Morgunblaðið - 14.12.1997, Qupperneq 42
42 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
' KRISTBJÖRG JÓNA BJÖRGÓLFSDÓTTIR,
Sólvangsvegi 1,
Hafnarfirði,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánudaginn
1. desember sl.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Sigríður Stefánsdóttir, Gunnar Sæmundsson,
Stefán Gunnarsson, Dagmar Gústafsdóttir,
Hörður Gunnarsson.
Frænka mín,
SIGURLfNA HERMANNSDÓTTIR
frá Grindum,
Lindargötu 64,
Reykjavík,
sem lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 10. desember síðastliðinn, verður
jarðsungin frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 17. desember kl. 13.30.
Fyrir hönd vandamanna,
Unnbjörg Eygló Sigurjónsdóttir.
+
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ANNA SOFFÍA STEINDÓRSDÓTTIR,
Snekkjuvogi 9,
Reykjavík,
lést miðvikudaginn 10. þessa mánaðar.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 18. desember kl. 10.30.
Sigurður Pálsson,
Gunnlaugur Þór Pálsson, Kristín Björg Þorsteinsdóttir,
Anna Kristín og Bryndfs Sæunn Sigríður Gunnlaugsdætur.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ANNA K.S. BENEDIKTSSON,
Hátúni 8,
Reykjavík,
lést á Reykjalundi fimmtudaginn 4. desember.
Útför hennar hefur farið fram.
Fyrir hönd aðstandenda.
Börn hinnar látnu.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
LEIFUR GUÐLAUGSSON,
Yrsufelli 7,
Reykjavík.
verður jarðsunginn frá Kirkju Óháða safnaðar-
ins við Háteigsveg, þriðjudaginn 16. desember
kl. 15.00.
Steila Tryggvadóttir,
Tryggvi Rúnar Leifsson, Sigríður S. Sigurbjörnsdóttir,
Guðlaugur Ómar Leifsson, Soffía Jóna Bjarnadóttir,
Hilmar Þór Leifsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
'r
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ást-
kærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður, afa, bróður og mágs,
ARNÞÓRS ANGANTÝSSONAR
skólastjóra,
Klapparstíg 13,
Hauganesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks handlækningardeildar FSA fyrir einstaka
umönnun og hlýju.
Kolbrún Ólafsdóttir,
Arnar Már Arnþórsson, Ragnheiður Valdimarsdóttir,
Almar Örn Arnþórsson,
Dagmar Erla Arnþórsdóttir,
Edda Björg Arnþórsdóttir,
Anna Rósa Arnarsdóttir,
Þóra Angantýsdóttir, Ámi Ólason.
MAGNA
ÓLAFSDÓTTIR
+ Magna Ólafs-
dóttir fæddist í
Reykjarfirði á
Hornströndum 14.
september 1926.
Hún lést á gjör-
gæsludeild Land-
spítalans aðfara-
nótt 6. desember
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Ólafur Matthías
Samúelsson, bóndi,
f. 21.5. 1890, d. 17.8
1960, og Guðmund-
ína Einarsdóttir,
kona hans, f. 15.12.
1901, d. 4.8. 1987. Þau hófu
búskap sinn í Reykjarfirði en
fluttu síðar í Furufjörð á
Ströndum þar sem þau bjuggu
til ársins 1944 þegar þau
brugðu búi og fluttu til Isa-
fjarðar. Systkini Mögnu: Krist-
ín Bjarney, f. 21.2. 1922, Inga
Hanna, f. 22.7. 1923, Hallgrím-
ur, f. 21.10. 1924, Samúel, f.
29.8. 1928, Einar Jakob, f. 29.8.
1928, lést sex mánaða gamall,
Einar Bæring, f. 6.10. 1930, d.
17.6 1965, Kristján Hergeir
Bjarni, f. 22.2. 1941.
Magna giftist Torfa Sigurðs-
syni frá Bæjum á Snæfjalla-
strönd, þau skildu eftir stutta
sambúð. Hún ólst upp í Furu-
firði en flutti síðan til Isafjarð-
ar ásamt foreldrum sínum. Hún
stundaði nám í Húsmæðraskól-
anum á ísafirði vet-
urinn 1944-45 en
skömmu eftir að
hún lauk þar námi
veiktist hún af
berklum. Næstu
árin dvaldi hún á
Vífilsstöðum og
Reykjalundi. 1948-
1951 nam hún fata-
saum við Iðnskól-
ann á Reykjalundi
og eftir að hún náði
heilsu fór hún að
starfa við sauma-
skap. Fyrst á
Reykjalundi, síðar
þjá Saumastofu Guðsteins Eyj-
ólfssonar og hjá saumastofunni
Spörtu. Vorið 1962 réðst hún
sem matráðskona hjá Vegagerð
íslands og matreiddi fyrir vega-
gerðarmenn fyrir vestan og
víðar fram til haustsins 1963
þegar hún réðst sem aðstoðar-
matráðskona að Elliheimilinu
Grund. Hún hóf störf hjá Eim-
skipafélagi íslands vorið 1965
og sá um mötuneyti fyrir starfs-
menn þess í Pósthússtrætinu
allt þar til síðla árs 1976 að hún
réðst til Hitaveitu Reykjavíkur.
Magna lét af störfum hjá Hita-
veitunni haustið 1994.
Útför Mögnu fer fram frá
Háteigskirkju á morgun, mánu-
dag, og hefst athöfnin klukkan
15.
Hvað er hel?
Öllum líkn, sem lifa vel,
engill, sem til lífsins leiðir,
ljósmóðir, sem hvílu breiðir.
Sálarbros, er birta él,
heitir hel.
(Matthías Jochumsson.)
Hún yngsta systir mín er farin
yfir móðuna miklu. Eflaust er hún
hvíldinni fegin. Síðustu árin voru
henni erfið vegna veikinda sem
komu í veg fyrir að hún gæti notið
lífsins eftir að langri starfsævi lauk.
Við hjónin bjuggum úti á landi og
komum oft til Mögnu þegar komið
var til Reykjavíkur. Þangað var allt-
af gott að koma. Hún átti fallegt
heimili, búið af smekkvísi, þar á
meðal var mikið steinasafn því
Magna ferðaðist mikið og safnaði
að sér fallegum steinum. Ætíð var
tekið á móti gestum af miklum
höfðingsskap. Þar stóð allt til boða,
veislumatur og siðan myndasýning
því ljósmyndun var eitt af áhuga-
málum hennar og af þeim átti hún
mikið safn sem hún hafði tekið á
ferðum sínum um Iandið. Þessi
ferðalög hennar hófust þegar hún
náði heilsu eftir erfið veikindi á
unglingsaldri og fljótlega eftir að
hún kom til Reykjavikur og fór að
vinna gerðist hún félagi í Ferðafé-
lagi íslands og síðar Utivist. Með
þeim fór hún upp um fjöll og firn-
indi á ýmsum árstímum og við alla-
vega aðstæður og þarna átti hún
marga góða félaga. Þessu miðlaði
hún svo til okkar í fjölskyldunni
með myndasýningum þar sem slid-
esmyndum var varpað á stórt tjald
í stofunni hennar, og oft vorum við
mörg sem sátum og upplifðum ís-
lenska náttúru í gegnum stórkost-
legar ljósmyndir hennar. Auk þess
sá hún um að mynda alla helstu
viðburði í fjölskyldunni og eftir
stendur heilt heimildamyndasafn
af fólki og viðburðum.
Þrátt fyrir láglaunavinnu alla tíð
tókst henni að koma sér upp fal-
legri íbúð og þegar því marki var
náð tók hún til sín aldraða móður
okkar sem fram að því hafði búið
hjá systur okkar, Ingu Hönnu, og
hennar manni, Sigurði Tryggva-
syni. Hún reyndist mömmu vel og
til þeirra sótti mikið af fólki. Það
vill svo til að 15. desember var ein-
mitt afmælisdagur móður okkar.
Þann dag hélt Magna alltaf upp á
og dekkaði gjaman veisluborð fýrir
gesti og gangandi. Engan hefði
grunað að sjálf yrði hún borin til
grafar þennan sama dag.
Magna náði sér aldrei fullkom-
lega af berklum sem hún smitaðist
af átján ára gömul og átti við að
stríða í mörg ár. Fyrstu mánuðina
eftir að hún veiktist lá hún heima
hjá foreldrum okkar í Fjarðarstræt-
inu á ísafirði. Eftir það fór hún á
Vífilsstaði og þaðan á Reykjalund
þar sem hún dvaldi í nokkur ár.
Þrátt fyrir þetta erfiða skeið sá
þess ekki stað í störfum hennar og
áhugamálum að hún gengi ekki
alveg heil til skógar. Hún sinnti
öllu sem hún tók sér fyrir hendur
af krafti og dugnaði og hugsaði
fyrir öllu. Oftar en ekki kom það
fyrir að hún átti bæði aukamat og
aukaföt til að veita félögum sem
lentu í erfiðleikum á ferðalögum.
Magna giftist Torfa Sigurðssyni
frá Bæjum á Snæfjallaströnd en
það hjónaband entist ekki lengi.
Eftir það bjó hún ein. Fyrir allmörg-
um árum kynntist hún kærum vini
sínum Jóhanni Pétri Sigurðssyni í
gegnum ferðalögin. Þau urðu nánir
félagar og áttu margar stundir sam-
an heima og á ferðalögum þar til
yfir lauk. Eftir að síðustu veikindi
hennar hófust fyrir u.þ.b. tveimur
árum var Jóhann henni mikil stoð
og stytta. Nú saknar hann vinar í
stað.
Þrátt fyrir mikinn samgang inn-
an fjölskyldunnar allrar var það
yngsti bróðir okkar, Kristján, sem
tengdist henni nánustum böndum.
Hann og kona hans, Sigríður Sig-
urðardóttir, áttu ómetanlegan þátt
í að létta Mögnu lífið síðustu árin.
Fyrir þetta fólk er missirinn kannski
mestur og um leið og ég kveð kæra
systur mína vil ég votta þeim sam-
úð og þakkir okkar hinna.
Kristín Bjarney
Ólafsdóttir.
Magna frænka er látin. Hún lést
sjötta þessa mánaðar á Landspítal-
anum eftir landvarandi veikindi.
Hvort þeir sem lítið þekktu hana
áttuðu sig á því hversu langt hún
var leidd skal ósagt látið því einn
veit tæpast með fullri vissu hvað
annan hijáir og ályktar út frá því
oftast nær út í bláinn.
Fólk hafði á orði að Magna ræddi
mikið um sjúkdóma, enda hafði hún
mátt þola atlögur þeirra á sínum
yngri árum. Ung veiktist hún af
berklum og átti í því stríði árum
saman en að því loknu náði hún
nokkurn veginn sæmilegri heilsu.
Hún var dugmikil og lét ekki sitt
eftir liggja er starfsferill hennar
hófst fyrir alvöru. Ég sem þessar
línur rita fylgdist lítið með starfi
frænku minnar framan af ævi, leið-
ir okkar lágu ekki á svipuðum slóð-
um, en eitt frétti ég að hún hefði
um langt skeið unnið í mötuneyti
Eimskips og síðar sem matráðs-
kona, og leyst það starf af hendi
með prýði.
Kynni okkar Mögnu hófust ekki
fyrr en hún gerðist matráðskona
hjá Hitaveitu Reykjavíkur. Meðan
hún vann hjá Éimskip réð hún
matarinnkaupunum sjálf en hjá
Hitaveitunni varð hún að afhenda
fæði sem kom utan úr bæ og fékk
því engu ráðið um gæði þess og
úr hvaða efnum það var unnið. Eigi
að síður reyndi hún að gera eins
gott úr öllu og henni var unnt og
um leið að gæta þess að hlutirnir
færu ekki úr böndunum. Hún vildi
öllum vel og vann störf sín af ein-
stakri alúð. Vafasama umgengni
þoldi hún ekki og í eldhúsi og borð-
sal varð allt að vera til fyrirmynd-
ar. Hún fór vel með alia hluti og
gætti þess að allt væri í röð og
reglu á hennar yfirráðasvæði.
Magna var skapmikil eins og hún
átti ættir til og vildi því ógjarnan
láta hlut sinn er til orðaskipta dró.
Það þýddi ekki fyrir neinn að ætla
sér að breyta skoðunum hennar á
mönnum og málefnum, þar stóð hún
fyrir eins og blágrýtishamrarnir í
átthögum hennar á Ströndum og
haggaðist ekki þótt hart væri sótt
að einhverjum sem henni var hlýtt
til.
Magna var mikill göngugarpur á
sínum bestu árum og ferðaðist mik-
ið vítt og breitt um landið, ekki síst
hálendi og útkjálka þess, og ein-
staka sinnum tók hún að sér farar-
stjórn eða leiðsögn. Beitti hún þá
þeirri þekkingu sem hún hafði aflað
sér á fyrri ferðalögum um hin ýmsu
svæði milli fjalls og fjöru. Fegurð
náttúrunnar hafði djúp áhrif á
hennar sálarlíf og lyfti henni upp
úr hversdagsleikanum. Hún tók
ógrynnin öll af myndum og átti
mikið safn slíkra dýrgripa, sem hún
hafði yndi af að sýna vinum og
kunningjum við tækifæri. Hún virt-
ist þekkja hvert kennileiti á hinum
ólíklegustu stöðum og naut þess að
virða þau fyrir sér á myndunum.
Fjarlægustu fjöll, vatnsföll og jökla
þuldi hún upp úr þessu safni sínu
eins og að hún hefði lært þetta
utan að. Illfærar skriður og tæpar
syllur þurfti hún stundum áð fara
til þess að ná réttu sjónarhorni, en
það vílaði hún ekki fyrir sér meðan
heilsan leyfði. Og þessu til sönnun-
ar minnist ég þess er ég var með
henni, ásamt fleirum, á ferðalagi í
grennd við svokallað Hagavatn, að
lofthrædd virtist hún ekki vera. Hún
gekk þar fram á gljúfurbarm og tók
mynd af vatnsfallinu sem um það
rann og til þess varð hún að beina
myndavélinni beint niður í gljúfrið.
Ég hefði ekki viljað leika það eftir
henni.
Hin síðari árin hafa verið frænku
minni erfið. Heilsuleysið, sem henni
var tíðrætt um áður fyrri, lagðist
nú að henni af fullum þunga og
breytti skapgerð hennar. Hún fór
að eiga erfitt með allar hreyfingar
og lagðist litlu síðar alveg í rúmið.
Skyldmenni og vinir reyndu að
heimsækja hana og nálgast það sem
hún þarfnaðist daglega. Líkamlegt
ástand hennar versnaði dag frá
degi og það litla sem hún fékkst
til að mæla bar vott um vonleysi
og fullkomna uppgjöf. Að lokum
var hún lögð inn á Landspítalann
og tekin í aðgerð en hún heppnað-
ist ekki og smátt og smátt fjaraði
lífið út. Andvökunni löngu og
ströngu var lokið.
Ég þakka frænku minni allan
hennar velvilja í minn garð og bið
þann sem öllu ræður að taka vel á
móti henni hinum megin. Hún á það
svo sannarlega skilið því ekki fór
henni allt að óskum í þessum harða
heimi.
Ástvinum hennar öllum votta ég
samúð mína.
Haraldur frændi.
0
4
.
e
i
c
c
V
í
I
c
í
i
i
(
i
(