannst gott að koma hing-
að, en ég skildi samt ekki neitt, það
var það versta.
— En spítalinn, var hann ólíkur
því sem þú hafðir vanist?
— Ja-á, það var meiri fátækt hér
ennþá, ekki jafn fínt og í Danmörku.
— Fannst þér þetta þá erfíðara
hér?
— Nei, mér fannst þetta gott.
Systumar sem unnu með mér vorij^
ánægðar líka.
— Var skurðstofa hér ólík því sem
var í Danmörku?
— Ja, sem sagt, það var meiri
fátækt hér, það var ekki eins mikið
til og í Danmörku.
— En vinnan, var hún svipuð?
— Jú.
— Var það öðmvísi vinna með
íslenskum læknum heldur en dönsk-
um?
— Nei, mér fannst það nógu gott.
Með mér störfuðu fleiri íslendingar
en læknarnir, ein íslensk St. Jósefs-
systir og ein íslensk hjúkrunarkona.
— Hvemig fannst þér vistarver-
urnar sem systumar höfðu hér?
— Mjög góðar.
— Þú ert svo jákvæð ...
— ... ég hef alltaf verið ánægð.
ST. JÓSEFSSYSTUR við bænahald í kapellu sinni í vesturálmu
St. Jósefsspítala í Landakoti. Daglegar og reglulegar fyrirbænir
voru fastir liðir í starfi þeirra og í kapelluna sóttu þær flestar
guðsþjónustur nema á sunnudögum og hátíðum er þær fóru yfir
götuna í Kristskirkju.
í GRAFREITNUM að kórbaki Kristskirkju í Landakoti hvíla 35
St. Jósefssystur sem störfuðu hér á landi. Á flestum legsteinunum
eru aðeins þau systranöfn sem þær tóku sér er þær unnu reglu-
heit, en ekki skírnar- og fjölskyldunöfn.
Hlutdelld St. Jósefssystra
í þjónustu almennra sjúkrahúsa á íslandi
100-]
90
80 % sjúkllnga — % legudaga Sem hundraöshluti af heildarþjónustunni
70 ÓHT 1997 / Heimildir: Heilbrigöisskýrslur
60
50 \
40 ■ ?M
30 | \ -
20 j?|| $i
10 ■ n 1$
1903 1910 1915 1920 1925 1930 1933 1940 1945 1950 1955 1900 1965 1970 1975 1960 1965 1967
SYSTURNAR voru vanar garðstígum og gangstéttum í heimalönd-
um sínum og þótti gönguferðir í íslensku umhverfi hressileg
ævintýri. Myndin er tekin á fjórða áratugnum og á hvalshræinu
standa, f.v., leiksystirin Remberta og slæðusysturnar Adriene,
Ágústína príorinna í Hafnarfirði, Viktoría príorinna í Reykjavík,
Clementía eldri, Febronia og Cyrilla.